Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1968, Blaðsíða 9
Kölski leiðir konu lil Vítis Þeir íslendingar sem nota einhver heiti kölska sem áherzluorð daglega í hverri setningu, hafa að sjálfsögðu ekki það í huga að ákalla hann beinlínis, eins og uppruni blóts og formælinga annars staðar bendir annars oft til, heldur hafa þessi orð beinlínis glatað öllum tengslum við þessa persónu í vit- und íslenzkumælandi manna. í vitund manna eru þau meinlaus áherzluorð sem glatað hafa upphaflegri merkingu sinni í flestum tilvikum. En sú merking er þó áfram til í málinu. Þeir sem ís- lenzku kunna, vita hvaða persónu þeir nefna með blótsyrðum sínum, og meðan svo er, hlýtur alltaf ákveðinn sérstakur geðblær, ákveðinn óhugnaður að fylgja slíku orðafari. III Orð sem tákna áherzlu, tilfinningar eða eitthvað þvílíkt, eru meðal þeirra orða málsins sem einna hættast er við breytingum vegna breytts tíðaranda. Sum gömul áherzluorð í íslenzku máli mundu tízkudýrkendur nútímans tæp- lega bera sér í munn, nema til að fyrna tungutakið, og önnur hefði fólk fyrri tíma trúlega ekki kannazt við. Meðal slíkra fyrndra orða eru t.d. firna, liarla: firna stór, harla gott, en af tízkuorðum nægir að nefna sem dæmi agalega, svakalega, voða-. Þó eru þetta orð af alíslenzkum uppruna og merkingin leyn ir sér ekki. Enn má nefna ofhverf orða sambönd eins og: „Þetta er alveg á- gætt“, sem þarf þó ekki að merkja annað en „það má bjargast við þetta“. Sá sem er með slæman höfuðverk eða vonda tannpínu lýsir því gjarnan svo: ,,Ég er alveg að drepast í hausnum, í tönninni", o.s.frv., þó að hann sé hvergi nærri að dauða kominn. Og stóryrt orðasambönd eins og „mikið ertu vit- laus, hann er hreinasti hálfviti, alger imbi“ merkja í rauninni ekki annað en „þelta er rangt eða óskynsamlegt af þér, hann hegðar sér eða talar fávíslega" eða jafnvel aðeins „ég er ekki sammála honum“. Stundum getur orðalag af þessu tagi orðið að hálfgerðum gátum, til að mynda þegar „sá er góður“ og “sá er vitlaus“ merkir hvort tveggja hið sama. Meðal stói-yrða annarra en blótsyrða eru mörg sem upphaflega eru ruddaorð, notuð í óheflaðasta orðafari um kyn- færi, saur eða annað sh'kt sem almennt er ekki siður að ræða upphátt um. Þá verða þetta slundum gróf skammai-yrði í munni manna, notuð um fólk. Að vísu skilur enginn sem mælandi Framhald á bls. 10 as Ferðaþáttur eftir Pétur Karlsson: \ ■í* ðaljarnbrautarstöðin í Mexico City er stór, nýtízkuleg og hagan- leg, en ekki mjög smekkleg. Ég fékk mér göngutúr klukkan 9 sama sunnu dagsmorgun og ég kom þangað. Fór ég eftir aðal umferðaræðinni, sem liggur frá norðri til suðurs og kölluð er Insurgentes (Uppreisnarmenn) þar til hún sameinast sjö mílna langri breiðgötu, Paseo de la Reforma, en meðfram henni eru mörg beztu hótel- in, veitingastaðirnir og verzlanirnar í borginni. Þennan dag var skýjað og kalt og þunnt háfjallaloftið sagði til sín í stuttum andadrætti og ör- an hjartslætti. Þessu verða allir gestir borgarinnar að venjast. Vífill, sonur Barböru og Magnús- ar Arnasonar, kom brátt að sækja mig. Eins og mörgum mun kunnugt hefur Vífill verið nokkur ár þar við nám í húsagerðarlist. Bæði hann og kona hans, Ágústa, tala spænsku ágætlega. Þau voru mjög alúðleg og hjálpleg og gerðu mér dvölina vissu lega ánægjulegri og eftirminnilegri en annars hefði orðið. Fyrir þeirra atbeina hitti ég einnig önnur íslenzk hjón, Kára Eiríksson, listmálara, sem er ættaður frá Þingeyri í Dýrafirði og Sigurbjörgu, konu hans, frá Grenivík við Eyjafjörð. Áætlaður fólksfjöldi í Mexico City er nú um 6 milljónir, svo að telja má hana með stærstu borgum heims ásamt Tokyo, New York og London. Þótt borgin sé víðáttumikil er hún greinilega yfirfull og yfirvöldum hef ur reynzt ómögulegt að hafa hemil á flutningi fólks úr sveitunum til borgarinnar. Gífurlegur fjöldi vél- knúinna farartækja er á götunum og þrátt fyrir geysimarga strætisvagna hafa almenningsvagnarnir varla und an. Þar á ofan er varla mögulegt að ná í leigubíl. Hávaðinn í mið- borginni er ærandi því að mörg far- artækjanna eru hljóðdeyfaralaus. Eft