Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1970, Blaðsíða 8
Rabb Framhald af bls. 12. miðað við œskuna en áður. Mann- frœðingurinn Margaret Mead segir: „Heimurinn er í sífellt auknum mæli sniðinn eftir skoðunum ungu kynslóðarinnar“. Þar af leiðir að bilið milli kynslóðanna fer fremur vaxandi. Á áttunda tugnum mun íbúatala heimsins vaxa úr 3.600 milljónum í 4.300 milljónir. Allar mikilsmeg- andi þjóðir munu gera gífurlegt átak til að koma í veg fyrir meng- un á andrúmslofti og náttúrunni. Trúlega verða venjulegar bifreiðar bannaðar víða en rafbílar munu koma í auknum mœli í þeirra stað. Því hefur verið spáð að fólk í sumum stórborgum verði að ganga með súrefnisgrímur eftir nokkur ár, og að þess sé ekki langt að bíða, að allt líf í sjó verði aldauða fyrir sakir mengunar. Hin miklu heimskaut í stjórn- málum verða ekki eingöngu Wash- ington og Moskva eins og verið hef- ur. Talið er, að Bandaríkin og Kína muni nálgast eitthvað, en rússneski rithöfundurinn Amalrik hefur spáð, að Kínverjar muni hefja stríð við Rússa um 1975 og muni það leiða af sér innbyrðis átök og byltingu í Sovétríkjunum sem steypir nú- verandi stjórnskipulagi af stóli. En af því gœti fœðzt lauslega tengt samband margra ríkja, ekki ólíkt brezka samveldinu. Deilur Araba og ísraelsmanna gœtu orðið 100 ára stríð nútim- ans, og líklegt er að víða um veröld verði smástyrjáldir. Um það segir Arnold Toynbee: „Óánœgja og óeirðir, sem nú eru víða um heim, munu taka á sig harkalegri mynd í sífellt harðsnúnara ofbeldi. Satt að segja býst ég við smœrri borg- arastyrjöldum í stað heimsátaka". En hvað mun áratugurinn bera í skauti sínu fyrir Islendinga? Um það fara hinir vísu framtíðarspá- menn heimsbláðanna ekki mörgum orðum, en trúlega mun hann mark- ast af fyrstu þátttöku okkar í frí- verzlunarbandalagi, sem líklega gœti orðið að stœrri og voldugri efnáhagslegri heild síðar. Við mun- um fljótlega ná okkur upp úr hin- um efnahagslega öldudal, en á nœsta áratug og sjálfsagt ler^utt munu hverskonar framfarir liða fyrir, að skólakerfið er vanþróað og lélegt. Ekki er enn séð fyrir end- ann á þeirri þróun að hrúga sem flestu á hendur ríkisins, þótt fyrir- tæki og einstaklingar stynji nú þungan undan því að mata risann. Fólksflótti til annarra landa mun þess vegna halda áfram i einhverj- um mæli, meðan haldið er áfram hinum gengdarlausa skattpíningi, samfara útþenslu á ríkisbákninu. Þar sem aðálatvinnuvegir eru háðir veðráttu, geta fimbulvetur og ísaár sett óvænt strik í reikninginn, en ugglaust verður efnáhagur lands- manna gerður óháðari gœftáleysi og kálskemmdién næsta áratuginn. Gísli Sigurðsson. Norður 4 G-6-3-2 V 10-5-3-2 ♦ G-7-6 * 8-5 Vestur 4 D-10-9 V Á-D-G-9 4 9-4 4 D-G-10-9 Austur 4 K-7 V K-8-7-6 4 D-10-8-5-2 4 7-3 Eftirfarandi spil vax spilað í tvímenm- ingskeppni ekki alls fyrir löngu. Er spilið lærdómsríkt og skemmtilegt því það sýnir, að ekki er ástæða til að gefast upp þótt útldtið sé slæmt. Norður A Á-7-4 V Á-K-5 4 K-10-9-8-7-4 4 3 Vestur 4 K V G-7-6-4-3 4 5-2 4 Á-K-9-8-2 Austur 4 D-G-10-9 8-6 V D-10 4 G 4 7-6-5-4 Suður 4 5-3-2 V 9-8-2 4 Á-D-6-3 4 D-G-10 Saigmir gengu þammáig: Vestur — Norður — Aust.ur — Suður 1 Lauf Dobl 1 Spaði 2 Tíigtar Pass 5 Tíglar Allir pass Við öll borðin lét Vestur út spaðakómig í byrun. Flestir sagnihafanmia gáfu og þar með töpuðu þeir spiliniu, þvi þeir höfðu eikki efnd á a’ð gefa stag á spaða. Örfáir unmu spilið og þeir gerðu það þanmig: Spaðakóngur var drepinm með ási, laufa 3 látinm út og Vesbur fékk staginm. Vestur lét út