Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Page 9
Árni Óla LEIKMANNSÞANKAR UM SIGURHÁTÍÐ trpprlsuTiatlff og fæðingar- hátíð frelsarans eru samstæður því að upprisa er ekki annað en endurfæðing. Þessar hátíðir gæti eins vel verið haldnar í minningu alls mannkyns, um fæðingu og endurfæðingu hvers manns. Munurinn á þeim er ekki annar en sá, að við fæð- ingu grætur barnið, en allir aðr ir gleðjast, og við endurfæð- ingu gráta allir nema sá sem endurfæðist, því að hann fagn- ar. Hvortveggi atburðurinn lýt ur eilífðarlögum, því að lífið er eilíft og dauði er ekki til nema í ímyndun manna. Hér mætti draga samlíkingu af sól- arlagi og sólarupprás, sem tím- inn er við miðaður, en tíminn er heldur ekkert annað en hug smíði manna. Sólin, sem rís að morgni, er hin sama sól og slokknar að kveldi. — Ævi- sól manna hnígur til viðar, þeg ar hlutverki líkamans er lok- ið, en hún rís í endurnýjuð- um ljóma á öðrum stað. Þetta er sigurhátíð lífsins. A upprisuhátíðinni er ástæða til þess fremur en no'kkurn ann an dag ársins, að íhuga þær kenningar Krists sem allt velt ur á um framtíð kristinnar kirkju. Gáfaður maður hefir sagt: Meðan Jesús kenndi, barðist hann stöðugt gegn röngum lífs skoðunum, eigi aðeins vegna þess að þær voru illar, heldur vegna þess að þær voru for- gengilegt fyrirbæri þeirrar aldar. Hann barðist fyrir fögr- um hugsjónum, sem voru sann ar, ekki aðallega vegna þess að þær voru góðar, heldur vegna þess að þær eru eilífar. (The Mind of the Master). Menn voru þá vantrúaðir, ekki síður en nú, og áttu bágt með að skilja kenninguna um eilíft líf. En með kraftaverk- um sínum, lækningum, sannaði Kristur þeim, að hann hefði samband við æðri máttarvöld. Og hann lagði aðaláherzluna á það við lærisveina sína, að þeir skyldu lækna sjúka, svo árangur yrði af trúarvakningu þeirra. Þegar hann sendi frá sér fyrstu lærisveina sína, tvo og tvo, til þess flytja mönnum fagnaðarboðskapinn, brýndi hann þetta fyrir þeim: „Lækn- ið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér með- tekið, ókeypis skuluð þér af höndum láta“. Og þegar hann sendi þá 70 á stað í sömu er- indagerðum, sagði hann við þá: „Hvar sem þér komið íborg og menn veita yður viðtöku, þá læknið þá sem sjúkir eru og segið við þá: Guðsríki er í nánd!“. í hvoru tveggja kenn ingunni „Guð er í yður“, og lækningunum, var fagnaðarer- indið boðað. En Jesús gerði meira. Eftir „dauða“ sinn birtist hann læri sveinunum, til þess að sanna þeim enn betur að lífið er ó- dauðlegt, og hann sagði við þá: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Þetta er innsti kjarni kristn- innar. Ólíklega hefði hún farið sigurför um heiminn ef sögu Krists hefði verið lokið með krossfestingunni á Golgata. Þeofilus segir í upphafi Post- ulasögunnar: Jesús hafði sýnt sig postulunum lifandi eftir písl sína með mörgum órækum kennimerkjum, en hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um það, sem guðs ríki heyrir til. Á niðurlagi Jóhannesar guð spjalls má sjá, að margt fleira hefir gerzt á þessum 40 dög- um heldur en það sem skráðar frásagnir eru um. En þetta er hið helzta, sem skráð hefir ver- ið: Jesús birtist fyrst Maríu Mag dalenu við gröfina og sagði við hana: „Snertu mig ekki. . en far þú til fræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar“. — Næst birtist hann tveimur lærisvein- um, sem voru á leið til Emma- us, slóst í för með þeim og sat síðan til borðs með þeim. Svo kom -hann tvívegis, eða oft- -ar, að luktum dyrum inn í mat sal lærisveinanna. „Og hann sagði við þá: Farið út um all- an heiminn og prédikið gleði- boðskapinn . . . En þessi tákn skulu fylgja þeim er trúa: í mínu nafni mun-u þeir reka út illa anda. . og þeir munu leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir“. — Og í Jóhannesar guðspjalli er frá- sögn um það er hann kom til lærisveinanna hjá Tiberiasvatni og hvað hann