Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Side 2
1
ARABAR.
Sá dagur virðist langt undan að þeir
geri greinarmun á orðum og dáðum
A3 verzla er Aröbum ástríða.
haldi. Hve skáldlega Arabi flytur sitt
mál, varðar miklu meiru en það sem
hann segir. ,,Á arabisku“ segir einn sér-
fræðingurinn, „er boðskapurinn það
meðal sem sniðgengið er“.
Aröbum er meinað að neyta víns af
spámanni sínum, en gerast oft ölvaðir
af orðum. Blómlegar ýkjur eru háfleyg
arabisk list. Arabiskur flóttamaður
greinir ekki frá staðreyndum: Hann
mælir fram söguljó'ð, samansett úr
kveinstöfum —■ „orð fá ekki lýst þeim
hörmungum, sem vér höfum þolað!"
Arabiskur herforingi segir ógjaman að
hanrt muni hefja árás með fimmtíu
skriðdrekum; sennilegra er að hann
tali heldur um fimmtíu þúsund. Arabar
vilja ekki viðurkenna að ísraelsmenn
kunni að skjóta, þeir segja að byssur
óvinarins noti „nýtt bragð til að hitta,“
Útvarpið 1 Damaskus gerir ekki aðeins
að gagnrýna stefnu Bandaríkjanna; það
leggur út um „feitan og ó'ðan“ Johnson
forseta, „drekkandi arabiskt blóð“ —
og varar hann við: „Æ, Johnson, blóð-
drykkja mun eyðileggja í yður mag-
ann“.
Veraldarvanir Arabar gefa oft þá
skýringu að í heimi Araba skilji hver
maður að ýkt tungutak beri ekki að
taka bókstaflega, og að Vesturlönd megi
ekki taka það bókstaflega heldur. Samt
mótar elfyza orðaflaumurinn, arabiska
hugsun og breytni í ákveðnu móti. Ara-
biskan hefir tilhneigingu til að verka
líkt og gerfivöruverksmiðja, með því a‘ð
framleiða „veröld, sem er miklu girni-
legri en hin raunverulega. Slíkur flótti
frá raunveruleikanum var sú nýlega
gaspurlygi Nassers og Husseins að ensk-
| ar og amerískar flugvélar hefðu veitt
ísrael lið. Arabarnir trúðu því að það
hefði getað gerzt: Arabiskur sannleikur
á aðeins að vera „nokkurnveginn“ eða
hugsanlsgur. Það er engin eyða í trú-
girni Araba me'ðan einhver staðhæfing,
hversu fjarstæðukennd sem hún kann
að vera, fellur inn í það, sem þeir vilja
heyra. „Allir vita að Gyðingar kunna
ekki að berjast", útskýra Arabamir.
„Þess vegna hlýtur einhver að hafa
barizt fyrir þá“.
Þegar heimsveldi Araba hófst.
Tungumálið er einnig lifandi þáttur í
átrúnaði Múhameðstrúarmanna. Eitt af
kraftaverkum Múhameðs var málið á
Kóraninum: Sú staðreynd að þetta há-
þróaða og mælska bókmenntamál, sem
er á fyrirmælum bókarinnar, streymdi
skyndilega fram af vörum ólæss verzl-
unarmanns í Mekku á 7. öld. Bókin
geymir 77.934 orð og hefir veri'ð lærð
utan að af milljónum manna í 50 ætt-
liði. Hún geymir talsvert af Gyðing-
dómi og kristindómi, sem spruttu upp
í sömu ógnvekjandi eyðimörk. Islam er
bæði einfaldari og staðbundnari en hin
trúarbrögðin, og hún setur fram af-
markaðan lífsstíl, sem Guð hefir fyrir-
skipað og miðlað mönnum gegnum
langa röð af dauðlegum boðberum, spá-
mönnunum. En samkvæmt íslam eru
hinir helztu Adam, Abraham, Móses og
Jesús. En flestir menn vantúlkuðu bo'ð-
skapinn. Spámaðurinn opinberaði hann
hins vegar réttilega. Hann heimilaði
Múslímum — hinum trúuðu — að eiga
fjórar konur — átti sjálfur hér um bil
tylft, fann upp eilífð við karlmanna
hæfi, fulla af indælum fullþroska meyj-
um. Þessa paradís tryggja menn sér
með góðum verkum og hlýðni við ein-
faldar reglur, svo sem að gera bæn
sína fimm sinnum á dag, horfandi í átt
til Mekku. Greiðustu leið til himins
gátu menn farið með því áð deyia í heil-
agri st.yrjöld til útbreiðslu trúarinnar,
og voru þess konar styrjaldir þær einu,
sem leyfilegar voru.
Islam hefir enga presta, aðeins „kenn-
ara“, og í raun og veru enga guðfræði
. . . Örlagaríkt fyrir síðari stöðnun ís-
lams var að í sjálfum átrúnaðinum var
engin hliðstæða við pínu og dauða
Krists, og enginn skilningur á þjáningu,
líkt og í Gyðingdóminum, sem kynni að
hafa búi'ð Múslíma undir mótlæti. ís-
lam var heppnin sjálf frá fyrstu stund.
Valdatómið, sem myndaðist fyrir upp-
lausn hins rómverska og bysantiska
stjórnarfars, fylltu vel ríðandi áhang-
endur Múhameðs skjótlega með einum
mesta hernaðarlega landvinningi sög-
unnar. Með hraðfara riddaraliði og
nokkrum hernaðarnýjungum (svo sem
hagnýtingu ístaðanna við lyftingu spjóta
o. fl.) fóru Arabar í skyndi yfir lönd-
in, allt austur til Indlands og vestur til
Frakklands, og lögðu m. a. undir sig
Persíu, Egyptaland og Spán. Innan einn-
ar aldar höfðu þeir unnið landveldi, sem
var stærra en það, sem Rómverjar höfðu
byggt upp á sex öldum. Og þeir réðu
yfir verzlunarleiðum allt frá Canton
í Kína til Cordova á Spáni.
