Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Qupperneq 11
Jlf Jóhann Hannesson:
tf ÞANKARÚNIR
Hvað gera guðfræðingarnir? Er ekki allt hjá þeim eins og
áður var? Hvað hafast menn að i þeim háskólastofnunum, sem
gukífræðideildir nefnast? í stuttu máli mætti segja, að guð-
fræðingur, sem útskrifazt hefðd fyrir tveim til þrem áratugum,
myndd finna að margt er nú öðru vísi en áður var, ef hann
kæmi inn í guðfræðide.ild nú. Fátt myndi hann kannast við af
bókum, nema Brblíura og trúarjátningarnar og talsvert af
kirkj usögunni. Námið er einnig talsvert fyrirferðarmeira en
það var. Þó fást menn enn við sömu grundvaUaratriði, opin-
berun Guðs, fagnaðarboðskapinn, lögmál, sannleika, réttlæti,
kærleikann, kirkjuna, trúna, siðgæðið, tilbeiðsluna. Krists-
fræðina, og síðast, en ekki sízt, Heilaga ritningu, sem er nú
meira metin en oft áður.
Fræðigrein, sem nú dregur mjög að sér athygli manna —
auk margra annarra airiða — nefnist symbolik. Heiti hennar
er dregið af grísku orð;', symlbolon, sem tekið var inn í latín-
una, og rnerkir tákn, jarteikn, gunnfána, og síðast en ekfci sízt,
kirkjulega játningu, sem notuð er i helgi'haldi, svo sem þá
postullegu trúarjátningu, sem vér kunnum, og tvær aðrar,
sem kirkja vor á í sameign með fjölmörgum öðrum, tria
symbola ecumenica. Symtoolikin er sem fræðigrein fremur
ung, hún hefir vaxið upp úr nokkurs konar „einþáttungi",
þeirri gömlu pólemisku guðfræði, og er nú orðin stærðar
„drama“ í sjö þáttum. Nú er hún yfirlitsvísindi yfir mismun-
andi kirkjudeildir, greinir helztu sérkenni þeirra og setur
þau málefnalega fram. Það er komið úr tízku erlendis, þótt
það loði hér enn við suma menn, að gera öðrum mönnum og
kirkjum upp skoðanir og deila síðan á þessar uppgerðu skoð-
anir undir því yfirskini að farið sé með rétt mál. Þessháttar
lýðskrum er víðast hvar lagt niður í kirkjunni, einnig að miklu
leyti í samskiptum mótmælenda og kaþólskra, en í staðinn er
kominn „díalog“, það er samræða, og sú aðferð að leitast við
að skilja menn samkvæmt „intension“ þeirra, það er að vita
hvað fyrir öðrum mönnum vakir og hvað þeirra stefna er í
raun og veru. Symbolikin hefir það markmið að segja sem
sannast og réttast frá helztu sérkennum annarra kirkjudeilda
og hreyfinga, og þessari frásögn er skipað niður í þætti, um
játningu og kenningu. um uppruna, aldur, stærð og útbreiðslu
kirkjudeildarinnar, kirkjuskipan, embætti, siðfræði, starfs-
hætti, innri hreyfingar, vakningar og margt annað, sem að
hverri einstakri kirkjudeild lýtur. öll er þessi þekking nauð-
synleg til að meta rétt, bæði það sem sameiginlegt er og það,
sem munur er á í fari mismunandi kirkjudeilda. Þegar fengin
&r nauðsynieg þekking á helztu sérkennum kirkjudeildanna,
geta menn ræðzt við um það, sem á milli ber, í stað þess að
gera mönnum upp skoðanir og unga út fordómum í þeirra
garð.
