Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Qupperneq 2
Beðið á ströndssmi eru oft nauðaómerkileg frá hvaða sjónarmiði, sem á þau er litið. Oft er auðsætt, að þau eru aðeins skrifuð til að þókn- ast þeim, sem við er talað, önn- ur til að afla höfundi þeirra ofurlítilla aukatekna — og það er svo sem ekki nema mannlegt, en loks er sú tegund Slíkra við- tala, sem er verulega ógeðfelld. Þau bera það með sér, að höf- undurinn virðist fyrst og fremst skrifa til þess að monta sig af vináttu eða kunningsskap við mann, sem er almennt kunnur og hann að minnsta kosti telur í heldri eða merkari manna röð, — já, það er eins og sum við- tölin beri því ljóst vitni, að höfundur þeirra telji sér að því álitsauka, að merkur maður hafi virt hann viðtals! Ekki verður því annars neit- að, að oft hafa verið birt í ís- lenzkum blöðum merkileg og vel skrifuð viðtöl við menn af ýms- um stéttum og ýmissar gerðar um ævi þeirra, störf og við- horf. Valtýr heitinn Stefáns- son ritstjóri var um skeið sá maður, sem þar bar af. Hann skrifaði fjölda viðtala, þar sem raunverulega kom fram eitt- hvað, sem bæði lýsti viðmæl- anda hans og leiddi í ljós sitt- hvað, sem alla varðaði, en ærið voru þó viðtöl hans misjöfn að gildi, — þeir, sem hann ræddi við, voru flestir mjög kunnir menn og margir í mikil vægum stöðum, og sumir þeirra leyndu meira á því forvitni- legasta í störfum sínum og sam- skiptum við aðra valda- eða merkismenn þjóðarinnar en æskilegt hefði verið frá sjón- armiði lesenda viðtalanna bæði með tilliti til gildis ein- stakra atríða og heildarinnar. Nokkr.u yngri en Valtýr var Vilhjáimur S. Vilhjálmsson, sem á seinustu áratugum ævi sinnar skrifaði og birti ærið mörg viðtöl, bæði við karia og konmr, og var flest það föik úr aijþýðustétt. í viðtöium hans er mikill og verðmætur fróð- leikur um lífsbaráttu íslenzkr- ar aiíþýðu á þessari öld og síð- ustu áratugum 19. aldar, og í summm er brugðið upp mynd- um, sem lýsa mjög greinilega gerð og mótun þeirra, sem við er mælt. Af þeim, sem nú rita við- töl, eru þeir ótvírætt merkast- ir, ritstjórarnir og skáldin Guðmundur Daníelsson og Matthías Johannessen. Viðtöl Guðmundar fjalla einkum um ævi og störf karla og kvenna í Rangárvalla- og Arnessýslum, og þó að stundum sé þar farið ærið fljótt yfir sögu einmitt mikilvægra atriða og jafnvel sjáist lítdð af viðmælandanum annað en það, sem ráðið verð- ur af helztu störfum hans og auðsæjum framkvæmdum, er í hinum f jölmörgu viðtölum Guð- mundar mikill og víðtækur fróð leikur um menn og málefni austur á hinu víðlenda svæði, þar sem hagur manna og að- stæður hafa tekið ef til vill meiri stakkaskiptum á seinustu þrem, fjórum áratugum en víð- ast annars staðar hér á landi, þótt alls staðar hafi orðið mikl- ar og róttækar breytingar. En hvað sem líður vér'ðleik- um annarra, virðist mér Matt- hías Johannessen hafa algera sérstöðu um gerð og gildi við- tala. Fram að árinu 1968 komu út eftir hann fjórar bækur, sem fluttu viðtöl hans við þrjá af merkustu listamönnum þjóð- arinnar, Þórberg Þórðarson, Tómas Guðmundsson og Pál ísólfsson. í öllum þessum bók- um er lögð áherzla á að leiða í ljós hinn innri mann viðmæl- enda höfundarins, fá þá til að lýsa viðhorfum sínum til lífs og listar, stefnu og strauma — og í rauninni hver drög eðlis, aðstæðna, þekkingar og al- mennrar framvindu á sviði menningarmála og þjóðfélags ins yfirleitt — hér og í um- heiminum — liggja að þróun listar þeirra. Gerð slíkra bóka sem heillegra og sannra heimildarrita um viðmælendur höfundarins sem persónur og listamenn — og um viðhorf þeirra við list sinni og um- hverfi er háð meiri vandhæfni en þorri jafnvel gáfaðra og á- hugasamra lesenda mun geta gert sér í