Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 8
SVIPMYND P 1 at Nixon, hiu nýja forseta- frú Bandaríkjanna, var skóla- kennari í Whittier, smábæ í grennd við Los Angeles þegar hún kynntist Riehard Nixon. Whittier var heimabær Nixons svo sem kunnugt er, en hú:i var aðflutt og komin þangan eingöngu atvinnunnar vegna. Hún er af fátæku foreldri kom in og f jölskyldan varð að leggja hart að sér til að Iiafa til hnífs og skeiðar. Tó!f ára göm- ul missti hún móður sína og fimm árum síðar lézt faðir hennar, en henni tókst af eig- in rammleik að ljúka háskóla- námi með því aö vinna fyrir sér með náminu og taka það í áföngum. Hún fæddist í Ely í fylkinu Nevada og hlaut skírnarnafnib Thelma, en faðir hennar tók snemma upp á því að kalla hana Pat og síðan hefur hún ekki verið nefnd annað. Faðir henn- ar bar ættarnafnið Ryan og var írskur í báðar ættir, fullu« bjartsýni og ævintýralöngunar. Ungur að árum tók hann sig upp frá Connecticut, þar sem hann var alinn upp og hélt vestur á bóginn I leit að gulli. Gull fann hann ekki, svo að hann neyddist til þess að ger- ast námuverkamaður til þess að sjá fyrir fjölskyldu sinni. í nám unni varð hann fyrir slysi, og gerði hann það þá fyrir þrá- beiðni konu sinnar að hætta og enn einu sinni tók fjölskyld- an sig upp og hélt nú enn lengra vestur á bóginn. Skammt utan við Los Angeies tókst föð- ur Pat að fetsa kaup á lítilli jörð þar sem lieitir Artesia. Þar ræktaði hann kartöflur, tómata piparjurtir og kál, en vatns- skortur var tilfinnanlegur á þessu svæði og olli oft erfið- leikum. En fjölskyldan hjálpað ist að og Pat var sívinnandi ýmist við ræktun og uppskeru eða við hússtörf. Móðir hennar var að þýzkum uppruna og Pat segist hafa hlotið nokkuð strangt uppeldi, en bæði hjónin hafi verið ástrík gagnvart börnum sínum og „sjálf áttu þau sann- arlega ekki náðuga daga“, seg- ir hún í viðtali við brezkan hlaðamann, „ég held að móður minni hafi aldrei fallið verk úr hendi". Þetta var á erfið- ustu kreppuárunum og systir Pit, sem var nokkuð eldri en hún, varð að fara að heiman til að vinna, og í þá daga þótt- ist hver liólpinn. sem gat feng- ið atvinnu. En Pat varð þá að leggja því harðar að sér við að hjálpa til. egar hún var tólf ára gömul veiktist móðir hennar af krabbameini og síðustu þrjá mánuðina sem hún lifði varð Pat að vaka yfir henni á nótt- unum sakir þess að þau höfðu ekki efni á að ráða hjúkrunar konu. Og eftir andlát henhar tók Pat að sér heimilið. Bæði móðurmissirinn og ábyrgðin sem hvíldi á herðum hennar, varð henni þung raun andlega og líkamlega, en faðir hennar var henni mikil stoð. Hann lét ekk- ert buga sig, en hélt sínu létta skaplyndi og taldi kjark í börn- in. Sautján ára gömul missti Pat hann hka. Þá horfðist hún í augu við það, að hún yrði að reyna að afla sér einhverrar menntunar umfram skyldunáms til þess að komast áfram í líf- ;rnu. „Það var ekki aðeins um það að ræða að hafa í mig og á“, segir hún, „mig langaði líka til þess að eignast bækur og geta sótt leikhús“. Hún ákvað að reyna að komast í eitt hvert sérnám og afla sér rétt- inda. Um háskólanám var enn ekki að ræða sakir efnaleysis. Hún komst til New York með því að ráða sig sem bíl- stjóra hjá eldri hjónum í því skyni að aka þeim yfir þvert meginlandið frá Kaliforníu til New York. Bíllinn var risa- stór og fornfálegur Packard og ferðalagið tók marga daga. í miðri eyðimörkinni lenti hún í vandræðum sakir þess að bíll- inn ofhitnaði, bremsurnar voru sífellt að bila og dekkin að springa. Auk þessara vandræða með bílinn sem Pat varð ein að ráða fram úr, þurfti hún líka að sinna gömlu hjónunum og reyna að lina þau óþægindi er þau kynnu