Eftir að til urðu stór alþjóðleg samtök kirkjudeilda, svo sem
Heimsráð kirkna (W. C. C.) og Lútherska heimssambandið, er
symbólíkin orðin svo nauðsynleg að menn verða að kunna
nokkuð í henni til þess að verða viðræðuhæfir um samkirkju-
leg mái. lágmarkið er að kunna að fletta bókum um þessi
efni og rata að fróðleiknum. Háskólakennarar verða að sjálf-
sögðu að kynnast persónulega sem flestum kirkjudeildum
eins og þær eru í raunveruLeika samtíðarinnar, enda er að því
mikill fengur.
Það féll í vorn hlut á sínum tíma að sjá um útgáfu kennslu-
bókar í sýmbolik á ki.iversku fyrir lúthersku kirkjuna meðal
Kínverja í Austur-Asíu. Bókin var upphaflega skrifuð af
finnskum guðfræðingi, og þurfti fátt að fella úr, en hins vegar
að bæta talsverðu við af nýjum fróðleik. Til kennslu við Há-
skóla vorn hér varð fyrir valinu norsk bók, „Konfesjonskunn-
skap“ eftir próf. Einar Molland við Óslóanháskóla. Hún hefir
verið þýdd á ensku og getið sér gott orð víða í heimi lær-
dómanna. Meðan ég vei að kynna mér gerð bókarinnar, bar
svo við að ung kona, sem sjálf er læknir að mennt, fór að lesa
í henni, og leizt svo vel á þann fróðleik, sem þar var að finna,
að hún kvaðst ætla að kaupa hana og gefa manni sínum í jóla-
gjöf. En hann var verkfræðingur. — íslenzkur guðfræðingur
getur því átt það á hættu að hitta fyrir ung hjón, sem vita
meira um kirkjur heimsins en hann sjálfur, ef hann fylgist
ekki með! — En hvað sem því líður, þá væri það brýn nauð-
syn blaðamönnum að hafa hjá sér í hillunni kirkjulegar hand-
bækur og læra að fletta þeim, því kirkjuvit íslenzkra blaða
virðist ekki mikið, og væri brýn nauðsyn að bæta hér úr.
Blöðin þurfa að reyna að fræða landslýðinn um það, sem sann-
ara reynist í samtímasögunni, enda er það eitt meginhlutverk
þeirra. — Fyrstu kafiarnir í áðurgreindri bók eru að vísu
lokað land flestum, sem ekki geta lesið grísku, en aðalefnið
ætti að vera auðskiliö, og mjög þarflegt til þjónustu í sam-
tíðarþekkingu.
Svo er um þessa íræðigrein, líkt og önnur „kritisk" vísindi,
að hún hefir ýmsa gaLa, og er einn aðalgallinn sá að með auk-
inni þekkingu kynni botninn að detta úr ýmsum íslenzkum
fordómum og vitleysum. sem hér hafa lengi átt gott griðland.
Kostirnir eru hins vegar þeir að hugsandi mönnum opnast
nýir heimar, sem þeir höfðu aðeins haft hugboð um áður.
Menn munu fá að vita um aðra bræður í kristninni, sem þeir
vissu ekki að voru til. Og menn munu kynnast því nokkuð
hvað almennt er talið innan og hvað er utan kristninnar.
Og um leið og menn kynnast öðrum, verða þeir að hyggja
nokkuð að sjálfum sér — lœra betur lexíuna um sina eigin
kirkju, hvað hún er og hvað hún er ekki, hverju er ábótavant
og hvað er vel og trúlega af hendi leyst.
A erlendum bókamarkaði
. w
Saga.
The Early Ionians. Gl. L. Hux-
ley. Faber and Faber 1966. 45/—.
Höfundur segir í formála, að
hann hafi skrifað bókina fyrir
alla þá, sem áhuga hafa á hell-
enskri menningu. Hann rekur
pólitíska sögu og leggur meiri
áherzlu á þýðingu og lýsingu
þeirra manna, sem hann segir að
hafi mótað söguna, heldur en á
efnahagssögu. Hann segir bók
«na vera gamaldags í augum
sumra manna vegna þess að
hann leggi lítið upp úr því lítt
skilgreinda orði „þjóðleg þró-
Hn“. Höfundur notar þeirra tíma
heimildir og gefur ágæta lýs-
ingu á Hellas í þann mund, sem
hellensk menning er að þróast.
