Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Qupperneq 6
Björn Daníelsson rœðir við Jón Norðmann bónda á Selnesi á Skaga — 4. hfutl ÞORGEIRSBOU ÖSKRAÐI SVO JÖRÐIN NÖTRAÐI Gapastokkur, list og fleira. Það líður langt á milli funda hjá okkur Jóni. Ég hefi sífellt svikizt um, eða trassað, að heimsækja hann á Selnes, sem ég hafði þó lofað. Það líða vordagar og sumarið deyr út í hausti. Lauffall, rosi og rigning og það er kvöld og sláturtíð. Og bóndinn á Selnesi er að koma með lömbin sín. Og við byrjum spjallið án tafar. — Einhverntíma nefndirðu gapa- stokk í mín eyru. Það hefur verið ljóta bölvað tækið, segi ég, um leið og ég þigg korn í nefið. — Ójá, segir Jón með sínu hóg- væra og dulúðga brosi. Þeir voru það. Gapastokkar voru við flestar kirkjur landsins hér áður. Það var ekki fyrr en almennu hegningarlög- in komu 1869, mig minnir fastlega að það væri þá, — að hýðingar og gapastokkur voru aftekin. — Og hvernig var svo þetta písl- artól? — Gapastokk var komið fyrir á kirkjustafni til hliðar við dyrnar. Þetta voru bara þrír kengir. Einn var efstur. f hann var fest hespa, sem var spennt yfir hálsinn, tveir voru neðar — fyrir hendurnar. Inn- an á hespunni, eða lokunni, voru gaddar, sem gátu stungið heiftar- lega, ef maðurinn stóð ekki kyrr. Og það hefur sjálfsagt verið erfitt að hreyfa sig ekki, því að þeir gátu verið furðu langorðir sumir prestarn ir. — Prestarnir, því segirðu það? — Ójá, sjáðu nú til. Þeir, sem voru settir í gapastokk, voru látnir dúsa þar meðan á messu stóð, það mun yfirleitt hafa verið vaninn. Það voru bæði lausgangarar og þeir, sem ekki sóttu kirkjur, og fleiri og fleiri. Þetta þótti mikil háðung, enda oft hæddir af kirkjugestum. Mannúðin var ekki alltaf mikil á þeim árum. — Ekki hefur þú lýsinguna frá sjónarvotti. — Nei, ekki beinlínis, en sama sem þó. Faðir minn var um þrítugt, þegar skömmin var afnumin, en hann sá aldrei neinn í stokknum, mundi bara kengina í þilinu á Rípurkirkju. — Þetta hefur verið erfið raun fyrir vesalings flakkarana, sem voru kannski máttvana af hungri og harð- rétti. Ekki hef ég séð hálsloku, mun ekki vera til á þjóðminjasafni. En lýsingin er frá föður mínum, sem hafði hana frá séra Jóni Reykjalín, sem Bólu-Hjálmar deildi við í Kræklingahlíðinni. Hann fékk síðar Fagranes. Þetta var ágætismaður, en fátækur lengstaf. Ég er óánægður við Gunnar M. Magnúss. Mér fannst hann fara ómaklega með prestinn í útvarpsleikritinu, þú heyrðir það. Hann féll í barneignarbroti á Fagra- nesi og flutti þá að Hvammkoti á Skaga. Seinna fékk hann uppreisn, karlinn, enda merkismaður þótt hon- um yrði þetta á. Varð hann þá prest- ur í Ríp í Hegranesi og hjá honum lærði faðir minn undir fermingu og líkaði þeim vel hvorum við annan. Til marks um það er, að þegar pabbi fór frá honum sagði klerkur og tárfelldi: „Ef ég hefði verið svo- lítið efnaðri, hefði ég ekki látið þig fara frá mér, Jónas minn, heldur reynt að kosta þig í skóla“. Slík var hugulsemin og vinarhugurinn og það kunni faðir minn að meta, og bar ávallt virðingu og hlýhug til séra Jóns. — Var þetta eini skólalærdómur- inn hjá föður þínum. — Ekki alveg. Hann