Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Side 7
þá einhver staður sem dýrin
fóru til þegar þau fóru af jörð-
inni? Ekki var Kátur huldu-
fólk. Hvernig stóð á þessu? Það
var ekki svo lítið sem hún Að-
albjörg þurfti að fræða mig
um, því að vitanlega gat engin
önnur en hún leyst úr þeim
spurningum sem að mér sóttu.
„Heyrðu, Aðalbjörg! Hann Kát-
ur kom í gærkveldi og át úr
dallinum sínum. Svo lagði hann
hausinn á hnéð á babba, en
hann tók ekki eftir honum. Ég
sá hann eins skýrt og ég sé
hana kisu, sem situr þarna hjá
þér.“ „Ojá, góði minn. Það er
nú það! Ósköp þarft þú að
spyrja mikið, Steini minn!“
En spurningar mínar og heila-
brot voru sem óþrjótandi upp-
spretta. „Aðalbjörg! Stóri mað-
urinn í Glaumbæ var að tala
við hann pabba hérna á hlað-
inu, svo fór hann inn með
pabba og mamma gaf honum
kaffi, en þegar hann var setzt-
ur við borðið var skínandi
bjart ljós framan á brjóstinu
á honum, og rétt á eftir var
stúlka í hvítum kjót við hlið-
ina á honum. Svo kom Bjössi
inn og hann sagði svo mörg
ijót orð að hún hvarf. Hún
var alveg eins hvít og skýin
þarna uppi,“ og ég beiiti upp í
himininn. „Já, einmitt! Hvarf
þegar Bjössi kom. Var það
furða? Svoleiðis orðbragð þola
ekki englar Guðs á himnum,
Steini minn!“ „Englar Guðs á
himnum!" Hvað var Aðalbjörg
að tala um? Var eitthvað þarna
á bak við skýin, sem hét jörð,
eða var eitthvað á bak við
þennan óendanlega bláa him-
in. „Hefir þú komið upp í
himininn og séð engla Guðs,
Aðalbjörg?" „Þú átt ekki að
spyrja svona, drengur, það er
næstum óguðlegt hvernig þú
talar.“ Og hún varð dálítið
ströng á svipinn, hún Aðal-
björg, sem annars var alltaf
svo hlý og brosmild. „En hvað
eru englar, Aðalbjörg?" „Þú
skilur það ekki, Steini minn.
Ég er heldur ekki viss um að
ég geti útskýrt það fyrir þér
sem skyldi". „Viltu segja mér
um engla Guðs, Aðalbjörg" Hún
raulaði fyrir munni sér, lágt en
milt, andlit hennar hlýnaði og
allur strangleiki var horfinn
úr svip hennar:
„Þú Guð ert mikill, mergðin
englasveita þitt mikla nafn,
þér himnar lotning veita. Þín
Guðdómstign er haerri allri hæð.
Þinn mátt og hátign vottar vor-
ið blíða, og vetrarhret ogdögg
og haglið stríða og skruggan
skæð!“
Hvað var hún Aðalbjörg að
syngja? Ég varð að fá að vita
um þetta allt, jafnvel þó að ég
skildi það ekki. Guð og engla-
sveitir! Himnar og Guðdóms-
tign. Máttur og hátign! Vetrar-
hret og skruggur.
Framhald í næsta blaði.
Sprengingin mikla í Síberíu 1908
Fórst þar geimfar
frá öðrum hnetti?
ÞEKKTUR rússneskur vísinda-
maður heldur því fram, að spreng
ing sú í Síberíu, sem álitin hefur
verið loftsteinssprenging, hafi
raunverulega verið kjarnorku-
sprenging, sem eytt hafi geim-
skipi frá öðrum hnetti ásamt
áhöfn þess. Dr. Felix Ziegel, 47
ára gamall aðstoðarprófessor við
skóla flugmálastofnunarinnar i
Moskvu, og einn af fremstu
stjörnufræðingum Sovétrikjanna
komst að þessari lokaniðurstöðu
eftir flóknar vísindalegar uppgötv
anir og rannsóknir, sem staðið
höfðu yfir árum saman.
Sprengingin í Tunguska átti sér
stað hinn 30. júni 1908 og að
kvöldi þess dags nákvæmlega 60
árum síðar birti stjörnufræðing-
urinn niðurstöður rannsókna
sinna, sem vöktu mikla athygli
um allan heim.
Dr. Ziegel kvað lausn sína á
gátu þessari, sem heillað hafði
vísindamenn áratugum saman
vera staðfestingu á þeim grun
manna, að skyni gæddar verur
frá öðrum hnöttum hafi gert há-
þróaðar kjarnorkuuppfinningar og
framleitt geimför löngu áður en
menn hafi dreymt um slíka hluti
hér á jörðu. „Kenningin um að
hinn „fljúgandi hlutur” sem sást
áður en sprengingin átti sér stað
hafi ekki verið úr riki náttúrunn-
ar heldur — tilbúinn hefur verið
staðfest með visindalegum rann-
sóknum" sagði Dr. Ziegel.
