Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Qupperneq 15
Nýjar erlendor
Stæbnr í Borg-
arbókasnfni
Jeffs, Rae: Brendan Behan — Man
and showman. London 1966. 256 bls.
Myndir. Saga síðustu ára þessa merki-
lega írska höfundar, rituð af útgáfu-
stjóra forlagsins, sem gaf út bækur hans
— konu sem umgekkst hann og heimili
hans mjög mikið, vann með honum
að verkum hans og þekkti hann allra
manna bezt. Bókin er vel rituð og
sýnir glögglega hvernig velgengnin og
áfengið giörbreytti lífi skáldsins, þrátt
fyrir harða baráttu vina og vandamanna,
og gekk af honum dauðum, þegar hann
var 41 árs að aldri.
Kuznetsov, Anatoly: Baby Yar — A
documentary novel. New York 1967.
400 bls. Höfundurinn var 12 ára, þegar
Þíó'ðverjar tóku Kiev árið 1941, Hann
átti heima nálægt Baby Yar, sem er
giá í útjaðri borgarinnar. 1 þessari gjá
mvrtu Þjóðverjar 200.000 manns þau
tvö ár, sem þeir héldu borginni. Bókin
birtist sem framhaldssaga í rússneska
tímaritinu Yunost, haustið 1966 og vakti
strax gífurlega athygli, því að í raun-
inni hafði almenningur ekki gert sér
grein fyrir, að í Sovétríkjunum hefðu
gerzt at.burðir, sem jöfnuðust á við at-
burðina í Auschwitz eða Buchenwald.
Átti það sínar orsakir, m.a. þær, að
eftir stríðið var litið me'ð tortryggni á
þá borgara, sem eftir urðu á heimilum
sínum á hinum herteknu svæðum, í stað
þess að flýia með hemum austur. Bókin
var samstundis þýdd á ensku og kom
út í Bandaríkjunum í byrjun þessa árs.
Borum, Poul: Poetisk modernisme —
En kritisk introduktion. Kbh. 1966. 280
bls. Myndir.
Bókin er yfirlit yfir evrópska og ame-
ríska ljóðagerð frá síðustu áratugum
19. aldar og fram á þennan dag. Efninu
er mjög þjappað saman, en bókin veitir
þó furðumiklar upplýsingar um stefnur
og útgáfur. Meginhluti bókarinnar nefn-
ist „Dikterne" og eru tekin þar fyrir
350 skáld og skipað í flokka eftir ein-
kennum, ekki löndum. Síðan er tekið
fyrir hvert land fyrir sig og nefndar
helztu útgáfur og þýðingar á norrænt
mál, ensku e'ða þýzku.
Tudor-Hart. Beatrix: Livet skal læres.
Kbh. 1966. 256 bls. Myndir.
Höfundurinn er enskur og fjallar bók
hans um barnið og uppeldi þess fyrstu
12 árin, og er sérstaklega rituð fyrir
foreldra, en á raunar erindi til allra,
sem umgangast börn. Sjóndeildarhring-
ur bókarinnar virðist víðari en almennt
gerist um bækur um barnauppeldi. Meg-
inkostur hennar er sá, að hún skýrir og
sýnir fram á vegna hvers nútíma kenn-
ingar um uppeldi eru fram komnar, en
leggur ekki aðaláherzlu á að segja fyrir
ákveðið og óyggjandi, hvað gera skuli
við barnið í einstökum tilfellum.
Jensen, Thea Bank, og Mortensen, In-
ger Kristine: Fra kravlegárd til skole-
bænk. Kbh. 1966. 122 bls. Myndir.
Ágæt bók um uppeldi barna fyrstu 6
árin á beimilum og barnaheimilum eftir
tvo þekkta danska smábarnakennara og
i'ppeldisfræðinga. Margt í bókinni eru
reyndar gömul sannindi, en hún er ætl-
uð nýjum foreldrum, sem þurfa að læra
þetta. Bókinni fylgir ágætt efnisyfirlit,
og gerir það hana handhæga í notkun.
Goodrich, L. Carrington: Kinas his-
torie. Kbh. 1966. 288 bls. Myndir.
Höfundurinn er prófessor við Colom-
bia-háskólann í Bandaríkjunum, en er
fæddur í Kína og hefur dvalizt þar
langdvölum og er sérfræðingur í kín-
verskri sagnfræði. Bókin er yfirlit yfir
sögu Kína frá fyrstu tíð og til okkar
daga, skýr, trúverðug og án málaleng-
inga og harla gagnleg íslenzkum les-
endum, sem vita lítið um sögu þessa
mikla ríkis, þó að mjög sé um það rætt
í heimsfréttum.
Mellerup, Einer: Det gamla Kpben-
havn pá vrangen. Kbh. 1964. 104 bls.
Vasabrot. Myndir.
Aukatitill bókarinnar — ældre tiders
byliv, beværtninger, bordeller, bisser og
betjente — lýsir efni hennar ágætlega.
Höfundurinn var lengi deildarstjóri í
lögreglu Kaupmannahafnar og byggir
frásögn sína einkum á rituðum minnis-
blöðum, bæði sínum eigin og annarra
lögreglumanna. Bókin dvelur um 50—
80 ár aftur í tímanum og er sú borg
sem hún lýsir vissulega ólík þeirri sem
nú er. Við Islendingar þekkjum þessa
gömlu Kaupmannahöfn allvel af lýs-
ingum fjölmargra íslendinga, sem þar
dvöldust.
Fra sagadiktning til sprákmaskiner.
Oslo 1966, 90 bls. Vasabrot.
Fjórir fyrirlestrar valdir úr fjölda al-
þýðlegra vísindafyrirlestra, sem haldn-
ir voru í norska útvarpið og sjónvarpið
1966 vegna samkeppni sem sjónvarpið
gekkst fyrir um slíka fyrirlestra undir
einkunnarorðunum „Min vitenskap og
fremtiden". Var samkeppnin opin hva'ða
vísindagrein sem var. Efni bókarinnar
verður hér aðeins lýst með nöfnum fyr-
irlestranna: Europeisk og nasjonalt i
norrpn middelalder, höf. Mattias Tvei-
tane; Husk grammatikken, höf. Bjarne
Berulfsen: Orden pá ordene, Leksiko-
grafi i dag og i morgen, höf. Dag Gun-
dersen; Spráklyder og kommunikasjon,
höf. Helmut Ormestad.
E.H.F.
Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík
20. ágúst 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15