Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 5
Myndskreyting: Þórður Ben Sveinsson lamb sitt, vinsæla, unga leikkonu í augsýn almennings: á sviðinu, eins nákvæmlega og eftir tilvísun. Hún hafði verið að leika Desde- moniu í „Othello" Shakespeares og samkvæmt textanum átti af- brýðisamur Mári að kyrkja hana á sviðinu. Það var ofur eðlilegt, að áheyrendur tækju dauða- teygjur og hryglu hins kyrkta lík- ama fyrst i stað sem óræka sönn- un um glæsta leiklistartúlkun. En dauðahryglan var ekki uppgerð, hún var ósvikin, eins og dauða- teygjur hins myrta eru ósviknar, en ekki látalæti. Engu að síður hafði þetta jjjöfullega sjónarspil gefið morðingjanum íklæddum gervi Othellos færi á að yfirgefa morðstaðinn í tæka tíð án þess að skilja eftir nokkurt spor. Allir, sem hafa séð leikritið Othello, vita, að Desdemonia deyr ekki strax eftir tilræði eiginmanns hennar, heldur fáeinum mínútum siðar. Þegar Emelia kemur á morðstaðinn, tekur Desdemonia aftur til máls, áður en hún gefur alveg upp andann. Við rannsókn eftir dauða leikkonunnar kom í liós, að hún hlýtur að hafa verið látin, þegar hún mælti af veikum burðum siðustu orðin. Slikar mót- sagnir er einungis unnt að skýra, verði þær skýrðar á annað borð, með því að eigna morðingjanum, að visu ekki vald til að láta líkið tala, heldur hæfileika til að láta það sýnast tala. Með öðrum orð- um: Morðinginn hlýtur að hafa verið búktalari — það er eina skýringin. Ben Morton var sólg- inn í að lesa frásagnir um meiri- háttar glæpi, sumpart vegna þess, að hann þurfti að heyja sér efni- við í sögur sínar, og sumpart af því, að í huganum tók hann þátt i rannsókninni. Þegar hann frétti um morðið á leikkonunni, brá hann litum. Atburðurinn var jafn dularfullur og hann var hræðilegur. Þvt fleiri atriði, sem komu í Ijós, því dularfyllri varð hann. Atburð- urinn minnti á efnið í síðustu sögu hans, sem enn hafði ekki verið gefin út, og hann var einmitt að Ijúka við síðasta kaflann. Til bráðabirgða hafði hann skírt sög- una „Búktalarinn Othello". Ödæð- ið í handriti hans og hið raun- verulega morð voru með svo lík- um hætti, að Ben Morton hefðí neyðzt til að skoða glæpinn sem nákvæma eftirlíkingu á skáldsögu hans, ef það hefði ekki verið úti- lokað að nokkrum væri kunnugt um handritið, nema honum sjálf- um. Hann varð skefldur, þegar hann reyndi að gera sér í hugar- lund í hvaða aðstöðu hann væri, ef skáldsaga hans hefði komið út um sama leyti og morðið var framið: Allir hefðu neyðzt til að lita hann, Ben Morton, sem hinn virsmunalega framkvæmanda bessa snilldarlega morðs. Svo vel hafði morðinginn hagnýtt sér að- ferðina I sögu Mortons, að menn hefðu freistazt til að halda, að hann hefði ekki lagt metnað sinn í að fremja morð af ástæðum, sem glæpasagnfræðingar kunna meira eða minna skil á, heldur aðeins til að sýna óttaslegnum samtíma- mönnum fram á, hve fullkomlega er unnt að gera ímyndað morð að raunveruleika með því að hafa dærn't úr sígildu skáldverki til hliðsjónar. Ben Morton, öðru nafni Franz Mauthner, tók að örvænta. Hann örvænti dag og nótt. Öttinn ásótti hann. Hann vaknaði í svitakófi á nóttinni og gat ekki sofnað