Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 8
Fólk gerir sér almennt þá
hugmynd um lífið í Egypta-
landi hinu forna, að það hafi
verið tröllriðið helgisiðum og
allt hafi snúizt um dauð-
ann og greftrunarathafnir. Þess
ar ályktanir eru dregnar af
því, hve Egyptar hinir fornu
vörðu miklum tíma sínum til
þess að reisa grafhýsi, einkum
handa konungum sínum og öðr-
um stórmennum og einnig til
þess að byggja stór og mikil-
fengleg hof. Ekki þarf annað
en hugsa til pýramídanna í
Giza, þar á meðal Pýramídans
mikla, sem nú stendur einn eft-
ir uppi af hinum sjö undrum
veraldar, eða til hins risa-
vaxna hofs Amun-Re i Karnak,
ellegar grafhýsanna í dal kon-
unganna, hinum megin Nílar.
Þá eru hof Sethis faraós fyrsta
í Abydos, Horushofið í Edfu
og fjöldi annarra hofa á bökk-
um Nilarfljóts. Allar þessar
byggingar og þessir staðir
voru nátengdir dauðanum og
öðru lífi.
Samt sem áður eru hinar fyrr
nefndu ályktanir aðeins réttar
að sumu leyti. Rétt er það, að
Egyptar vörðu miklu af tíma
sinum til þess að reisa bygg-
ingar tengdar lífinu eftir dauð-
ann, en ástæðan til þess var
sú, að þeir mátu jarðlífið svo
mikils, að þeir gátu ekki hugs-
að sér neitt æðra, en mega lifa
því áfram, er yfir um væri kom
ið. Þess vegna gerðu þeir sér
svo mjög far um að varðveita
líkami hinna framliðnu og fylla
grafhýsi þeirra hlutum, sem
þeir höfðu notað í þessu lífi.
Meðal annars, sem þeir grófu
með líkumum voru papýri, en
það voru ritföng gerð úr
papyrusstö-nglun'um; sumt af
þessu voru að vísu líkræður
og textar, en svo voru sögur
og ljóð og jaínvel hafa fundizt
skólastílar. Úr þessu og öðrum
hlutum, sem fundizt hafa í graf
hýsunum er unnt að gera sér
mjög skýra mynd af daglegu
lífi manna í Egyptalandi til
forna.
Siðmenning Egypta stóð í
rúm þrjú þúsund ár, og enda
þótt ýmislegt tæki breytingum
á þeim tíma, þá var menininig
þessi í aðalatriðum eins. Rík-
inu stjórnuðu goðbornir kon-
ungar, sem nefndust faraóar;
þeir voru aldrei kjörnir, held-
ur gekk valdið að erfðum.
Stundum komust þeir til valda
með því að kvænast dóttur eða
ekkju fyrrverandi faraós. Þeir
stjórnuðu með fjölda embættis-
manna af margs konar tign og
gráðum. Sumir þessara embætt-
ismanna voru úr konungsfjöl-
skyldunni og áttu sjálfkrafa
rétt á stórfenglegum grafhýs-
um er þeir dæu. Faraóamir
voru yfirmenn herafla síns og
flota og fóru oft fyrir þeim í
stríði. Æðsti borgaralegi
embættismaðurinn var vezírinn
eða forsætisráðherrann og
stjórnaði hann oft ríkinu með-
an faraóinn var í stríði.
Aðalatvinnu sína höfðu lands
búar af akuryrkju. f hinum
frjósama Nílardal ræktuðu þeir
hveiti, bygg og hör. Þessu
söfnuðu skattheimtumenn, en
um þá var geysimargt í Egypta
landi, og var þetta flutt í stór-
um bátum eða flekum og kom-
ið fyrir í hlöðum miklum. f
þrjá mánuði á ári hverju flóði
hið mikla fljót yfir bakka sína
og flutti með sér yfir landið
frjósama leðju langt ofan úr
fjöllum Abyssiníu. Meðan stóð
á flóðunum varð ekki unnið á
ökrunum, svo að mjög losnaði
um á vinnumarkaðinum; var
þessum vinnukrafti þá veitt til
bygginga hofa og grafhýsa, en
auk þess starfaði fjöldi iðn-
lærðra manna við byggingar
þessar allan ársins hring. Einn
ig varð að fylgjast með flóð-
háttum árinnar, því væri of
lágt í heinmi, þá banst eikiki niæig
leðja yfir akrana og var þá
hætta á uppskerubresti, en
yrðu flóðin of mikil, gat það
einnig haft alvarlegar afleið-
ingar.
Bókvísi var vísasta leiðin til
viðurkenningar og valda. Skrif
arastoólar voru á víð oig dreif
uim ríkið oig votnu þeir yfirleitt
tengdir hofunum. Hver einasti
faðir, sem hafði hug á því að
hefja son sinn upp úr verka-
mannastétt reyndi að koma hon
um í einn þessara skóla. Ekki
bendir neitt til þess að konum
hafi nokkurn tíma verið kennd
skrift og lestur, jafnvel ekki
þeim, sem voru af háum stig-
um.