hafði lært að skrifa hjá Jóni Samsonarsyni, al- þingismanni í Keldudal. Skriftækin voru hrafnsfjöður, kálfsblóð og sót, og skrifað var aftan á gamla reikn- inga frá Hofsósverzlun. En svo ég haldi áfram með séra Jón Reykjalín, þá fékk hann veitingu fyrir Hey- dölum í Breiðdal 1857 minnir mig. Lagði hann af stað með búslóð sína og var kominn að Kotum í Norður- árdal. Átti að gista þar. En enginn veit sína æfina. Hann hneig niður í dyrunum örendur. Hann var fluttur til baka að Ríp og jarðsunginn þar, öðrumegin við inngang úr sáluhliði. Séra Jón hafði séð menn setta á gapastokk, og hann sagði föðurmín- um frá því. En aldrei hafði hann lát- ið gera það sjálfur, hann var svo mildur. En í Eyjafirði hafði hann verið svo nærri amtmanninum, sem leit eftir því að lögum væri fram- fylgt. — Aðrir gapastokkar voru á krossgötum, þar sem lausingjar voru settir, og yfirleitt látnir standa í sex tíma. Þetta voru eiginlega staur- ar, og það voru eingöngu verald- leg yfirvöld, sem dæmdu á staur- inn. Sökudólgarnir voru látnir snúa baki við honum, handjárnaðir aftur- fyrir og einnig var hálshespa. Yfir- völdin dæmdu flakkara í svona straff. Yfirleitt voru þetta aðeins þurfa- lingar, sem liðu af skorti og áttu í engin hús að venda. Sumir voru hýddir fyrir flakkið eins og Magn- ús sálarháski. — Magnús sálarháski hlaut högg á skrokkinn tíu, segir Esphólín. Yf- irleitt var hýðingin algengari refs- ing en gapastokkurinn. — Hvað viltu segja um hýðing- arnar? — O, þær voru bölvaðar. Þeim var ofbeitt og komu alla jafna órétt- látt niður. Það var eins með gapa- stokkinn. En hitt er svo annað mál, sumir menn dæma sig sjálfa í gapa- stokk með allskonar sérvizku og vit- leysu. — Geturðu nefnt mér dæmi upp á það? — Ég hafði nú ekkert sérstakt í huga, þegar ég sagði þetta. En ég gæti ábyggilega nefnt mörg dæmi. Mér dettur það til dæmis í hug, að það hafa oft verið hjá mér strák- ar á Selnesi yfir sumartímann. Það hafa yfirleitt verið ágætispiltar, og mér hefur fallið vel við þá. Éinn af þeim var Hafsteinn Austmann list- málari. Þú kannast við nafnið. Hann er klessumálari. Ég kann ekki að meta það, nei, nei. En hann var á- byggilega efnilegur. En hann fór skakka leið í listinni. Það tel ég að sé að dæma sjálfan sig í gapastokk. — Var hann byrjaður að mála þegar hann var hjá þér? — Já, það var nú einmitt. Hann bjó hjá mér, þegar hann byrjaði. Hann var oft að tala um, hvað þetta eða hitt væri fallegt, og ég hvatti hann til að reyna að mála það. Ég átti einhvern pappa eða striga, sem ég lánaði honum, og liti hafði hann. Svo málaði hann dáindisskemmtilega mynd af Drangeynni og útsýninni frá mér. Hún á myndina hún Ásta Kristmundsdóttir, konan hans Vil- hjálms frá Hvalnesi. Og þetta var nú fyrsta myndin, byrjunin hjá hon- um, greyinu. En hann fór með þetta allt í hundana — fór víst _ 1 lista- deild í Handíðaskólanum. Ég held það hafi verið Valgerður Briem, sem plataði hann til að byrja á klessu- verkinu. Hún var öll í klessum og þeim kúnstum. Ég kann ekki að meta það. — Þú kannt greinilega ekki að meta nútímalist. — Ekki þessar klessur og strik. Það er ekki fyrir mig. Hann