Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Qupperneq 8
Undir kvöldið komum við í Norðurárdalinn. Maðurinn sem afgreiddi benzínið við Hreðavatns- skála sagði: „Hann er kominn á norðan. Það verður óþverri handan heiðar. Þoka í Hrútafirðinum trú- lega.“ Mér fannst líklegt að hann yrði sannspár. Samt var mjög bjart yfir Norðurárdalnum, mjög bjart og einkennilega hljóðbært. Úr neðra heyrðist niður- inn í ónni þar sem þeir mundu standa núna og flengja hyljina. Innar kastaði Baula löngum skugga yfir dalinn. Það var kvöld. Þeir voru að ljúka við að rýja bændurnir á Dýrastö'ðum og Hvammi. Ærnar runnu frá réttinni og yfir brúna, runnu með jarmi og lömb- in á eftir; gamalkunnug sjón. Til eru þeir nlutir, sem litlum breytingum taka og hafa sama yfirbragðið, hvar á landinu sem er. Að vísu töluðu þeir um að „taka af“, bændurnir ó Dýra- stöðum og Hvammi. En valllendið kringum réttina, ullarlagðarnir í kring; jafnvel flekinn fyrir réttar- dyrunum — það voru allt gamlir kunningjar frá öðrum tíma í öðru héraði. Um nóttina var logn í kringum tjaldið og engin NOKKR R Ar^ MOLAR AÐ NORÐAN SKISSUR í MÁLI OC MYNDUM - Eífir Císla Sigurðsson Kofi við veginn: Norðlenzk hleðsla. hljóð heyranleg utan fjarlægur kliður frá ánni þar sem hún dreifði sér um eyramar. F uglar brugðu blundi sínum snemma þennan morgun og sungu. Það var tilbreyting á móti skark- alanum frá Suðurlandsbrautinni, sem venjulega fyll- ir loftið í morgunsárið. Það var áfram logn og sól- skin árdagsins með bláleitri slikju. Svo byrjuðu mekkirnir yfir veginum, þegar þeir árrisulu fóru hjá; menn á Volkswagenbílum méð farangur á þakinu. Þeir höfðu lagt upp í rauðabýti að sunnan til þess að losna við umferðina; flestir líklega á leið í sumarleyfið. Kannski mundu þeir aka skæting alla leið austur á Hornafj ör'ð og flýta sér síðan heim. Forðast allar ónauðsynlegar tafir. Eins og það til dæmis að setjast niður í fallegan hvamm. Hlusta á læk stundarkorn; finna ilm úr mosa og grasi. Heyra spóann vella. Nær að stanza við sjoppurnar, mundi einhver segja. Bíða dálítið eftir afgreiðslu og drekka kókið standandi til þess að tefja ekki tímann. Þetta er hvort eð er gamall og góður, íslenzkur siður. Þa'ð þótti ósvinna að setjast niður til að drekka kaffið þegar mikið lá við í hey- skap. Þá drukku menn kaffið standandi til að sýna, hvað þeir voru áhugasamir; helltu á undirskálina og sötruðu. V egurinn innst í Norðurárdal hlýtur að teljast til fornminja. Að minnsta kosti má ekki hrófla við honum. Enn er hann í sömu hlykkjunum og þá er hann var lagður með skóflum, og menn kræktu fyrir steina til þess áð þurfa ekki að rembast við þá. Og það er erfitt að mætast, sumsstaðar ómögulegt, þegar stórir bílar eiga í hlut. En það kemur varla að sök. Þetta er fáfarinn vegur. Eini vegurinn milli Norðurlands og Suðurlands. Annars er augljóst að ökumenn eru kurteisari en áður tíðkaðist og maður ekur afar sjaldan framá þesskonar þverhausa, sem þrjózkast við að hleypa framúr. Þeir ökumenn voru til, og eru ef til vill enn, sem tóku hljóðið í flautunni sem áskorun um hólmgöngu. Skyldi nú sýna hvar Davíð keypti öli'ð og ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana, enda karl- mennskan í veði og ekki sízt heiður bílsins. í seinni tíð hefur það einhverra hluta vegna runnið upp fyrir blessunarlega mörgum ökumönnum, að karl- mennskuhugsjónin er fólgin í ýmsu öðru en því að halda bálreiðum vegfarendum fyrir aftan sig. Jafn- vel þessi vöruflutningaferlíki, sem láta jörðina titra, eru óðar rokin út í lausamölina til að víkja, en kven- fólkið jesúsar sig og snýr sér undan, þegar ökumað- urinn bítur á jaxlinn og skutlar