Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1967, Qupperneq 12
Inga Jonsson:
■ B
ir í Ameríku
E,
I ftir búsetu um nokkurt skeið
í úthverfi — í stórbrotnu og óræðu
landslaginu norðan New York — finnst
mér ég lifa í mátulega hlýju tómrúmi:
vorregn, þrumuveður, snjókoma og sum
arvindcir ná ekki til mín milliliðalaust
fremur en viðburðirnir á sjónvarps-
skerminum. Umhverfi mitt þekki ég
aðeins af því sem ber fyrir augu gegn-
um bílrúðu. Allt sem ég þarfnast dags
daglega get ég nálgast í bil og allt sem
ég verð að fara get ég farið í bil, aðeins
í bíl. Allt gengur eins og af sjálfu sér,
allt er óhemjuvel skipulagt, fljótlegt,
þægilegt. Allt er til í seilingarfæri, —
allt, nema möguleikinn að fara í göngu-
ferð. í>að er þar sem skórinn kreppir.
Hv
Lvar sem ég hef búið, hvort held-
ur það hefur verið í sveit, borginni
eða innbyrðis ólíkum evrópskum lönd-
um, hefur fólk farið í gönguferðir,
kvöldgöngur, sunnudagsferðir. Við höf-
um þrammað tímum saman eftir götum
og þjóðvegum, gegnum skóga, niður
með fljótum; við höfum hallað okkur
fram yfir brúarhandrið og spjallað sam-
an, farið pílagrímsferðir til eftirlætis-
staða, já, án þess að okkur fyndist við
sérvitur eða frumleg höfum við haft
heil kerfi af gönguferðum: hringferð-
ir á kvöldin, r.óvemberferðir, já og
var ekki líka sér sérstakur blær yfir
því þegar við gengum að kvöldlagi upp
að Syðri fjöllum. Við fórum í göngu-
ferðir til þess að tala eða bara til þess
að vera úti. Árstiðaskipti og veðurfar
setti sinn sérstaka svip á hversdagslíf
okkar. Við vissum líka, að þreytandi,
niðurdrepandi hversdagsleiðindi lækn-
uðust bezt með gönguferð — fyrr eða
síðar í andblænum á brúnni, í fáfar-
inni gÖtu með mjóa gangstétt og eina
mjólkurbúð eða á hæð þar sem útsýn
var yfir borgina, mundum við endur-
heimta glaðværðina og farginu létta
af huga okkar. Að ekki sé talað um
sunnudagsgönguferðirnar, þegar öll
fjölskyldan létti sér upp og hélt langt
inn í skóginn. „Því að nú var áreiðan-
lega hægt að tína „gullvivor“.“ í
þessum gönguferðum var ævintýraþrá-
in alltaf til staðar, löngunin til að
kynnast nýjum og áður óþekktum stöð-
um — við urðum að fara yfir hæðina,
sjá hvað var hinum megin við beygjuna
og sveigja inn á hliðargötur. Okkur
fannst sjálfsagt að rannsaka ókunna
staði og ókunn svæði, „leggja þau und-
ir okl:ur“ fótgangandi eins og við kom-
umst að orði. Einhvers staðar þarna
inni, að baki ókunnuglegra framhliða,
áttum við von á að finna staði, þar sem
borgin opinberaði okkur hluta af leynd-
ardómi sínum, ef við aðeins gengjum og
gengjum þolinmóð. Á írlandi gengum
við eitt sinn á milli tveggja bæja í
ljósaskiptunum, fyrst framhjá gráum
steinkofum, seinna fram með fljóti og
mosavöxnum steinvegg þar til krökkt
var orðið af sögum og ævintýrum und-
ir trjánum. írlenzki kaflinn kom í góð-
ar þarfir á tilbreytingarminni ferða-
dögum. í Kaupmannahöfn er til yfir-
lætislaust og mjög hversdagslegt torg
með einu kaffihúsi með klunnalegum
kaffibollum, sem er síðasti áfangi okkar
á ýtarlegri rannsóknarferð um Kaup-
mannahöfn.
<x
"g leyndardómurinn við þrálát
leiðindi í úthverfi er sá, að maður hefur
glatað tryggu, frjálsu, spennandi sam-
bandi við umheiminn.
