Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1967, Síða 16
mwrmjLÆmjmif wtm
Lausn á síðustu krossgátu
Hinn kunni bandariski spilari, John
Crawford, sýnir okkur í eftirfarandi
spili, öruggt og gott úrspil.
Sagnir gengu þannig:
Vestur — Norður — Austur — Suður
Pass — Pass — 1 Spaði — Dobl.
Pass — 2 Lauf — Pass 2 Grönd
Pass — 3 Grönd — Allir Pass.
Austur
A K-10-7-6
V K-D-4
4 D-G-6-2
* K-10
Norður
A D-8-4
V 9-7-6-3
4 K-4
* D-8-6-3
Vestur
A 9-3
V G-10-5
♦ 9-7-5
* G-9-5-4-2
Suður
A Á-G-5-2
V Á-8-2
4 Á-10-8-3
A Á-7
Crawford var sagnhafi í 3 gröndum og
vestur lét út spaða 9, sem drepin var
í bortSi með drottningu, austur drap
með kóngi og Crawford fékk slaginn á
ásinn. Nú lét sagnhafi út hjarta ás, og
síðan hjarta 2 og austur fékk slaginn á
drottninguna. Austur lét nú út tígul 2,
sagnhafi drap með áttunni, vestur lét
níuna og drepið var í borði með kóngi.
Enn var hjarta látið úti, austur fékk
slaginn á kónginn og lét út tígul drottn-
ingu, sem sagnhafi gaf. Næst lét austur
út tígul 6, sagnhafi drap með tíunni og
fékk þann slag. Nú tók sagnhafi tígul
ás, laufa ás og lét út laufa 7, drap í
borði með drottningu og austur fékk
slaginn á laufa kóng.
Austur á nú aðeins spaða á hendi og
sagnhafi færi þannig slagi á spaða gos-
ann heima, spaða 8 í borði og síðan slag
á sfðasta hjartað í borði. Fékk hann
þannig 9 slagi og vann spilið á skemmti-
legan hátt.
Fátt er í hugum manna öllu
óskyldara en ríkið og þjóðin. Við
erum þjóðin, bœði ég og þú, og
allir vita að þetta er talsverð menn-
ingarþjóð eins og bókaútgáfan dag-
ana fyrir jólin sannar. Þegar við
tölum um þjóðina, þá er það gjarn-
an með virðingu; við finnum, að
þetta er líkt og ein fjölskylda og
lesum jafnvel minningargreinar í
dagblöðunum, þó við höfum aldrei
heyrt né séð þann, sem um er ritað.
Öðru máli gegnir með ríkið. Þeir
eru víst fáir, sem minnast þess með
lotningu, né heldur að föðurlegrar
umhyggjusemi verði vart, þegar
það er annars vegar. Miklu fremur
mætti af almennum viðbrögðum
ráða, að ríkið sé ópersónulegt
skrýmsli og'-velferð þess sé naum-
ast í neinu
sambandi við
velmegun
þegnanna.
Þessvegna er
viðhorfið á
þann veg, að
það sé allt að
því ósvinna að
svíkja ekki
undan skatti,
sé aðstaða til
þess. Bágleg rekstrarafkoma ýmissa
ríkisfyrirtœkja, bœði fyrr og síðar,
á efalítið rót sína að rekja til þeirr-
ar hugsunar, að óþarft sé að leggja
sig fram, þegar ríkið á í hlut.
Varla þarf að eyða orðum að
því, hversu rangur og skaðlegur
þessi hugsunarháttur er. Hann eitr-
ar út frá sér og á meðal annars
þátt í því, að meðferð á ýmsu því
sem kalla mœtti almenningseign,
jaðrar við siðleysi.
Félög og stofnanir hafa orðið
óþyrmilega fyrir barðinu á þessu,
vegna þess að einstaklingar bera
ekki virðingu fyrir þeim eigum,
sem öllum standa frjálsar til af-
nota. Mœtti í því sambandi geta
þess, að Ferðafélag Íslands hefur,
að því ég bezt veit, gefizt upp á
að hafa ullarteppi í sœluhúsum
sínum. Þeim var hreinlega stolið.
Slysavarnarfélagið hefur orðið fyr-
ir samskonar búsifjum; þeir menn
eru til sem láta sig hafa það að
stela jafnvel þaðan. Olíufélögin
hafa haft loftþrýstimœla á benzín-
stöðvunum hér í borg og lánað þá
góðfúslega. Þesskonar lítilrœði í
þjónustu getur komið sér vel, en
nú rak ég mig á það á einni stöð-
inni, að búið var að stela mœlinum
svo oft, að forráðamenn þar sáu
sér ekki fœrt að halda mælaút-
lánum áfram.
Afstaða manna til þeirra hluta,
sem öllum er frjálst að nota end-
urgjaldslaust, kemur í Ijós í hnot-
skurn á þvottastœðum olíufélag-
anna. Þegar menn eru búnir að
skólpa skitinn af bílunum sín-
um, snurfusa þá og pússa, er
tœkjunum fleygt niður, þar sem
staðið er. Sá sem nœstur kemur,
verður œvinlega að byrja á að
þrífa tœkin. En vilji svo til að ein-
hver hafi með sér eigin þvotta-
kúst, kemur gagnstœð afstaða í
Ijós; þá er sá hinn sami þrifinn
eins og köttur. Af svipuðum toga
spunnin, en miklu verri þó er sú
árátta að brjóta niður eða jafnvel
að skjóta á vegvísa og skilti.
, Þessi dœmi œttu að nœgja til að
sýna rótgróinn hugsunarhátt gagn-
vart álmenningseigum. Mér er sem
ég sœi útkomuna, ef framkvæmd
yrði hér sú Paradís sumra manna,
að ríkið eigi allt og þegnarnir fái
frjálsan aðgang að öllu sem þeir
þurfa. — G.S.
— ■ ■ ..... — — - -