Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Side 12
Fugla er að finna hvanretna
á hnettinum, og vart er til það
mannsbarn, sem ekki hefur rek-
izt á fugl einhvem tíma á æv-
inni. Fuglaskoðun í einhverri
mynd hlýtur því að vera æva-
fom tómstundaiðja. Má t.d.
nefna, að Aristoteles hinn fom
gríski spekingur gerði margvís-
legar athuganir á fuglum m.a.
1 sambandi við komur og brott-
farir farfugla.
Allt fram að heimsstyrjöld-
inni síðari voru þeir, sem við
fuglaathuganir fengnst þó til-
tölulega fáir. Xil þess tima var
lítið af tiltækum hjálpargögn-
um til fuglaskoðunar. Hand-
hækur um fugla voru fáar og
heldur óaðgengilegar fyrir
leikmenn. Sjónaukar voru
heldur ekki orðnir eins al-
mennir við fuglaskoðun og síð-
ar varð. Nú, þegar menn sáu
fugl, sem þeir báru ekki kennsl
á, var hann umsvifalaust skot-
inn til ákvörðunar.
Frá stríðslokum hefur áhugi
manna á fuglaskoðun aukizt
svo, einkum í Vestur-Evrópu
og Norður-Ameríku, að varla
er nokkur önnur tómstundaiðja
vinsælli.
Á Bretlandseyjum, þar sem
áhuginn er einna mestur, eru
fuglaáhugamenn af öllum stétt-
nm. James Fisher, frægur
brezkur fuglafræðingur, segist
hafa þekkt nokkra ráðherra,
forseta, 2 konunga, 2 hertoga,
2 prinsa, þingmenn úr öllum
stjómmálaflokkum, landbúnað-
arverkamenn, milljónamæringa
og yfirleitt menn úr öllum stétt
um. Flestum er kunnugt um
áhuga Filipusar drottning-
armanns á fuglum og náttúru-
Útgefandi: Hif. Árvakur. Reykjavik.
rramkv.stj.: Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar: Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónrton.
Ritstj.fltr.: Gisli SigurCsson.
Auglýsirgar: Árni Garöar KríjUnffon.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100.
Árni Waag
Fuglaskoðun
Hópur fólks við fuglaskoðun. Sjónauki er allt sem með þarf.
vemd. Það liggur við, að
áhugamenn um fugla þar í
landi séu jafn sundurleitir og
fuglarnir sjálfir.
Hér á landi, eins og annars
staðar hefur fugla- og náttúru-
skoðun aukizt verulega hin síð
ustu ár. Þessi áhugi á vafa-
laust rætur sínar að rekja til
þarfar nútíma mannsins að
snúa aftur til náttúrunnar;
uppruna sins.
Fuglaskoðun er ekki kostnað-
arsöm iðja. Hvergi þarf að
kaupa rétt til fuglaathugana.
Sjónauki, vasabók og blýantur
eru einu hjálpargögnin, sem
byrjendum er nauðsynlegt að
afla sér. Auðvitað er hægt aö
stunda fuglaathuganir án sjón-
auka. Fyrr en seinna komast
menn þó ekki hjá þvi að fá sér
hann.
Hér á landi er hezt að nota
sjónauka, sem stækkar 10 sinn
um. Hægt er að notast við minni
stækkun, en varla meiri, svo að
vel sé, án þess að nota þrífót.
Eftir að lagt hefur verið út
á braut fuglaathugana munu
flestir reyna að aHa sér ein-
hvers bókakosts um fugla. A
íslenzku er mjög lítið til af
fuglabókum, en Fuglabók Al-
menna bókafélagsins I mjög
góðri þýðingu Finns Guðmunds
sonar, hefur bætt úr brýnni
þörf. Bók þessa er auðvelt að
hafa á sér og myndir í henni,
bæði svarthvítar og í lit, auð-
velda mönnum að greina fugl-
ana. Fuglaskoðun verður ekki
stunduð að gagni, nema menn
þekki þá. Tegundafjöldi ís-
lenzkra fugla er ekki mikill og
þeir eru yfirleitt ekki vand-
greindir. Hér á landi þurfum
við ekki að hafa áhyggjur af
að greina t.d. kríuna okkar al-
kunnu. Á Bretlandseyjum og á
Norðurlöndum eru þrjár teg-
undir þerna svo líkar hver
annarri, að jafnvel reyndir
menn eiga í erfiðleikum með að
greina þær. Eins er með fleiri
tegundir víða erlendis. Hér á
landi ætti flestum að veitast
auðvelt að greina fuglategund-
irnar, en til þess þarf að sjálf-
sögðu nokkra þjálfun.
