Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 3
Héðan af verður að Iíta á mig sem dómara og lögreglustjóra eyjarinnar. Hefði sú hugsun nokkúrntíma hvarflað að mér, að ég ætti eftir að komast svo hátt, mundi mér áreiðanlega hafa þótt hún hræðilega fyndin. En nú verður ekki hjá því komizt, ég verð að taka að mér þessi trúnaðarstörf og enn fleiri. Við höfum ekki áður hugsað um að velja neinn til að skipa þessar stöður, víst einkum vegna þess að við höfum aldrei þurft á dómara eða lögregluforingja að halda. En hinn óvænti, já, hræðilegi atburður hefur gert það að nauðsyn að ég taki bæði þessi störf að mér, það má jafnvel segja að ég sé sjálfkjörinn til þeirra. Ég er nú einn á eynni. Dauði hans á sök á því, að við höfum þörf nú fyrir dómara og svo framvegis og dauði hans gerir það allskostar eðlilegt, að ég verði sá, sem tekur við þessum útnefningum. í veru minni sem lögreglustjóri verð ég að stjórna rannsóknunum — og framfylgja þeim öllum sjálfur um leið — í sambandi við atvikin kfingum] dauða hans, eins nákvæmlega og unnt er, en benda síðan sem dómari á hinn seka og útkljá málið í fyllsta samræmi við réttvísina. Niðurstöður mínar verð ég að skrifa niður í þessa skýrslu, sumpart til að vera viss um að hafa allar staðreyndir við hendina þegar ég á að kveða upp dóminn, sumpart til þess að geta hvenær sem er síðar í lífi mínu friðað sam-l vizku mína, ef ég skyldi fara að efast um að ég hafi gert það sem ég gat til að komast til botns í málinu. 1 > Þegar ég vaknaði í morgun, lá hann við hlið mér alveg eins og hann er vanur. Eina breytingin, ef hægt er að orða það þannig, frá öllum morgnunum þar á undan, var sú að í dag var hann dauður, og það hefur, að sjálfsögðu, aldrei gerzt áður. Það var þó ekki sú staðreynd að hann var dauður, sem kom mér mest á óvart, heldur hitt, að hann hafði auðsjáanlega verið myrtur. Eftir því sem efni mín stóðu til, læknir er ég engan veginn, rannsakaði ég líkið. Hið gífurlega sár útilokar þann möguleika, að um eðlilegan dauðdaga geti verið að ræða. Hann virtist eins óeðlilegur og óskað verður, sömuleiðis er hægt að útiloka sjálfsmorð. Eftir því sem ég bezt fæ séð verður sá möguleiki einn eftir, að hann hafi verið myrtur. SMÁSACA eftir Sven Áge Madsen f DOMARINN Upphaf rannsókna minna á málinu leiddu sem sagt til þeirrar niðurstöðu, að hann hefði verið myrtur einhverntíma um nóttina, þar sem hann hefur tvímæla- laust verið á lífi kvöldið áður, þegar ég talaði við hann. Nákvæm rannsókn á næsta umhverfi við morðstaðinn leiddi ekkert grunsam- legt í Ijós. Einu sporin sem ég fann, voru annaðhvort eftir hann, mig eða samkrull af hvorutveggja á þeim stöðum, sem við gengum mest um. Morðinginn hefur þá annaðhvort ekki skilið eftir nein merki, hefur afmáð þau eftir sig eða þá að hann hefur reynt að villa um fyrir mér með því að nota skófatnað minn eða hins myrta. Hafi hið síðasttalda átt sér stað, má ef til vill segja að það hafi heppnazt að vissu marki. Sérstök rannsókn staðfesti að skór hans hefðu bersýni- lega ekki verið teknir af honum, hver myndi hafa verið fær um að reima þá aftur nákvæmlega eins og hann sjálfur var vanur? Ég verð nú að hefjast handa við að grafa líkið, skorkvikindin eru þegar komin í það. En áður verð ég að rannsaka það rækilega enn einu sinni til þess að eiga ekki á hættu að standa uppiskroppa með einhverjar upplýsingar síðar í rannsókninni og verða tilneyddur að grafa það upp aftur. Og þvínæst verð ég að taka til við hið