Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 4
Húðir
og hómiiíur
SMÁSAGA
eftir
Henrich Schirmbeck
ins gerðu þá að fullkomnum
þrælum, þrælum eigin girnda
og gjörræðis.
Frjálsbornir menn gengust
undir lögin af eigin vilja, sóru
drottnum sínum eiða, bundust
hvor öðrum og tryggðu sér með
því rétt (libertas"). Samfélag
miðalda var reist á tengslum
manna við mann, rétti manns
gagnvart manni og því var höf
uðsynd samfélagsins fólgin í
drottinsvikum „felonie“. Sam-
kvæmt skoðun kirkjunnar
stefndi sagan að ákveðnu
marki, söguleg þróun var mið-
aldamönnum raunveruleg og var
að inntaki ætlun guðs og til-
gangur hans með sköpunarverk
inu. Miðaldasagnfræðingar
skiptu sögunni niður í sögu-
tímabil, hvert tímabil færði
mannkvnið nær hinum hinsta
tíma, heimsendi og miðaldir
voru hluti síðasta tímabilsins.
Hugmyndir manna úti hér
um kristni, hafa líkast til ekki
verið ósvipaðar hugmyndum al
mennings á Norðurlöndum og
Evrópu. Guð kristinna manna
var guð valdsins, kraftmestur
allra guða og baráttan stóð
milli hans og Satans milli lið-
sveita drottins og ára og ill-
vætta fiandans. Kristni hér-
lendis var frumstæð fyrstu öld-
ina eftir kristnitöku enda virð
ist hafa verið erfitt að aga
landsmenn undir siðferðikröfur
kirkjunnar á dögum fyrsta bisk
upsins hérlendis. Heimi'dir um
baráttu kirkjunnar við fornan
óvanda og ósiði er að finna í
elztu brotum kristins réttar.
Þar koma fram óbeinar lýsing-
ar á ástandinu eins og það var
áður en kristinna ábrifa tók að
gæta. barnaútburður. ófriður
og fiölkynngi voru helztu agn-
úarnir. sem reynt var að upp-
ræta. Barnaútburður var þó
leyfður um tíma og bendir það
til fátæktar og barbarisma. „Be
stialitet" var samkvæmt elzta
kirkjurétti í Noregi, verstur
• g'læpur og þar í landi voru
einnig í fyrsiu nokkrar undan-
tekningar frá banninu við barna
útburði. Með tíundarlögunum
eykst vald kirkjunnar stórlega
eins og áður segir og þar með
er lagður grundvöllur að bók-
legri menningu 12. aldar hér-
lendis.
Á 12. öld er tekið að yrkja
helgikvæði hérlendis. Skáld-
skapurinn hafði fram til þessa
verið helgaður norskum kon-
ungum. Egill Skallagrímsson er
fyrstur og merkastur hirð-
ská'ldanna og blómatími þeirra
verður síðan á 11. öld, þótt
norskir konungar leggi eyru við
slikum kveðskap fram á 13.
öld. Uppskriftir og enduryrk-
ingar eldri kvæða voru stund-
aðar, gæti það hafa ver'ð í sam-
bandi við nauðsyn skáldanna.
Hirðskáldin voru áróðursmenn
konunganna og í kvæðum þeirra
geymdist saga ýmissa atburða,
sem síðar var steypt saman við
konungasögurnar, sem tekið er
að rita á 12. og 13. ö'd. Skáid-
skapur hérlendis á sína áheyr-
endur við norsku hirðina og
sama er að segja um saman-
tekt konungasagnanna. Is-
lenzk skáld og höfundar voru
því mjög tengdir norskum land
stjórnarmönnum. Hvötin til lof-
kvæða um konunga voru laun-
in og það er ekki fyrr en með
auknu valdi kirkjunnar hér-
lendis að hvatning gefst hér-
lendis ti'l skáldskapar og sagna
gerðar á snærum innlendra að-
ila. Hin forna skáldahefð sem
var nátengd göldrum lifði þó í
ástakveðskap og harmljóðum,
þótt kirkjan og liögin ömuðust
mjög við fyrri tegundinni.
Úti í Evrópu varð Cluny
hreyfingin kveikjan að stór-
auknum áhrifum kirkjunnar og
ofurvaldi hennar á síðari hluta
11. aldar og á 12 öld. Þessara
áhrifa gætir hérlendis furðu
snemma og íslenzka kirkjan verð
ur voldugri á íslandi á síðari
hluta 11. aldar og fram um
dauða Gissurar biskups, heldur
en hliðstæðar stofnanir á meg-
inlandi Evrópu. Áhrifin frá
Cluny og trúarvakning meðal
kirkjunnar manna á síðari hluta
11. aldar ná hingað með þeim
mönnum sem stunduðu nám á
Frakklandi og einnig frá norsku
kirkjunni. Þegar líður á 12.
öldina aukast áhrifin stórlega.
Hugmyndir manna um guðdóm
inn breytast. í stað voldugs
himnakonungs kemur hinn kross
festi. Kristin dulspeki, sjáífs-
blekking og innlifun í kvöl
hins krossfesta og kærleiks-
boðun hans altekur marga beztu
menn kirkjunnar.
