Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Page 15
Ilér sjáum vi'ð hljómsveitina CREAM, sem miklum vinsældum hefur náð hér. Allir meðlimir liljómsveitarinnar komust í 1. sæti sem einstaklingar. Lesendur GLUGGANS tóku sannarlega við sér þegar við báðum þá um að senda okkur línu en í rauninni má segja að við höfum síðan verið að drukkna í bréfum frá áhuga- sömum lesendum. Við viljum nota tækifærið og þakka þeim sem tóku þátt í kosningun- um og svo þeim sem hafa sent okkur bréf og að sjálf- sögðu vonum við að áframhald verði á þessum bréfaskriftum því að í þeim koma einmitt fram hin ýmsu sjónarmið varð- andi þau mál sem efst eru á baugi hjá ungu fólki. í mjög mörgum þeirra bréfa sem okk- ur hafa borizt er beðið um myndir af annað hvort HLJÓM UM, ROOF TOPS eða FLOW- ERS. Og til að fullnægja kröf- um þessa fjölmenna lesenda- hóps birtum við hér með mynd ir og örlítið spjall um þessa þrenningu. Til gamans má geta þess að Benedikt Viggósson hjá Tímanum nefndi hljómsveitirn- ar „Hina heilögu þrenningu“ í grein hjá sér nýlega og er sú nafngift síður en svo út í blá- inn. Hljómar er sú hljómsveit sem hefur borið ægishjólm yfir aðrar íslenzkar pop-hljómsveit ir nú um árabil. Hljómsveitin hefur gefið út fjölda hljóm- platna sem allar hafa nóð mikl um vinsældum. þ.á.m. tvær L.P. plötur. En það sem meira er og kannske mest virði er það að innan raða hljómsveitarinn- ar er að finna einhvern athygl isverðasta lagasmið okkar ís- lendinga nú á seinni árum Gunnar Þórðarson. Óþarfi er að rekja sögu hljómsveitarinn ar nánar, hún er öllum kunn. Þeir Gunnar, Erlingur, Rúnar og Engilbert hafa nú haldið hópinn síðan 1966 og sl. haust bættist þeim góður liðsauki þar sem Shady Owens er. Víst er að Hljómar hafa nú skipað sér fastan sess sem topp-pophljóm sveit okkar og ekki er nokkur vafi á því að þeir eiga eftir að ríkja enn um sinn. Flowers var stofnuð um haustið 1967 og hefur allt frá byrjun verið í hópi vinsælustu og beztu hljómsveita landsins. I upphafi skipuðu hljómsveit 30. marz. — England. 1 (1) Where I>o Ycu Go To . . . . Peter Sarstedt 2 (4) I Heard It Thiough The Grapevine Marvin Gaye. 3 (2) Surround Yourself With Sorrow Cilla Black 4 (3) Wichita Lineman Clen Campbell 5 (7) The Way It Used To Be Engeibert Humperdinck. 6 (12) Gentle On My Mind .... Dean Martin 7 (10) Firs. Of May Bee Gees 8 (8) Monsieur Dupont Sandie Shaw 9 (19) Sorry Suzanne .. .... Hollies 10 (6) I’m Gonna Make You Love Me Diana Ross & the Supremes & the Temptations. 11 (11) You’ve Lost That Loving Fellin’ Righteous Brothers. 12 (9) Please Don’t Go Donald Peers 13 (14) Good Times (Better Times) Cliff Richard 14 (15) If I Can Dream . . . Elvis Presley 15 (5) Half As Nice Amen Corner 16 (22) Games People Play . . . . Joe South 17 (23) Get Ready Temptations 18 (13) I’ll Pick A Ro-se For My Rose Marv Jo-hnson 19 (21) Windmills Of Your Mind . . Noel Harrison 20 (24) One Road .. Love Affair wrgTTTwr—ím■ m11a 11 ■imiiiMMB—!■! ■ ii m l 3'0. marz 1969 ina þéir Karl Sighvatsson og Rafn Haraldsson. Allt vori’ þetta þekktir hljóðfæraleikar ar hér í Reykjavík, en Flow- ers var sem kunnugt er stofn- uð upp úr þrem vinsælum hljómsveitum hér Toxic, Dátum og Mods. Um áramótin 1967-68 hætti Rafn Haraldsson en í sæti hans settist Gunnar Jökull Há konarson sá ágæti trommuleik- ari og situr hann enn sem fast ast. S.l. haust kcnm út fyrsta hljómplata með þeim félögum og varð hún mjög vinsæl eins og við mátti búast. Skömmu seinna gerðist það að Jónas söngvari og Jonni bassaleikari sögðu skilið við hljómsveitina en í þeirra stað komu Björg- vin Halldórsson sem áður söng með Bendix og Jóhann Krist