Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Síða 2
 ■ímM ' ■ W L ?.?■ jj§4 Leikhúsið í Epidauros, bezt varðveitta leikhúsið frá fomöld. Antigóna gegnt sætum áhorfenda. Þar komu leikarairnir fram, en kór- inm lék listir sínar eins og áð- ux á dansfletinum fyrir neðan. III. Þegar menn á vorum dögum ræða um griska harmleika, eiga þeir fyrst og fremst við verk snillinganna þriggja, Aiskýlos- ar, Sófoklesar og Evrípídesar, enda hófu þeir þessa listgrein til æðstu fulkomnunar. Aiskýlos var fæddur árið 525 eða 524 f. Kr. b. í Elevsis, höfuðsetri launhelganna grísku. Hann andaðist í borginni Gela á Sikiley árið 456. Sófokles var fæddur í þorp- inu Kolónos, skammt frá Aþenu áirið 496 eða 495 f. Kr. b., en andaðist í Aþenu árið 406. Evrípídes var ættaður frá þorpinu Phlýa í Attíku, senni- lega fæddur árið 484 f. Kr. b., en hann andaðist árið 406, við hirð Airkelaosar konungs í Makedoníu. Skemmtileg sögn hermur, að allir hafi þessir frægu þne- menningar, hver á sinn hátt, verið tengdir úrslitabaráttu Aþeninga og alls Grikklands við Persa í orustunni við Sala- mis áirið 480 f. Kr. b.: Aiskýlos bairðist í orustunni og gat sér mikið frægðarorð fyrir hreysti- lega framgöngu, Sófokles, þá fimmtán ára að aldri, var fyrir fegurðar sakir og atgervis kjarinn til að stjóma kór æskumanna, sem dönsuðu á sigurhátíðinni, og Evrípídes, segir sagan, fæddist á eynni Salamis einmitt daginn, sem or- ustan var háð. Hvort sem þessi sögn er í öllum atriðum rétt, þá er hitt víst, að hún túlkar vel á sinn hiátt þamn ávefetmgj'amiLega sann- leiik, að allir voru þeir slkáld- bræðumir ífullu fjöriá blóma- skeiði því, sem rann upp £ Aþenu eftir sigurinn yfir Pers- um. Við þann mikla sigur mun þeim, eins og svo mörguim öðr- um frægum og ágætum sam- tímamönnum og samlönd- um þeirra á 5. öld hafa vax- ið ásmegin Hér, í stuttri grein, er þess engiinn kostur a® reíkja sér- kenni þeirra Aiskýlosar, Sófo- klesar og Evrípídesar hvers um sig. Almennum lesendum, sem vildu fá nánari vitneskju um það efni og þróun leiklist- ar í Aþenu, ætla ég að leyfa mér að benda á inngang með þýðingum mínum, annars vegar á Antígonu SófoklesaT, sem kom út hjá ísafoldarprent- smiðju 1961, og hins vegar á Agaim.emnon Aiakýlosar, sem Menningarsjóður gaf út 1967. IV. „Sæll er Sófokles, sem varð maður langlífur og hamingju- samur, miklum og góðum gáf- um gæddur, höfundur margra harmleika. Og ævi sinni lauk hann án þess að hafa orðið nokkru sinni fyrir barðinu á ógæfunni.” — Þannig komst gamanleikaskáldið Frýnikkos að orði, nokkrum mánuðum eft- ir aldlát Sófoklesar, í leikriti sínu „Menntagyðjunum”, sem sýnt var fyrst í sama sinn og „Froskarnir" eftir Airistofanes. „Engan skal sælan prísa fyr- ir sitt endadægur”, var mikil- vaegur þáttur í lífsspeki Grikikja. Gætir þessarair skoð- unar mjög bæði í leikritum Sófoklesar og í sagnariti vin- ar hans, Herodots. Þegar Sófo- kles var andaður, var mönnum óhætt að prísa hann sælan. Hann hafði hlotið í vöggu- gjöf allair þær náðargjafir for- sjónarinnar, er Grikkir töldu raauðsynlegar til að geta lifað vel og stórmannlega: Hann var maður góðrar ættar, auð- ugur, vitur og svo glæsilegur að vexti og yfirbragði, að mönnum varð starsýnt á hanin. Fram yfir þetta e.r ekki mik- ið vitað um einstök æviatriði Sófoklesair. En það, sem það er, styðuir það allt og skýrir þessa heildarmynd af Sófoklesi sem einstökum ástmegi guðanna: Aðeins 15 ára að aldri er hann fyrir sakir fegurðar og atgerv- is kjörirun til að dansa og syngja á sigurhátíð Aþeninga eftiir orustuna við Salamis. Hann hineppti fyrstu verðlaun í fyrsta skiptið, sem hann keppti sem