Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 15
Hann kallar ekki allt ömmu sína ÚT er kamið ribvierk eftir HaUdór Halldórssan, prófesisor. Baalíiuriiiar nefn- ir hamin islemzkt arðtjakia- safn. Söfn höfum við kallað hitt og annað, sem við höf- um dregið saman af görnlu, og geymum á öruggum stað, til varðveizlu og til sýnis fyr- ir fólk, svo sem þjóðminja- safn og náttúrugripasafn. Talshættirnir, sem Halldór ranglega kal'lair orðtök, eiga að vera síungir, og þeir eru mikilsverður hluti málsins. Þeir eiga ekki heima á söfn- um fyrr en málið er allt. Það er gott og blessað, að gefa út vísindalegt rit um upp- runa og æviferil talshátt- anina, og eyrnamarka hvern og einn þeim manni, er fyrst- ur kom með hann á bók, og vísa til markaskrár. Flestir talsháttanna urðu til í tál- máli allþýðunnar, en rithöf- undar kunnu suma og skreyttu mál -sitt á bókum. Flestir þeir, er á bækiur skrif uðu á seinini öldum voru skólagengnir menn, og sumir þeirra skrifuðu vont mál, blandið áhrifum framandi mála er þeir höfðu lært graut í. Þeir fara kannski rangt með suma talshættina og misskilja aðra. Hjá þeim finnast líka tálshættir, er þeir hafa hnoðað saman sjálfir, ef talshætti skyldi kalila suma hverja. Maður tínir það lak- asta úr af berjum og fleyg- ir, þegar komið er af berja- mó. Þessi bók Halldórs er gef- in út í stóru upplagi fyrir almenning, en hún er ekki fullnægjandi handbók sem slík. Það vantar handbók með talsháttum íálenzkrar tungu, og þeim einum, sem gæddir eru þeim einfaldleika og þrótti, er til laniglífis horf- ir. Þar þarf ekki að geta um uppruna hvers eins, enda eru fæstir upphafsmanna kunnir. Góður talsháttur stendur undir sjálifum sér. Tals- háttur er mynd í orðum, líking. Það er brugðið upp mynd, dæmisögu, athöfn, er á sér líkingu við það, sem um er rætt. Talshættir gera mælt mál og ritað áhrifameira og sterkara, ef þeir eru notaðir í hófi. En þeir hafia eikki fullt gildi, nema báðir sjái mynd- ina rétta, sá sem talar eða skrifar og sá sem hlustar eða les. Þegar myndskynjunin er horfin, má eins nota eitt orð í stað orðamyndarinnar. Hall- dór talar um að talshættir séu myndhverfir. Þetta minn- ir á ranghverfu, úthverfu. Getum við kallað dæmisögur Krists og annarra meistara, myndhverfur? Talshættir verða aliir til með sama hætti. Orðhag- ur maður gerir nýja orða- mynd og notar í frásögn eða tilsvari. Mynd, sem er nægj- anlega snjöl'l og auðskilin, öðlast líf, berst út meðal manna og er notuð þegar hæfa þykiir. Aðrar góðar orða myndir eru staðbundnar, eru ekki hæfar til notkunar und- ir mismunandi kringumstæð- um. Þær geta samt lifað sem snjallmæli á sínum uppruna- stað. Halildór segir um einn Hugleiöingar um talshætti eftir Magnús Gestsson talshátt, að þetta sé senni- lega í fyrstu hnyttiyrði. „Orð heppinn maður hefur sagt urri annan“, bætir hann við. En getum við ekki sagt, að allir talshættir hafi upphafizt sem hnyttni, orðheppni? Flesta talshætti í okkar máli hefur alþýðan myndað og haft á takteinum í mæltu máli. Flestir hafa svo komizt. á bækur fyrr eða síðar. Myndlistarmenn hafa fæðzt meðal okkar á öl'lum öldum, en fram á þessa öld voru orð hins mælta máls hið eina til- tæka myndgerðarefni hjá öll- um fjöldanum. Listamannaefn in voru búskussar flestir, og margir utangátta meira en aðrir, en þeir lögðu stundum orð í belg. Eg minnist ná- granna míns, er ég var að al- ast upp við Breiðafjörð. Hann var þá gamall maður. Ekki kunni hann að skrifa, en hann var læs vel. Þessi maður var orðhagur, svo að í almæli var. Vafalaust kunni hann marga góða talshætti, en tamara virtist honum vera, að nota sínar eigin orð- myndir, þegar honum þótti hæfa að nota líkingar. Mynd- ir hans voru dregnar sterk- ari litum og ýktar meira en almennt gerðist. Þó voru þær auðski'ldar. Sennilega hefði hann getað orðið mikill mynd listarmaður á léreft eða stein. Hann sagði um nágranna sinn, lítilsigldan og fátækan, er sat inni í kór undir messu: „Og þarna sat Gvendur eins og vel skitinn kúkur.