Þessi áhrif má marka greini-
legast hérlendis eftir að Jón
Ögmundsson var orðinn bisk-
up á Hólum og hafði stofnað
þar skóla. Áhrifin þaðan, skóli
ísleifs í Skálholti og speki Sæ-
mundar fróða áttu hvert sinn
þátt í því ásamt tíundargjald-
inu að vera hvati í siðmenning-
arátt hérlendis.
Hómilíur eru nefndar í mál-
fræðiritgerðinni, sem rituð var
um eða eftir miðja 12. öld.
Hómilíurnar voru útleggingar
eða þýðingar á textum Biblí-
unnar. Þær eru að nokkru
þýddar en sumir vilja álíta að
meginið sé frumsamið hérlend-
is. Af slíkum ritum hefur ver-
ið til nokkurt magn snemma,
vegna nauðsynja klerkdómsins.
Heilagra manna sögur, sögur af
postulum og Maríu eru að
stofni til frá 12. öld. Þessi skrif
eru einkum unnin samhliða
skrifum Sæmundar fróða um
Noregskonunga á latínu og
skömmu síðar setur Ari fróði
saman íslendingabók að frum-
kvæði ríkjandi biskupa. Þá
höfðu biskupar átt frumkvæði
að endurskoðun laganna og
skrásetningu þeirra og setn-
íngu kristins réttar.
Helgi Ólafs konungs orkaði
sterkt á ís'lendinga ekki síður
en Norðmenn og varð hvöt til
helgisagnagerðar í stil timanna
og frá þeim sögum runnu kon-
ungasögurnar. Rit þessi eru sett
saman að frumkvæði eða sem
bein áróðursrit fyrir kirkjuna
og eru skrifuð í hefðbundnum
miðaldastíl, nema hvað skrúð-
mælgi er takmarkaðri í sum-
um þeirra, heldur en gott þótti
á þeirri tíð. Þegar kemur fram
á öldina hefst hér helgikvæða-
samantekt af sama toga og slík
kvæði gerðust á Þýzkalandi og
Frakklandi nema hvað hér var
haldið fornum kenningum skálda
skólans. Placítíusdrápa er fyrsta
norræna drápan um vinsælan
evrópskan dýrðling. Jóns drápa
postula og Kristsdrápa eftir
Niku'lás Bergsson, sem aðeins
eru til í brotum einkennast af
kristinni dulspeki aldarinnar
og táknfræði, hann ritaði auk
þess leiðarvísi fyrir pílagríma,
sem ætluðu til Rómar og Jerú-
salem, en hann fór þangað sjálf-
ur, kom heim 1154 og var þá
skipaður ábóti á Munkaþverá.
Svipaða dulspeki er að finna
hjá Gamla kanoka í Þykkva-
bæ í broti Jónsdrápu og þó
einkum í Harmsól, sem er eitt
fegursta kvæði ort hér á 12.
öld. Lýsing Gamla á heimsendi
sýnir að hann hefur þekkt
Völuspá. Gamli notar heiðnar
kenningar og þekking hans á
heiðinni goðafræði og skáld-
skap var frábær. Geisli Einars
Skúlasonar er vél unninn bálk-
ur, ortur í tilefni af stofnun
erkistóls í Niðarósi og fluttur
þar í dómkirkjunni. Það er eft-
irtektarvert að beztu og mögn-
uðustu kvæði sem ort voru á
seinnihluta 12. aldar eru helgi-
kvæði.
Voldugasta kvæði þessa tíma
bils eru Sólarljóð og sver það
sig í ætt kristinna bókmennta
siðari hluta 12. aldar eða und-
ir aldamótin. Þessi bálkur jafn
ast á við Völuspá og Lilju.
Kvæðið er mjög persónulegt og
fyllt táknmyndum, leiðslukvæði
eða draumkvæði.
Konungaævir í helgisagna-
stíl voru settar saman á Þing-
eyrum, ýmist á latínu eða ís-
lenzku. Síðan er tekið að rita
helgisögur og jarteiknabækur
af íslenzkum biskupum og kirkju
sögu og yfirlitsrit um norska
og norræna landstjórnarmenn
stundum beinlínis í áróðurs-
skyni eins og Sverris saga
Karls ábóta er gott dæmi um.
Þannig verða klerkar arftak-
ar hirðskáldanna sem sagnarit-
arar konunga. Fyrstu sagnarit-
ararnir, þeir fróðu, rituðu at-
hugagreinar, minnisgreinar og
þætti, sem síðar voru notaðir
ýmist af þeim eða öðrum í
stærri verk. Höfundaréttur var
ekki til sem hugtak á miðöld-
um, menn skrifuðu upp, endur-
bættu eða bættu við rit ann
arra. Sæmundar fróða og Ara
er oft getið sem heimildar-
manna og Ari getur helztu heim
ildarmanna sinna, og var sá
háttur tekinn eftir Beda presti.
