Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Qupperneq 11
Vatnsfjörður.
Pétur Eggerz og börn hans, Páll og Arndís.
Mér fannst hátíðin hefjast þegar far-
ið var að steypa kertin, en þó einkan-
lega þegar eplailminn lagði um bæ-
inn. Jón Vídalín konsúll, sem var syst-
kinabarn við móður mína, var oft vanur
að senda henni eplatunnu fyrir jólin.
Það jók ekki lítið á hátíðahaldið að fá
þessa fagurrauðu útlendu ávexti. Þa'ð
voru víst ekki mörg sveitaheimili á
landinu, sem höfðu tækifæri til að leyfa
sér þann lúxus á þeirri tíð.
Þegar þið fluttust vestur í Vatns-
fjörð — fóruð þið þá landveg?
Nei, skip sameinaða gufuskipafélags-
ins, Skálholt, lagðist fyrir framan
Prestsbakka og við fórum öll um borð
foreldrar mínir með 11 börn og nokkuð
af vinnufólki. Ólafur bróðir minn fór
með hrossin vestur en vinnumaður, sem
Eggert hét, rak nautgripina. Það tók
marga daga eins og eðlilegt var. Egg-
ert var hjá foreldrum mínum um tugi
ára, mesta tryggðahjú. Hann var afi
Guðbjargar Þorbjarnardóttir leikkonu.
Skálholt kom við á ísafirði og um
morguninn sigldum við inn Djúpið í
stafalogni og blíðviðri. Það var unaðs-
leg stund þegar Vatnsfjörður heilsaði
okkur þrunginn af grósku og lífi. Og
þó að staðurinn lofaði miklu við þessa
fyrstu sýn, efndi hann það allt. „Já,
efndi það allt og meira en það“, segir
Böðvar þegar hann rifjar upp þessa
búferlaflutninga heim á hinn hlunn-
indaríka stað við Djúpið.
Það rifjast nú líka upp, að rúmum
30 árum fyrr hafði Vatnsfjarðarklerk-
ur leigt sér kaupfar til að flytja bú-
slóð sína brott. Komið hafði hann þang-
að snauður en auðgazt vel á þessari
miklu hlunnindajörð, sagt að hann
hefði grætt þúsund krónur á ári. Það
var „kóngurinn í Vatnsfirði“, sr. Þór-
arinn Böðvarsson, sem fluttist þaðan
suður að Görðum árið 1868 eftir 14
ára veru vestra, þar sem hann hafði
verið í slíkum hávegum hafður og dýrk
aður svo mjög „að gengið hafði
hneyksli næst“ (Sighv. Gr. Borg).
Hver eru affalhlunnindi Vatnsfjarff-
ar?
Eyjan, svarar Böðvar og er fljótur
til svars — Borgarey. Hún liggur úti
fyrir Vatnsfirðinum, (sem raunar ernú
ekki nema vík) svo sem hálftíma róður
frá landi. Hún er eitthvað hálfur fer-
kílómetri að stærð, öll grasi vaxin.
Mikill dúnn?
Já, dúnninn var mikill, allt upp í
100 pund. Þegar sr. Stefán Stephen-
sen kom í Vatnsfjörð frá Holti í Ön-
undarfirði 1885 var dúntekjan í Borg-
arey ekki nema 40 pund, en með sínum
alkunna dugnaði og búmennsku kom
hann henni upp í 110 pund. Það þótti
vel að veri'ð á 15 árum, sem hann bjó í
Vatnsfirði.
Bjó faðir þinn stórt í Vatnsfirði?
Já, það má það kalla á þeirra tíma
mælikvarða, enda var heimilið fjöl-
mennt, um og yfir 20 manns, 3—4
vinnumenn og jafnmargar vinnukonur.
Sauðféð var hátt á fjórða hundrað
þar af 60—80 sauðir fullorðnir, rúmar
100 ær í kvíum. Lömbum var aldrei
slátrað, þeim var fært frá og allir hag-
faeringar reknir á vorin til fjalls innst
í Isafirði, en á haustin voru þeir flutt-
ir út í Borgarey og hafðir þar fram að
jólum.
í fjósi voru 6—8 kýr, hrossin venju-
lega um 15. En þess ber að geta að
Miðhús —smájörð— lágu undir staðinn.
Það munaði talsvert um þau. Þar voru
lömbin höfð eftir að þau voru tekin
í land úr Borgarey.
Það hefur þurft mikinn heyfeng
handa öllum þcssum fénaði.
Já, og það var erfiður heyskapur.
Túnið var að vísu grasgefið, því var
haldið í svo góðri rækt. En útslægjur
voru rýrar og langsóttar. En það var
Borgarey, sem bjargaði. Þar fékkst um
600 hesta heyskapur. Það var legið þar
við í 5—6 vikur, oftast um 8 manns.
