Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Side 6
úr húsum manna
undir himinn beran.
Sérðu það sem ég sé? Minningar eftir Hafstein Björnsson, miðil. — 2. hluti
„Það er þá svona með þig, Steini minn"
egar Aðalbjörg sat úti
fyrir dyrum sínum með prjón-
ana sótti ég, krakkinn, mjög
til hennar. Hún var svo ákaf-
lega hlý, hún Aðalbjörg. Hún
talaði svo rólega og átti svo
fallegt bros, og svo átti hún
alltaf eitthvað til þess að gefa,
stundum kandíssykur í pilsvas-
anum eða rúgbrauðssneið, sem
hún smurði gjarnan þannig að
drepa þumalfingri ofan á smjör-
ið. Einkennilegt var þarna fyr-
ir sunnan bæinn, hvað alltaf
gat verið rólegt og hljótt í
kringum hana Aðalbjörgu. Þó
var eins og alltaf væri eitt-
hvað að gerast þar. Kötturinn
hringaði sig á sólheitri dyra-
hellunni, eða sat spekingsleg-
ur í dyrunum og virtist vera í
þungum þönkum. Maríuerlan
sem verpti við bæjarburstina
hennar Aðalbjargar, trítlaði um
'hlaðið fyrir framan fætur henn-
ar og hegðaði sér eins og hún
væri alltaf að steypa stömpum.
Kisa virtist skoða hana sem
hvern annan heimamann.
En skyndilega setur kisa á
sig kryppu og hvæsir inn í
dyrnar. Skottið verður digurt
og hún gengur skökk aftur á
bak. Hversvegna gerir hún
þetta? Hvað var þarna á seyði?
þarna inni í dyrunum? Hvað
skauzt þarna fram fyrir stoð-
ina? Var þetta barn? Já, það
var lítill strákur á að gizka
tveggja ára. En mikið var hann
einkennilegur, svona þrekinn
yfir herðarnar, magamikill og
þykkleitur í andliti. En hvað
var þetta? Var hann ekki með
skegg? Jú, það leyndi sér ekki.
Hann hafði úlfgrátt kraga-
skegg, en var rakaður kring-
um munninn. En hver var
þetta? Ég glápi á þessa mann-
veru, eins og naut á nývirki.
Ég hef víst verið eitthvað und-
arlegur í háttum, því að gamla
konan segir allt í einu: „Ojæja,
já, ojæja. Það er þá svona með
þig, Steini minn! Varstu ein-
hvers var? Ojá,“ og hún reri
fram í gráðið. „Þú þarft ekkert
að vera smeykur. Þetta er vin-
ur minn. Hann er búinn að
vera það lengi, og á meðan
hann er í mínum húsum, verð-
ur aldrei tómt búrið hjá mér.
Ég skal segja þér að þetta er
búálfur, og þeir slá sér að þar
sem þeir finna hlýju og samúð
okkar mannanna, og fá að vera
í friði. Eins þykir þeim mjög
gott að vera þar sem ostur er,
og eins og þú veizt bý ég stund
um til mysuost og mjólkurost,
ojá, það er nú það Steini mirm!“
„En éta þeir ekki ostinn frá
þér, Aðalbjörg?" spurði ég.
„Onei, ætli þeir láti sér ekki
nægja lyktina af honum.“ Og
svo reri hún með p-rjóna sína,
yndislega glöð og ánægð
og raulaði rimnastúfs lag-
part e’ða stef úr sálmi. En
allt í einu segir hún: „Heyrðu!
Hefir þú ekki tekið eftir hóln-
um hérna fyrir utan og ofan
Miklagarð? Svo er annar dálít-
ið minni hérna fyrir framan,"
og hún bendir í áttina að Hall-
dórsstöðum. „Ég skal segja þér
að í báðum þessum hólum býr
huldufólk.“ Ég hváði og
spurði: „Huldufólk! Hvað er
nú það?“ „Huldufólk eru börn-
in hennar Evu, sem hún var
ekki búin að þvo þegar Guð
kom í heimsókn til hennar, og
nú skal ég segja þér söguna af
því. Hún er svona: Einhverju
sinni kom Guð almáttugur í
heimsókn til Adams og Evu.
Fögnuðu þau honum vel og
sýndu honum allt sem þau áttu
innanstokks. Þau sýndu honum
líka börnin sín og þótti honum
þau efnileg. Hann spurði Evu
hvort þau ættu ekki fleiri börn
en þau sem hún hefði sýnt hon-
um. Hún neitaði því, en svo
stóð á að Eva hafði ekki verið
'búin að þvo sumum börnunum,
fyrirvarð sig fyrir að láta Guð
sjá þau og skaut þeim undan.