leikritaskáld á há- tíð Díonýsosar, og það þó að meðal keppinauta hans væti sjálfur Aiskýlos. Hann var kjörinn hershöfðingi eða „stnategos”, sem þótti mikil virðingar- og ábyrgðarstaða, í stríði því, sem ksnnt er við eyna Samos. Hann var einn af þeim tíu mönnum, sem Aþening ar völdu á stund neyðarinnar eftir ófarimar á Sikiley til að veita ríkinu forstöðu og koma málefnum þess aftur á réttan kjöl. Til er skemmtileg svipmynd af Sófoklesi í veizlu á eynni Kíos. Söguna segir íon frá Kíos, sem sjálfur var höfund- ur harmleika og jafnvel heim- spekirita. Sagan er úr bók, sem hann samdi um kyoni sín af frægum mönnum. Þó að sú bók sé nú að vísu glötuð, hafa ein- staka söguir úr henni varð- veitzt í öðrum ritum. fon segir: „Ég hitti skáldið Sófokles á Kíos, þegar hann hafði harstjóm og var á leið til Lesbeyjar með flota sinn. Hann var maður stónvel gef- inn og allra manna veizluglað- astur. Hann var þá í boði Hermesílasar, sem var konsúll Aþeninga. Þá er hinn ungi skutilsveinn kafroðnaði, þar sem hann stóð við eldinn, spurði Sófokles hann: „Er þér hugleikið, að ég skemmti mér vel í veizlunni?” — Þegar sveinninn játti því, hélt Sófo- kles áfram: „Vertu ekki með neinn asa, þegar þú ert að koma eða fara með bikairinn minn!” Sveinninn roðnaði enn meir við þessi orð. En Sófo- kles sagði við gestinn, sem næstur honum var: Enn hve Frýnikkos komst vel að orði, þega,r hann orti svo: „Logi ást- arinnair bremnur á purpura- rauðum vöngum!” —• Þessu svaraði Eretreumaðurinn, sem var skólastjóri: „Ég veit, að þú ert skáld gott, Sófokles. Eigi að síðu.r hafði Frýnikkos rangt fyriir sér að kalla kinn- ar direngsins purpurarauðar, því að ef mólari hefði notað purpuralit til að mála kinnar sveinsins, hefði hann hætt að sýnast fallegur. Vita-nlega eiga menn ekki að bera það, sem er fagurt, saman við hitt, sem ekki er fagurt ásýndum. Sófokles brosti að Eretreu- manninum og sagði: „Þá fellur þér, vinur minin, ekki í geð ljóðlínan eftir Símómídes, þó að Grikkjum þyki hún mjög fal- leg: „Mærin mælti purpura- rauðum munni.” Eigi mun þér heldur geðjast að skáldinu, sem kallaði Apollon „gullinhærð- an”. Því að ef einhver málari sýndi Apollon glóhærðan, en eigi dökkhærðan, yrði myndin lakari fyrir bragðið. Og ekki þætti þér þá xniikið koma til skáldsins, sem sagði, „hin rós- fingraða”. — því að ef einhver málalði fingur róisrauða, þá vseri hann að sýna hendur á litunarmanni, en ekki á fagurri konu”. — Allir hlógu, en Eretreiumainininin satti hljóðian við þessa ofanígjöf. — Sófokles tók þá aftur upp samtalið við skutilsveininn. Hann spurði sveininn, sem var að reyna að ná burt með litlaifingrinum ein- hvenri smáögn, ssmm flaut ofan á víninu í bikanpum, hvoirt hann gæti séð ögnina. Þegar hann kvað svo vera, sagði hann honum að blása hana of- an af, svo að hann þyrfti ekki að væta á sér fingurinn. Er drengurinn bar andlitið nær bika/rnum, færði Sófokles bik- arinn næir sínum munni, þannig að höfuð drengsins yrði nær hans. Þegar höfuð þeirira snert- ust næstum því, lagði Sófokles handlegginn um hálsinn á sveininum og kyssti hann. Þá kvað alls staðair við lófatak, hrópað var og hlegið, af því að hann haflði laðað sveininm til sín svona kunnáttusamlega. En Sófokles mælti: „Ég er að leika listir hershöfðingjans, vinir mínir. Anmairs segir Períkles, að endia þótt ég sé skáld, sé ég lélegur hershöfðingi. En finnst ykkur ekki, að ég standi mig nógu vel í herstjórnarlist- inni, þegar um ástina er að tefla?“ — Alltaf var Sóflokles sneisafullur af gamanyirðum og fyndni, þegar hann var í veizl- um eða í vinahópi. En á stjórn- málasviðinu var hann hvorki snjallari né atkvæðameiri en hver arenar góður samborgari hans í Aþenu.