Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 12
FYRSTU NÚTÍMAUÓÐIN
Framhald aí bls. 2.
að glata „lit“ daganna, og verða „spunahljóði tóm-
leikans“ að bráð; en Jóhanni Sigurjónssyni eru ör-
lögin efst í huga: „Sól eftir sól hrynja í dropatali
og fæða nýtt líf og nýja sorg.“
Þótt Söknuður sé að mestu leyti með Ijóðstöfum,
er hljómur þess allur og myndsköptm í ætt við hinn
nýja tíma, og er það þess vegna glæsilegt framhald
Sorgar, eftir Jóhann Sigurjónsson.
Söknuður er nærtækust sönnun þeirra miklu skáld
skaparhæfileika, sem vinir Jóhanns Jónssonar þreyt
ast aldrei á að vitna um. Halldór Laxness skrifar:
„Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar
meiri vonir festar til skáldskaparafreka en á flestum
mönnum er í þann tíma óxu upp, jafnskjótt og hann
hafði borist suður híngað vestan virtist mörgum sem
við hann kyntust að þeir hefði eigi áður vitað úngan
svein fagna innborinni ljóðgáfu svo alskapaðri sem
hann.“ En auk Saknaðar eru til ágæt ljóð eftir Jó-
hann, sem geyma munu nafn hans, og sýna glögglega
nýbreytni hans í íslenskum skáldskap. Þau eru mörg
hver í ætt við þjóðvísur, ómur þeirra svo sérstæður,
að hann sker sig alls staðar úr. Ég gæti nefnt kvæðið
Landslag, sem segir frá gamalli borg við skógarvatn,
og sumarregninu, sem seytlar af blaði á blað í þögulli
sorg; einnig gæti ég rifjað upp Vind um nótt, þetta
ákall til vorsins, sem á sér þegar allt kemur til alls
aðeins dapurt lauf og líkföla brá; og hægur vandi
væri að una við þjóðvísnaheim kvæða eins og Blítt
lætur veröldin, Vögguvísur um krumma, og Máninn
líður —.
Árið 1921 orti Jóhann Haust, sem hann kallar
„ókveðið ljóð.“ þetta er langt ljóð í lausu máli og
hefst svona.
Nú er sumarið liðið. Ver þú sœl, rós litla, systir
mín! Manst þú allan draumleikinn í sumar!
Fyrstu íslensku ljóðin í lausu máli eru oft á mörk-
um þess að vera ævintýri, en Haust Jóhanns Jónsson-
ar er dæmigert „ókveðið ljóð“, innblásið verk góð-
skálds, sem hefur þetta nýja form á valdi sínu.
Haust er í ætt við Söknuð. Það er saknaðarljóð:
Ver þú sœl, elsku litla rós — systir mín! Sum-
arið er horfið — langt á braut. Allir söngfuglar
þess eru horfnir. ÖU gullvœngjuð ský þess!
Skáldið segist safna minningum sumarsins saman í
kyrrþei í hjarta sitt, eins og myndum í myndasal. Það
er eins og oft áður á valdi hugsana um feigð sína,
um þá nótt, sem kemur. Hann líkir henni við undar-
lega, þögula konu: „Tungan er skorin úr munni henn
ar. Augu hennar eru starandi stjörnur." Ljóðinu
lýkur þannig:
Þei, þei . . .
Fyrir innan gluggann er móðir mín að lesa
Faðir vor yfir litlu systur, sem er að sofna ....
Málfar þessa „ókveðna ljóðs“ er fagurt, tiginbor-
ið, eilítið skrautlegt eins og orðalagið var líka stund
um hjá Jóhanni Sigurjónssyni. Það var margt skylt
með þessum tveim íslensku skáldum, sem háðu bar-
áttu fyrir lífi sínu og skáldframa fjarri landi sínu.
Framlag þeirra til íslenskrar ljóðlistar verður ekki
metið að verðleikum þótt afköst þeirra hafi verið
lítil á því sviði, en Jóhanni Sigurjónssyni tókst með
öðrum og kunnari hætti að verða eitt af fremstu
skáldum þjóðarinnar á þessari öld. Jóhann Jónsson
lifir í „andlátskvæði“ sínu, og draumnum um óunnin
verk.
Upp úr fyrri heimsstyrjöld gerðust mikil tíðindi í
heimi ljóðsins. Þá hófst blómaskeið nútímaljóðsins
víða í Evrópu, einkum í Frakklandi, þar sem súrr-
ealistar ruddust fram og skipuðu sér í fylkingu undir
Eorystu eldhugans André Bretons. Surrealistarnir
byggðu á arfinum frá Comte de Lautréamont og
Arthur Rimbaud, og voru óhugsandi án Guillaume
Appolinaires, en hann var sannkallaður páfi listanna
k sinni tíð.
