Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 8
„Krossinn“, skúlptúr eftir Aust
urríkismanninn Wander Ber-
toni, 19G2.
Þeir sem ræða og rita um
myndlist svo og myndlistar-
menn sjálfir, munu oft hafa orð
ið þess varir, að það getur ver-
ið erfitt að koma orðum að því
sem maður vill segja. Hugtök-
in geta verið einkennilega ab-
strakt í sjálfu sér. í umræðum
um myndlist koma fyrir hugtök
eins og expressjónismi, snerti-
gildi (tactil effect) pop-áhrif,
abstraktsjónir, sterk tjáning og
hlutlæg myndbygging. Oft segja
þessi hugtök harla lítið. Eftir
langar útlistanir getur farið
svo, að maður sé nokkurnveg-
inn jafnnær. Myndlistin bygg-
ist svo mjög á tilfinningamál-
um, sem ekki er auðvelt að út-
skýra með orðum. Þó verður
að notast við þessa „frasa,“
þessa slitnu orðleppa, meðan
myndlist er rædd. Stundum er
í myndlistargagnrýni þyrlað
upp moldviðri slíkra hugtaka,
sem ekki er auðvelt að henda
reiður á, né komast að raun
um, hvað höfundurinn meinar.
Þegar Jónas Jónsson efndi
til þeirrar frægu Þorgeirsbola-
sýningar á nútímalist árið 1942,
ritaði hann í tilefni þess nokkr
ar greinar og gerði að umtals-
efni „stefnu ljótleikans" Á síð-
ustu öld voru fremur einskorð-
aðar hugmyndir um það hvað
bæri að telja fagurt og ljótt í
myndlist. Þá voru naumast nein
vafamál á ferðinni. Þegar vikið
var frá hinu gamalgróna, klass
iska „ídeali,“ þá var það ljótt,
en það sem fagurt var auganu
í hversdagslegri skynjun, svo
sem fögur kona, fagurt lands-
lag, sem speglast í vatni, blóm
í könnu, hlaut einnig fortaks-
laust að verða fagurt í mynd.
Það sem okkur finns núna
væmið eða dálítið sætt, var
allra fegurst samkvæmt þess-
ari gömlu skoðun.
Þegar Jónas talaði um
„stefnu ljótleikans“ þá var það
raunar ekki út í hött. Aðeins
hafði án þess að hann áttaði
sig á því, orðið sú grundvallar-
breyting á viðhorfi, að þessi
sætleiki freistaði ekki málar-
anna lengur sem viðfangsefni.
Myndir Jóns Engilberts og Þor
valdar Skúlasonar um 1940
voru tjáning á allt öðrum hlut.
Myndir þeirra og annara á
þeim tíma segja okkur, sem
raunar er augljóst, að himinn-
inn er ekki alltaf blár og það
er ekki sífellt blíðalogn sízt
af öllu á íslandi. Ekki er fólk
heldur ævinlega fallegt en það
getur haft sína reisn þar fyrir
eins og sjá má af sjómanna-
myndum Schevings og báru-
járnskumbaldar á veðruðum
ströndum við yzta haf eru ekki
heldur rómantízkt mynd-
efni. Jónas hafði rétt fyrir sér,
menn voru búnir að koma auga
á ýmislegt, sem stóð utan við
hinn afmarkaða bás fegurðar-
hugtaksins.
Spakvitur maður hefur látið
svo um mælt, að fögur orð séu
ekki sönn, né heldur séu sönn
orð fögur. í seinni tíð hafa
þessi fleygu orð jafnvel verið
yfirfærð á myndlistina: Fögur
mynd er ekki góð, góð mynd
er ekki fögur.
Þeir sem enn í dag skoða
myndir út frá forskrift nítjándu
aldarinnar, munu staðhæfa, að
þarna sé þverstæða á förðinni:
Hvernig getur mynd verið góð
án þess að vera fögur?
Að því marki eru ýmsar leið-
ir eins og dæmin sanna. Tökum
neitt: aðeins hefur málarinn
verið að gera tilraunir með mis
munandi verkfæri, skafa, rissa
rispa, sletta, láta leka og jafn
vel líma tuskur og hlaða upp
hluta og fleti. Þetta er allt for
vitnilegt og raunar nauðsyn-
legt fyrir hvern málara að
kunna skil á leyndardómum
tækninnar. En það er hægt að
plata með tæknikunnáttu og
hún á ekki að vera aðalatriði,
heldur styrkur, svipað því þeg
ar rithöfundur eykur orðaforða
sinn og fágar stílbrögðin. Á
sama hátt getur skáldsagan
heldur ekki byggst á því einu
saman.
Margir ágætustu málarar ald-
axúnnar hafa látið þessi tækni-
legu brögð lönd og leið. Mynd
ir Picassos eru venjulega hreint
og beint málverk: hann málar
meira að segja þunnt og nýtir
ekki þau áhrif, sem það veitir
að leggja litinn þykkt. Hann
málar með pensli á einfaldan
hátt.
Fyrir fáeinum vikum var
grein hér í Lesbókinni um
brezka málarann Francis Bac
on. Listfræðingur Observers,
sem ritaði þessa grein, leiddi
líkur að því, að Bacon væri
áhrifamestur málara á ungu
kynslóðina, sem nú er við list-
nám eða á annan hátt í mótun.