“ Þegar þetta gerðist var sá forni háttur ekki aflagður, að ganga öma sinna úti í nátt- úrunni. Og nefndur úrgangur gat þá tekið á sig hinar stæðilegustu myndir, þegar heilsugott fólk var annars vegar. Til þess að þessi tals- háttur gamla mannsins standi fyrir sínu, þurfa þeir, er nota hann oig heyra, að geta séð fyrir sór í huganum snyrti- legan kúk, trónandi á sóma- sam'legum stað úti á velli. Talshátturinn, að leika á aflg oddi, er töíLuivert notað- ur enn í dag. Mér var sagt, þegar ég var í skóla, að orð- ið als ætti að skrifa þarna með einu elli, því átt væri við al, verkfærið úr járni, aflangt og með oddi á öðrum eða báð- um endum, sem notað hefur verið hér á landi um aldir til að stinga göt á skinn og bora göt á viðarfjalir. En hvaða asskotans hlutur var það, sem hafði leikið, snúizt á als oddi? Hjá forfeðrum okkar var litið um snúningstæki í verkfærum. Lærðum mönnum seinni tímia vir’ðist hafa sézt yfir ráðninguna, ekki fundið hana á bókum. Halldór kann ekki skil á þessu í bók sinni, hinni nýju. Nokkru fyrir jól- in síðustu var ég að skoða kornmölunarkvörn forna, sem nú er í einkasafni Egils bónda Ólafssonar á Hnjóti við Patreksfjörð. Egill hafði spurt gamalt fólk um heiti hinna einstöku hluta, er kvörnin samanstendur af. Neðan í miðjum efri steini kvarnarinnar er járnspöng, eins og verið hefur í öllum slíkum steinum. Neðan í spönginni miðri er ho'la, hálf- kúlulaga, og upp í hana gengur endi á lóðréttum teini. Hann er gildastur um miðju, mjókkandi upp, en sleg- inn í skarpan odd í neðri endann. En sá endinn er rek- inn nokkuð í slá, er komið er fyrir neðan við botn kvarn arstokksins. Þessa þverslá er hægt að hreyfa upp og niður og létta þannig mismunandi mikið á efri steininum. Efri steinrainum var svo snúið eins og hjóli þegar malað var. Þegar Egill sagði mér, að nefndur járnteinn, er efri steinninn lék eða snérist á, hefði á Vestfjörðum og efa- laust víðar um land heitið al- ur, þá rann upp fyrir mér Ijós. — Kvarnarsteinninn lék á als oddi í bókstaflegri merk- ingu, og maiaði. Hvað gerði svo ekki kattarskömmin, þeg- ar vel lá á henni? Hún mal- aði líka. Halldóri Halldórssyni hefur orðið það á, í upphafi þess, að hann fór að ræða opin- berlega um talsihætti, að kalla þá röngu nafni. Þetta hefur sennilega orðið þannig, að hann hefir rekizt á heiti sitt, ,,orðtak“, í prentuðu máii misvitra fræðimanna. Ég sé að Sigfús Blöndal er ekki með afmarkaða merk ingu í orðinu orðtak, og hrær- ir reyndar saman orðtaki og talshætti. f orðabók Árna Böðvarssonar er orðið tals- háttur látið gilda, orðtak, orðtæki, en orðtak merkir þar sama og talsháttur, mál- tæki. Einkennileg meðferð á tveimur ágætum orðum, sem hafa aðskildar og afmarkaðar meiningar í hugum alls þorra þess fólks, er sæmilega er mælt á íálenzka tungu. Merking orðsins orðtak var ákveðin og afmörkuð þar sem ég ólst upp við Breiðafjörð. „Þetta er orðtak hans“. „Hann hefur þetta að orð taki“, var sagt um einstök orð eða sérstæðar setningar, er eiim og annar notuðu í tíma og ótíma, til áherzlu í frásögn, í ávarpi, eða sem upphrópun. Sumir, sem þessu marki voru brenndir, stigu kannski ekki í vitið, aðrir voru ekki síður gefnir en hverjir aðrir. Einn notaði mjög orðið dru'llugott um hitt og annað, sem honum líkaði allvel. Annar kallaði flesta kunnuga, og jafnvel marga sér ókunnuga, elskurnar sín- ar í viðtali. Og prestur einn hafði að viðkvæði: „Ja, mik- ill asskoti", og þóttist v-st með þessu tilbrigði komast framhjá því að bölva form- lega. Slíkt og annað eins var hent á lofti af gamansömu fólki. Og þessi séreinkenni í máli hétu sínu ákveðna nafni: orðtök. Ég hef spurt