var Kristjánsson, sonur sjómanns á Stokkseyri. Ég vil að menn kenni sig við feður sína. Það er eins með Þorstein Ö. — Hversvegna er hann ekki bara Ögmundsson. Strákurinn kallaði sig fyrst Kristjánsson, en nú er hann Austmann. Onei, nei. Ég er á móti þessu. Þetta er sjálfsagt ágætis- menn, en þeir láta plata sig. Það er gapastokkur, — og enginn fór fríviljugur í hann í gamla daga. Við Vesturósinn — Smámunir um Þorgeirsbola — Við röbbum um Vesturósinn. Það er þar sem vesturkvísl Héraðsvatna fellur til sjávar, þung og dimm og uggvænleg. Þar voru Furðustrandir, byrgið hans Jóns Ósmanns, ferju- mannsins, sem orðin er að nokkurs- konar þjóðsagnapersónu í Skagafirði. Þar háði hann sitt stríð við strauma og myrkur og flutti menn og mál- leysingja milli stranda, heljarmenn- ið og góðmennið, sem vakti mörgum bros í auga, og kvaddi sjálfur lífið um vornótt fyrir rúmlega hálfri öld, þarna við ósinn, þar sem þungar öldur sletta köldum hrömmum uppá Borgarsandinn, og skolugt fljótið ber með sér voveiflegar sögur alla leið framan úr öræfum, um slys og háska þúsund ára. — Þarna ertu kunnugur, Jón? spyr ég, þegar við höfum látið útrætt um Jón Ósmann. Það spjall verður ekki skráð hér, enda þessari frásögn ekki beint viðkomandi, þó það væri undan fari hennar og á vissan hátt aðdrag- andi. — Já, ég gætti dragferjunn- ar tíu árum síðar en Ósmann hvarf í Djúpið, eða 1924, það var í fimm eða sex vikur. Ég átti alltaf að vera kominn á ferjustaðinn klukkan níu á morgnana, og heim mátti ég fara kl. níu á kvöldin. Þetta var seinni- partinn í ágúst og september fram yfir göngur. Ég hélt til á Hellu- landi. Mér þótti þetta dálítið gaman. Það komu margir og ég hef stund- um þörf fyrir að spjalla, og maður heyrði marga frétt. Svo var þetta laugardag í byrj- un september. Það var orðin kol- dimm nótt og þá gnauðaði stundum þunglega í ósnum, en það skelfdi mig samt ekki. Seinni part dagsins kom fólk af Króknum. Það var Jóhann heitinn Möller, faktor við Sameinuðu ís- lenzku verzlanirnar, sem áður voru nefndar Gránufélagsverzlanir. Þor- björg, kona hans var með honum og fleira fólk. Þau voru að fara yfir í Hofsós að hitta sr. Pálma, föður Þor- bjargar. Jóhann segir mér, að þau komi til baka á sunnudagskvöldið, en verði trúlega seint á ferðinni, biður hann mig að bíða þeirra til kl. tólf um kvöldið. — Var þér ekki heldur miður við, að þurfa að dvelja þarna svona seint, sitthvað gat þér nú dottið í hug frá nýrri og gamalli tíð, sem betra er að hugsa um innan um fólk, en einn á slíkum auðnarstað. — Nei, ég leiddi ekki hugann að því. Mér var vel við þetta fólk, og án alls hiks lofaðist ég til að bíða eftir þvi, mér fannst það alveg sjálf- sagt, maður gerði þetta yfirleitt, þeg ar líkt stóð á- Það var þegjandi skylda. Sunnudagurinn leið að kvöldi. Ég hafði olíulukt hjá mér í byrgisgarm- inum, lá uppi í bedda og las í ein- hverju blaði til að drepa tímann. Klukkan var orðin tíu, eða rétt byrjuð að ganga ellefu, þá heyrist mér riðið að byrginu og kringum það. Gott að þurfa ekki að bíða lengur, hugsa ég, rís upp og ætla út. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.