Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Blaðsíða 12
BÍnu eigin máli, laust við allt
útlenzkt apatildur. Um leika-
lok ástamálanna þarf þá ekki
að spyrja, en annars eru ásta-
málin aukaatriði í leiknoim, eins
og tízka var á þeirri tíð. Og
það var góð tízka.
Eg veit ekki hvort mér hefur
eiginlega tekizt að koma yður í
nokkur veruleg kynni við föð-
ur íslenzkrar leikgerðar. En á
svo stuttum tima hefur mér
ekki verið unnt að gera það
betur.
Kristindómur
Framh. af bls. 4
séu mismunandi. Þessi ritning-
arstaður merkir það eitt, að
rúm er fyrir alla í riki Guðs.
Spíritistar segja, að eftir
dauðann geti menn verið svo
ráðvilltir, að þeir viti eikki
hvar þeir séu staddir og þurfi
hjálpar við til að komast í
rétta höfn.
Kristin trú segir að menn
þurfi hjálpar við til þess að
eignast arfarétt á himnum, og
það sé Kristur, er veiti þessa
hjálp og hafi gjört allt til þess
að vér getum átt við hann ei-
lífar samviztir. Þessi hjálp
verður þegin í trú. Hann sigr-
aði bæði synd og dauða með
þjáningu sinni, krossdauða og
upprisu.
Spíritistar hafa hrist höfuð
sín yfir þessum trúarbrögðum
og segja, að þetta sé úrelt gam-
al-guðfræði. Rétt er það, að
þetta er óskiljanlegt heila og
hugsun og var aldrei ætlað að
vera annað, þess vegna eru
þetta nefnd trúarsannindi. Þau
eru ekki reist á því hvað mér
eða þér finnst skiljanlegt,,
heldur á því, sem ritningarnar
geyma og kunngjöra. Á þessu
er kristin kirkja reist, og hún
getur ekki gengið fram hjá
þessu, nema hún hætti að vera
kirkja. Auðvitað kveður við
allt annan tón, þegar spíritisti
lýsir því, hvernig menn ná
höfn eftir dauðann. Hér skal
nefnt dæmi um það.
Maður með dulræna hæfileika,
spíritisti, lýsir því, hvernig
liann hjálpaði töluverðum hóp
manna í rétta höfn eftir dauð-
ann. Það hafði orðið stórsly.3,
flugslys. Þeir, sem fórust voru
staddir á mikilli auðn. Það var
inngangurinn í dánarheima. Ó-
kyrrð var yfir fólkinu og það
meira og minna lamað. Vissi
ekki hvar það var statt. „Ein-
'hvem vegiinin vissi ég“, segir
þessi spíritisti, „að eg hafði ver
ið sendur á vettvang til þess að
styrkja þetta fólk og leiðbeina
því“. Þetta reyndist mjög örð-
ugt verkefni. Samt tókst það,
og hann kvaddi þetta látna
fólk og sagði: „Erfiðleikarnir
eru yfirunnir, nú gengur ykk-
ur vel, eg þarf ekki lengra“.
Ung stúlka, ein hinna látnu
segir þá: „Við verðum þó að fá
að þakka þér fyrir hjálpina“.
„Ekkert að þakka“, svaraði eg.
En stúlkan sagði: „þetta verð-
ur aldrei, aldrei fullþakkað“.
Þetta, sem eg hefi tilfært, er
í algjöru ósamræmi við það,
sem kirkjan kennir. Hún held-
ur því að börmtm sín/um og hef-
ir fyrir sér orð Krists, að það
sé hann sjálfur, sem búi oss
stað og enginn annar. Kristur
segir: „ og er eg hefi búið
yður síað, kem ég aftur og
mun taka yður til mín til þess,
að þér séuð og þar sem eg er.
Og veginn þangað, sem eg fer,
þekkið þér. Eg er vegurinn,
sannleikurinn og lífið, eraginn
kemur til föðurins nema fyrir
mig“.
Þetta, sem hér hefir verið til-
fært er svo ólíkt, að hvort
tveggja getur ekki verið satt.
Fyrir kristinni trú er Krist-
ur allt, en spíritisminn alls
ekki neitt. Um lífið eftir dauð-
ann segir kirkjan því ekki
meir en hún hefir leyfi til, en
hún segir það skýrt, að sá, sem
er Kristi samtenigdur í trú hér
í lífi, er hans einnig í dauð-
anum.
IV
Vér nefndum upprisuna áð-
an. Hún er eitt höfuðatriðið,
sem kirkjan boðar. Kristur reis
upp. Hann sigraði dauðann.
Líkami hana var ekki í gröf-
inni. Hanin er „frumgróði
þeirra, sem sofnaðir eru“ þ.e.
hinn fyrsti, er reis upp. Fyrir
kristninni er þetta: a) Kröft-
ug auglýsing þess, að hann er
sonur Guðs. b) Að vér verðum
homirn líkir, öðlumst þennan
upprisulíkama við upprisu alls
holds á efsta degi. Þetta er
vitnisburður Nýjatestamentis-
ins.