Þegar menn hafa æft sig í að
greina fuglana geta þe:r farið
að færa sig upp á skaftið eftir
því sem þekking og yfirsýn
eykst. Bezt er að byrja á ein-
földum athugunum eíns og að
skrá hjá sér komudaga far-
fugla, hreíðurfundi, athuga
náttstaði máva og vaðfugla.
Þegar um hreiðurfundi er að
ræða ber að tilgreina dagsetn-
ingu hreiðurfunda, eggja- eða
ungafjölda í hreiðrinu, gerð
hreiðurs, hreiðurstaðhætti, auk
þess má gjarna bæta við at-
hugunum um hegðun foreldr-
anna við hreiðrið.
Mikilvægt atriði í sambandi
við fuglaathuganir er að skrá
jafnóðum allar athuganir á
staðnum og treysta aldrei á
minnið. Jafnframt þessum byrj
unarathugunum þurfa menn að
lesa bækur um fugla til þess
að víkka sjóndeildarhringinn.
Þeir, sem lítið lesa komast
aldrei langt á sviði fuglaathug-
ana. Þegar menn hafa öðlazt
nokkra þjálfun í fuglaathug-
unum, þá mætti taka til rann-
sóknar fuglalíf ákveðins svæð-
is. Með skipulegum athugunum
þarf þá að ganga úr skugga
um hvaða tegundir verpi á
svæðinu, hvernig útbreiðslu
þeirra er háttað, hvert sé kjör-
lendi þeirra, hvenær þær verpi
og þar fram eftir götunum. Þá
mætti ennfremur taka til at-
hugunar lifnaðarhætti einnar
tegundar. Þetta eru aðeins ör-
fáar bendingar fyrir þá, sem
hafa hug á meiriháttar fugla-
athugunum. Af nógu er að
taka. Halda ber nákvæma dag-
bók yfir allt það er varðar
fuglaathuganirnar og frekar
skrá of mikið en of lítið. Gott
er að draga saman allar athug-
anir í lok hvers árs. Dýra'ræði
deild Náttúrufræðistofnunar
Islands, er miðstöð fuglarann-
sókna hér á landi og er æski-
legt að senda þangað úrdrátt
úr athugunum þeim, sem menn
hafa fengizt við. Þess skal get-
ið hér, að mjög góð dönsk bók
um þessi efni fæst oft hér í
bókabúðum. Heiti hennar er
„Jeg ser pá fugle", og er gefin
út af Politikens forlag.
Þá er þess og að geta, að
oft getur verið bæði gagn og
gaman af að hitta aðra menn,
sem einnig fást við fuglaathug-
anir og fuglaskoðun. Fugla-
verndarfélag íslands er eina
félag landsins, þar sem aðaltil-
gangurinn er helgaður fuglum.
Það heldur fræðslufundi um
ýmislegt það er varðar fugla og
stuðla þeir mjög að aukinni
þekkingu á íslenzkum fuglum.
Á sumrin efnir félagið til
fuglaskoðunarferða og er áætl-
að að fara nokkrar nú í vor og
í sumar. Allir þeir, sem áhuga
hafa á fuglum og náttúruvemd
geta gerzt félagar.
Fuglafræði er sennilega sú
grein náttúrufræðinnar, þar
sem leikmenn hafa getað kom-
ið að hvað mestu gagni. Aber-
andi er, að mikið af mestu
fuglafræðingum heims hafa ver
ið leikir. Brautryðjandi fugla-
merkinganna í lieiminum var
t.d. danskur bamaskólakenn-
ari. Höfundur eins mesta rit-
verks um fugla, sem gefið hef-
ur verið út í Bandaríkjunum
ATar kaupmaður, höfundar hók-
arinnar Fuglar íslands og Evr-
ópu, einnar merkustu bókar sem
gefin hefur verið út um fugla,
fyrr og síðar, eru leikmenn, og
þannig mætti lengi telja. Fræg-
er sagan um hina fjögurra
barna móður í grennd við
Chicago í Bandaríkjunum. Hún
samdi ritgerð eftir áralangar
athuganir i gegnum eldhús-
glugga sinn um eina algengustu
fuglategund í Norður-Ameríku.
Ritgerð þessi er notuð til
kennslu við velflesta háskóla í
Norður-Ameríku, þar sem
fuglafræði er kennd.
Þessi dæmi sýna okkur vel
hversu miklum árangri má ná,
ef áhugi, þrautsíigja, fómar-
lund og eldmóður er fyrir
hendi.
Hér á Iandi skortir tilfinn-
anlega bók um íslenzka fugla.
Enn sem komið er, er varla
unnt að hyrja á henni og er það
einkum vegna skorts á ná-
kvæmum frumheimildum.
Hér geta áhugamenn lagt sitt
af mörkum og þar með flýtt
fyrir samningu þessarar nauff-
synlegu bókar.
Lóan, farfugl, sem flestum finnst nátengdur vorkomunni.
.12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. aipríl ID^G