Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Blaðsíða 3
Henrik Ibsen. MlHi sögulegu aðferðarinnar og móderniseringar er annar uppfærslu- máti, sem kalla mætti aðlögun. Aðlög- unaraðferðin er erfiðust en jafnframt áhrifaríkust í uppsetningu klassískra verka. Textinn fær að halda sér innan þess ramma. sem nauðsynlegur er til einföldunar og stílfærslu verkanna, en það eru tvö höfuðeinkenni þessara vinnubragða. Og leiktjöld og búningar halda einnig sérstökum einkennum sín- um, sem hjálpa áhorfendum til að skilja og staðsetja þrjá aðalþætti leikhúsverks, persónur, umhverfi og atbur'ðarás. .Aðlögunaraðferðin sleppir hins vegar öllum hefðbundnum en óþörfum tækni- atriðum, sögulegu útflúri í tjöldum og texta, sem nú er ofaukið, allri þeirri umgerð verksins, sem tengir það saman án þess að leggja nokkuð að mörkum til að lífga persónurnar eða varpa betra ljósi á boðskap höfundarins. Árangur- inn er samþjöppun verksins og mynd- ræn vinnubrögð sem nauðsynleg eru til áð halda vakandi athygli áhorfenda, sem vanir eru röskri atburðarás kvikmynda og sjónvarps. B orgarleikhúsið í Liibeck fékk hinn unga Hanskarl Zeiser til að setja á svið Villiöndina. Zeiser fór mjúkum höndum um textann, en strikaði þó út fáeinar setningar, m. a. tal Rellings, læknis, um lífslygina, sem mun vera þekktasta Ibsen-tilvitnun Þjóðverja. Þessi útstrikun virtist næstum eins og áskorun til áhorfenda að hafa nú rétt hugarfar. Þrátt fyrir styttingu verksins, hefur engum af hinum tvieggjuðu setn- ingum Ibsens verið sleppt og engum af táknrænum líkingum hans. Sá „mann- heimur í hnotskurn“ (Otto Brahms), sem Villiöndin á að sýna, kemur í ljós í Lúbeck með sama sláandi ferskleika og hann hlýtur að hafa gert, þegar verk- ið var nýskrifað fyrir 80 árum. í sögu- legri vinnuaðferð Zeisers gætir áhrifa nýraunsæisstrauma, sem hann hefur orð- fð fyrir, og í þessu tilfelli verða þau til að draga fram aðalboðskap absúrdist- anna, sambandsleysið og samgöngu- tregðuna í samskiptum nútímafólks, —* þáttur í Villiöndinni, sem kannski hefur ekki verið málaður svo sterkum litum. fyrr. Á AÐ BRÚA BIUÐ? Hugleiðingar um þrjár þýzkar Ibsen-sýningar E ru frumgerðir allra „klassísku" verkanna orðnar úreltar? Eru skemmti- aðferðir og fjölmiðlunartæki nútímans búin að mynda óyfirstíganlegt djúp milli leikhúsverka, sem orðin eru eldri en 50 ára, og áhorfenda í dag? Slíkum spurningum er oft varpað fram í al- þjóðlegum leikhúsumræðum nú til dags. Og það er ekki að ástæðulausu. Að und- anförnu hafa um alla Evrópu tiðkazt leikhústilraunir, sem margir leikhús- menn líta á sem nauðgun á gömlu meisturunum og hugsjón leiklistarinnar. Shakespeare virðist leiða menn í mesta freistni, en Goethe, Strindberg og Ibsen verða einnig fyrir þarðinu á endurskoð- unarsinnum, þegar verk þeirra eru tek- in til sýningar. Gömlu gamanleikirnir hafa orðið langbezt úti í þessari skriðu af um- skriftum og staðfærslum, enda hefur að- eins þurft að dusta dálítið af þeim, auka leikhraðann og bæta við nokkrum sögu- legum staðreyndum til þess áð skemmta áheyrendum. En um harmleikina er aðra sögu að segja, og allra verst hafa „tragi- kómedíurnar“ orðið úti. Hið stórbrotna og hástemmda í harmleikjunum verður gjarnan broslegt í augum nútímamanna, ef rithöfundar og leikstjórar reyna ekki að draga úr þessum öfgafullu þáttum og samræma þá forsendum sínum í ljósi viðeigandi tíma. R etur en nokkru sinni fyrr, sann- ast sú fullyrðing nú, að leikrit sé ekki leikhús, fyrr en það er gætt lífi á sviði. Leikritahöfundar nútimans vinna í nán- ari og nánari tengslum við leikhúsin. Þeir lifa og hrærast með verkum sínum á leiksviðinu. Durrenmatt, Frisch, Weiss og Bengt Bratt vinna allir að umskrift- um og endurbótum verka sinna, me'ðan á æfingum þeirra stendur í leikhúsun- um, svo að allt komist til skila, falli í samhljóm verksins og lifni á sviðinu. Kannski vildu Shakespeare, Ibsen og fleiri gömlu meistaranna helzt ganga aftur og fá að taka þátt í sköpun nýs leikhúss. Varla kjósa þeir fremur að falla í hálfgleymsku leiklistarsögunnar, vegna þess að starfsaðferðir leikhúss þeirra tíma eru í dag orðnar úreltar. Mér skilst, að til séu fjórar höfuð- aðferðir til að setja á svið leikrit eftir klassíska höfunda, þrjár þeirra jákvæð- ar og ein neikvæð. Neikvæða a'ðferðin er hin hefðbundna: Hamlet er ekki hægt að leika’ nema á einn máta, — eins og hann hefur alltaf verið leikinn. Þess- ari skoðun er haldið fram af þröngsýnis- mönnum, sem undir yfirskyni hreintrú- arstefnu og með