Dr. Ziegel hefur skráð rannsókn
ir sínar smám saman og telur
hann lokasönnunargagn sitt á til-
veru raunverulegs geimfars þá,
að stefnu þess hafi verið breytt
skömmu áður en geimfarið
sprekk. Samkvæmt framburði 105
sjónarvotta að fluginu og spreng-
ingunni hefur Dr. Ziegel komizt
að þeirri niðurstöðu, að geimfarið
hafi komið inn í gufuhvolf jarð-
ar 175 mílur austur af borginni
Irkustsk og flogið síðan á há-
norður u. þ. b. 500 mílur að
borginni Kezhma. Þar breytti það
snögglega stefnu í austurátt til
Preobrazhenka, en sneri þar við
og tók stefnu beint vestur. að
skógi vöxnu svæði í nánd við
Vanavara og sprakk þar, en brak
ið dreifðist yfir Tunguskaána.
Það er vitað mál að loftstein-
ar falla þráðbeint til jarðar sam-
kvæmt þyngdarlögmálinu. En
Tunguska geimfarið, sem ályktað
er að flogið hafi með 30.000
mílna hraða á klukkustund breytti
greinilega um stefnu. Dr. Ziegel
kvað að fylgzt hefði verið með
loftfarinu á flugi þessa alla leið
norður til Kezhma og að því
hefði verið lýst á mismunandi
vegu, annað hvort sem sívalningi
eða tunnulaga.
Norður af Kezhma sást loftfar-
ið alls ekki, en hefði þó átt að
sjást mjög greinilega á þeim slóð
um hefði það haldið stefnunni
óbreyttri. Aftur á móti sást það
mjög greinilega af fjölda manns
yfir þorpinu Preobrazhenka, sem
liggur um 200 milur austar. Eng-
inn í nánd við Vanavara sá loft-
farið sjálft, aðeinS hina feikna-
legu sprengingu og eldglæringar.
Einkennilegt þykir að drunurn-
ar af sprengingunni heyrðust í
upprunalegri flugstefnu loftfars-
ins norður á bóginn og bendir
það til þess að loftfarið hafi aft-
ur tekið fyrri stefnu sína eftir að
hafa „flogið útundan sér" í vest-
ur. Heimsókn skipsins til jarðar
var skammvinn, eða aðeins fáein-
ar sekundur.
Það er kenning dr. Ziegels, að
sprengingin hafi átt sér stað í
kjarnorkuhreyfli farartækisins. —
Ekki virtist nokkur fjandsamlegur
tilgangur búa undir hjá gestun-
um, en ef þeim fannst hvorki
tangur né tetur eftir sprenging-
una.
Dr. Ziegel álitur að slysið hafi
átt sér stað í geimrannsóknar-
ferð. Fiskimaður nokkur og tveir
skógarhöggsmenn biðu bana af
völdum sprengingarinnar, og einn
ig urðu nokkur hundruð hreindýr
henni að bráð á þessu dreifbýla
svæði. Engar jarðneskar leyfar
þessara manna og dýra hafa
nokkurn tíma fundizt. Aftur á
móti fannst öxi annars skógar-
höggsmannsins u. þ. b. 11 milu
frá þeim stað er hann var að
vinna. Eftir sprenginguna gleypti
eldgosið í sig tré og olli miklu
tjóni á bændabýlum á 1200 fer-
mílna svæði. Jarðskjálfti mæld-
ist á mælingarstöðvum um allan
heim. Veðurathugunarstöðvar til-
kynntu að loftstraumur sá, er
sprengingin orsakaði hefði náð
að fara tvisvar kringum hnöttinn.
Dr. Ziegel sagði, að kraftur og
eyðileggingarafl sprengingarinnar
eitt saman sé nóg til að sanna,
að um sprengingu af völdum
kjarnorku hafi verið að ræða, en
þá kenningu hafði annar sovézkur
vísindamaður, Alexander Zolotov
sett fram áður. Dr. Ziegel kvað,
að kraftur sá er leystst hefði úr
læðingi við sprenginguna jafnað-
ist á við 10 megatonna kjarn-
orkusprengju. „Við sprenginguna
steig heitur loftmassi upp úr gufu-
hvolfinu, en í Stað þess sog-
aðist að kalt loft frá öllum hlið-
um", sagði hann.
Hvirfilvindurinn af völdum
eldsins var nauðalíkur þeim, sem
enn er i fersku minni áhorfenda
að harmleik kjarnorkusprengingar
innar í Hirosima í síðari heims-
styrjöldinni. Dr. Ziegel sagði enn-
fremur að fjöldi fólks og dýra í
Vanavara hefðu þjáðzt af bruna-
sárum, sem aðeins hefðu getað
orsakazt vegna geislunar frá
sprengingunni. Gamall héraðs-
læknir staðfesti á skýrslum und-
arleg veikindatilfelli á meðal ibúa
svæðisins eftir að sprengingin
varð og stafa þau að öllum lík-
indum af geislavirkni. Dr. Ziegel
kvað skýrslur þær um flug loft-
farsins og eyðileggingu er með-
limir rússneskra vísindaleiðangra
hafa tekið af sjónarvottum i
Tunguska héraðinu á sl. 40 árum
vera mjög merkilegur. Sumar af
þesaum- lýsingum hafa komið á-
prenti í bök E. Ll Krinóvs „Risa-
IbftHtBÍnar", sem gefin var út ár-
iö 19H6 af forlaginu Englands
Pergamon Press.