“ Þannig farast orð samtíma- manni Sófoklesair, íon frá Kíos. Þessi saga minnir ósjálfrátt á ummæli þau, sem höfð eru eft- ir Sófoklesi í „Cato Maior" eftir Cicero. Þar segir: „Vel komst Sófokles að orði, þá er hann vair spurður á gamals aldri, hvart hann nyti enn ásta: „Drottinn minn dýri!“ sagði Sófokles, „ég er feginn að vera laus við þann fjanda. Mér finnst ég vera sloppinn úr vistinni frá ruddale'gum og ofsafengnum húsbónda." V. Nú hafa þau miklu og ágætu tíðindi gerzt, að Leikfélag Reykjavíkur, undir forystu Sveins Einiatrssonar, leikhús- stjóra, hefur ráðizt í að sýna einn af þeim sjö harmleikum Sófoklesar, sem varðveitzt hafa, „Antígonu", í snilldarlegri þýð- ingu í bundnu máli, er gert hefur Helgi Hálfdánarson. Með því að höfuiidur þess- arar greinar var viðstaddur frumsýningu þessa verks á ís- lenzku leiksviði núna, suninu- dagskvöldið 28. des. s.l., getur hann um það borið, að hér er um merkan éfanga að ræða í íslenzkri leikhússögu. Ber Reykvíkingum og öllum öðrum löndum vorum skylda til að sýna slíkri menningairviðleitni, sem þessi stórmerlka sýning bex vitni um, verðugan sóma, m.a með góðri aðsókin og vakandi áhuga. Eins og vikið vair að í upp- hafi þessarar greinar, er hið bezta í bókmenntum heimsins síungt og skiljanlegt hverjum mennskum man-ni, hvar og hve- nætr sem hann kann að hafa vaknað til lífsins á þessari jöað. „Antígonia" Sófoklesar er í þessum flokki. Með hliðsjón af sýningu Leikfélags Reykjavík- ur nú þykir hlýða að faira um þetta fræga leikrit og efni þess nokkrum oirðum. Antígóna Sófóklesar Sá mundangsás, sem allt snýst um í þessum harmleik, er spumingin: „Hvar em eðlileg takmörk ríkisvaldsins gagnvart einstaklingnium?" — Þessa spumingu gaumgæfir skáldið á ýmsa vegu og bregður á hana óvæntu ljósi. En hann gerir það ekki aðeins á fræðilegan hátt eins og heimspekingur, heldur með því að skoða spurn iniguna í þeinri skuggsjá, sem eitt skýrt afmarkað tilvik leggur skáldinu upp í hendur: Er ríkisvaldinu heimilt að láta refsidóm sinn einnig ná til fall- ins andstaeðings? Eru efkki skyldur ættarinnar við sína nánustu, m.a. jarðarfararskyld an, æðri öllum boðum verald- legria valdhafa? í þessum harmleik Sófokles- ar er Kreon, hinn nýi konunig- ur í Þebu, fulltrúi ríkisvalds- ins. Afetaða hans til hins fallna fjandmanns ríkisins, Polýneikesair, mótast ekki af persónulegu hatri, heldur af réttmætu hatri á óvini ríkisins, já, af þeirri skyldu stjómand- ans að láta refsingu hans verða öðlrum víti til vamaðar. En Kreon er auk þess nýsetztur í hásætið og þess vegnia enn ákafari að sýna, að hann muni stjóma af röggsemi og skör- ungsskap. En hér við bætist, að Kreon aðhyllist greinilega lífs- skoðun, sem vaa- að ryðja sér til rúms í Aþenu um miðja 5. öld f. Kr. b. eða um svipað leyti og Sófokles samdi þenn- an harmleik: skynsemistrúin, sófístíkin, sem allt sitt traust setti á „h,eilbrigða“ skynsemi. Áhangendur þessarar stefnu litu með kreddukenndum þótta niður á hina, sem enn trúðu á guðina og handleiðslu þeinra. Töldu þeir sér bæði leyfilegt og skylt að ryðja sér til rúms skilyrðislaust og tillitslaust. Á Kreon orkar það t.a.m. ekki hið minnsta, að mærin un-ga, Antí- góna, sem ein gerist til að bjóða honum og ríkisvaldinu byrginn, er jafnlflramt unnusta einkasonar hans. Hann steypir henni í glötun jafnt fytrir það. Sjálfsánægjan og öryggið í framkomu Kreons stafa af því, að hann einn þykist mæla af Frtamlhiailid á bflis. 9. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. jiainúar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.