orðtæki eins og „virð- ing fyrir menningararfinum" spinna fá- nýtisvef um leikhús okkar og gera þau ekki að söfnum (því að söfn eru þýð- ingarmiklar stofnanir) heldur að ösku- haugum með smithættu. Ólík þessari er hin sögulega aðferð vi'ð að setja á svið klassísk leikhúsverk. Með sögulegu að- ferðinni er aðaláherzlan lögð á þá þætti verksins, sem gefa því tímasetningu, svo sem málfar, leiktjöld, búninga og leikstíl. En leikstíllinn er ekki gripinn aftan úr grárri forneskju, heldur er far- inn meðalvegur, hann er eins gamal- dags og nútímafólk þolir að horfa á. Ef textinn er á annað borð umskrifaður, er farið varlega í sakirnar, og uppfærsl- an stendur eða fellur með hæfileikum leikstjórans og leikaranna til að gæ'ða persónurnar lífi á sviðinu. Sögulega að- ferðin hefur auðvitað gildi sem sýnis- horn leiklistarsögunnar, og þjónar einn- ig listrænum tilgangi, ef gæði sýning- arinnar ná því stigi, að verkið tali yfir gjá tímans og beint til áhorfenda. Onnur í röðinni af hinum þrem jákvæðu aðferðum, módernisering, þ. e. a. s. tíma- og jafnvel staðfærsla verks- ins, er kannski einfaldasta lausnin bæði fyrir leikstjóra og áhorfendur. Þessi að- fer'ð tíðkast meira og meira, en frum- verkið fær oft heldur illa útreið. í mó- derniseringu tala frægar persónur leik- listarsögunnar mál nútímans klæddar nútímafötum í umhverfi nútímans eða með stílfærðum leikmyndum, — reynd- ar er oft bæði leiktjöldum og búningum sleppt — við nálgumst samlestraraðferð- ina. Oft er atriðum umturnað og allur textinn umskrifaður. Hætt er því við að útkoman verði skopleg eða of yfir- drifin (t. d. Kaupmáðurinn í Feneyjum leikinn í eftirlíkingu Wall Street). Auð- séð er, að orðið fær aukna merkingu í móderniseringu leikhúsverka, og það er bæði veikleiki og styrkur aðferðar- innar. Veikleiki hennar, af því að endur- bætur og umskriftir koma harðast niður á frumeinkennum textans, en styrkur hennar, vegna þess að með þessari að- ferð gefst höfundi tækifæri til a'ð tala beint til áhorfenda í dag. Eftir Lars Storléer Þrjú leikhús í Þýzkalandi hafa á síð- astliðnum vetri sýnt ágæt dæmi hinna þriggja jákvæðu uppsetningaraðferða, sem hér hefur verið reynt að lýsa. I Lúbeck var Villiöndin sýnd í sögulegri uppsetningu, í Hamborg Pétur Gautur í móderniseringu og í Bremen Brúðu- heimilið í aðlögunaruppsetningu. Allar þessar uppfærslur báru ljó'san vott um einlægar tilraunir til að sýna klassískt verk á þann hátt, að það eigi fullkomið erindi til áhorfenda í dag og sé þeim 'aðgengilegt. Og allar uppfærslurnar tók- ust vel, bæ’ði listrænt og fjárhagslega. Leikmyndin i Lúbeck var í senn göm- ul og tímalaus, tjöldin grá, eldrauð og fjólublá, búningar karlmannanna gráir og brúnir, nema Rellings læknis, sem var rauðgulur. Gína var í dökkgrænum klæðum og Hedvig í heiðbláum, —- eri það litaval speglaði prýðilega innbyrð- is afstöðu hlutverkanna, smekklega og skýrt. Hin nýja þýzka þýðing Gerdu. Doubliers varðveitir blæbrigði málsinS og þar með hálfleyndar merkingar þess og gefur nægilegar hugmyndir um stökki breytingar í sálarlífi hinna ómeðvituðu umskiptinga Villiandarinnar, án þess að riúfa nokkurn tíma hið fágaða yfirborð <*amla tímans, hina veðruðu en fíngerðu. áferð ákveðins árangurs, sem við skynj- um í norsku leikhúsi. ^ Með sögulegri en stilfær’ðri túlkun un tekst Zeiser að gefa áhorfendum siónsamband við þennan margvíða leik skuggamynda á dökku tjaldi undirmeð- vitundarinnar. Fólk Zeisers er af holdi og blóði fremur en tákn lífsmáta og samlífsmáta, — hann afhjúpar persón- vnar nægilega til að láta áhorfendur skynja á líkamlegan hátt taugaæsing- una og tíðari æðaslátt við hver tilfinn- ingaumskipti. Tilfinningaleg áhrif af sýningu lífslyginnar og lífslyginni sem áþreifanlegri staðreynd minnka vegna íaunsærra ’/innubragða Zeisers (sem reyndar fylgja alveg forskrift Ibsens). Og kannski er það nær tilgangi Ibsens að Váta vandamálin koma okkur fyrir síónir sem rökræna árekstra með þv£ að draga úr sjálfstæðu mikilvægi tákn- anna. Jarðsambandslausir draumórar geta verið kæfandi. j ,.Sá usigelig fattig kan en sjel da gá/ tilbake til intet i det tákede grá“. (í þýð- Framhald á bls. 13 r Hestsaugað Dýpst í auga hest.sins, auðmjúku, angurblíðu, djúpt í spegli augans Eftir Astrid Hjert jnces er engi glóandi í dögg, And :rsen djúpt í mógullnu landslagi sé ég manneskjuna, rem er viðkvæmust alls, /arnarlaus, nakin, gmdd ólgandi lífi. Guðm. Arnfinnsson þýddi J 20. ágúst 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.