Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Síða 4
Dóra Guðjohnsen er ung húsmóðir í Reykjavík, fædd 1938. Þetta er fyrsta smásag- an, sem birtist eftir Dóru á prenti. S teini liggur grafkyrr og horfir á Jesú nálg- ast. — Var þetta ekki hann Gummi? spyr Jesús, þegar hann er kominn í kallfaeri. — Af hverju var hann að skæla? — Hann var svo hræddur við þig, segir Steini. — Við mig? Jesús er steinhissa, — Það er eng- inn hræddur við mig. — Jú, hann var nefnilega að sparka í mig og svo sagði hann ljótt. — Hva'ð sagði hann? spyr Jesús. — Það var voðalega ljótt, segir Steini með áherzlu, — ég segi aldrei svona ljótt. Heyrðirðu ekki hvað það var? — Nei. — Hann sagði helvítis helvíti. — Skelfing er þetta leiðinlegt með hann STEINI Eftir Dóru Guðjohnsen Gumma, segir Jesús, og ég sem hélt þetta væri svo góður strákur. — Það var hann, sem át allar radísurnar úr garðinum hennar Jónínu, segir Steini og er áhyggjufullur um andlega velferð vinar síns, Gumma. Jesú rekur í rogastanz. — Hann Gummi? —- Já, andvarpar Steini og horfir einlæglega í augu frelsarans. En Jesús er skrítinn á svip og horfir út í loftið, svo Steini skiptir um umræðu- efni. — Færð þú áð fara út á inniskónum? — Ha? segir Jesús viðutan, en áttar sig svo og horfir vandræðalegur niður á fætur sér. — Þetta eru svona töfflur. —. Já, segir Steini skilningsríkt. — Svo tímdi hann ekki að gefa mér lakkrís í morgun. Ekki er það fallegt. —• Hver? — Hann Gummi. Hann átti þrjár. — Æinei, segir Jesús, — ekki er það fallegt. MT að er þögn dálitla stund. Steini notar hana til þess að ná sér í strá til að tyggja. — Veit hann Guð allt? spyr Steini svo. — Hann veit margt, segir Jesús hóglátlega og borar með stórutá í gula skýið. — Pabbi minn veit líka margt, segir Steini og tyggur strá. — Nú er afi hans Gumma dáinn, segir Jesús. — Já, hann var orðinn ógnar skar, gamli maður- inn, segir Steini fullorðinslega. — Hann var settur í kistu og menni^nir grófu stóra holu í jörðina og létu kistuna ofan í. Svo moku’ðu þeir fullt af mold ofan á hana. Steini hugsar sig um og segir svo til skýringar. — Það er til þess að hann kom- ist ekki upp úr. Hann hugsar sig aftur um. — Hann komst samt upp í himininn. — Það er sko sálin, segir Jesús. — Hvernig er sálin? spyr Steini. — Hún er eins og lítill bolti með tvo vængi. Hún er innan í mannL — í maganum? segir Steini. — Já, segir Jesús. — Og þegar sálin kemur upp, verður hún aftur eins og maður er, þegar maður er á jörðinni? — Já. Jesús skimar í kringum sig til þess að fullvissa sig um að enginn liggi á hleri. — Mér finnst hann hafa svo skrítið skegg. Finnst þér það ekki líka? — Júhú. Steini hlær. — Það er svo skrítið að sjá hann í slopp og með vængi, segir Jesús og getur ekki lengur varizt brosi. S teini hlær svo dátt, að hann ver’ður að halda um magann, svo að sálin hrökkvi ekki upp úr honum. — Heyrðu Steini, segir Jesús og lítur á úrið sitt. — Ég verð víst að fara. Það er kominn kaffi- timi. Þeir kveðjast í skyndi og Jesús setur gula skýið í gang og heldur af stað. Steini er í þann veginn að rísa á fætur, þegar Jesús stöðvar skýið og snýr sér aftur að Steina. Sann er strangur á svip. — Svo verð ég að biðja þig um þáð, Þorsteinn, að fara ekki aftur í garðinn hennar frú Jónínu og éta allar radísurnar, segir hann ávítandi. — Viltu lofa mér því? — Já, lofar Steini auðmjúkur. Svo sprettur hann upp. — Heyrðu, hrópar hann, en of seint. Jesús er farinn inn til sín. — Við hvern ert þú að tala, Steini minn? kallar konan ofan af svölunum. Steini svartir ekki, hann gengur nær húsinu og mænir upp á svalimar. — Heyrðu, hvernig veit hann Jesús, að það var ég, sem stal radísun- um úr garðinum hjá henni Jónínu? — Veit hann það? spyr konan. — Já, Guð hefur kjaftað, segir Steini borgin- mannlega. — Svona má ekki tala, segir konan. — En þú mátt nú vita það, áð Guð veit allt. Leyndardómsfullt bros lýsir upp andlit Steina. — Hann veit margt, segir hann hóglátlega og bor- ar stórutá í blómabeðið. E ftir hádegi eru Steini og Gummi aftur vinir. Þeir liggja á bakinu, hlið við hlið, á gras- flötinni heima hjá Steina og horfa á ský. — Þarna er Jesús, segir Steini. — Hvar? spyr Gummi ákafur. — Á gula skýinu, segir Steini og brosir blítt til himins. — Hvar? spyr Gummi aftur. Steini svarar ekki, hann brosir enn og veifar til Jesú. — Ég sé ekkert gult ský, segir Gummi, — ég sé ekki Jesú. Þú ert að plata. Steini snýr höfðinu hægt að Gumma og horfir þögull á hann nokkra stund. — Kannski sérðu ekki Jesú, af því að þú ert svo óþekkur, segir hann vorkunnlátur. — Þeir sem eru óþekkir sjá aldrei Jesú. — Ég er ekki óþekkur. — Jú, þú ert ekki góður drengur. — Víst er ég gó’ður. Steini hristir höfuðið dapur á svip. — Þú ert ekki góður, Gummi minn, þú tímdir ekki að gefa mér lakkrís í morgun. Hann lítur aftur til him- ins. — Þess vegna sérðu ekki Jesú, bætir hann við. Gummi fer að grenja og stekkur á fætur. — Asni, segir hann og sparkar í Steina. Hann hleypur út úr garðinum og stanzar hjá hliðinu. — Helvíti, orgar hann og fer heim að klaga. <* 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. ágúst 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.