Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 15
ELVIS PRESLEY
og fjölskylda
Eins og allir vita er einn
eftirsóttasti piparsveinn síðari
tíma Elvis Presley nú hamingju
samlega kvæntur og ekki nóg
með það heldur er hann nú
einnig orðin stoltur faðir. Á
myndinni sjáum við hann ásamt
konu sinni Pircillu og tveggja
vikna gamalli dóttur þeirra
hjóna Lisu Maríu.
EVA AULIN OG RINGÓ STARR
Hin 17 ára gamla Eva Aul-
in frá Stokkhólmi er sennilega
einhver hamingjusamasti tán-
ingur heimsins í dag, — en
hún leikur eitt aðalhlutverkið
í ensku kvikmyndinni CANDY
og mótleikari hennar er ekki
valinn af verri endanum því að
Það virðist heldur betur hafa
komið fjörkippur í Dave Clark
og félaga nú á hinum síðustu
og verstu tímum. Eins og flest-
ir muna slóu þeir vel í gegn
með laginu Everybody Knows
nú ekki alls fyrir löngu og nú
hafa þeir sent frá sér aðra plötu,
NO ONE CAN BREAK A
HEART LIKE YOU sem líkleg
er til mikilla vinsælda ekki
síður en hin.
DYLAN AFTUR í SVIÐSLJÚSINU
Bob Dylan er nú aftur kom-
inn í sviðsljósið eftir nokkurra
mánaða þögn og gleymsku. Lag
ið sem hann samdi fyrir Man-
fred Mann og félaga, MIGHTY
Quinn hefur náð efsta saeti vin
sældarlistanna víðast hvar í
heiminum og sjálfur hefur Dyl-
an nú sent frá sér nýja L.P.
plötu sem að líkleg er til mik-
illa vinsælda. Ferill Dylans er
nú orðinn nokkuð langur og
hann hefur nú um árabil verið
átrúnaðargoð ungmenna og lista
manna víða um heim. Hann
fæddist árið 1941 í Duluth,
Minnesota í Bandaríkjunum
Snemma fékk hann áhuga á
tónlist, en aðeins 10 ára gamall
hafði hann náð góðu valdi á
gítarnum og 15 ára hafði hann
hann er enginn annar en sjálf-
ur Ringó Starr. Eva var á síð-
asta ári kosin „Ungfrú Alþjóða
Táningur" og við það tæki
færi hitti hún Bítlana í London
og þá var það sem henni bauðst
hlutverkið í CANDY. Því hef-
ur verið fleygt að sum atriði
myndarinnar séu í grófara lagi
en einmitt þess vegna er mynd-
in tekin í Róm, þar sem að
veðurfar gerir leikendur kleift
að leika léttklæddir eins og
efni myndarinnar gefur tilefni
til.
Sjálf sagði Eva við Blaðamenn
nú nýlega: Myndin er alls
ekki dónaleg. Eg á að leika
dæmigerða hippie-stelpu sem
að elskar lífið. Auðvitað eru
„sex-senur“ í myndinni — það
er hluti af lífinu. Ég er nú-
tíma stúlka og haga leik mínum
samkvæmt því.“ CANDY er
fyrsta kvikmyndin sem Ringó
leikur í án þess að hinir Bítl-
arnir séu með £ spilinu.
lært, að sjálfum sér, að leika
á píanó, munnhörpu og flautu.
Árið 1961 fór Dylan fyrst að
vekja athygli í heimalandi sínu
en frægðarferil hans er óþarfi
að rekja nánar hér, allir kann
ast við lög eins og Blowin’in
the Wind, Mr. Tamborine Man
Don‘t think twice og Justlike
a Woman svo að eitthvað sé
nefnt. Á sl. ári var sem að
skyndilega drægi gjörsamlega
fyrir sólu Dylans. Hann varð
fyrir bifreið og lá marga mán-
uði á sjúkrahúsi. Flestir voru
þeirrar skoðunar að þetta
væru endalok hans sem stjörnu
En nú er hann kominn aftur,
hvort sem hann kemur til með
að vekja fólk til umhugsunar
á sama hátt og hann gerði áður
eða ekki. Það sem máli skipt-
ir er það, að Meistari Dylan
er kominn aftur.
31. marz 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15