Hermennimir undir" fánum íslams
voru ekki eintómir skemmdarverka-
menn. Þeir settu upp herstöðvar og
unnu að menntun, unz hámenningu var
náð. Heimurinn skuldar þeim bókstafa-
reikning, þríhyrningafræði, efnasam-
setningar margar, brautryðjendastarf í
stjörnufræði, læknislist og garðyrkju
. .. Þó vantaði í vísindi Araba allan
sannan skilning á skapandi virkni. Þrátt
fyrir tæknilegar uppfinningar, töldu
þeir þekkinguna fólgna í söfnun kunn-
áttu er til var fremur en í rannsókn
bins ókunna.
Niðurníðsla menningar.
Heimsveldi Araba brást sökum þess
að þá vantaði hæfni til að mynda póli-
tíska samstæ'ðu. Á nýunnum landsvæð-
um héldu Arabar sér að Kóraninum og
létu undirgefnar þjóðir stjóma sér sjálf-
ar. Múhameð tilnefndi sjálfur engan eft-
irmann; þrætugjarnir erfingjar hans
klufu íslam niður í sérstrúarstefnur, sem
kepptu innbyrðis. Um nokkurra alda
skeið varðveittu sum sjálfstæð ríki
íslams hinn upprunalega kraft Múha-
meðs. Meðan Evrópa svaf fyrstu tvær
—þrjár aldir miðalda, blómguðust stór-
ir háskólár Arabs í Cordova, Baghdad
og Cairo. Á Spáni endumýjaði arabiski
spekingurinn Averroes kenningar Ari-
stótelesar. Eftir dauða kalifans Harun-
al Rashid árið 809, steyptist kalífaríkið
í Baghdad út í borgarastrfð. Á þeim
öldum, sem í hönd fóru, streymdu ræn-
andi Mongólar inn í arabisk lönd, drápu
menn og rifu skóla. Á þeim tveim öld-
um, sem lauk árið 1291, hrundu Arabar
af höndum sér átta krossferðum krist-
inna þjóða. En smám saman misstu kalí-
famir sambandið við þjóðir sínar, og
urðu líkir skrautlegum lindýrum. Loks
töpuðu Arabarnir jafnvel fjárhagslegu
gildi sínu fyrir veröldina. Með sigling-
um umhverfis Afríku til Indlands, tókst
Portúgölum a/ komast fram hjá ara-
biskum höfnum og tollstöðvum. Eftir
að ottómanskir Tyrkir tóku Egyptaland
árið 1517, þjörmuðu þeir að arabiskri
menningu, bönnuðu arabiskt mál, utan
vi'ð dómstóla og moskur, héldu niðri
skáldskap, vísindum og fræðslu, ein-
mitt um það leyti, sem endurreisnar-
hreyfingin í Evrópu stóð í fullum blóma.
Þá færðist svefnmók yfir Araba um
þriggja alda skeið, en þeir vöknuðu upp
úr einangrun sinni þegar Napóleon tók
Egyptaland 1798. Fyrst heilluðust þeir af
vestrænum hugmyndum, allt frá „blönd-
uðum böðum“ til lýðræðislegs þingræð-
is. Vestræn heimsveldahyggja, sem kom
táknrænt fram við gröft Súezskurðar-
ins, breytti þessari aðdáun í fjandskap.
Bretland tók Egyptaland „um stundar-
sakir“ árið 1882, og sat yfir því í 75
ár. Um ári'ð 1914 réðu Bretland, Frakk-
land, Ítalía og Spánn fyrir allri Norður-
Afríku, skákuðu leppkóngum sitt á
hvað, veittu sjálfum sér undanþágu frá
lögum innlendra svæða og kæfðu inn-
lent framtak. Lítill eða enginn tollur
var á vörum frá Evrópu, innlendur iðn-
aður var píndur til dauða með skatt-
heimtu. Bretar héldu lengi fast við það
að verja 1% af fjárlagaútgjöldum
Egyptalands til uppeldismála, Frakkar
skildu við Alsírbúa 85% ólæsa. Fáeinir
samstarfsmenn hinna vestrænu vald-
hafa urðu ríkir. 5% Egypta áttu 36%
af öllu ræktanlegu landi. 1,5% af fólk-
inu stakk í sinn vasa um 50% af þjóð-
artekjunum. Ein aflei'ðingin varð sú að
ekki þróaðist nein millistétt, sem hefði
getað stofnað lífvænlegt hagkerfi og
stöðuga stjórn.
Um 1920 stjórnuðu Evrópumenn ná-
lega öllum Arabaheiminum. Þetta var að
miklu leyti ávöxtur af samvinnu Araba
við Breta gegn Tyrkjum í fyrstu heims-
styrjöld. Um þær mundir setti hin vax-
andi Zíonistahreyfing fram þá hugmynd
að Palestína væri „land án þjóðar handa
þjóð án lands“. 1 rauninni voru í land-
inu 640.000 Arabar. Jafnvel þótt svo
væri, hefðu Arabar verið vel færir um
að taka við Gyðingaríki meðal sín —
vi'ð aðrar aðstæíur. En með því sögu-
lega baksviði, sem var í veruleikanum,
varð auðvelt að æsa upp múg meðal
Framhald á bls. 13
Hinn arabíski heimur er enn í dag svemaður dvlúð og blæjur konunnar bera vitni
um að staða hennar hefur lítið breytzt.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. ágúst 1967