Eyjan er víða mjög seinslegin vegna
þess hve þýfð hún er. Sérstaklega voru
Lundabakkarnir erfiðir. Mikið af hey-
inu var flutt í land í votabandi. Allir
karlmenn bundu og hver varð að axla
sína sótu og bera hana 5—10 mínútna
gang, þangað sem báturinn lá við lend-
ingarklöppina. Heyið var flutt í land
í stóru skipi — eign staðarins, sexær-
ingi, sem Bogi hét, hafði áður verið
gerður út á fiskveiðar í Bolungarvík.
í hverri ferð var hægt að flytja allt
að 25 hesta. Stundum voru 2—3 ferðir
á dag.
Þetta var óskaplegt erfiði, ég vil segja
þrældómur, og þýddi víst ekki að
bjóða það neinum nú á dögum, svitinn
draup af hverjum manni, allir kepptust
við að nota vel hverja stund þessara
dýrmætu daga hábjargræðistímans. Hús-
bóndahollustan og vinnugleðin samein-
uðust í því að gera afköstin mikil og
góð, enda var þetta löngu fyrir daga
allrar hagræðingar og vélvæðingar, sem
nú eiga að vera undirstaða atvinnu-
lífsins og afkomu fólksins.
Borgarey lagði til fleiri hlunnindi
heldur en dúninn og slægjurnar, þótt
mest munaði vitanlega um það. Það var
lunda- og eggjatekja á vorin og Kofna-
tekja á sumrin. Þetta var afardrjúgt
búsílag, sem kom sér vel á þessu fjöl-
menna heimili. Eins og áður segir, þeg-
ar hagfæringarnir komu af fjalli á haust
in voru öll lömbin flutt út í eyna og
látin ganga þar fram undir jól. Sparaði
þetta mikil hey, en lömbin urðu væn
eins og þau hefðu fengið beztu gjöf.
Fórstu í skóla, eða léztu þér nægja
heimakennsluna?
Nei, víst fór ég í skóla, Flensborgar-
skólann. Hann var líka stofnaður til
minningar um þann mann, hvers nafn
ég ber. Það var veturinn 1907—8. Við
Stefán bróðir minn fórum þangað báð-
ir. Þá var Magnús Helgason skóla-
stjóri, því að Jón Þórarinsson var ytra
að kynna sér fræðslumáL Vfð, sex
nemendur, fengum því íbúð hans til af-
nota og bjuggum þar undir tilsjón
Helga Valtýssonar. Vorum í fæði hjá
Jóni Helgasyni prentara og Kristínu
Sigurðardóttur konu hans. Þau voru þá
nýgift og höfðu fengið íbúð Jóns Þór-
arinssonar á leigu. Sambýlismenn okk-
ar Stefáns voru: Sigurður Högna-
son úr Vestmannaeyjum. Hann var bróð
ir Isleifs kaupfélagsstjóra. Hann var
síðan lengi við verzlunarstörf í Eyjum.
Annar var Tryggvi Jónasson fráFinns-
tungu í Blöndudal. Hann var þar lengi
bóndi, mikill menningarmaður og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Þriðji
var Eyjólfur Sveinsson frá Lamba-
vatni á Rauðasandi, lengi kennari þar,
mikill heiðurs- og sómamaður.
Hver var sá fjórffi?
Já, hver var sá fjórði, segir Böðvar
og rýnir aftur í fortíðina.
Jú, nú man ég það. Það var Skaft-
fellingur, Þorsteinn Friðriksson frá
Litlu—Hólum í Mýrdal. Hann var síð-
an lengi skólastjóri í Vík. Allir voru
þessir góðu skólafélagar mínir og mötu-
nautar á aldur við mig. Þeir eru nú
állir látnir.
Lengi í Flensborg?
Nei, bara þennan eina vetur. Ég var
í eldri deild og lét það nægja. Það
var öll mín skólaganga. En hún var
mér dýrmætt veganesti. Skólabragur-
inn var ágætur og kennararnir voru
hinir mætustu menn, sem piltar máttu
sannarlega taka sér til fyrirmyndar og
margt af læra. Fyrir utan sr. Magnús
og Helga Valtýsson kenndu þeir okkur,
Ögmundur, sem allir dáðu, og Guð-
mundur Einarsson. Hann kenndi víst
bara þennan eina vetur. Sumarið eftir
vígðist hann prestur til Ólafsvíkur.
Svo fór ég að kenna. Næstu tvö ár-
in var ég heima í Vatnsfirði, kenndi
börnum á veturna en vann jafnframt
að búinu. Þetta var á fyrstu árum
fræðslulaganna, og ekki komið fast form
á hlutina. Að minnsta kosti var launa-
kjarabaráttan ekki hafin. Kaupið var
fimm krónur á viku.
Lilja og Böffvar og dœtur þeirra.
7. apríl 1968.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H