Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Blaðsíða 6
BÖKMENNTIR OG LISTIR i TiirJja fpr.s' Þjivu" ifpa^ ijaa ifjíu u gjarfjM ÍSLENSK NÚTÍMALJÓÐUST 13. grein — Eftir Jóhann Hjálmarsson ÁTTHAGAR HVÍTRA SÖNGVA SAGAN um Islendkugimin, sem fór til Noregs að læra málara- list, en kom heim skáld, er mörgum kunn. t>essi rnaður var Snorri Hjartarson. Snorri hætti að vísu að mála á striga, en sneri þó ekki baki við málara- listinni, því fá eða engin ís- lensk nútímaskáld eru jafn bundin og hann af sjónarmið- um listmálarans. Hann er mynd listarmaður í skáldskap framar öðrum. Landslagsmálarinn Snorri Hjartarson birtist okkur fyrst í Kvæðum, áráð 1944; síðan hef- ur myndræn orðlist hans tekið breytingum, en löngum komið upp um hve mál irahstin er honum hugfólgin og hve þroskavænleg hún hefur reynst skáldskap hans. í ljóðinu Það kallar þrá, lýs- ir hann fjallinu á þessa leið: taumftmtmuRBww&afwtgaæfífffmmmgfmígamœm SNORRIHJARTARSON Flughamrabrabt og rökkurdimmurautt rís það úr breiðum öldum laufgrœnna hœða, löðri hvítra blóma og lágum móagárum. — — — í grænni kyrrð, segir frá því hvernig hugur skáldsins tengist töfrum landsins. Fyrst i erind- ið er mynd: hugsjónina ofar öllu, en veit að tiil 'þess að hoiin rætist þarf að vera friður ó jörðu. Önrauir bóik Snorra Hjartarsonair Á Gnita- 1 grænni kyrrð við stríðra strauma nið, strengleik sem svalar vegamóðri þrá, á stráum vorsins undir ungum greinum einförull gestur ríð ég hœgt fram dalinn. „Dögglituð heiðin vakir eftir mér“, stendur í lok kvæðisins. Kvæði, fjalla um heimkomu skáldsins, gleðina að eiga sér jafn fagurt land og fsland: Ég teyga hljómdýrð mitt þráða ástarland, En Snorra Hjartarsyni er fleira til lista lagt en draga upp skrautlegar mynjir af ís- 'iemskri nátitúru; máil bans er til dæmis óvenju máttugt og hljóm mikið. Ljóð hans bera líka svip samtímans, þeirra vandamála, sem maður þessarar aldar á við að etja. Hann setur fegurðar- heiði, sem kom út 1952, ber þess vitni í ríkum mæli, að land heiðríkjunnar fær ekki að una ósnortið við fjallakyrrð sína til hinsta dags. Heimur- inn dregur það inn í hildar- þína þyrstum augum, og hverf til þín. (Heima). leik sinn, setur því kosti, spyr hina nývöknuðu þjóð þess hvar hún vi'lji sikipa séir í sveit. „Sotf ið þið? Jö'rðin eir lositin reimami og lævi“, spyr skáldið í kvæð- inu í garðimim, og hið mikla kvæði í Eyvindarkofaveri, hefst á þessum orðum: „Líf: frel'si: við flýjum í útlagans spor á fjöll undan kröfum og dóamuim hetfðar oig annia“. Oig skáldið heldur áfram: sjá flœrð og þýlund hreykjast í hæstu sætum, hugsjón og göfgi sparkað á dyr og frelsi smáð og fjötrað á opnu svæði — Harður og þungur jódynur truflar veröld hjartans. En kvæðinu lýkur „í trú á sigur sannleiks og réttar“, hinn nýi útlagi hlýðir kallinu um að rísa „gegn áþján dauðans“, horfir fram á „heilli gjöfulli tíma.“ Skáldið lætur ekki hugfallast. í kvæðinu Hamlet, þar sem Danaprinsinn verður tákn þess, sem berst gegn vélráðum heims ins, er þessa huggun að fmna: er svikabálsins sorarauðu tungur syngja þér kvöl og dauða vinnurðu á þeim seka og efnir heit þín sterk og hrein. Bjartsýni Snorra á ef til vill rætur sínar að rekja til þeirr- ar vissiu um ríki sásíialisffmans, sem leynir sér ekki í Á Gnita- heiði. í kvæðinu um Eyvindar- kofaver, er sagt frá sókndjörfu liði, og engu sé að kvíða, því hin rauöu log oig ljóoni. í kvæð- inu Til Kristins, þar sem lýst er vonbrigðum eftir sjö ár frá lýðveldisstofnun, er talað um varðiald, sean bnemnii: „vakað er og horft þar í heima tvo.