sagði við þá. Jó- hannes var þar sjálfur við- staddur og hann vitnar um þetta. Enn eftir „dauða“ sinn er það tvennt, sem hann leggur aðal- áherzlu á þegar hann er að leiðbeina lærisveinum sínum. Það er, að lífið sé eilíft og Guð sé ekki aðeins faðir sinn, heldur faðir allra manna. Og í öðru lagi brýnir hann fyrir þeim að lækna sjúka jafnfr-amt því að þeir boða fagnaðarer- indið. Getur svo nokkrum bland- ast hugur um, að þetta sé aðal hyrningarsteinarnir, sem allur boðskapur hans hvílir á A fyrstu öldum kristninnar ræktu postular og trúboðar af alhug þau fyrirmæli Krists, að lækna sjúka. Og þegar kirkjur voru reistar, fóru lækningar fram í þeim. Þá v-ar gengi kristninnar mest. En svo lagð- ist þetta niður er á leið. Kirkju höfðingjar töldu sér og kirkj- unum befcur henta, að raka sam an auði heldur en lækna sjúka, og mannasetningar komu í stað fyrirmæla frelsarans. Þar með var fófcum kippt und an aðalsönnuninni um samband við hin æðri máttarvöld. Síðan veittist kirkjunni æ örðugra að skýra fyrir mönnum framhalds lífið og mátt -hins allsvaldanda. Og enn var bætt gráu ofan á svart, er kirkjan bannaði að leita sann-ana fyrir framhalds- lífi. Þegar Darwin kom fram með framþróunarkenningu sína, urðu miklar deilur um hana, einkum af kirkjunnar hálfu, því að kenningin fór í bág við margar mannasetningar í trúarbrögðum Hér kom nýtt lögmál og virt- ist vel rökstutt, og þess vegna yrði annaðhvort að gera, -að samþykkja það, eða hafna því. Margir töldu þetta rothögg á kenningar kirkjunnar, og fjöldi manna kastaði trú sinni og guð- leysingjum fjölgaði stórkostlega Kirkjan var í vandræðum, en að lokum slakaði hún til, gerði málamiðlun eins og svo oft áð- ur. Hún sá, -að ekki var hægt að halda dauðahaldi í kenning- una um að Adam og Eva hefði verið vorir fyrstu foreldrar. En hvað gerði það til þegar lífið var sifelld framþróun og mann- kynið á stöðugri þroskabraut? En þetta var nú ekki jafn -einfalt og sýndist, því að Darw inskenningin fjallar um hið líkamlega líf, en ekki sálarlíf- ið. Það er hreinasta fjarstæða að ætla, að vegna framþróun- arinnar verði maðurinn betri og betri þar til hann hefir náð fullkomnun. Framþróunin hef- ir ekki breytt innræti rnanns- ins. Hann hefir ekki aflað sér neinna hæfileika, sem ekki eru meðfæddir, og hann fremur allt af sömu syndirnar, sem hann framdi í upphafi. Öll framför ’hans er, -að hann getur gert gott og hann getur gert illt á annan hátt en áður, vegna breyttra aðstæðna og viðhorfa. Ekkert megnar að breyta inn ræti mannsins í þessum heimi, nema sál hans komist í sam- band við guðheim. En það er þá opinberun, en ekki framþró-un. Guðleysingjarnir -halda því fram, að enginn guð geti ver- ið til, því að enginn hafi séð hann og enginn geti sagt hvern ig hann sé. Þessi afstaða þeirra er heimskuleg og ekki rökræn. Þeir eru að minnsta kosti ekki sjálfum sér sam'kvæmir, því að þeir -hafa gleypt við atóm-fræð unu-m, trúa því hiklaust að til sé rafeindir og hver þeirra hrærist í þrívídd, en 10 þeirra þurfi 30 víddir til að hrærast í, og er það þó með öllu óskilj- anlegt. Þeir trúa því einnig eins og nýju neti að til séu eindir, seim heita „neutrino“ og „anti-neutrino“ en þessar eind- ir þekkir enginn lifandi maður, því að vísindamennirnir fundu þær upp til -hjálpar við út- reikninga sína. Guðleysingjar segja -að trú- arbrögð og siðalögmál sé ekki annað en viðbjóðsleg hræsni. Ur því að guð sé ekki til, geti engin synd verið til, en frelsun mannkynsins verði að koma frá mönnun-um sjálfum. Þess vegna þykjast þeir hafa fulla ástæðú til þess að dansa í kringum gullkálfinn, eins og Gyðingar forðum. Þeir gera sér enga grein fyrir því, að allt sem fer aflaga hér á jörð, staf- ar af því að mennirnir breyta ranglega. Þeir breyta illa vegna þess, að þeir vilja breyta illa, annaðhvort af eigingirni eða öðrum enn verri tilgangi, og þar eru guðleysingjarnir