Spíritisminn, sem trúarbrögð,
hefir afneitað upprisunni í bók
staflegum skilningi, en túlkar
upprisuna, sem eitt þeirra fyr-
irbæra, er spíritisminn heldur
að mönnum, sem sönnun fyrir
framhaldslífi. Fyrir spíritistum
er það ekki Kristur, sigrari
dauðans, sem birtist lærisvein-
um sínum, heldur líkamningur-
inn Kristur, fyrirbæri útfrym-
is, sem tekið hefir efni úr post-
ulunum til að birtast.
Orð Krists eru algjörlega
andstæð þessum skilningi. Þau
orð eru heimild kirkjunnar fyr-
ir því, sem hún boðar um upp-
risulíkama Krists. Hann sagði:
„Ekki hefir andi hold og bein
eins og þið sjáið mig hafa“.
Eftir þessum orðum er alls
ekki hægt að ræða um anda-
fyrirbæri að hætti spíritista.
Kristin kirkja miðar boð-
skap sin.n við upprisulíkama
Krists, að sigur sé unninra yf-
ir dauðanum og horfir fram til
þess dags, þegar riki Guðs er
meðal mannanna, þar sem ekki
er til dauði, hvorki harmur né
vein né kvöl er framar til, því
að hann hefir gjört alla hluti
nýja. Þetta er sýn Ntm. um
það, sem í vændum er. Hér er
miðað við hinn mikla og efsta
dag. Kristnir menm miða eilífð-
arútsýn sína við þetta. Þeir
hcrfa fram til þess að verða þá
eitt með Kristi bæði að líkama
og sálu.
V
Af þessu, sem hér hefir sagt
verið, og er þó af mjög mörgu
að taka til viðbótar, er augljóst,
að kristindómur og spíritisimi
eiga enga samleið. í inrasta eðli
sínu er spíritisiminn, þegar
hann er iðkaður, sem trúar-
brögð, í algjörri andstöðu við
kristna trú. Þess vegna hefir
kirkjan í heild hafnað honum.
Spíritiami, sem vísindagrein, er
ranmsókmareifxú visdmdiamanna.
Hér á landi hefir slík rann-
sókn ekki farið fram, enda
engir sálfræðingar né sálvís-
indamenn hérlendir, sem gefið
hafa sig að honum sem rann-
sóknarefni svo opinbert eða á-
berandi sé.
Spíritismi, sem trúarbrögð,
hefir í reyndinni komið fram
sem andstæðirngar kirkjtmnar.
Orð kirkjugests nokkurs við
dyr Hallgrímskirkju í fyrra
vetur og útvarpað var lýsa e.
t.v. betur en nokkuð annað af-
stöðu spíritista til kirkjunnar.
Þessi spíritisti hafði farið í
kirkju, en lét þess getið, að
hann færi eiginlega aldrei í
kirkju, því að hann væri í Sál-
arrannsóknarfélaginu. Spiri-
tisminn miðar ekki við að til-
biðja. Kirkjan miðar við að til-
biðja Drottinn sinn, því að hún
veit, að hanin á vald á himni og
jörðu. Allt er í hans hendi frá
sjónarmiði kirkjunnar, líf og
dauði. „Hvort sem vér lifum,
þá lifum vér Drottni eða vér
deyjum, þá deyjum vér
Drottni.“ Allt skal lúta honum
og stefna til hans.
HAGALAGÐAR
Þeir riðu um aftaninn sama á
Hjaltadalsheiði, var veður
dimmt og gerði mikið frost og
fjúk um nóttina. Var þeirra
leitað eftir hríðina og fundust
hestar þeirra með beizluniuna á
mánudaginn en líkamir þeirra
fundust ei, þó lei'tiað værá ofbar,
fyrr en vorið eftir við vörðu
þá, er vestan til er á heiðinni
og þóttust menn sjá merki til
að Jón Þorláksson hefði lagt
yfirhöfn Jóns Vídalíns yfir
harnn og sveininn og brotið
haraa vel að þeim allt um kring,
en lagzt síðan skammt þaðan
sjálfur undir síðhempu sína.
(Árbækur Espólíns 1727)
Verður ei hræddur.
Heldur átti Skúli sökótt við
æðstu stjörnarvöia lanasmis,
stiftamtmennina, um þær mund
ir. Létu þeir oftar en einiu sinni
gera rannsókn og fjámám hjá
honum og var homum vikið frá
embætti um stundarsakir. Þá
varð honum og það til anigurs,
eitt með öðru, að Ólafur Step-
hensen fékk Viðey til ábúðar
og fluttist þanigað á fardögum
1793. En eigi þvarr þrek hanis
né kjarkur. Kvað hann vísu
þessa er Ólafur flutti í Viðey:
Stiftamtmaðurinn Stephemsen
frá Stóra-Hólmi
voldugur þó í Viðey svamli,
verður ei hræddur Skúli gamli.
