Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 6
Rœtt við tvo unga húsgagnaarkitekta, Jón Ólatsson og Pétur B. Lúthersson . • ■ - ' ■ Jón Ólafsson t.v. og Pétur B. Lúthersson á teiknistofunni í Ármúla 5 að vékur athygli aðkomumanna, að næst á eftir bókabúðum ber mest á húsgagnaverzlunum í Reykjavík. Svo margar eru þær, að halda mœtti að húsgögn vœru ein aðál wtflutningsvara þjóðarinnar. En svo er ekki; það er ekki fluttur út einn ein- asti stóll, hvað þá meira; við kaupum þetta allt sjálf til þess að geta látið okkur líða vel heima hjá okkur og fegrað og snyrt um leið. Miðað við þetta umfangsmikla framboð á húsgögnum gerist það annars furðu sjaldan, að fram komi ný íslenzk húsgögn, sem íslenzkir að- ilar hafa sjálfir teiknað. Það liggur raunar í hlutarins eðli, að húsgagna- teik.narar og innanhúsarkitektar muni hafa fremur takmörkuð verkefni enn sem komið er, því alltaf hlýtur það að taka langan tíma að koma fólki í skilning um, að þesskonar þjónusta geti borgað sig. Fyrir um það bil tveim vikum voru kynnt í húsgagnaverzlun Árna Jónssonar við Laugaveg ný húsgögn, svonefnd stafa- húsgögn, sem teiknuð eru hér og unn- in að öllu leyti. Það eru húsgagna- arkitektarnir Jón Ólafsson og Pétur B. Lútersson, sem hafa hrint þessu í framkvæmd. En málið er ekki til lykta leitt, þó búið sé að teikna og hluturinn líti vel út á pappírnum. Þá á eftir að finna framleiðenda, sem treystir sér til að leggja fjármuni í framleiðsluna, en Sveinn Guðmunds- son húsgagnasmíðameistari, sem rek- ur verkstœði á Sogavegi 92 hér í bæ, tók þetta að sér. Hér er um að rœða einföld, smekkleg og sterk húsgögn; efnið er Ijós eik og er það gleðilegt frávik frá þeirri ofnotkun á tekki, sem átt hefur sér stað að undanförnu. Þarna er um að rœða stóla, svefnsófa, hillur, skrifborð og smáborð, sem hœgt er að raða saman og raunar er einnig hœgt að nota þau sem koll eða fótaskemil. Jón Ólafsson og Pétur B. Lútersson eru báðir ungir menn og áhugasamir og þeir hafa áður vakið athygli fyrj/r prýðileg verk úti í Danmörku, þar sem samkeppnin er þó miklu harðari um þessa liluti heldur en hér. í til- efni af stafahúsgögnunum nýju, heim- sóttum við þá Jón og Pétur á teikni- stofu þeirru, sem þeir reka í stórhýsi Emils Hjartarsonar við Ármúla 5. Þar hafa þeir sitt teikniborðið hvor, en á hillum standa módel af ýmsum húsgögnum, sem þeir hafa teiknað og látið smíða. Eftir að búið er að teikna hlutinn er næsta skrefið að gera af honum nákvœmt módel og erlendis, að minnsta kosti, er farið með þessi módel ásamt teikningum til hugsan- legra framleiðenda. Á teiknistofu þeirra Jóns og Péturs eru eins og gef- ur að skilja þykkir staflar af teikn- ingum, en ekki er það allt af húsgögn- um., heldur miklu fremur af innrétt- ingum.. sem eru meginverkefni þeirra hér. Áður en þeir hófu nám í þessari grein, voru þeir búnir að lœra húsgangasmíði og það kemur sér vel nú. Jón: Ég lærði hjá Helga Einarssyni, en Pétur lærði hjá Hjálmari Þorsteins- syni á Klappastíg 28. Það var eins og gengur og um sjálfstæða teikningu í sambandi við iðnnámið var ekki að ræða, en aðeins venjulegar vinnuteikn- ingar í iðnskóla og þá eftir gefnu verk- efni. — En unnuð þið eitthvað við hús • gagnasmíði hér heima eftir að því námi var lokið og áður en þið hófuð nám í húsgagnateikningum? Pétur: Já við unnum áfram á þessum verkstæðum, eftir að við vorum orðnir sveinar, ég í 4 ár og Jón í 3 ár. Þá var þetta farið að gerjast í okkur og raunar hafði sú gerjun staðið yfir í langan tíma, en þó var þetta ekki sameiginleg ákvörðun hjá okkur. Jón: Við hittumst úti í Kaupmanna- höfn og þar þreyttum við inntökupróf í Kunsthándværkerskolen. Iðnskóla- teikningar okkar voru lagðar til grund- vallar, ásamt hverjum þeim teikningum öðrum, sem við höfðum, en þær voru víst ekki fjölskrúðugar. Eitthvað smá- vegis hafði ég þó teiknað af innrétt- ingum. — Og hvað er langt síðan þetta var? Pétur: Það var haustið 1961. Þetta er raunar í deild í Kunsthandværkskol- ens Möbelhöjskole, og hún útskrifar húsgagnaarkitekta eftir 3 ár. Þarna eru 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.