Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Blaðsíða 14
Pablo Neruda 1 nótt get ég ort það næturljóðið dapra Fablo Neruda fæddist í Temuco í Chile árið 1904. Þetta er hið tuttugasta og fyrsta og hið síð- asta af kvæðum, sem skáld þetta orti til konu sem farin var frá honum. í fyrri kvæðunum rekur hann sögu þeirra frá byrjun, unz svo er komið að hún er farin og engin von um að hún komi nokkru sinni aftur, en hann á valdi þess einmanaleika, sem ekki vill dvína. Og nú sökkvir hann sér niður í biturleikann sem þessu fylgir, segist munu nú í nótt geta ort um sorgina, sem bægir burt allri huggun, tilfærir fyrst tvær línur, sem lýsa skulu þessari nótt, en sér að þær duga engan veginn, svo hann setur þær innan gæsalappa um leið og hann hafnar þeim. Aftur reynir hann að leiða hugann að öðru: næturvindinum, það dugir ekki heldur, ekkert dugir, því ófrávíkjanlega situr að völdum, anakne, það, sem ekki gengst upp við neinar bænir, og að endingu gefst hann upp, en ákveður um leið að hætta — hætta, en með hverju móti? (Úr Viente poemas de amor y una cancion des- esperada: Tuttugu ástarkvæði og einu örvænt- ingarkvæði betur). 1 nótt get ég ort það, næturljóðið dapra. Ort til að mynda: „Stjörnum stráð er loftið og bláar tindra þær í firna f jarska." Næturvindar þyrlast, þjóta og syngja. 1 nótt get ég ort það, næturljóðið dapra. Ég unni henni, hún mér stundum líka. Og marga nótt sem þessa var hún hjá mér. Við skin af eilífs himni hvíldum við. Hún unni mér, ég henni stundum líka. Augum hennar fögrum unni ég. í nótt get ég ort það, næturljóðið dapra. - Minnzt þess ég átti. Minnzt þess er ég missti. Feiknlegrar nætur ymjan hlustað á. Laugast í orðum líkt sem gras í döggvum. Skiptir það nokkru þó hún færi frá mér? Nóttin er stjörnubjört og hún er horfin. Ekkert annað. Einhver heyrist syngja í f jarskanum. Mér finnst ég ekki þola að vita það að hún skuli vera horfin. Gæti ég laðað hana aftur hingað með því að beita orku augna minna? Svona var nóttin sú er okkur virtist trén vera hvít en annað allt er breytt. Við erum bæði önnur en við vorum. Það segi ég satt að ég elska hana ekki framar. Ég gerði það, lét vindinn bera boð að eyrum hennar, svo þau snertu þau. Nú er það annar, annar sem hana á, slíka sem var hún áður en við kysstumst. Rödd hennar. Bjartur líkami. Hyldjúp augun. Það segi ég satt, að ég elska hana ekki. Skammvinn er ástin. Aldrei vill hún fyrnast. Og vegna þeirra löngu liðnu nátta þegar við kysstumst undir Leiðum himni heiðum sem núna, get ég ekki þolað þetta, hið eina: að hún er horfin burt. Hún skal samt ekki oftar angra mig. Nú skal ég aldrei yrkja um hana framar. Málfríður Einarsdóttir þýddi. ERLENDAR BÆKUR Tunc. A Novel. Lawrence Durrell. Faber and Faber 1969. Durrell er nú talinn meðal merkustu höfunda Englendinga af Frökkum, en heima á Eng- landi eru skoðanir manna skipt ar um hann sem rithöfund. Þessi bók hans, sem nú er gef- in út í vasabroti, hlaut mis- jafna dóma, en hvort sem mönnum líkar hún betur eða verr, þá er frásagmarmáti höf- undar þannig, að menn lesa hana til enda. Stíllinn er svip- aður eins og á Alexandríu kvartettinum. Hear us O Lord from Heaven thy dwelling place. Malcolm Lowry. Penguin Books 1969. Lowry fæddist í New Brighton 1909. Áður en hann tók að stunda nám í háskóla réð hann sig á flutningaskip og flæktist víða. Ultramarine var fyrsta skáldsaga hans 1933. Hann dvaldist í París tvö miss- eri, áður en hann hélt til New York, síðan lá leiðin til Mexi- kó. Hann dvaldist um skeið í brezku Kolumbíu og þar lauk hann við síðustu gerð Under the Volcano, sem er frægasta bók hans. Hann margskrifaði sögur sínar og skáldsögur og hafði venjulega margar í tak- inu í einu. Síðustu árin dvaldist hann í Englandi og þar lézt hann 1957 og hafði þá lokið við þær sögur, sem birtast í þess- ari