að hafa af ferðinni. egar til New York kom réðst Pat á skrifstofu en lærði röntgenmyndatækni í frítíma sínum. Að því námi loknu vann hún á sjúkrahúsi í tvö ár og tókst að spara nægilega mikið af launum sínum til að komast aftur til Los Angeles og innrit- ast í háskólann þar. Þar lagði hún stund á viðskiptafræði og hafði hug á að leggja fyrir sig verzlunarstörf eða sölumennsku. Með háskóla- námi vani: hún í stóru vöruhúsi og öðru hvoru fékk hún líka smáhlutverk í kvik- myndum, en hún segir, að menn þurfi að leita vandlega, ef þeir ætli sér að koma auga á hana í þessum gömlu mynd- um. Oftast var hún aðeins í hóp atriðum, en einu sinni — í kvik myndinni Becky Sharp — fékk hún þó að birtast ein sér og fékk þá 25 dollara fyrir lilut- verkið, sem voru miklir pening- ar í þá daga. Og hún segir líka frá því, að hún hafi meira að segja einu sinni fengið hlut- verk þar sem hún var látin segja eina setningu — en það atriði var klippt burtu úr end- anlegri gerð myndarinnar. Hún lauk námi sínu, útskrifaðist úr háskólanum, og meðan hún var að leita fyrir sér um atvinnu við sölumennsku cða söluumboð frétti hún af lausri kennara- stöðu í Whittier. Launin voru góð, svo að hún sótti um stöð- una og fékk hana, en við kennslustörf ætlaði hún aðeins að vera til bráðabirgða, þar til henni byðist starf í sérgrein sinni. En allt fór á annan veg en hún hugði. í Whittier kynnt- ist hún Nixon, svo sem áður er sagt, og er að sögn fylli- lega ánægð með hlutskipti sitt sem eiginkona og móðir. I Whittier var starfandi áhugamannaleikliús og Pat va- þar meðlimur. Svo segir sagan, að Nixon, sem var þá nýbyrj- aður að starfa sem lögfræðing- ur, hafi frétt, að ný kennslu- kona væri komin til bæjarins, og hann hafi mætt á æfingu hjá leikflokknum eitt kvöldifí eingöngu til þess að fá að sjá þessa nýju kennslukonu. Þetta hafði afdrifaríkai afleiðingar fyrir hann — hann eignaðist ekki aðeins eiginkonu, heldur varð hann líka að taka að sér eitt hlutverkið í leikritinu. Pat segist strax hafa orðið hrifinn af honum. Henni fannst mikið til um dugnað hans og áhuga bæði í starfi og málefnum bæj- arins. Hann var líka skemmti- legur, og kannski var það ekki minnst um vert, því að enginn hafði mikil auraráð,, en Nixon fann alltaf upp á einhverju, sem vinahópurinn gat skemmt sér við án þess að það kostaði peninga. Hann var líka bjart- sýnn á allt og alla og trúði því þá, og trúir því enn, segir kona hans, að erfiðleika megi þó ætíð milda ef ekki sé hægt að uppræta þá með öllu. Persónulega hefði hún kosið að hann skipti sér ekki af stjórnmálum, en hún segist hvorki hafa hvatt hann né att. Sjálfur hafi hann verið stað- ráðinn í því, þegar hann losn- aði úr herþjónustinni að gefa sig að stjórnmálum, og fjöl- skyldan hafi aldrei haft fyrir sið að reyna að ráða lífsstefnu hvers annars. Það hefur þó nokkrum sinnum komið fyrir, að Nixon sjálfum hefur dottið í hug að hætta, og þá hefur hún ýtt undir þá ákvörðun hans frekar en hitt. Þegar hann var fyrst kjörinn varaforseti, var hann ákveðinn í að gegna því starfi aðeins eitt kjörtíma- bil og hætta síðan. Pat bað hann um að skrifa þá ákvörð- un á miða, sem liann og gerði og gekk með í veskinu allan tímann sem hann var varafor- seti. En þetta fór á annan veg, svo sem kunnugt er, og Nixon skarst ekki úr leik — hann hef ur ætíð litið á stjórnmál sem köllun og skyldu, segir kona hans, og það kann ekki góðri lukku að stýra að hvetja aðra til að bregðast skyldu sinni. Hún er stolt af framlagi hans til opinberra mála, enda þótt Framh. á bls. 13 Pat Nixon ásamt dætrum sínum og tengdasyni, David Eisenhower. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.