Á sama tíma og André Breton birti Súrrealista-
Ivarp sitt í París, var ungur íslendingur að setja
saman langt lj*ó’ð í Reykjavík. Þessu skáldi þótti
am þessar mundir einungis súrrealistísk kvæði „verð-
3kulda skáldskaparnafn". Hann segir síðar frá á þessa
ieið: „André Breton birti stefnuskrá surrealismans
1924, ef ég man rétt. Eg var í upphafi snortinn af
þessari stefnu, og má sjá þess glögg merki bæði í
Jnglíngnum í skóginum og Vefaranum mikla frá Kasm
ír. Ég svalg alt sem ég náði í eftir þá höfunda sem
mörkuðu stefnuna. Appolinaire, Aragon, Soupault,
Max Jacob (að vísu nokkru eldri), Bontepelli (hinn
ítalska), að ógleymdum sterkasta liðsmanninum James
Joyce. Síðast en ekki síst dýrkaði maður hið fræðilega
upphaf þessarar skáldskaparstefnu, Freud“.
Halldór Laxness hefur ennfremur sagt um Úngling
inn í skóginum: „Þetta litla kvæði var vetrarstarf
mitt í Reykjavík 1924-25; ég orti það æ ofaní æ
mánuðum saman.“
Laxness birti fyrst Únglínginn í skóginum, í Eim-
reiðinni 1925, og var það honum dýrt spaug, því það
svipti hann allri von um skáldastyrk frá Alþingi.
Auðvelt er að skilja alþingismennina, sem lásu þetta
ljóð, þá samkvæmt nýjustu tísku í París; erfiðlega
hefur þeim oft gengið að átta sig á því sem nær þeim
stóð, þótt þeir stykkju ekki hæð sína í fögnuði yfir
þessu uppátæki hins imga skálds.
Árið 1930 lét svo Halldór prenta eftir sig ljóðabók:
Kvæðakver Halldórs Kiljan Laxness. Kvæðakverið
hefst á hinu nýstárlega ljóði um Únglinginn í skóg-
inum:
Mig dreymdi ég geingi í skóginn eins og
í fyrra, er ég gekk í skóginn með stöllu
minni; og stóð í rjóðrinu við lækinn.
Og þá kemur únglíngurinn í skóginum
með úngan teinúng í hendi sér, hleypur
fram á bakkann, klæddur skykkju, sem er
ofin úr laufum.
Og hann lýtur niður að lœknum, eys vatni
í lófa sér, þeytir í loft upp og segir;
Eia!
Eia vatn! Eia, perlur!
Eia, lexkur,
leikur í sólskini
úti í skógi!
Þú ert orðin fullkomin síðan í fyrravor!
Hver fór í skóginn
kysti anemónur og hló,
anemónur og ánemónur
og fór að gráta?
Táta,
komdu Táta,
komdu litla nótentáta
að kyssa pótentáta
úti í skógi!
Þegar önnur útgáfa Kvæðakversins kemur út 1949,
aukin, er þetta upphaf ljóðsins þannig:
Mig dreymdi ég geingi útí skóg einsog í
fyrra þegar ég gekk útí skóg með stöllu
minni; og stóð ein í rjóðrinu við lækinn.
Og þá kemur únglíngurinn í skóginum með
úngan teinúng í hendi, klœddur skikkju
ofinni úr laufum.
Og hann hleypur frammá bakkann, lýtur
niðrað læknum, eys upp vatni í lófa sér,
þeytir á loft og segir:
(Hann:)
Eia!
Eia perlur! Eia gimsteinar!
Eia leikur
leikur í sólskini
útí skógi!
Hver fór í skóginn,
kysti animónur og hló,
animónur og animónur
og fór að gráta?
Táta,
kowAu Táta,
komdu litla nótintáta
að kyssa pótintáta
útí skógi!
Inntak ljóðsins hefur ekki breytst, orðalag asems
verið fágað, gert ljóðrænna, þýðara í munni. Saman-
burðurinn er aftur á móti forvitnilegur. Við getum til
dæmis tekið setningu eins og þessa síðar í ljóðinu:
„Hann laut höfði og skoðaði lindina, hvað speglaðist
í kvikum gárunum". f annarri útgáfu er hún
svona: „Hann laut yfir lindina, las það sem speglast i
gárunum." Uppsetning ljóðsins hefur líka orðið ein-
faldari, áður minnti hún á dans orða, var meira í sam
ræmi við þann tíma, sem ljóðið er ort á.