Maður getur auðvitað einfaldlega tek-
ið sér gönguferð eftir gangstéttarlausum
vegkantinum, niður að hraðbrautinni og
til baka, steinsnar frá stöðugri bílaum-
ferðinni. Það ber við að lögreglubíllinn
stanzar: „Er nokkuð að? Sprungið
dekk?“ og aðeins útlendur hreimurinn
getur gefið skýringu — innflytjandinn
hefur ekki enn getað lagt út fyrstu af-
borgunina af notuðum bíl. Annars mætir
maður aldrei neinum á veginum, eini
lífsvotturinn er andlit, sem snögglega
bregður fyrir bak við bílrúður. En víð-
átta úthverfisins, sem krefst bíla, á sér
enga sögu og enga staði. Hér er ekkert
útsýni, ekkert kemur á óvart og ekki
heldur kunnuglega fyrir sjónir, og hverri
gönguferð lýkur með endurnýjaðri til-
finningu, að maður sé: hvergi.
Þetta samfélag er auðvitað eðlileg af-
leiðing af viðhorfi akandi einstaklinga til
umhverfis síns, ytri aðstæður mótaðar
eftir lífsstíl þeirra. Menn hafa einfald-
lega einangrað allt sem er úti, með
auknum þægindum hafa þeir slitið sam-
og dali, það nær yfir stærstu vötn og
minnsta skógarrunna. Meðfram aðalveg-
unum standa byggingar af margvíslegri
gerð, sumar með áberandi auglýsingum,
sem horfa við stöðugum straumi akandi
að verulegu leyti viðskiptavinur, hver
lífshræring er verzlun. Af frjálsmann-
legri fyrirlitningu á ytra samræmi hafa
hér verið sett hlið við hlið bankar,
„pizza“-eldhús og mótel, skólar, pylsu-
vagnar og benzínstöðvar. Öðru hverju
þéttist byggðin, þegar komið er í gömul
bæjarhverfi með aðalgötu og pósthúsi,
en eiginlegt viðskiptalíf hefur flutzt til
stóru sjálfsafgreiðslustöðvanna, sem þenj
ast yfir geysimikil svæði, og þar sér ekki
út yfir bílastæðin. Þar inni ríkir árstíða-
laus notakennd. Lampar, sem varpa frá
sér dagsbirtu, lýsa, svo að hvergi ber
skugga á, og við þægilegan klið stöð-
ugrar hljómlistar er hægt að ráfa tímum
saman í göngum milli útvarpstækja,
meðala, gluggatjalda og matvöru.
H
. æðir, engi og ár, sem hingað
og þangað hafa orðið afgangs, eru að-
eins bil milli bilastæða og þakin
sígarettupökkum, öldósum og bílræfl-
um. Úthverfisbúinn gerir sér enga
grein fyrir því, hve hræðilega ljótt
þetta er, og það er því engin ástæða
til að hlæja, þegar hann á ferðum sínum
um Evrópu kvartar ekki yfir neinu nema
skorti á bílastæðum eða hellir úr skálum
reiði sinnar yfir illa skipulögðum götum.
Á skopmyndum er hann teiknaður sam-
vaxinn bílnum. Þegar hann stígur úr
bílnum til þess að fá sér ferskt loft og
hreyfingu, gerir hann það skipulega og í
góðum félagsskap: hann spilar golf eða
keiluspil. Ef einhver kæmi hugmyndinni
um gönguferð á framfæri við hann
myndi það vekja hjá honum óþægindi
og undrun. Gönguferð er hreinlega ó-
þægilegasta aðferð til að komast frá A
til B; að fara í gönguferð eingöngu til
tJr bandarísku háskólahverfi. I>ar er hæ gt aff fara í gönguferðir hvenær sem
manni sýnist.
bandið við himin og jörð. Veður og
vindar himinsins koma mönnum ekki
við nema að því leyti sem það hefur
áhrif á færð og umferð. í milljónum
lítilla húsa ríkir alltaf ákjósanlegasti hiti
og menn ganga ekki á jörðinni: menn
aka eftir henni í daglegum ferðum frá
einu húsi í annað. Göturnar þjóna að-
eins einum tilgangi: að liggja beint nið-
ur að næstu aðalbraut, sem er tengiliður
við næstu verzlunar- og þjónustumið-
stöð, og á stöku stað — við innaksturs-
brautir — tengiliður við fjölfarnar
hraðbrautirnar. Þetta net mismunandi
fínna og grófra möskva liggur yfir fjöll
að ganga, til að hreyfa sig, virðist til-
gangslaust, já allt að því óheilbrigt.