hugarlund. Sitthvað sem raunverulega hefur verið listamanninum ærinn örlögvald- ur, er honum of viðkvæmt til þess að hann svo mikið sem snerti við því vitandi vits, og ýmislegt sem honum hefur sýnzt smávægilegt, hefur í rauninni verið áhrifaríkara en sumt annað, sem virðist liggja í augum uppi, að verið hafi mik- ilvægt. Svo verður þá ekki hjá því komizt, að hér og þar verði annað tveggja brotalöm á heildinni eða að glöggum og forvitnum lesanda finnist hún ekki ná yfir nægilega víðáttu á listrænum og persónulegum þroskafer'li viðmælandans, en að því er til tekur viðtalsbóka Matthíasar þykist ég vita, að enginn geri sér gleggri grein fyrir þessu en hann sjálfur, svo mjög sem hann auðsjáan- lega hefur þreifað fyrir sér og þá um leið orðið þess aftur og aftur vís, að honum var svo gott sem sagt: Hingað og ekki lengra! . . . En þrátt fyrir þetta eru þessar bækur ærið forvitni legar, bæði að gerð og efni, og munu þykja mjög merk heimild um hina snjöllu og á- hrifaríku listamenn og samtíð þeirra, auk þess sem þær vitna um stórhug höfundar í vali verkefna og óvenjulega glöggt skyn annars vegar á gildi snjallra listamanna fyrir sam- tíð og framtíð — og hins vegar á það, hve mjög list þeirra mót- ast af aðstæðum og um- hverfi . . . Til samanburðar við þessar bækur man ég ekki eftir neinu, sem íslenzkir höfundar hafa skrifað. Saga Jóns Engil- berts, sem Jóhannes Helgi rit- aði, er þarna alls ekki sambæri- leg, því að um gerð hennar ráða nokkur önnur sjónarmið. Svo eru það þá þau viðtöl, sem Matthías hefur birt í Morg unblaðinu. Ég þykist mega full yrða, að þeir séu allmarg- ir, sem lesa þau fyrst al'ls efnis í blaðinu, að undanskildum stuttum frásögnum af óvenju- legum eða mikilvægum atburð- um. Löngum hefur mér þótt fróð- legt að hyggja að vinnubrögð- um Matthíasar við gerð þessara viðtala. f fyrstu ber oft tals- vert á honum sem skorinorðum spyrjanda, en allt í einu hverf- ur hann, viðmælandi hans þá orðinn einn á sviðinu, — e'ng- in spurning, — aðeins á því, að sá, sem- talar, breytir öðru hverju um efni, verður ráðið, að einhver hlutist til um för hans um lendur liðinnar tíðar og viðhorfa og að hverju hann beinir sjónum í samtíðinni. Þarna er augljóst, að fyrir spyrjandanum vakir síður en svo að trana sér sjálfum fram, athyglin á eingöngu að bein- ast að viðmælanda hans. Og fyr ir þetta verður frásögn hans og hugleiðingar trúverðugri og eðlilegri en ella hefði orðið, þar eð þá líka Matthíasi tekst oftast að velja þannig úr því, sem viðmælandinn segir, að þar komi sem gleggst fram athygl- isverð efnisatriði — og per- sónuleg einkenni í málfari og frásagnarhætti. Það er eins og sá, sem á sviðinu er, sé að trúa lesandanum fyrir þvi, sem hon- um verður af munni, en alls ekki ágengum blaðamanni. En þó að þannig séu mörg — jafnvél flest — viðtöl Matthí- asar formuð, þykir honum stundum henta og hæfa að haga þeim mjög á annan veg. Hann kemur þá sjálfur meira fram — og ekki aðeins sem háttvís en ef til vill svolítið ágengur spyrj- andi, heldur beinlínis í öllum sínum galsakennda, djarfa og oft óvænta sérkennileik. Þetta ger ist einkum, þegar hann ræðir við kunna menn, sem sjálfir eru sérlegir, dulir, en þó á yfir- borðinu þannig, að þeir eru í augum almennings hálfgildings furðufuglar. Þar finnur Matt- hías, að ekki er hætt við, að hann dragi um of athyg'lina að sjálfum sér, þótt hann leyfi sér eitt og annað til orðs og æðis, heldur geri sérkennileiki hans það enn meira áberandi, hve viðmælandinn er sérstæður, les andinn segi gjarnan við sjálfan sig eitthvað á þessa leið: ,,Þeir eru góðir saman, þessir". Og þetta er einmitt sannmæli í bókinni Kjarvalskver, sem kom út á liðnu hausti. En sú bnk flytur nokkur viðtöl, sem