aftur. Þá var hann vanur að þylja lang- ar klausur úr sögu sinni „Othello". Ef kona hans spurði hann, hvers vegna hann væri svo æstur, fékk hún ekkert svar Börnin drógu sig óttaslegin í hlé, þótt hann gerði þeim ekkert. Samt reyndi hann oft að leika við þau, en þá var hann viðutan og annarlegur. Hann virtist alveg hafa gleymt list búk- talarans, sem löngum hafði verið mesta yndi barnanna. Rykið fékk að vera i friði á ritvélinni hans. Hann sjálfur og fjölskylda hans hlaut að spara. E itt ár hafði liðið frá morðinu í Þalíuleikhúsinu. Ekkert hafði þó orðið til að varpa Ijósi á morðingj- ann. Ben Morton, sem var ef til vill sá eini, sem gat gefið vísbend- ingu um málið var þögull. Hann var þögull, óttasleginn, og skrifaði ekki stakt orð, hversu mjög, sem ritstjórar og útgefendur grát- bændu hann um handrit. Einn dag- inn fékk hann hugmynd, sem var svo fjarstæðukennd, að hann hefði vísað henni á bug hið bráð- asta, ef hún hefði ekki haldið áfram að ásækja hann: ef morðið sjálft hefði verið nákvæm eftirlík- ing á morðinu í skáldsögu hans, gegndi þá ekki líka sama máli um morðingjann, það er að segja, þessi ókunni morðingi gat einung- ist hafa fæðzt í heiminn vegna dularfullrar sköpunargáfu og imyndunarafls Ben Mortons á sviði glæparita. Þessi hugmynd olii Ben Morton skelfíngu, en hann hlaut að taka tillit til hennar, ef hann ætlaði sér á annað borð að leysa þessa gátu. Morðinginn, sem hann hafði skapað í „Othelfo", var maður, sem var í algerri and- stöðu við boraaralegt þjóðfélag. Hann var uppreisnargjarn, lifði skuggamegin í tilverunni, á mörk- um hins raunverulega lifs, skipti eins oft um starf og hann hafði fataskipti án þess að vera nokkurn tíma hamingjusamur. Um það leyti, sem morðið var framið. hafði hann verið saxófónleikari á skemmti- stað, sem hét í sögu Mortons „Græni páfagaukurinn" Enda þótt höfundurinri hefði mjög sjaldan verið á kaffihúsi og aldrei á neinu. sem hét svo skrautlegu nafni, lýsti hann þvf svo kunnuglega, að engum hefði komið annað til hug- ar en Morton hefði verið þar fastur viðskiptavinur. Etann tók sér því ferð á hend- ur til að hafa upp á þessu kaffi- húsi. Og hann fann það strax næsta kvöld, eins og það hefði verið ákveðið fyrirfram. Hið eina, sem vakti honum furðu, var, að hann skyldi ekki fyrr hafa veitt því athygli, að það lágu aðeins tvær götur milli þess og heim- ilis hans og það hét raunveru- lega „Græni páfagaukurinn.". Jazhljómsveit spilaði uppi á loft- inu. Enda þótt Ben Morton væri ekki sérlega hrifinn af jazztón- list, fór hann upp stigann og sett- ist við borð, þar sem hann gat fylgzt vel með hljómsveitinni. Hann gaf gætur að saxófónleik- aranum, sem lék á hljóðfæri sitt sýnilega gjörsneyddur áhuga. en annars var ekkert, sem greindi hann frá hinum hljóðfæraleikurun- um. Hann bar vissulega merki Kains. Þvert á móti hafði hann blá bamsaugu. mjúka, eplarjóða vanga, og feimnislegt bros lék um varir hans, jafnvel þegar hann blés í saxófóninn. Fyrst í stað tók hann ekki eftir komumanninum, sem hafði gefið honum nánar gætur að minnsta kosti í klukkutíma og hefði haldið þvi áfram, ef hljómsveitin hefði ekki hætt að leika um