'Þetta vissi Guð og sagði: „Það
sem á að vera hulið fyrir mér,
skal einnig verða hulið fyrir
mönnunum." Þessi börn urðu
nú mönnum ósýnileg og bjuggu
í holtum og hæðum, hólum og
steinum. Þaðan er huldufólk
og álfar komnir, en við menn-
irnir erum komnir af þeim
börnum Evu, sem hún sýndi
Guði. Huldufólkið, Steini minn,
hefir kýr, kindur og hesta og
öll húsdýr eins og við. Það sem-
ur sig mjög að okkar lifnaðar-
'háttum. Það heyjar, veiðir sil-
ung og fisk eins og við, og það
fer kaupstaðarferðir eins og
við, en það er betra að koma
sér vel við það, leggja ekki
til þess að fyrra bragði, því að
þá hefnir það sín grimmilega.“
„Hefir þú séð það, Aðalbjörg “
spurði ég. „Ojá, ég hef oft séð
það og átt samleið með því um
ævina. Það hefir alltaf verið
mér gott, frekar vikið mér
heldur en hitt.“ „Kanntu marg-
ar sögur um huldufólk?"
„Sitthvað hef ég nú lært um
dagana af því tagi,“ svaraði
hún.
Stundum skildi ég ekki setn-
ingarnar sem Aðalbjörg sagði,
það voru svo einkennileg orð,
sem hún raðaði saman. Hún var
svo greind, hún Aðalbjörg, mér
fannst hún vita miklu meira en
allir aðrir. Hún sagði að þessar
torskildu setningar væru spak-
mæli, sem væru höfð eftir álf-
um. Hvað ætli hún hafi átt við
um daginn, þegar hann Palli
kom með fisk utan af Krók, þá
sagði hún: „Allir skyldu fisk-
inn í pörtum en ekki heilan
sjóða!“ Eða þegar hún sagði
við konu á næsta bæ: „Næmt
skornar neglur og norður-
þvegið hár mun hverjum í hel
'koma.”
,,Á ég að kenna þér versin,
Steini minn, sem litla stúlkan
sem ólst upp hjá álfum til 13
ára aldurs, kom með til mann-
heima?“ Ég hef víst játað því:
ég var ekkert nema eyrun þeg-
ar Aðalbjörg sagði frá ein-
hverju. Síðan raulaði 'hún vers-
in fyrir munni sér, en þau
voru þannig:
1. „Jesú minn bróðir
í himnaríki er,
græðarinn minn góði,
geymdu mig hjá þér.
2. Svo skalt þú mæla
þá út þú gengur
3. Fel ég minn anda
í hendur Guði.
Haf þú orðtak slíkt
um ævi alla.“
„Þú hefir trúlega orðið var
við krakkana, hérna úti á bæj-
arhólnum,“ sagði Aðalbjörg, „Ég
sá í fyrradag, að þú varst að
leika þér með þeim. Þau voru
þrjú. Telpan, sem er dálítið
eldri en þú, var að sýna þér
fallegu hárauðu peysuna sína
og húfu, sem var eins. Annar
drengurinn var eldri en þú,
hinn nokkru yngri. Þeir skiftu
sér ekki eins mikið af þér. Svo
varstu víst orðinn þreyttur, því
að þú settist við snúrustaurinn
og varst í þann veginn að sofna
þegar ég kom til þín. Manstu
þetta ekki, Steini minn?“ „Jú,
krakkarnir! Ég hélt að þau
væru frá Miklagarði eða Mar-
bæli,“ sagði ég. Þú veizt að
engir krakkar eru í Mikla-
garði,“ svaraði hún, „og svo er
aðeins eitt barn í Marbæli „hún
Lína hans Hjartar meðhjálp-
ara og hún fer aldrei svona
langt.“
„Aðalbjörg! Sér Palli huldu-
fólk“? spurði ég. „Nei, það sjá
ekki allir huldufólk, Steini
minn. Guð hefir ekki gefið öll-
um að sjá eins.“ Og þannig
reyndi hún að útskýra allt fyr-
ir mér sem sannast og réttast
sem hún vissi, bæði af sinni
eigin reynslu og annarra.
„Steini minn! Vertu alltaf góð-
ur við litlu krakkana sem koma
að leika við þig, en mundu mig
um að fara ekkert frá bænum.
Ef þau biðja þig um að koma
með sér, þá komdu fyrst til mín
Þú getur leikið þér hérna úti á
hólnum, eða fyrir sunnan bæ-
inn hjá mér.“
Ósköp var þetta undarlegt,
sem hún Aðalbjörg var að segja
mér, að fólk byggi í hólum og
klettum. Hvernig gat það verið?
Hólarnir voru ekkert annað en
mold og klettarnir svona harð-
ir og kaldir. Nei, þetta gat ekki
verið satt! En hún Aðalbjörg
skrökvaði aldrei. En hvernig
var þetta allt? Ég botnaði ekk-
ert í því.
Eitt sem ég braut heilann
mikið um var þetta með hann
Kát, hundinn hans pabba. Það
varð að lóga honum vegna þess
að hann lenti í áflogum við
aðra hunda, og þeir bitu hann.
Þá varð að fá hann Halldór
á Halldórsstöðum með stóru
byssuna og hann skaut Kát. Svo
var hann grafinn fyrir utan
túngarð. En viti menn! kemur
ekki Kátur um kvöldið eins
og hann var vanur og fer að
éta úr dallinum sínum. Hann
leit til mín svo undur elsku-
lega og dillaði rófunni, labb-
aði síðan til pabba og lagði
hausinn á hnéð á honum. Var
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. marz 1969