Enda þótt viðtöiin við síber-
isku bænduma hafi v.eriö skráð
fyrin mörum árum eru lý.singamar
einkennilega líkar lýsingum á hin
um sv.onefndu (lUlFO's.) fljúgandi
diskum núi á tímum. Tökum t. d.
lýsingu, sem gefin var af blaða-
manni dagbláðsins Stbir 2. júli
1908: „Bændurnir sau,: mjpg speg-
ilgljáandi hibt i norðv.estri hátt yf-
ir sjöndéildarhring; Stafaði af hon
um bláhuítri birtu ag lögunin virt
ist áþefíkust sívalhingj: Þegar
hluturinn nálgaðiat yfirborð jarð-
ar, var likast þuí sem hann leyst-
iat upp og gey.sistórt svart ský
my.ndaðist samfara miklum há-
vaða. Samtímis brutust eldtung-
umar út. úr skýinu í allar áttir.
Ennfremur lý.smg bónda nokkuns
að nafni Brynkanov, sem ský.rir
ftÓ! atburðinum eftir minni 22 ár~
umi síöan „Viö v.orum staddir i
bát skammt frá. árbakkanum, þeg-
ar við) komum' skyndilega auga á
geisiá' í norðvestr.i. Þeir voru fleig
lágp. og; v.irtust færast norður á
bóginni" Annar sjónanvottur S. E.
Samonov, sem sá sprenginguna
fhá Vanavara, þar sem hann var
staddur í v.erzlunerstööinni í: Varra
vata; lý.sir henni svo: „Allur him-
inninn var sem i björtu báli. Á
því augnabliki var hitinn svo
brennandi, að mér fannst sem
kviknað væri i skyrtunni minni.
Heitur vindgustur, eins og frá
fallbyssuskoti kom frá norðri og
þáut milli kofanna. Hann eyði-
lagði laukplantekrur og skildi eft-
ir sig vegsummerki, sem líktust
mjóum gangstigum. Til er einnig
framburður annars manns frá ár-
inu 1927, en hann var að vinna
bak við kofa sinn í Semanov
þegar sprengingin var. Hann seg-
ir svo frá: „Mér fannst allt i einu
sem ógnarlegur hiti sviði á mér
eyrum. Ég greip um þau, og áleit
að kviknað hefði í þaki hússins.
Siðar gekk ég inn i kofann. Ég
var þó ekki fyrr seztur niður við
vinnu mína, en sprenging kvað
við, mold hrundi úr loftinu, ofn-
dyrnar þeyttust af stónni og ein
af gluggarúðunum mölbrotnaði.
Dr. Ziegel sagði, að framburð-
ur þessara vitna og fjölda ann-
arra styðji mjög þá kenningu
hans, að sprengingin hafi átt sér
stað i loftinu, en hafi efeki, or-
sakazt v.ið iendingu loftsteins á
jörðu eins og lengi var talið.
Hfann sagði einnig að stijömufræð
ingum v.asri hingað til ókunnugt
um nokkra venjulega loftsteina
sem spr.yngju eins og kjarnorku-
sprengjur er þeir kæmu inn í
gufuhvolf jarðar. Somuleiðís
hefðu v.ísindamenn, sem gsrt
hefBu sarrranburð á sprenging-
unni i Síberíu árið T9Q8 og: kjam-
orkusprengingum Bandarikja-
manna i háloftunum árið' T958,
komizt að þeirri niðurstöðu að í
grundvallaratriðum væru þær hlið
stæðar. Dr. Ziegel safnaði sam-
an miklúm og óvefengjanlegum
eðlisrfræðilegum gögnum ásamt
staðfestingum sjórrarvotta. Af
þessu komst hann að þeirni loka-
niðurstööu, að loftfar frá öðrum
hnetti hafi sprungið yfir Mið-Sí-
bariui á hinum örlagarika degi 30.
júni 1908 feL 7.17 f. h. Þeasi gögn
sly.ðja ennfremur þá ályktun Dr.
Ziegels að loftfarið hafi afmáðst
meðan stefnu þess var breytt,
að sprengingin hafi ataðið i; sam-
banrii v.ið kjamorku og áct sér
stað í lofti. Hann segir, aö þær
þúaundir trjáa er féllu við spreng-
inguna, hafi fallið i vestoir og
norSveatur, en það bendi til þess
að' lofrfarið hafi nálgast beint úr
ausrri. „Að samræma þeasa ffug-
stefnu v.iði hina fymi til norðiurs
er óglöggt, hafi loftskipið ekki
breytt um stefnu. Og þessi breyt
ing á flugstefnu, sannar að um
mannað geimfar hafi verið að
ræöa," sagði Dr. Ziege. Einnig
hniga önnur rök, að því að spreng
Framh á bls. 14
Rússneskur vísindamaður með sneiðingu af trjástofni, sem sýnir
óeðlileg rn vöxt.
30. marz 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7