Jónísku borgirnar í Litlu-Asíu
cru sögusviðið og megináherzlan
er lögð á afrek jónísku spek-
inganna í heimspeki og stjórn-
vizku jónískra aðalsmanna. Sag-
an spannar tímabilið frá komu
Grikkja á þessar slóðir og allt
til þess að átökin hefjast, sem
leiddu til Persastyrjalda. Bókin
er skemmtilega samin og liðlega
skrifuð. í bókarlok eru athuga-
greinar, bókaskrá, kort og reg-
istur.
The Crusades. Zoé Oldenbourg.
Translated froin the French by
Anne Carter. Weidenfeld and
Nicholson 1966 63/—.
Bók þessi er rúmar sex
hundruð þéttprentaðar síður, og
inntakið er saga krossferðanna
og einkum þeirra manna, sem
stóðu að fyrstu þremur kross-
ferðunum. Sagar. er aukin mati
og tilfinningalegum skoðunum
höfundar á þeim persónum, sem
mest koma við sögu og þeim at-
burðum, sem urðu til þess að
hrinda krossferðunum á stað.
Höfundur segir þessa sögu lið-
lega og hefur stundum uppi
nokkuð hæpnar getgátur, þar
sem heimildir skortir. Sagan er
fyrst og fremst skemmtilestur;
höfundur vel þekktur að því að
hafa samið læsilegar skáldsögur
um söguleg efni. Bókin er læsileg
sem söguleg frásögn, en hún er
ekki sagnfræði, þar eð höfundur
raskar hlutföllum og þýðingu
atburða til að betur falli að þeirri
sögu, sem höfundur vill segja.
Nokkrar myndir fylgja, svo og
ættartölur, tímatalstafla, athuga-
greinar og bókaskrá og registur.
Bókmenntir.
The Penguin English Library.
Fjögur ný bindi eru komin út
í þessum flokki útgáfunnar, alls
eru nú komin út átján bindi.
Fimmtánda bindið er: A Journal
of the Plague Year eftir Daniel
Defoe. Defoe hefur stundum
verið nefndur fyrsti blaðamaður-
inn, og er einn frægasti höfund-
ur Breta. f þessari bók dregur
hann upp mynd af Lundúnaborg
á þeim árum, þegar plágan geis-
aði. Höfundur studdist við trygg-
ar heimildir við samningu þessa
rits. Anthony Burgess og Christ-
opher Bristow gefa bókina út og
sá fyrrnefndi ritar inngang.
Mansfield Park eftir Jane Aust-
in er talin með því bezta, sem
hún setti saman. Tony Tanner
skrifar innganginn og bjó bók-
ina til prentunar. Oliver Twist
eftir Charles Dickens er hér gef-
in út með myndum Cruikshanks,
sem birtust í fyrstu útgáfunni.
Ritið er búið til prentunar af
Peter Fairclough og Angus Wil-
son ritar ágætan inngang. Oliver
Twist er ádeilurit og er með
vinsælustu bókum Dickens. The
Adventures of Huckleberry Finn
eftir Mark Twain er gefin út af
Peter Coveney og hann ritar
einnig inngang.
Það er mjög vandað til þessa
bókaflokks um prentun og papp-
ír og auk inngangs, sem fylgir
hverri bók, birtast athugagreinar
í bókarlok.
Essays on Literature and Ideas.
John Wain. Macmillan 1966.
18/—.