ir 2—3 ár á að opna neðanjarðar- braut, en hún mun létta umferðina mjög. Borgin, sem stendur þarna núna er á sama svæði og Aztekaborgin Tenochtitlan stóð, en hún var reist um 1325 og áætlað er, að þar hafi búið 300 þúsund manns, þegar Spán- verjar komu árið 1520. Gamla borg- in var reist á eyjum í stóru stöðu- vatni (líkt og Feneyjar) og þótt stöðuvatnið sé nú horfið er undir- staða Mexicoborgar votlend og óör- ugg og nokkrar stórbyggingar eru greinilega farnar að hallast og breyta lagi. Þar sem einu sinni var miðborg Tenochtitlan og höll Azteka—kon- ungsins, Mochtezuma, er nú Zocalo, aðaltorg borgarinnar, sem er geysi- stórt opið svæði umkringt gömlu dómkirkjunni, ráðhúsinu og öðrum opinberum byggingum. Inni í ráð- húsinu eru risastórar freskómyndir, sem sýna alla sögu Mexico allt fram á þennan dag. Þær málaði hinn frægi listamaður, Rivera, sem var yfirlýst- ur vinstrisinni, svo að ekki er und- arlegt að myndirnar einkennast af Marxisma. Þar sést til dæmis mjög virðulegur Karl Marx, sem heldur á „Das Kapital“ og kraftalegur, lag- legur, rússalegur iðnverkamaður með hamar og sigð. Boðskapurinn er, að framtíð Mexico sé í höndum rót- Glæsileg veggskreyting' í háskóla- byggingunni. tækra verkamanna og er andstæða þeirra sýnd með úrkynjuðum, kraft- litlum borgaralegum sósíaldemókröt um og feitum kapitalistum. í nágrenni Zocalo er aðal við- skipta— og verzlunarhverfið, sem nær að litlum almenningsgarði, Al- ameta, en þar er Óperan, Þjóðleik- húsið og Listasafnið. Fyrr á tímum framdi spánski Rannsóknarréttur- inn brennur sínar á þessum stað, en nú er garðurinn stefnumótsstað • ur ungra elskenda. Þaðan liggur stór verzlunargata að áður nefndri breiðgötu og er hún yfirleitt köll- uð ,,Reforma“. Á Reforma eru með reglulegum millibilum tré, garðar og lítil hringsvæði með minnismerkjum um ýmsar sögulegar og þjóðlegar hetjur. Á veturna (þurrkatímanum) visnar gróðurinn og allt er rykfall- ið og fölnað. Einkennilegt er, að meira að segja í þessu glæsilega og fallega hverfi kemur maður iðulega að stórum holum á gangstéttunum og eru þær hættulegar þegar dimma tekur. Margar bygginganna hér þarfnast málunar og viðgerða. Feg- urst fannst mér Mexico City vera á kvöldin, þar eð hún er vel upp- lýst og umferð er þá minni. Enn- fremur var kveikt á jólaljósum 9. desember. Jólaljósaskreytingarnar voru viða mjög listilega gerðar og yfir þeim var meiri helgiblær en í ýmsum öðrum löndum. Vestan megin endar Reforma við stóran skóggarð, Chapultepec (,,Engissprettuhæð“), en nafnið er dregið af hæð þar sem gamla kon- ungshöllin blasir við borginni. Nú er þar minjasafn. Höllin var byggð handa hinum ólánssama Habsborgar konungi Maximilian, sem Frakkar komu til valda í Mexico árið 1864, en mexicanskir þjóðernissinnar drápu hann þremur árum seinna. í bandarísk-mexicanskia stríðinu 1949 hentu nemendur mexicönsku heraka- demíunnar sér fram af hömrum, sem þarna eru fremur en að falla í hend- ur sigursæls Bandaríkjahers. í dag er þarna stórkostlegt útsýni yfir alla borgina og umhverfi hennar, þar á meðal hin snævi þöktu útdauðu eld- fjöll — Popocatepett og Ixtacci — huatl — en bæði eru þau rúmlega 5500 metra há. Chapultepec garðurinn er uppá- halds sunnudagsstaður Mexicana á öllum aldri og þá er hægt að fá þar góða þverskurðarmynd af mexi- cönsku lífi. Heilu fjölskyldurnar eta hádegisverð sinn í skuggum trjánna. Börn fara í boltaleik. Kærustupör eru á bátum á vatninu. Eldra fólk- ið hvílist í einhverju hinna mörgu kaffihúsa og ungabörnin fá marg- litar blöðrur, sem kaupa má af sölu- mönnum, og sjást þeir varla vegna allra blaðranna, sem bundnar eru í þa. Merkilegast er þó svæðið, sem Háskóli Mexicoborgar hefur tileink- að ókeypis menntun og skemmtun. Hér er til dæmis, fyrir unga og gamla kennsla í teiknun og málun, kvik- myndaklúbbur, frímerkjamiðstöð, bókasafn og margs konar menningar- fciðstöðvar. Menn spila skák við borð undir beru lofti og þeir, sem fram hjá fara gefa þeim gjarnan ráð Framhald á bls. 12 í miðhluta Mexíkóborgar. 31. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.