hjarta drnepið í borði með ási, tromp látið út og drepið heima með ási. Nú var laufa drottning látim út, Vestur drap og sagnlhafd tromp- aði í borði. Eimn var tromp ilátið úr borði, drepið heima með drottnimigu, laufaigosi látimn út og spaða kastað í úr borði. Næst tók sagnhafi kónig í hjairta og lét, hjarta í þriðja simm og Vestur fékk slaiginin. Vestur átti nú aðeims hjarta og Lauf og er saimia hvað hainm lætur út sagnhafi trompar heima og kastaæ spaða úr borði og á síðan afgaraginm á trompin í borði. í etftirfairandi spili sýnir Norður félaga sínum mikið traust, þegar hamm segir á afar léleg spil. Suður sýnir einmig að hianin er þessa trausts verðugur, með því að vimna spilið á skemmtileg- am hátt. Suður — Vestur — Norður — Austur 1 Lautf 1 Hjarta Paiss 2 Hjörtu 2 Spaðar Pass 3 Spaðar Pass 4 Spaðar Pass Paiss Pass Suður 4 Á-8-5-4 V 4 4 Á-K-3 4 Á-K-6-4-2 Suður hafur vatfalaust verið mjög undrandi þegar hainm sá spil félaiga sins, ákvað þó að gefast ekki upp. Vestur lét út hjartaás og anmað hjarta. Sagmlhafi trompaði heima, tók laufaós og kónig, lét lauf í þriðja sinin, trompaði í borði með spaða 2, em Austur trompaði yfir mieð spaða 7. Auistur lét út hjarta, sagnlhafi trompaði heima, tók spaðaás, lét þvínœst út lautf, trompaði í borði, lét út síðasta hjantað og trompaði heima með síðasta trompinu. Nú tók sagnlhaifi ás og kónig í tígli, lét út laiuf og Vestur fær aðeims stag á spaða drottningu og sagnlhafi fær alltatf slag á spaðagosanm og vamm spilið. — ERLENDAR BÆKUR ________________________/ Eilert Sundt: Om Giftermal i Norge. Universitetsforlaget, Oslo, 1967. Á kápu bókarinnar stendur að Eilart Sundt (1817—1875) sé mesti félagsfræðingur norskur bæði fyrr og síðar. ! tilefni af því að 150 ár voru liðin frá fæðingu hans, var þetta rit hans gefið út að nýju árið 1967, en þá var liðin heil öld og einu ári betur síðan það birtist fyrst. Verk þetta er tal- ið algert brautryðjendastarf í félags fræðilegum rannsóknum 1 Noregi, en Sundt sýnir fram á samhengi milli fæðingatölu og fjölda hjóna- banda nokkrum áratugum síðar. Var rannsóknum þessum stefnt gegn þeim, er töldu hjónaband afleiðing af lauslæti almúgans eða bundið fjárhagslegri afkomu. Rit þetta veitir einnig margvíslega inn sýn í félagsleg kjör alþýðu í Noregi á síðustu öld, og miðlar fróðleik um lifnaðarhætti almúg- ans og þykir á því sviði einnig ómetanleg heimild. John Jones: On Aristotle »nd Greek Tragedy. Oxford University Press, New York, 1968. Þessi bók kom fyrst út árið 1962, en hefur nú verið gefin út að nýju í ódýrara broti. Höfundur lætur þess getið, að verk þetta sé hugsað sem hið fyrsta af þrem, þar sem fjallað skuli um á hvern hátt sjálfsvitund söguhetja er komið til skila í vestrænum skáld- skap. Hvert bindi getur þó staðið eitt sér. i þessari bók rannsakar höfundur þann skilning sem Forn-Grikkir lögðu sjálfir í efnis- val og efnismeðferð leikritaskálda sinna. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um hið fræga verk Aristótel- esar um skáldskaparlistina og skilning síðari tíma fræðimanna á því verki. Heldur höfundur því fram, að mönnum hafi sézt yfir þá áherzlu sem Aristoteles lagði á hið harmræna í breyttri og óstöð- ugri atburðarás, og það sé í henni sem harmleikurinn sé fólginn frek- ar en í örlögum einstakra per- sóna. Samkvæmt þessari kenn- ingu sinni fjallar höfundur síðan um leikrit Eskylosar, Sófóklesar og Evripídesar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22 desember 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.