insson úr Opus 4 og þannig er hljómsveitin skipuð nú. ROOF Tops er yngst þessara hljómsveita. Um þessar mund- ir halda þeir upp á eins árs afmæli sitt en hljómsveitin kom fyrst fram í marz í fyrra. Þá skipuðu hljómsveitina Gunnar Guðjónsson gítar, Ari Jónsson trommur, Erlingur Garðarsson bassa, Sveinn Guðjónsson org- el og Guðni Pálsson saxofón. Þær breytingar hafa orði’ð síðan að Erlingur hætti en í hans stað kom Jón Pétur Jóns son. Roof Tops voru óvenju- lega fljótir að vinna sig upp í miklar vinsældir hér í Reykja- vík en úti á landsbyggðinni eru þeir frekar lítið þekktir náma þá í næsta nágrenni borg arinnar. Þeir félagar hafa nú að undanförnu unnið að gerð fjögurralaga-hljómplötu sem væntanlega kemur á markaðinn í næsta mánuði en þessi plata er hin fyrsta sem þeir senda frá sér. Hljómar, Flowers og Roof Tops munu allar koma fram á „hljómleikum ungu kynslóðar- innar sem haldnir verða í Aust- urbæjarbíói í næsta mánuði. Eric Clapton. Bréf frá lesendum Framvegis munum við reyna að stefna að því að birta reglu lega bréf frá lesendum þ.e.a.s. ef þau berast okkur en við viljum hvetja sem flesta að senda okkur línu. Hér koma tvö bréf sem okkur bárust nýlega. Kæru þið: Ég vil koma hér á framfæri mótmælum við það sem „einn gassalegur” skrifar. Rúnar í Hljómum ætti að halda þess- ’ium svokallaða „strip-dansi“ láfram eins lengi og hann get- lur. Það sem laðar krakkana itil þess að fara á böll með iHljómum er það að horfa á IRúnar. f þessu tilfelli tala ég aðallega um stelpurnar. Á mörg um böllum er Rúnar maður til að hátta sig. Þeir sem fóru á Jaðarsmótið í sumar gleyma þeim atburði seint þegar stelp urnar réðust að Rúnari og reyndu að rífa hann úr skyrt- unni og tókst það bærilega. Stevie Winwood. Menn hafa eflaust tekið eftir því að í Gluggakosningunum nýafstöðnu urðu allir meðlim ir hljómsveitarinnar Cream í efstu sætunum hver á sínu sviði. í sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga þar sem þeir Eric Clapton, Ginger Bak- er og Jack Bruce eru viður- kenndir um allan heim sem frá bærir hæfileikamenn. Sumir brjóta þó gjarnan heilann um það hvernig þeir fari að því að halda vinsæld-um sínum sem GLUGGINN Þegar það var búið reyndu þær að rífa hann úr buxun- um en það tókst ekki því mið- -ur. Ég von-a að á öllum böll- um eigi Rúnar eftir að dansa stripdans. Mér finnst hann alls ekki gera það nógu oft. Og Hljómar eru alls ekki á niður- leið. En Flowers, þeir standa eins og illa gerðir hlutir með hárið út í loftið eða sitja eins og þvörur á pínulitlum mögn urunum. Hver veit nema Hljóm ar eigi eftir að flytja Sverð- dansinn betur en Flowers. Bless, Ein sem dáir Hljóma og þá sérstaklega Rúnar. Kæru vinir: Ég var að lesa bréf i þætt- inum ykkar þar sem spurt var um lagið QUICK JOEY SMALL Það eru 8 hljómsveitir saman sem leika það lag: 1. 1910 Fruitgum Co., 2. The Ohio Express 3. The Music Explosion 4. Lt. Gareia’s Magic Music Box 5. The Teri Nelson Group 6. 1989 Musical Marching Zoo 7. St. Lewis Invisible March- ing Band. Þessar 8 hljómsveitir leika lagið Quick Joey Small. Kristján. Ginger Baker. einstaklingar á meðan hljóm- sveitin sendir ekki frá sér nema eina tveggja-laga plötu á ári og eina (stundum enga) L.P. plötu. En hvað með það, nú eru Cream hættir að leika sam- an og þeir Eric, Ginger og Jack halda hver í sína áttina. Það verður eflaust athyglisvert að fylgjast með þessum snillingum í framtiðinni og sérstaklega mun athyglin beinast að Eric Clapt on en hann og Stieve Winwood eru nú sagðir hafa ein-hverj- ar ráðagarðir á prjónunum varð andi samvinnu í framtíðinni. issasasm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.