Þeigar sikrifaramnir sömdiu verk
efni handa nieimiendom sínum
gripu þeir hvert færi, sem gafst
til að leggja áherzlu á mikil-
vægi listar sinnar. Sumir hinna
iburðarmiklu titla þeirra hafa
fundizt á veggjum grafhýsa
þeirra. Eru hér fáein dæmi:
„Blævængsberi hægri handar
konungsins," „Augu og eyru
konungsins," „Sendiboði ríkis-
inis,“ „Sikrifari Hóiruisiar, hinis
eflda uxa (þ.e konungsins).“
Af þessum og öðrum ástæð-
um var skrifarinn afar þýðing-
ingarmikill maður, ekki sízt
í sjálfs síns auguim. Sum vérk-
efnanna voru samin í áminning-
artóni, eins og eftirfarandi
verkefni, þar sem nemandinn
er varaður við því að láta ýms-
ar nautnir, þar á meðal vin,
bjór og konur, glepja sig frá
verki.
„Mér er sagt, að þú forsómir
skriftir; þú gefir þig að nautn-
um, reikir um strætin, þar sem
bjórþefurinn liggur í loftinu,
stefnir á vit glötuninni. Bjór-
inn, hann fælir menn (frá þér);
hann tortimir sálu þinni . . . “
„Vita skaltu að vín er við-
bjóður, leggðu eið að því, að
þú skulir ekki láta shedeh
(áfengur drykkur) inn fyrir
þinar varir; að þú skuiir aldrei
girnast flöskuna ..."
„ . . . Þú situr með dækjum,
alstokkinn olíu, blómkrónan
hangir þér um háls og þú slærð
trumbu þína . . . “
Og síðan: „Settu þér að verða
skrifari, svo þú megir stjórna
allri jörðinni . . . “ Það er að
segja, svo þú megir fá örugga
atvinnu hjá ríkinu og verða
undanþeginn sköttum. Svo sem
til áherzlu beinir kennarinn at-
hygli nemanda síns að þeirri
ógæfu, sem sífellt vofi yfir
mönnum i öðrum atvinnugrein-
um. Hér er tekið dæmi af jarð-
yrkjuimianniniuim: „Huigsiaðu þér,
hvernig fer fyrir jarðyrkju-
manninum, er uppskeran er
skráð. Meindýr éta helming
hennar og flóðhestarnir það,
sem eftir er. Músasægurinn
leikur lausum hala á ökrunum
og enigiisprottan fer yfir í
skýjum. Nautgripirnir háma í
sig og spörvarnir stela því,
sem þeir ná til. Vei jarðyrkju-
manninum . . .
Og svo stígur skrifarinn á
land og hyggst skrá uppsker-
una. Burðarmennirnir hafa með
sér stafi og negrarnir pálma-
greinar. Svo segja þeir: —
Komið með kornið. — Hér er
ekkert korn, — svarar garð-
yrkjumaðurinn. Svo er hann
lagður á grúfu og húðstrýkt-
ur; hann bundinn og honum
fleygt í skurðinn. Kona hans
er bundin í návist hans, börn-
um hans fleygt í fjötra. Ná-
grannar hans yfirgefa hann,
leggja á flótta og huga að sínu
eigin korni. En skrifarinn,
hann stjórnar öllu verki. Á
hann eru engir skattar lagðir,
því hann geldur sitt í riti. Vita
skaltu það.“
Þetta eru að sjálfsögðu vís-
vitandi ýkjur, enda þótt vissu-
lega færi oft mjög illa fyrir
bændum í slæmu árferði. Jafn-
vel getur farið illa fyrir bök-
urum: „Bakarinn stendur við
bakstur og leggur brauð á eld-
inin; höfuið bainis er inmi í eldofn
inum og sonur hans rígheldur í
fætur honum. Svo getur farið,
að sonur hans missi takið og
hann falli niður í eldslogana
. . . En skrifarinn, hann stjórn-
ar öllu verki, sem unnið er í
þessu landi.“
Ekki snúast þó allir, þessir
textar um uppfræðslu. Sumt
eru sögur af landaleitum og
ævintýrum, eins og „Sagan af
Sinuhe“. sem óttaðist um líf
sitt, flýði Egyptaland og varð
bedúína- eða hirðingjahöfðingi.
Þá eru „Visdómsbækur“, falleg
ástaljóð og furðusögur, sem
Egyptar höfðu ákaflega gaman
af. Ein þessara sagna fjall-
ar um það, er Kúfú, eða Keóp
faraó, sem reisa lét hinn mikla
pýramída (um 2700 f. Kr.) varð
leiður á lífinu og bauð Zaza-
monkh yfirtöframanni sínum að
finna sér eitthvað nýtt upp til
skemmtunar. Zazamonkh svar-
aði: „Ef yðar hátign þóknaðist
aðeins að færa sig til vatnsins
við Húsið mikla! Mannið einn
báta yðar öllum fegurstu ung-
meyjunum í höll yðar. Það
mun dreifa huga yðar og kæta
hja.rta yðar, ef þér látið þær róa
Eilt af undrum veraldar: Súl-
urnar í Karnak-hofinu, sem
Ramses II. lét byggja á 13. öld
fyrir uppliaf tímatals okkar. I
súlunum er hver steinblokkin
ofan á annarri og talið að hver
steinblokk vegi 60 tonn.
Við gröf Tutankhamons, þar sem ómctanlegur fjársjóður forn-
minja fannst árið 1922.
Leonard Cottrell
Líf
og dauði
Egypta
hinna fomu
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. miaí 1970