Únglíngurinn í skóginum er ljóð um æskuna og
freistingar hennar, eða grun: leikrænt ævintýr. Hér
eru vegamót. Hér hefst nýtt líf. Eða með orðum úng-
lingsins við stúlkuna í súrrealistískasta hluta ljóðsins:
Eia ég er skógurinn
skógurinn sjálfur:
morgunskógurinn drifinn dögg
demantalandið;
ég er miðdegisskógurinn,
mál þrastaharpan;
kvakandi kvöldskógurinn,
rökkurviðurinn
reifður hvítum þokum;
grœnklæddur gaukmánuður
guðlausra jarðdrauma,
himneskur losti
heiðinnar moldar.
Og skepnan öll drekkur
sig drukkna undir mínum laufum.
Önnur kvæði í Kvæðakveri, sem segja má að séu
með súrrealistísku ívafi án þess að vera beinlínis í
anda stefnunnar, eru þessi: Rhodymenia palmata, Nótt
á tjarnarbrúnni, Apríllinn, Erfiljóð eftir stórskáld,
Borodin, og Snjógimi. Halldór segir í Kvæðakveri
1949 um súrrealisma sinn: „Súrrealismi í hreinni mynd
er varla til frá minni hendi; nokkrir kaflar og ein-
stakar setningar í Vefararanum nálgast það helst,
sömuleiðis ýmsar glefsur í kvæðunum.“
Únglíngurinn í skóginum hefur löngum þótt eftir-
minnilegasta ljóð Halldórs Laxness, og þrátt fyrir ýms
ar nýjungar hans í öðrum kvæðum, skipar þetta
draumkynjaða skógarkvæði honum á bekk meðbraut
ryðjendum íslenskrar nútímaljóðagerðar, einkum
þetta ljóð. En það er einkennandi fyrir viðhorf hans
til ljóðagerðar síðar, að í annarri útgáfu Kvæða-
kversins hefst bókin ekki á Únglíngnum í skóginum,
heldur hinu hefðbundna Bráðum kemur betri tíð, sem
nann yrkir á þeim árum, sem hann samdi Undir Helga-
hnúk. En það er til marks um hinn „hefðbundna"
kveðskaparhátt Laxness, að hann er ekki einhlítur,
og hefur aldrei verið það: Þarna stendur að „kýrnar
leiki við kvurn sinn fíngur", og þótti það að vonum
djörf samlíking. En best lýsir Laxness sjálfur við-
leitni sinni og kveðskaparmáta í formála Kvæða-
kversins 1930, þegar hann segir: „Um form þessara
ljóða skal þess getið að öðru leyti, að þau eru vel
flest orkt í þeim stíl, sem nefndur er burlesque.
Bygging margra þeirra er með hermiljóðabrag, enda
sum þeirra beinar hermur, ýmist á eigin kvæðum eða
annara, sum óbeinar. Enn mega nokkur þeirra kallast
skopstælínagr á skáldlegu sálarástandi eða hugsunar
hætti yfirleitt. Annars má kalla þau í heild sinni til-
raunir í ljóðrænum vinnubrögðum, rannsóknir á þéin-
þoli ljóðsins, einskonar landkannarir, bæði í heimi
hins raunhæfa og hins óraunhæfa, hins venjulega og
hins óvenjulega, hins hversdagslega og hins fáránlega,
hins hlutkenda og hins óhlutkenda. Ég vona að sum-
staðar hafi ég fundið nýjar leiðir og athyglisverðar
aðferðir, sem aðrir gætu haft til hliðsjónar, án þess
að það þyrfti nokkuð að skerða þeirra eigin frumleik."
Þessi formáli, þar sem skáldið talar um „tilraunir
[ ljóðrænum vinnubrögðum, rannsóknir á þanþoli ljóðs
ins, einskonar „andkannanir“, gefur til kynna nýjung
Kvæðakversins. Hér er Halldór að skrifa stefnuskrá
nútímaskálds sem ætlar ljóðagerð sinni ekki svo lit—
inn hlut. Önnur útgáfa Kvæðakversins, er aftur á
móti með öðrum hætti. Þar er flest með frágangi
sagnaskáldsins, sem kryddar sögur sínar með kvæð-
um og stökum, og athugasemdirnar, sem fylgja um
ljóðin að lokum, sýna að Halldór Laxness lítur nú
á þessar „landkannanir" sínar góðlátlega og með um-
burðarlyndi án þess að ætla að þýðing þeirra hafi
verið nolckur önnur en skemmtunin ein eða hvíld
hans sjálfs frá viðameiri verkefnum. Hitt er svo ann-
að mál, að þegar Laxness þóknast að yrkja, þá er
hlustað. En framhald Únglíngsins í skóginum, hefur
ekki verið ort. Það stóð vist aldrei til.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. apríl 1968.