Bacon notar sér ekki brögð
tækninnar fremur en Picasso:
hann málar með pennsli, frem-
ur þunnt og myndir hans eru
í fullkominni andstöðu þess
steingelda skóla, sem ákvarð-
aði, að myndir mættu ekki segja
neitt. Myndir Bacons segja
hrottafengnar sögur af misk-
unnarleysinu, af einmanaleik
mannssálarinnar og angist
hennar í harðviðrum nútíma
lífs. Maðurinn sjálfur
situr alltaf í öndvegi í myndum
Bacons og hann er þar með
vandamál sín. Bacon er alger-
lega óskólagenginn listamaður:
bannorð akademíanna hafa far
ið framhjá honum.
Af öðrum þekktum málurum
álfunnar mætti nefna Italann
Afro Basaldella, ljóðrænan
abstraktmálara og landa hans
Guttuso, einn af örfáum, sem
gat lyft sósíal-realismanum í
listrænt veldi þegar bezt lét.
Fritz Hundertwasser og Hans
Hartung, báðir þýzkir og stór-
frægir. Salvador Dali, spánsk-
ur súrrealisti og furðufugl og
einn frægasti málari heimsins
um þessar mundir. Spánverjar
hafa allt frá dögum Velasques-
ar og Goya verið harðsnúnir
í myndlist og allt bendir til,
að menn eins og Antoni Tapies
og Modesto Cuixard muni við
halda þeirri hefð. Ég sá nýlega
Um hvað eru fuglarnir að syngja. Þœttir um nútímamyniMst.
3. hluti — Eftir Císla Sigurðsson
„Til heiðurs Babylon hinni nýju“, málverk eftir Hollend-
inginn Constant, 1963.
Maðurinn er viðfangsefni að nýju: „Pólitískar umræður",
eftir Jorge Paez Villaro, Uruguay, 1966.
einnig aðrar listgreinar. Ekki
eru þau leikhúsverk eftirminni
legust, sem lýsa á góðlegan
hátt fögru mannlífi við frið-
samlegar aðstæður. Ekki vant-
ar Umkvörtun Bólu Hjálmars
kyngikraft og reiði og hefur
það ljóð lifað vel og lengi
enda þótt sætleikann skorti að
vonum. Hvað myndlistina á-
hrærir gizka ég á, að Guernica
Picassos, sem ég hef áður
minnst á í þessum greinum, sé
kunnast allra einstakra mynd-
listarverka aldarinnar. Varla
væri sanngjarnt að halda þvi
fram, að sú mynd sé íögur. En
sem myndlistarverk er hún á-
hrifamikil og sterk.
Síðastliðið haust átti ég þess
kost að sjá fjölda málverka-
sýninga í Rómaborg og Lond-
on. Auðsjáanleg stefnubreyt-
ing var á orðin frá því tveim
árum áður. í Rómaborg mátti
sjá, að helmingur málaranna
sýndi undir merki abstrakt-
stefnunnar en helmingurinn
var hlutlægur. Samt hefði ég
átt von á að sjá meðal ítala
sterkari myndir en þarna voru
á ferðinni. í London voru sýn-
ingar á abstraktmyndum aftur
á móti í hreinum minnihluta, en
London hefur náð þeirri stöðu
uppá síðkastið að verða ein þýð
ingarmest borga fyrir mynd-
list eins og raunar fleiri listir.
Eigandi sýningarsalar, sem
fram til þessa hefur sýnt að
jöfnu fígúratífa myndlist og
abstrakta, m.a. síðastliðið vor
eftir Eirík Smith í Hafnarfirði,
komst svo að orði í haust, að
sér virtist í bili þýðingarlaust
að efna til sýningar á abstrakt
myndum. Og hann bætti við:
Það er poplistin sem hefur haft
þessi áhrif: það er ekki mjög
mikið af hreinni poplist hérna
í London, heldur einhverskon
ar afkvæmi hennar. —
Margir ágætir málarar, bæði
hér heima og erlendis, hafa ver
ið að stokka upp spilin í ljósi
þess sem liðið er. Og margt hef
ur breyzt. Það abstrakta er
ekki trúaratriði lengur og það
fígúratífa er heldur ekki gam-
aldags, ef rétt er á haldið: þar
er sem betur fer margt eftir
ókannað. Hverskonar akadem-
ismi hefur lengi staðið mynd-
listinni fyrir þrifum og það er
eins og menn nái fyrst árangri
þegar þeir geta gengið alger-
lega óþvingað að málverkinu
og gleymt bannorðum og for-
skriftum. Sú feikilega fjöl-
breytni, sem allsstaðar má sjá
í nútíma myndlist, hefur orðið
tfl þess að opna augu mynd-
listarmanna fyrir því, að ekki
einungis eitthvað eitt sé rétt,
heldur eigi hinir aðskiljanlegu
þættir listarinnar jafnan rétt á
Fígúra í nútíma málverki eftir
ítalann Arnaldo Ballistoni.
sér. Það er að vísu erfitt og
kannski ómögulegt að bera sam
an abstrakt mynd og fígúratífa.
Munurinn liggur kannske ekki
í aðferð og tækni, heldur fyrst
og fremst í viðhorfi og hugsun.
Nútímamálverk er það sem mál
arinn hugsar. En hann hefur
miklu fjölbreyttari túlkunar-
möguleika en áður og hann
spilar ekki einungis á litinn
og formið, heldur einnig á efni
og áferð. Þar eru að vísu vand
rataðar slóðir um villugjarnar
eyðimerkur og margur góður
maður hefur týnt sjálfum sér
í bili í glímunni við tæknina.
Þess gætir oft og fremur þó í
abstrakt málverki, að tæknin
gegnir ef til vill óheiðarlega
miklu hlutverki. Þegar verst
lætur er innihald verksins ekki
EKKI ER VIST
AD GÓD IVIVIMD
Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. apríl 1968.