— Ég fór nýlega í ferð með úthverfisbúa:
Auk fjölskylduheimsóknar ætluðum við
að koma við í New Bedford, bæ Moby
Dicks uppi við strönd Nýja Englands. Ég
hafði ekki aðeins lesið bókina fyrir
skömmu, heldur hafði ferðafélagi minn
kynt undir áhuga minn með því að
segja frá byggðasögnum, framandi skip-
um á höfninni og húsum með „ekkju-
göngum“, þar sem skyggnzt var langt út
til hafs eftir ókomnu skipi. Þetta var
snemma í maí, hafið var bjart og gull-
krossinn glampaði hátt yfir dökkum
húsaþökunum, þegar við beygðum af
þjóðveginum inn í borgina.
En — við stigum aðeins úr bílnum
til að borða. Úr bílnum sáum við hvala-
safnið — það var lokað — og við ókum
í bílnum að kapellunni þar sem Ishmael
hlýddi á predikun um Jónas. Við ókum
í bílnum niður að höfninni meðfram
hæðinni, sem sjómennirnir höfðu ætíð
gengið að lokinni bæn um farsæla sjó-
ferð. Úr bílnum sáum við þröngar, sér-
kennilegar götur þar sem þeldökk börn
léku sér úti fyrir háum timburhúsum.
Við lögðum bílnum við höfnina og skrúf-
uðum niður rúðurnar og okkur var vísað
á hvar farið er yfir til Nantucket. Vind-
urinn barst inn í bílinn frá skútum og
úr fúnum naustum og góðum ilmi sló á
vitin. Síðan ókum við til mótelsins við
hraðbrautina og horfðum á sjónvarp í
herberginu. — Ég hef líka verið með i
sunnudagsferð út í náttúruna. Fyrst var
ekið eftir hlykkjóttum fjallavegum, stað-
næmzt við og við þar sem útsýni var
gott og teknar myndir, unz áfangastað
var náð hátt uppi í laufskóginum við
hvítfyssandi foss. Þar stigum við úr bíln-
um. Á milli klettanna lá stígur undir
trén. Við tókum myndir af fossinum og
snerum síðan við og snæddum hádegis-
verð á þýzkri þjóðvegarkrá, óhrjálegri
með ómáluðum tréveggjum og göngu-
skóm hangandi í þakinu. Á einn vegginn
var skrifuð eftirfarandi auglýsing: Ol,
eftir dásamlega heils dags gönguferð!
E n úthverfisafstaðan er engan veg-
inn takmörkuð við úthverfin, sem eru
framar öðru háborg bíleigenda. Hvar-
vetna, hvort heldur er í smábæ eða
sveit, verður gangandi gestur fyrir sömu
eindregnu andstöðu. Fyrirspurnir hans
vekja grunsemdir — eða þá að honum
er boðið far. Ruggustólarnir stanza undr-
andi á svölunum. Maður er hundeltur
eins og maður gengi um nakinn. Skógar
og engi eru í einstaklingseigu og hvergi
stígar fyrir fótgangandi, en sjávarstrend-
urnar eru bílakirkjugarðar. Jafnvel í
Villta vestrinu voru það aðeins ég og
gamall Mexíkani, sem gengum. Við þess-
ar aðstæður vaknar að sjálfsögðu
snemma hugsunin „þegar þú ert í
Róm..“; líklega væri réttast að breyta
1 áttum sínum og gera sér grein fyrir
því, að maður getur aðeins skynjað Am-
eríku gegnum ramma bílrúðunnar, því að
þannig er því varið. Þess vegna verður
hraðbrautin raunverulegust af öllu am-
erísku. En þetta er of seint séð og þrátt
fyrir allt er einn staður eftir: New York.
Þar getur maður gengið í hvernig veðri
sem er, mílu eftir mílu í mannþrönginni
á breiðgötunum og þar uppgötvaði ég
loksins eftir langa leit, að það er hægt
að fara í ameríska gönguferð:
IVIaður getur gengið yfir Brooklyn
Bridge, frá einum brúarsporði til annars.
Og þar, á miðjum brúarboganum, á gang
braut, sem gerð er úr borðum eins og
hlöðugólf, stendur maður eins og í risa-
stórri rólu, sem er borin uppi af stál-
vírunum og vaggast fyrir vindinum frá
Atlantshafinu. Að austan og vestan er
víkin með höfninni og frelsisgyðjunni,
framundan eru dásamlegir skýjakljúf-
arnir umhverfis Wall Street, sem gnæfa
yfir eyjaroddann stórkostlegir og fram-
andi eins og mánafjöll. Suðandi þyril-
vængja eykur mikilfengleik himinhvolfs-
ins og undir fótum manns dunar um-
ferðin yfir brúna. Þá upplifir maður
loksins eitt andartak drauminn ura
Ameríku.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12t marz 1907