fremst ir í flokki. Voltaire sagði um guðleysingja: „Guðleysi er hin háskalegasta ófreskja“. Guðleysingjar benda á, að rnikil sé handaverk mannanna, en hinu gleyma þeir, eða vilja ekki viðurkenna, vegna þess að þeir viðurkenna ekki að maðurinn hafi sál, að það er kraftur hugans, sem hefir hnund ið öllum stórvirkjum í fram- kvæmd. Öll mannanna verk eiga upptök sín í huganum. Að hugsa er að skapa. Og vegna þess að allt, sem maður- inn hefir skapað, hefir fyrst átt sér -up-ptök í -hug hans, þá er rétt að álykta, að hugar- kraftur hafi skapað heiminn all an, hugarkraftur almættis frá eilífð til eilífðar. Öll sköpun- in -er lögmálsbundin og hlýtur því að hafa tilgang. Guðleys- ingjar benda á framþróunar- kenninguna máli sínu til stuðn- ings um að enginn guð sé tiL Að hinu gá þeir ekki, að ef sköpun heimsins hefði engan tilgang, þá hlyti þróunarkenn- ingin að vera markleysa ein. Guðleysingjar eru a-umkun- arverðir. Hvað sem meðfæddum gáfum þeirra líður, þá -kunna þeir ekki að hugsa rökrænt, því að öll afstaða þeirra stangast á við sjálfa sig. En þeir eru hættulegir sjálfum sér og öll- um heimi, meðan sannleikurinn í boðskap Krists fær eigi notið sín. Aldrei hefir það valdið mann kyninu neinum áhyggjum né ófarnaði, að hið góða er til í mannheimi. Vegna þess keppir hið jarðneska líf að stöðugt meiri fullkomnun. Öll framþró- un kostar starf og áreynslu, og ómeðvitað er maðurinn fús á að leggja mikið á sig fyrir framþróunina, en það sýnir að lífið hefir tilgang og markmið. Vísindin eru smám saman að komast á þá skoðun, að eilífur sköpunarmáttur hafi gert al- heiminn og stjórni honum með óumbreytanlegum lögmálum. Maðurinn geti aflað sér þekk- ingar á þessum lögmálum, og hann verði að þekkja þau til þess að geta hagað lífi sínu í samræmi við þau. Vísindin hafa einnig komizt að þeirri niðurstöðu, að efnið sé óforgengilegt, það geti aldrei orðið að engu, heldur aðeins tekið breytingum. Nefna má eitt dæmi þessu til skýringar: Kol- efni er ekki eldfimt nema það sé í sambandi við ildi (súrefni). Ildi er held-ur ekki eldfimt, nema það sé í sambandi við kolefni. Þetta kalla vísindin kemiskan samruna sameinda efn anna. Eldur vinnur þá á kol- efninu, en það verður ekki að engu, þótt það brenni upp til agna, heldur hafir það þá breyzt í loftefni. Af þessu má ráða, að líkami mannsins verður ekki að engu þótt hann deyi, hann breytist með tímanum í önnur efni. Þann ig er lögmál efnisins. En hinn innri maður, and- inn, hugurinn, sálin, meðvitund in, eða 'hvað menn vilja kalla hann, lýtur öðru lögmáli, lög- máli lífsins, sem menn þekkja ekki enn. En þar sem hann er líkaman-um svo ómælanlega æðri, þá getur hann ekki orð- ið að engu. Mennirnir geta skap að ódauðleg listaverk, myndir ljóð og tónsmíðar. Þetta eru skilgetin afkvæmi sálarinnar, hugsmíðar. Sálin hlýtur því að vera ódauðleg sjálf, úr því að hún getur skapað það, sem ó- dauðlegt er. Með þessu er kollvarpað skoð un skynsemistrúarmanna, sem kem-ur fram í þessari vísu: Trúðu bæði á stokk og stein, steinar aldrei deyja, haltu þér fast við hold og bein -hvað sem aðrir segja. Því er nú svo komið, að vísindin munu afskrá bæði guð- leysingja og skynsemistrúar- menn, vegna þess að afstaða þeirra er -heiimskuleg og rök- villt. Þannig mun ljúka stríði vísind-a og kirkjunnar, að vís- indin munu kveða niður þær hégiljur, sem kirkjan hefir ár- angurslaust barist við frá upp- hafi. Hitt er líklegt, að upp af þessu muni spretta nýjar hé- giljur, sem kirkjan þurfi að berjast við, en það getur hún ekki nema því aðeins að hún boði fagnaðarerindið eins og Kristur sjálfur mælti fyrir um. Hún á að lækna sjúka og sýna með því að hún hafi samband við æðri máttarvöld, og hún á að sanna framhald lífsins með því að hafa samband við fram- liðna, svo að allir fái séð, að Framh. L bls. 13 3'0. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.