sér framúr í dynj- andi grjótkasti eins og Skúli forðum á skeiðinu fræga: -----ó'ð svo fram í þykkum moldarmekki mylsnu hrauns og dökku sandaróti. að var bjart norðan heiðar einnig. Háþrýsti- svæði um allt landið, góðviðri. Einhversstaðar hér sungu englarnir í loftinu um góðleik þeirrar jörpu, þegar vellygni Bjarni þeysti norður. Eða var það á Tvídægru? Nú byrjar tilbreytingarleysið í lands- laginu. Vatnaskil. Það er enn mikill snjór í Trölla- kirkju. Kannski mætti setja þar upp skíðahótel með sumarrekstur fyrir augum. Það er tiltölulega skammt áð þjóðveginum yfir slakkann og upp til giljanna sem teygja sig langt niður eftir, full af snjó. En neðar er snöggur öræfagróður, gulur mosi og dýja- veitur. 1V1 ér hefur heyrzt menn vera furðanlega sammála um, að Húnavatnssýslur séu sá partur lands- ins, þar sem náttúrufegurð verði sízt lofsungin. Ef til vill er hvergi ljótt, en í Hrútafirði og Miðfirði stendur hrifningin yfir landinu svo að segja á núlli. Fyrir bragðið virðist leiðin löng og helzt bót í máli, að hægt er áð slá í og láta gamminn geisa. En nú brá svo við að vegir voru óþekkjanlegir frá því sem áður hefur verið og heldur seinfarnir. Svona er ástandið rétt allsstaðar að verða. Malarvegirnir þola naumast lengur þann umferðarþunga, sem á þeim liggur. Þeir voru að byrja að bera niður um þetta leyti, Húnvetningar; mér skilst að þeir búi vel. Þegar ekið er fram hjá Melstað rifjast upp gömul vísa um búsældina þar: Miki'ð gengur Melstað á margir lúa hrinda: Tíu að raka, tólf að slá, tuttugu að sæta og binda. Þa» þarf hugrekki til að mæta þeim stóru. En nú sást enginn úti við á Melstað. Og þá kemur mér til hugar ljósmynd frá árdögum ljós- myndatækninnar. Hún var af heimilisfólkinu á hún- vetnsku stórbýli. Mig minnir, að fyrir utan bóndann og fjölskyldu hans, hafi verið sex vinnukonur og jafnmargir vinnumenn. Þær voru með svuntur, þeir með orf. Ég held að Húnvetninga hafi, að minnsta kosti hér áður fyrr, kunnað óðrum mönnum betri skil á að búa stórmannlega, enda hafa farið sögur af rismiklum stórbændum, húnvetnskum, sem iðkuðu stjórnsýslu og yfirrei'ðar meira en puðið heima fyrir. Þeir settu gjarnan syni sína til mennta með þeim árangri, að merkilega margir læknar og embættismenn eru húnvetnskra ætta. Hvort þessu fer hrakandi veit ég ekki. Mér hefur alltaf fundizt, að staða íslenzka bóndans væri mun meiri en vel flestra kollega hans útlendra og kemur sú skoðun til af því, að i röðum bænda hafa jafnan verið rismiklir höfðingjar, skáld, alþingismenn og jafnvel ráðherrar, Það er vafalaust stórkostlegt keppikefli að koma meðalfitu mjólkur yfir fjögur prósent og fá flestar ærnar tvílembdar. En ef það er keypt við því gjaldi, að bændur hverfi af þingi, og enginn sjái út úr puðinu, þá hefur líka nokkuð tapazt. Miðfjarðará, Víðidalsá. Bergvatnsár milli grænna bakka. Hvílíkt vatn, hvílíkur lax, hvílíkt verð. Og vestur á flatneskjunni gnæfa Þingeyrar, sem einu sinni var talin með beztu jörðum landsins. V atnsdalshólar; ég skildi bílinn eftir og gekk á svo kröppu þýfi, að það hefði næstum mátt velta sumum þúfunum burt. Ofan af einum hæsta hólnum reyndi ég að telja hólana til að afsanna kenninguna, en hún reyndist pottþétt. Hólarnir hafa í eitt sinn að minnsta kosti orðíð vettvangur fyrir útisamkomu, sem væri heldur ógeðfelld í augum nútíma fólks hér á íslandi. Það var þann dag janúarmána'ðar árið 1830, sem þau Friðrik og Agnes voru leidd undir öxina til að réttast samkvæmt dómsúrskurði. Hefur sú opin- Ein af þessum örþreyttu brúm. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. ágúst 1907

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.