Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Side 1
( 14 tbl. 12. apríl 1970, 45. árg. j
Ástmær
Gríms
og
tengdamóðir Ibsens
Grein uni Magdalene Thoresen — Eftir Einar Östvedt
Magdalene Thoresen
Henrik Ibsen var leikstjóri
við Bergens norske teater á ár-
unum frá 1851 til 1857. Það var
þá, sem hann komst í kynni við
Magdalene Thoresen. Magda-
lene var komin af góðum ætt-
um og umgekkst mennta- og
listafólk mjög. En þótt þau
Ibsen hefðu ýmislegt saman að
sælda á þessum árum kynntust
þau þó ekki fyrir alvöru fyrr
en hann tók að aðstoða hana
við uppfærslu ýmissa verka
hennar, ýmist þýddra eða frum-
saminna.
Þau Ibsen og Magdalene
voru gjörólík um flest. Hann
var óþjáll, hlédrægur og óör-
uggur í framgöngu en hún full
sjálfstrausts, ástríðufull og hug
djörf. Ibsen uppgötvaði fljót-
lega ýmsa eiginleika í fari
hennar, sem hann hreifst af og
hafði að fyrirmynd kvenna í
verkum sínum. Árið 1857 gerist
það svo, að Ibsen trúlofast
Súsönnu, dóttur Magdalene og
verður fastagestur á heimili
hennar.
Samband þeirra Magdalene
og tengdasonar hennar varð
aldrei verulega náið. Þau voru
of ólík, og auk þess var Ibsen
lítt hriíinn af mörgum megin-
dráttum ritverka hennar, líkt
og tilfinningaseminni og til-
gerðarlegu málfarinu. Með tím-
anum reyndi hann að sætta sig
við þá eiginleika hennar, sem
honum höfðu fallið illa og bréf
hans til hennar lýsa auknum
skilningi og sáttfýsi. Þó missti
hann stundum þolinmæðina er
á leið ævina. Og reyndar var
það ekki fyrr en árið 1864, er
Ibsen var seztur að í Róm, að
hann lauk upp huga sínum fyr-
ir tengdamóður sinni. Magda-
lene hafði þótt hinn ungi höf-
undur heldur kjarklítill og
uppburðarlaus er þau kynnt-
ust. Undir þetta tekur Ibsen
sjálfur í bréfi til hennar, rit-
uðu eftir að hann var seztur
að erlendis. Þar er því líkast
sem hann vilji sanna henni, að
hann hafi nægan kjark og þor
til þess að segja löndum sín-
um til syndanna og fer hörðum
orðum um dáðleysi þeirra,
hræsni og aðra spillingu, sem
hann kveðst ekki hafa komið
auga á fyrr en hann tók sig út
úr hjörðinni og gaumgæfði
hana úr fjarlægð.
I fyrstunni hafði Ibsen all-
nokkurn áhuga á ritstörfum
tengdamóður sinnar, og var
jafnvel nokkuð við þau riðiiin,
eins og segir að framan. Hann
skrifaði jafnvel um hana vin-
samlegan blaðadóm. Frú Thore-
sen var undir talsverðum áhrif-
um frá Björnson. Hún var hon-
um þrettán árum eldri, en sám
band þeirra varð nokkuð náið.
Hún var gagntekin af honum.
Það varð henni þungt áfall er
Björnson trúlofaðist Karoline
Reimers, vinkonu stjúpdætra
hennar, árið 1858. En ekki
hafði Björnson einungis áhrif á
Magdalene, heldur má einnig
finna áhrif hennar í verkum
hans sjálfs. Björnson hafði
mikla trú á hæfileikum Magda-
lene og hélt því óspart á loft í
ræðu og riti. Síðar meir breytt-
ust tilfinningar Magdalene í
garð Björnsons og kom svo
Henrik Ibsen.
Þetta er elzta mynd, sem til er af honum.
Eiginkona Ibsens, Súsanna.