Bókin er gefin út I „papermac'*
og er númer 144. í þessum bóka-
flokki hafa komið ýmsar ágætar
bækur útgáfunnar og eru þetta
með smekklegri vasabrotsbókum
sem út koma, formið e> það stórt
að vafasamt er að kalla þær
vasabrotsbækur, og auk þess eru
þær heftar, ekki límdar eins og
flestar vasabrotsbækur. Þetta er
nýtt greinasafii höfundar. John
Wain hlaut menntun sína í Ox-
ford og kenndi þar enskar bók-
menntir um níu ára skeið en hef-
ur síðan snúið sér að ritstörfum
eingöngu, skrifað smásögur;
skáldsögur, gagnrýni og bók-
menntaþætti. í þessu riti eru
greinar um ýms skáld og stefn-
ur, þar á meðal ágæt grein um
T. S. Eliot sem gagnrýnanda og
tvær um Georg Orwell. Þetta er
bók um höfunda og bækur og
tengsl höfundar við þá. Þetta er
fjórða prentun bókarinnar; kom
íyrst út 1963.
Handbækur:
Kirchenváter Lexikon. Heinrich
Kraft. Kösel-Verlag, Múnchen
1966. Leinen DM 25.—
Kösel-forlagið hefur gefið út
rit, sem nefnist „Texte der Kir-
chenváter" í fimm bindum.
Fimmta bindið er lexikon yfir
kirkjufeður, auk registurs yfir
hin fjögur bindin. Þetta rit er til
þess ætlað að gefa yfirlit yfir
þýðingarmestu rit kirkjufeðr-
anna og eru kaflarnir valdir
með það fyrir augum. Patrolog-
ían eða „feðrafræðin“ er einn
þýðingarmesti þáttur miðalda-
fræði og er þetta ritsafn því
mjög þarft og handhægt þeim,
sem þau fræði stunda, og einnig
öllum guðfræðingum. Kenningar
kirkjunnar eru mjög formaðar
á dögum feðranna og því eru
þessi rit undirstaða allrar guð-
fræði. Fimmta bindi þessa rit-
safns er einnig gefið út sér, án
registursins, sem gildir fyrir allt
safnið. í þessu fimmta bindi eða
lexikoninu eru taldir upp allir
kirkjufeður frá upphafi, bæði
grískir og latneskir. Tímatak-
mörkin eru fyrir þá grísku Jó-
hannes frá Damaskus, fæddur
749 og fyrir þá latnesku, Isidór
frá Sevilla, fæddur 636. Hér eru
taldir upp allir þeir, sem nefnd-
ir eru kirkjufeður, getið er
helztu æviatriða þeirra, ef vitn-
eskja um slíkt er fyrir hendi
(stundum vita roenn aðeins um
verk þeirra eða brot þeirra, en
ekkert frekar um ævir þeirra).
Talin eru upp verk þeirra og get-
ið tengsla þeirra við önnur verk.
Alls eru greinamar um 700.
Elztu heimildir um kirkjufeð-
tirna er að finna í kirkjusögu
Eusebiusar frá Caesareu, sem
fæddur var á 3ju öld. Hieronym-
us, sá er þýddi Biblíuna á latínu,
en þá þýðingu er tekið að nefna
„Vulgata" þegar kemur fram á
13. öld, setti einnig saman fyrstu
frumdrög að ævum feðranna „de
viris illustribus", um 400 e.Kr.
Siðan er aukið mjög við þetta
rit, sem varð vísirinn að þeim
ritsöfnum, sem síðar hafa birzt
varðandi þetta efni. Kösel-for-
lagið hefur gefið út safnrit
kirkjufeðrapna með þýzkum
þýðingum. Þetta rit birtist fyrst
1839 og 3ja útgáfa þess aukin og
endurbætt kom út á árunum
1911—1939 I 93 bindum. Fimm
binda verkið „Texte d. Kirchen-
váter“ er úrdráttur úr því safni.
Þetta lexikon er smekklega út-
gefið og hin handhægasta bók.
12. marz 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U