Sumir telja að frumdrögin að
Landnámu hafi orðið til í grein-
um og þáttum, skrásettum á 12.
öld af Ara fró'ða og fleirum. Rit
Framh. á bls. 12
6 en Morton hafði náð af-
burða leikni í að semja og skrifa
ieynilögreglusögur. Tímaritin og
skemmtiritin rifust um hverja
setningu, sem kom úr penna hans.
Þeir, sem áttu leið framhjá blað-
sölupöllunum á morgnana, gátu
séð fjallháa hlaða af „hrollvekj-
um" hans, en um kvöldið höfðu
þeir hinsvegar horfið eins og dögg
fyrir sólu.
En hver var Ben Morton? Út-
gefandi hans hafði jafnvel ekki
minnstu hugmynd um það, því að
Ben Morton stóð einungis i bréfa
sambandi við hann. Hversdags-
lega gekk hann undir nafninu
Frank Muthner, var um fertugt og
lifði hamingjusömu og friðsælu
heimilislífí. Sem drengur hafði
hann lesið hina frægu ritgerð eftir
Thomas de Quincey um morð sem
eina tegund æðri listar. Hann hafði
heillazt svo af ógnvekjandi kald-
hæðni þessarar frábæru og guð-
lausu ritgerðar, að hann strengdi
þess heit að helga líf sitt þeirri
list upp frá því, en auðvitað að-
eins á ritvellinum.
Hann ávann sér skjótt auð og
frama. Sjálfur var hann dálítið
undrandi á því, hve fljótt þessi
hetjulega ákvörðun bar ríkulegan
ávöxt. Þrátt fyrir það steig vel-
gengni hans honum ekki til
höfuós. Hann var eftir sem áður
dulbúinn þjónn Jistarinnar. Þó að
fjárhagur hans leyfði, að hann
keypti sér einbýlishús á Costa
Brava og Jystisnekkju í Saint
Tropez, hélt hann áfram að búa í
ódýrri íbúð í venjulegu útborgar-
hverfi, dútla í garðinum um helg-
ar, fara í leiki við börnin sin og
bregða sér öðru hverju í bíó með
ungu fallegu eiginkonunni.
V ið dyrnar að íbúðinni hans
var fest venjulegu nafnskilti, sem
á var pren^að fremur dufu letri
„Franz Mauthner, tryggingasafn-
ari". Aðrir íbúar hússins fengu
þar með fullnægjandi skýringu á
hamrinu í ritvélinni hans. sem
barst úr vinnuherbergi hans á
vissum, reglubundnum timum
dagsins. Jafnvel eiginkona hans
hafði ekki hugmynd um, hvað
hann hafði fyrir stafni, og lét hann
einan, þar sem hann töfraði fram
hrollvekjandi sögur dögum, mán-
uðum og árum saman, knúinn
djöfullegum mætti. Það var ekki
auðvelt að lesa í svip hans, hvaða
starf hann stundaði: hann hafði
blá, sakleysisleg augu, mjúka og
eplarjóða vanga, strítt hár, og um
barnslegan munninn lék stöðugt
feimnislegt bros. Kona hans unni
honum, börnin hans klifruðu á
hné hans og skríktu af kæti, þegar
hann leyfði þeim að leita að gotti
í vösum sínum. Mesta gleði
þeirra var samt að heyra hann
leika búktalara. Hann gerði feikna
lukku og var óþreytandi að koma
með ný og ný tilbrigði. „Þú hefðir
getað náð heimsfraegð á sviðum
hljómlistar og fjölleikahúsa",
sagði kona hans eitt sinn hlægj-
andi við hann. Hún ætlaði að slá
honum gullhamra, en orð hennar
gerðu hann hugsandi og jafnvel
dálítið hryggan. Hann fór inn í
vinnuherbergið. hugleiddi málið
um stund, og að lokum spurði
hann sjálfan sig: „Hefir hún ef
til vill á réttu að standa? Er ég
gæddur annarri snilligáfu, sem
enn hefir ekki fengið að njóta
sín? En hvernig væri þá að sam-
eina þær?" Hann hugsaði málið
og andlitsdrættir hans vitnuðu um
heimspekilegar hugsanir. En brátt
varpaði hann þeim frá sér og
gleymdi þeim loks alveg.
Árin liðu. Ekkert hefði hindráð
Ben Morton 1 að stefna hiklaust
að og ná því markmiði sínu —
að aíla sér meiri frægðar en Edgar
Wallace, Agatha Christie, Georges
Simenon og Dashiell Hammett —
hefðu blöðin ekki dag nokkurn
skýrt frá morði, sem hafði verið
framið af óviðjafnanlegri snilld.
Það væri að fara út fyrir takmörk
þessarar sögu að segja frá morð-
inu í smáatriðum. þó að slík frá-
sögn staöfesti ennþá frekar, að
Thomasi de Quince hefði ekki
skjátlazt svo mjög. Allt um það
er unnt að upplýsa eftirfarandi:
launmorðinginn hafði myrt fórnar-
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. marz 19ð9