miðnætti. en þá fóru hljóðfæraleikaramir he>m. Ben Morton elti saxófón- leikarann eftir skuggalegum göt- um og hélt sig i hæfilegri fjar- lægð. í fyrstu tók hann ekki eftir þvi, að hljóðfæraleikarinn stefndi rakleitt heim tíl hans. En þegar Morton sá hann opna dymar á sinu eigin húsi og því næst dyrnar að íbúðinni sinni, þegar hann sá hann hengja upp frakk- ann sinn og hattinn í forstofunni nákvæmlega eins og hann var sjálfur vanur að gera og ganga síðan_ inn í herbergið, þar sem eiginkona hans svaf, féll hulan frá óttaslegnum augum hans. Hann sneri við frá sér numinn af skelfingu og flúði í blindni frá húsinu, eins og hann væri sjálfur ókunni saxófónleikarinn og hinn maðurinn sá raunverulegi Ben Morton, öðru nafni Franz Mauthn- er. Hann læddist eftir götunum eins og vofa og lét að lokum fyrirberast á bekk í einhverjum garðinum. Hann áræddi ekki að fara herm daginn eftir. Hann hékk á biðstofum og veitingahúsum, og um kvöldið fór hann aftur í „Græna páfagaukínn". Þar endur- tók sig sagan frá kvöldinu áður. að öðru leyti en þvf, að nú var saxófónleikarinn farinn að gefa honum gætur. Næsta kvöld gaf hlióðfæraleikarinn honum þegar nánar gætur, og stundum virtist andlit hans ósjálfrátt bregða lit- um. En svo kynlega vildi til, að hann sagði aldrei orð við Ben Morton, þó að hann hefði ekki augun af honum. Hinir gestirnir virtust alls ekki taka eftir hinu þögla einvígi, sem þeir háðu með augunum Það var engu líkara en annar þeirra væri ekki viðstaddur. Undrun saxófónleikarans breyttist í augljósa gremju, sem tók nú að bitna á leik hans. Hann hafði ekki stjórn á höndum sínum og fingrum. Eftir að hafa skipzt á tíðu augnaráði, höfðu þessir tveir keppinautar fyrir löngu náð leikni í að greina minnstu svip- brigði í augum hvors annars. Að lokum stóðst saxófónteikar- arinn ekki lengur seiðmagnað til- lit hins. Hann hætti skyndilega að leika, lét hljóðfærið gefa frá sér hvellt blfstur, steig niður af pall- inum, gekk að borði Mortons, hneig'Ji sig klaufafega og sagði með feimnislegu brosi: Ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að ná- vist mín valdi yður óþægindum. herra Mauthner. En hér er ég nú einu sinni En ef þér álítið, úr því þér haf'ð vakið míg til lífsíns, að öðrum hvorum okkar sé ofaukið, þá held ég, að það sé aðeíns ein lækninn til við þessum tvískinn- ung o'-kar ,,0g hver væri hún?" sagði Ben Morton agndofa. „Gefa okkur fram við lögregluna. Lög- reglan er vinur okkar og banda- maður hún hefir alltaf einhver ráð. Hún mun ganga úr skugga um raunveruleika okkar, og ef svo vill tít, að annarhvor okkar reyn- ist aðeins vera ímyndun, þá mun hún kveða niður þessa útblásnu vofu á svipstundu" Ben Morton gat engu svarað. Hann var slíku flemtri s,“oinn. að hann gat ekki hreyft sig. Saxófónleikarinn hafði talað úr gagnstæðri átt, líkt og búktalari. Stimað feimnislegt brosið lék um varir hans. Og hægt, ósýnilega, eins og þegar bráðinn málmur storknar. tók vera hans nð skírast og brosið varð að háðlequ qlotti. Fætur hans tókn að hrevfast ósjálfrátt — hann færðist nær og nær Ben Framh. á bls. 12 30. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.