þrotlausa starf, að rannsaka alla eyna jafn gaumgæfilega og ég rannsakaði áður nánasta umhverfi líksins. Nú er líkið grafið. Ég er hræðilega þreyttur, svona þreyttur hef ég aldrei verið áður, að minnsta kosti aldrei hérna á eynni. Ég hef skriðið á hnjánum um alla eyna í von um að finna einhver verksummerki einhversstaðar meðfram strand- lengjunni. Að rannsóknirnar voru unnar fyrir gíg dregur vissulega ekki úr þreyt- unni, ef til vill öllu heldur hið gagnstæða. Ég get nú fullyrt með algerri vissu, að engin mannvera hefur komið til eyjarinnar eða yfirgefið hana síðustu vikuna, fyrir því gæti ég eins vel sagt síðasta mánuðinn, ef til vill að undanskildum honum, sem að sínu leyti er hægt að segja að hafi yfirgefið eyna þegar hann dó, en það á víst meira skylt við fyndni. Ég er svo þreyttur að mér er um megn að vinna neina líkamlega vinnu í kvöld, en ég get engu að síður vel haldið áfram rannsóknum mínum, þar eð ég get meðal annars reynt að leita hinn seka uppi, eða að minnsta kosti að finna aðferð, sem gæti leitt til hans eftir vegum hugarins. Aðalvandamálið er það, hvað getur hafa verið tilefni morðsins. Ég get ekki, þótt ég beiti öllu mínu hugmyndaflugi, ímyndað mér neinn, sem myndi vilja hann dauðan. Eyjan er svo vesöl, ófrjó og óbyggjanleg, eð enginn gæti ásælzt hana, þetta var einmitt okkar hagur, sáum við etrax er við komum hingað, ránmorð kemur sem sé ekki til greina. Hver tilgáta, sem felld er burtu, er eitt skref áleiðis. Þeirri hugsun lýtur allt í einu niður í huga mér, að morðið kunni að hafa verið framið af misgáningi, að morðinginn hafi eiginlega ætlað að hæfa mig. Höfðum við ekki einmitt í nótt, til tilbreytingar lagzt hvor í annars stað, ég til hægri við hann, þar sem hann hefur allar undanfarnar nætur legið til hægri við (f| a,i3? Þetta varpar aiveg nýju ljósi á málið, að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. Á hinn bóginn er þetta síður en svo til að auðvelda lausn gátunnar. Eins erfiðlega og mér veitist að finna ástæðu til að vilja hann dauðan, jafn erfitt ef ekki erfiðara verður að finna tilefni til að vilja mig það. Reyndar var þetta víst aðeins skyndilegt og óundirbúið hliðarstökk í ímyndunar- afli mínu. Það leikur víst enginn efi á því að við lágum í nótt nákvæimlega eins og við erum vanir, á venjulegum stöðum. En reyndar getur morðinginn yfirleitt ekki hafa haft neina vitneskju um svefnstaði okkar, hann getur ekki hafa myrt í blindni, en hlýtur að hafa vitað fyrirfram á hverjum skyldi hefnast, það er til einskis að halda annað. Ég verð að takmarka mig við þá ályktun að morðið hafi bitnað á þeim sem til var ætlast. En það er að sínu leyti gleðiefni að verða þess var, að ímyndunarafl mitt lætur ekki stöðvast við auðveldustu úrlausnina, heldur starfar af fullum krafti. Framhald á bls. 7. r HRAFN GUNNLAUGSSON: PÁSKAR Nú ber oJkkur hægur vindur ilm liljanna á hæðinni gegnum höfgann og kvöldið er aftur nakið og ungt og enn gerist það að menn ganga saman til kvöldmáltíða og um hverja páska þrútna örin á höndum hans og fótum enn gerist það að menn ganga til vina sinna og kyssa þá en sumir senda aðeins blóm eða hirða sjálfir sitt silfurfé manstu þá eftir mönnunum sem gengu eitt kvöld eins og þetta út í garðinn að ákveða örlög heimsins einnig þeir þurftu að sofa er þá einhvern að ásaka og einhverjar hendur að þvo þó þú sofir í sætum blænum sem ber okkur ilm liljanna rauðu á höndum hans og fótum. 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.