Matt hías hefur átt við Jóhannes Kjarval og birt annað veifið í Morgunblaðinu um nokkurt ára bil. Mjög víða eru skörp skil á milli menningarlegrar aðstöðu hinna elztu kynslóða, er enn lifa hér á íslandi, og þeirra yngstu, sem komnar eru til vits og ára, en vart munu þau á nokkru sviði vera jafnauðsæ og ef litið er á mismuninn á skilyrðum afa og ömmu og barna barna þeirra til að njóta mynd- listar. Unga fólkið hefur átt þess kost allt frá bernsku að sjá yfirlitssýningar á íslenzkri myndlist — og oft hefur þorri unga fólksins getað séð nýjar myndir frá hendi þeirra, sem enn lifa og veitða þó að telj- ast í hópi frumherjanna, auk þess sem opnun sýninga á mynd um hinna yngri myndlistar- manna af margvíslegu tæi, mis- jafnlega kunnáttusamra og mis jafnlega gáfum gæddra, hafa verið um nokkurt skeið og eru enn hart nær daglegur viðburð- ur. Margt af unga fólkinu hef- ur og átt þess kost að sjá er- lenda list, sígild listaverk og ærið umdeilda nýlist. En flest gamalt fólk og margt, sem enn er vart meira en miðaldra, en alið upp í sveitum og þorpum okkar stóra, torfæra og fram á annan fjórðung þessarar aldar næstum veglausa lands, sá ekki á unga aldri aðrar myndir en ljósmyndir af nánu skyldfólki og vinum, — og myndir í blöð- um af kunnum mönnum, eink- um á stjórnmálasviðinu, merkum stöðum og af helztu valdamönn um, óeirðaseggjum og herfor- ingjum umbeimsins. Því er það, að þótt ætla megi að unga fólk ið hafi lært að meta að minnsta kosti að vissu marki helztu snillingana í hópi brautryðjend anna á sviði íslenzkrar my.nd- listar, mundimega teljai.að váð- horf e’ldri og yngri kynslóð- anna gagnvart myoictlist séu yf- irleitt mjög ólík. En hvað sem þessu líður hefur mér vfczt, að jaÆmæl yngri sem eldri nytu málverka Jóhannesar Kjarvals. Hann er nægilega breytilegur um val við fangsefna, forms -og lita til þess að unga fólkið dái hann. Og svo undarlegt sem það gæti sýnzt mun mjög margt hinna eldri manna ekki aðeins njóta þeirra málverka Kjarvals, sem það dá- ir sem trúa og áhrifaríka túlk- un íslenzkrar náttúrufegurðar, neidur einnig hinna, sem æxia mætti, að margir hinna eldri manna hristu aðeins höfuðið yf- ir og segðu: Svona lagað er nú víst ekki fyrir mig og mína líka. . . En ég hef aftur og aftur orð ið þess vís, að ýmsir eldri menn er ekki aðeins líta á alla hina sérlegu og oft ærið furðulegu nútímalist sem eina tegundina af „nýju fötunum keisarans", heldur yfirleitt telja sjálfsagt, að öl'l málverk séu „af ein- hverju“ og helzt nákvæmlega eins og fyrirmyndin, njóta yfir leitt málverka Kjarvals, hver á sinn hátt. Það er ekki fjarri lagi að segja, að list hans hræri einhvern streng innra með flest um löndum hans, hver viðfangs efni sem hann velur sér og hvernig sem honum dettur í hug að forma þau, enda ber form- ið, hvert sem það er, ávallt hans persónulega og auðkenni- lega svipmót. Ég hef stöku sinnum vikið að þessu við greinda og and- lega vökula, en annars al’ls ó- fróða leikmenn á sviði listar- innar af hinum eldri kynslóð- um. Jú, — það er svo skrýtið með hann Kjarval, — það er eins og eitthvað sé — í jafn- vel fjarstæðukenndustu og skrýtnustu myndunum hans —, sem mann hefur sjálfan ein- hvern veginn órað fyrir, — svipað þessu er svarið, en sum- ir taka fram eitthvað sérstakt, sem hefur heillað þá: Það eru nú til dæmis þessir litir, sem sumir þykjast ekki þekkja úr náttúrunni, — ætli maður hafi nú ekki samt sem áður séð þá stöku sinnum, þó að maður hafi varla og reyndar hreint ekki gert sér grein fyrir þeim, — ja, ■eða ekki viljað við það kann- ast. ..? Svo eru það nú mynd- imar, sem „guð og eldur“ hafa Framh. á bls. 14 Kjarval á vinnustofu sinni. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.