“ Engum blöðum er um það að ffletta, að Sraomri Hjartanson telur Kristin E. Andrésson þar fremstan í flokki. Kristinn hef- ur líka verið óþreytandi við að lofa skáldskap Snorra, ekki síst fyrir það fyrirheit um „sóldag hins sanna frelsis“, sem honum hefur þótt ljóð hans mnblásin af. Eins og ráða hefur mátt af þeim dæmum, sem brugðið hef- ur verið upp hér að framan, er ljóðagerð Snorra Hjartarsonar með nokkuð hefðbundnu sniði. Með því eru ekki öll kuri kom- in til grafar. Snorri er maður formsins, fágun ljóða hans er göldrum líkust. En Snonri Hjartarson er ekki hetðbundið skáld í þeim skilningi, að hann sttiyðjist einigönigiu við gamla bragarhætti, hirði ekki um að bæta nýjum þráðum við skáld- skaparvefinn. Snorri befur til dæmis lært mianglt atf emsikium skáldum, enda játað ófeiminn tengsl sín við þau. Hvernig Snorri skiptir setningum í miðj um Ijóðlínum er óvenjulegt í íslenzkri ljóðagerð. Gott dæmi um hið sérkennilega fcrm, sem hann grípur stundum til, er Á Gnitaheiði: Sá ég ei fyr svo fagur- fjöllitan dag: nýr snjór í grœnu grasi, rauð og gul lauf í snjónum, fellið rís úr ryðbrúnum trjánum mjall- rekið og blátt, stál- gljátt og silfurhvítt: söng-rún á sverð-tungu. Myrknœttið skríður úr höll hins glóðrauða gulls. Hver gengur til vígs í slóð þess? dagur, ó líf! Þetta íburðarmikla ljóð, sem er líkast málverki, er stuðlað samkvæmt fornri venju. En það er varla annað en stuðlarnir, sem minna á hefðbundinn kveð- skap. Snorri notar líka hálfrím meira en önnur íslensk nútíma- skaid. Ljóðið um Jónas Hall- grímsson í Kvæðum, hefst á þessum tveimur erindum: Döggfall á vorgrænum víðurr. veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrœnublœ. Stjarnan við bergtindinn bliknar brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. í fyrra erindimu ríma saman orðin víðum — heiðum — góð- um, í seinna erindinu blikn- air — siokkraair — vakniair. Enin betra sýnishorn hálfríms er ljóð ið Rökkur. Þannig eru tvö fyrstu erindin: Rykgrátt rökkurtóm rekur dagsins spor, ómlaust ilmlaust húm inni í sjálfum mér. Blælygn blökk og löng blasir nóttin við; Ijósum lýrustreng leitar höndin að. í hópi þeirra ljóða í Á Gnit- heiði, sem taka mið af samtíð- inni, er Vísa. Þetta litla en magnaða ljóð lýsir þeirri mar- tröð, sem þrúgar þjóðir, sem komist hafa að raun um hvað stríð er, eða eru haldnar ótta við yfirv'ofandi hieiimissityrj öld. Okkur dettur helst í hug jap- önsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí, sem fengu að kynn- ast nýrri og geigvænlegri vopn um en dæmi voru til um í maninkyniasiöiguinini. Hér nýtuir myndsköpun Snorra sín til fullnustu, m.a. vegna þess að hann ofhleður ekki Ijóðið, held- ur lætur nægja einfaldar en þó kraftmiklar myndir, og er það í anda þess harms, sam ljóðið tjáir: Fljúga svartir hrafnar í hræköldu myrkri Bleik kona bláeyg með korngult hár Ég kem utan úr myrkrinu kem úr valnum brjóst mitt er eins og jörðin þar sem borgin var Systir bittu mér siðuband systir móðir Hún réttir fram hendurnar rauðar fyrir sárum leifar af höndum sem hvítur loginn sleit Sjá hér er móðir þín Móðir hér er ég í þessu ljóUi hefur Snorri að mestu losað sig við það, sem einkennir hefðbundinn islenzk- an skáldskap, stuðlasetningin er veik, rím fyrirfinnst ekki. Ljóðið er í frjálsu formi, auk þess sem greinarmerkjum er sleppt. Fleiri Ijóð í Á Gnita- heiði sverja sig í ætt við Vísu, til dæmis upphafsljóð bókar- innar Dans, og einnig Ferð. Dans, fjallar um „hús dags- ins á dimmri jörð.“ Hvatning- aroirðin: „Rekum liúmið á flótta!“, gegna veigamiklu hlut- verki í ljóðinu. Ferð, segir líka 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. jiúinií 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.