nokkra ein- staklinga hingað og þangað að af landinu, um merkingu orðins orðtak í þeirra heima byggðum, og skilningur þess- ara manna á orðinu hefur verið sá sami og minn. Fróm- ir lærdómsmenn eru svo þessi árin að orðtaka bækur, og verknaðurinn mun þá heita orðtaka. Ég sé ekki, að það komist öllu meira fyrir innan skynsamlegra merkinga marka margnefnds orðs. Þar virðist vera fullskipað á garða. Það getur vél verið, að þetta margnefnda heiti hafi haft aðra, eða reikulli merk- ingu fyrr á tímum. Mörg af okkar orðum hafa breytt um merkingu í tímanna rás. Sennilega hefur orðið orð- tak ekki komizt víða á bæk- ur með núverandi merkingu. Bændafólkið við Breiða- fjörðinn beitti fyrir sig tals- háttum, ekki síður en aðrir fslendingar fyrr og síðar, á þeim tíma er ég ólst þar upp. En talshættirnir voru ekki að jafnaði nefndir sérstöku nafni, frekar en aðrir sjálf- sagðir partar málsins. Sumir, sem töluðu kannski ekki lak- ara mál, en ýmsir af lærð- um mönnum við Háskólann nú, kunnu ekki svo mikið í málfræði, vísindalegri, að þekkja heiti orðflokkanna, hvað þá skilgreiningu þeirra. Einhvern veginn komst gildi orðsins talsháttur inn í minn haus, þegar á unglingsárum, og sennilega hef ég haft það úr bókum. Staðfestingu fékk ég á skilninigi minum á orð- inu hjá íslenzkukennara í skóla, að mig minnir hjá séra Kristni Stefánssyni. Heyrt hef ég svo orðið talshátt notað í réttri merk- ingu, öðru hverju á liðnum árum, og nú síðast hjá ekki ómerkari manni, en Þórði Tómassyni, safnverði í Skóg- um, í erindi, er hann flutti í útvarpið. Ekki hef ég heyrt orðið talshátt notað í annarri merk ingu en þeirri, er ég nota í þessum pistli. Orðið orðtak hefur verið á seinni tímum og er enn í fullri notkun vítt um land, í þeirri merkingu er ég hef frá greint. Það þætti skrítið tiltæki hjá bónda, er ætti fé í tvö fjárhús sín, og væri þegar fullt ærhúsið, er hæfði ánum að stærð og allri gerð, að reka út úr því hús- inu og út á gaddinn, en roða inn í staðinn sauðunum þó fleiri væru, og láta sauða- húsið standa autt. Orðið talsháttur er vel gert orð og snjallt, þjált á tungu og þó rismikið. Háttur, bund- ið mál, föst óhagganleg orða- röð, bragarháttur. Og þannig höfum við varðveitt marga talshættina um aldir. Ekki haggað orðaröð, beyginga- myndum, eða upphaflegri merkingu orðanna, þó ýmis atriði málsins hafi tekið breyt ingum í aldanna rás. Svo höfum við orðið máls- hátt, sem getur í fljótu bragði virzt keimlíkt talshætti, en fyrri hlutinn, mál, hefur þarna allt aðra merkingu en tal. „Það er mál manna“, það er viðurkennd skoðun, sann- leikur. Málsháttur er viður- kenndur sannleikur, sagður í einni setningu eða einni máls- grein. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Einn lærður maður hefur nú nýlega komið með byltingar- kenndar kenningar um mynd- un bæjarnafna á voru landi. Þetta er vafaiaust þarflegt uppátæki. Það þarf að ýta við þeirri værð og lognmollu, sem er yfir mörgum í hópi þeirra ágætu manna, er laun- aðir eru til að stunda ís- lenzk fræði og til að halda lífi í móðurmálinu. Þórhallur finnur grundvallarreglu um upphaif bæjanafna til forna. Og nú ætla ég að leyfa mér, að benda á grundvallarreglu í myndun talshátta okkar, eldri og yngri. Allir talshættir eru mynd- ir í orðum. Um leið og við heyrum orðin eða sjáum á bók eða blaði, birtist fyrir hugskotssjónum okkar, efnis- kennd, einföld og raunhæf mynd. Stundum er myndin kyrrstæð, eins og kúkurinin sem hreykir sér, í myndinmi gamla mannsins, er ég hef áður nefnt. Stundum er hreyf ing í myndinni, hún er kvik- mynd. Við sjáum þegar mað- urinn tekur djúpt í árinni, svo djúpt, að tvísýnt er að hann nái áratoginu þó hann rembist. „Mér þykir haran taka nokkuð djúpt í árirani;“ (Niðurlaig í raæsta blaði) 31. rnaií 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.