Á þessu ári sótti hann þó um
lausn enda var hann þá kom-
inn yfir áttrætt og hafði þjón-
að landfógetaembættimu í full
40 ár. Ári síðar andaðist hann.
(9. nóv. 1794).
(J.J. Dagrenning.)
NýmóSins hljóðfæri.
Mikið vandamál var að koma
því til leiðar, að hver bóndi á
isamtakasvæðiniu gæti eigniazt
skilvindu, en þær voru aðeins
komnar á framtakamestu heim-
ilin. Rjómabússtofnunin varð til
þess að flýta mjög fyrir skil-
vindukaupunum. Það er sagt, að
fyrsta mjólkurskilvindan í
Skaftafellssýslu kæmi að
Kirkj ubæj arklaust ri til Guð-
laugs sýslumanns Guðmunds-
sonar. Mikil nýjunig var það,
og bóndi eirnn, er fyrst heyrði
í skilvindiunni spurði: „Er að
tarna eitthvert nýmóðins hljóð-
færi hjá sýslumanminium.“
(Minnimgar Guðmundar
á Stóra-Hofi).
SEIGUR ER HANN ...
Guðmiundur Torfasom, faðir
Þórdisar konu Einars á Kolla-
fjarðarnesi bjó að Seljum. Það
er summian umdir Bjarnairhafnar-
fjalli. Það má til marks hafa,
hvíMkt afarmienni Guðmund-
tu var, að hann skammfærði
lækni Hallgrím Bakkmann í
Bjarnarhöfn, er var stæirðar-
maður og orðlagt karlmenni.
Um það var þessi vísa kveðin:
Seigur er hanin Selja-Gvendur,
sá hefur nógu styrkar hendur
að byrja við hann Bakkmann
slag.
Var hamn þá af vínd kenndur
vörnin hans í minni stendur,
sem að skeði á summiudag.
Guðmundur var stór og
sterklegur, varð gamall, grá-
hærður og blindur. Dó hjá
dóttur sinni í Kollafjarðar-
nesi. —
(Blanda)
GENGIÐ HEF ÉG
Prestkonu eina dreymdi að
kerlimg ein kæmi til hemmar og
kvað:
Gengið hef ég um garðinn móð
gleðistundir dvina
hauskúpuna heillin góð
hvergi finn. ég miraa.
Kúpa kerlimgar hafði komið
upp úr gröf, skoppað út í garðs
horn og ekki látin niður aftur.
BÓKMENNTIR LISTIR
Framh. aif bls. 7.
Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk. atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrœnt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
í Laufi og stjörnum, er húm-
ströndin alltaf nálæg.
í ljóðinu Úr þögn og nótt,
líkir skáldið sér við söngfugl
á öxl landsins, sem situr und-
ir sólskinshamri. í ijóðinu er
talað um turna, sem spruttu úr
grasi
af hreinni ástríðu
ástœðulaust
eins og listin fegurðin
og fljótið.
Hvort einhver kann að
leggja sl'íkan dóm á ljóð Snorra
Hjairfcairsoniair, skai ósagt liátið.
En fáum skáldum auðnast að
reisa jafn glæsta og vandaða
turna og honum, þótt ástund-
un þeirra sé meiri.
1 Laufi og stjörnum. kemur
Snorri Hjartarson til móts við
hinin nýja skáldsikap með óvé-
fengjanlegum hætti. Hanr. er í
þessari bók frjálsari en áður,
óbundnari af hefð og hvers
kyns fjötrum. Lauf og stjörn-
ur, er bók, sem vinnur á. Sá
fullkomnunarsvipur, sem var á
fyrri bókum skáldsins, og
stundum leiddi til þess að mönn
um sást yfir boðskap lióðanna
og styrkleika einstakra mynda,
í þægilegri vímu kliðmjúkra
orða og hendinga, er að mestu
horfinn. Það þýðir ekki, að
Snorri hafi kastað vandvirkn-
inni, fáguninni fyrir borð.
Þvert á móti. Hann hefur að-
eins losað ljóð sin við skraut-
ið; þau birtast nú sjónum les-
andans naktari en óður. Það
þola þau vel, vegna þess að
skáldið á heitt hjarta, sem
lesandinn heyrir slá ír.eð nýj-
um em þó steirkum hætti. S-nioriri
er í Laufi og stjörnum, í miðj-
um hópi þeirra skálda, sem
ráða örlögum ísleinskrar nú-
tímaljóðagerðar; ekki þess
skáldskapar sem var veru-
leiki í gær, heldur beirra ljóða,
sem eru dagsins í dag og dags-
ins á morgun.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
29. júind 1969