bók, sem eru allar að ein- hverju leyti tengdar sjóferðum og sögurnar grípa hver inn í aðra þótt þær séu sjálfstæðar hver um sig. Mark Twain: Pudd'nhead Wil- son and Those Extraordinary Twins. Edited with an Intro- duction by Malcolm Bradbury. Thomas Love Peacock: Night- mare Abbey — Crotchet Castle. Edited with an Introduction by Raymond Wright. Penguin English Library. Penguin Books 1969. Mark Twain er vel þekktur hérlendis, Tumi og Stikilberja Finnur eru marglesnar hér. Þessi bók Pudd'nhead Wilson er svo til óþekkt og telst ekki til vinsælli verka höfundar, þótt hún ætti það skilið. Sögusviðið og efnið minnir á Tuma en hér er meiri alvara á bak við og sumir telja hana með beztu skáldsögum sem skrifaðar voru í Bandaríkjunum á síðasta hluta 19. aldar. Þetta er tíma- mótalýsing, samfélagsrýni, skrifuð þegar margvíslegir erf- iðleikar þjörmuðu að höfundi, sem hefur löngum verið fræg- ur fyrir annað en alvöru, sem er grunntónn þessarar bókar. Tvíburarnir eru frumgerð sögunnar og er prentuð hér með. Peacock var-satíristi og róm- antíker. Sambúð þessara eðlis- þátta lét hann aldrei í friði og hann var einstakur höfundur á sinni tíð (1785—1866). Hann var í vinfengi við Shelley, en þótt hann aðhylltist rómantík- erana, hæddi hann þá jafnframt í bókum sínum. Nightmare Abbey er rómantísk skáldsaga og í Crotchet Castle örlar ekki lítið á rómantíkinni, þótt sag- an sé einnig háð um þá sem á þeirri tíð mest fjösuðu um fram farir og vísindi. Báðar þessar bækur eru mjög lipurlega skrifaðar og þótt þær séu við aldur eiga þær fyllilega skilið að vera lesnar nú. Notes on the Technique of Painting. Hilaire Hiler. With a Preface by Sir William Roth- enstein. Faber & Faber 1969. Þetta er handbók fyrir list- málara um efni, liti, undirbún- ing strigans, pensla, litablönd- ur og allt það, sem mélairar fyrrum og sumir hverjir nú til dags telja nauðsynlegt til þess að hefja verk sitt, að mala mynd á striga. Þetta er þriðja útgáfa og hefur verið bætt inn í hana köflum, sem ekki voru í fyrri útgáfum, auk þess sem til- lit hefur verið tekið til nýrra efna og tækja og bókaskrá, sem var mjög ítarleg, aukin að nokkru. Höfundur rekur hér tækniþekkingu málara á litum og litablöndum allt frá upphafi. Tremor of Intent. Anthony Burgess. Penguin Books 1969. Burgess byrjaði fremur seint að setja saman skáldsögur. Áð- ur hafði hann stundað kennslu og lagt nokkra stund á hljóm- list, en síðastnefnda viðfangs- efni hans hefur haft nokkur áhrif á stíl og innihald rita hans. Hann hefur nú sett sam- an sextán skáldsögur og fimmtán þeirra eru frá síðustu níu árum. Þessi saga er ein hans bezta, kom fyrst út hjá Heinemann 1966. Hún fékk ágæta dóma og stendur fylli- lega undir þeim. BRIDGE Þótt eftinfarandi spil sé ekki mjög athyglisvart, þá er það þó lærdómisrílkt hvað sniertir öryggisúrspil. Norður * 8 V 10-6-2 4 Á-9-8-4-2 * 10-7-5-2 Vestur A 7-6-5-4-3-2 y Á-K-D-4 ? 3 * D-6 Austur A - y G-8-7-3 ? D-G-10-5 * G-9-8-4-3 Suður A Á-K-D-G-10-9 y 9-5 ?K-7-6 * Á-K Suður vair sagmhafi í 4 spöðuim. Vestuir tó'k ás ag kóng í hjiarta og iét út hjairta drottniiragiu. Þegar spil þetita var spilað, trompaði sagnlhafi hjartadroittnáimgiu og síðiar í spiliniu kom í Ijós að Vestur átti 6 tromp þ. e. jafnimörg og saignlhafi, og af þeim rökuon gat saginlhaifi ©klki uinnið spilið. Þótt segjia miegi að þessi tromp-slkipt- img rnilíli A.—V. sé óveniju'lag, á saigin- hafi iað gena ráð fyrir henini. Ef litið er á spil N.—S. þá taniutr í ljós, að saginlhaifi verSuir að geÆa einin elag á tígu.1 til viðbótar þeim 2 slöguim, eem hainin þegar hefur geifið á hjiarta. Með öðrum orðum hiainn vinnur ailtaÆ spilið, niema þessi óvenjufega tromp- skiptinig sé hjá a'ndstæðiniguinum. Saign- haifi á því að láta tígul 6 í, þegar Veistur lætuir út hjiarta driottninigu. Hainin verðiur aBtatf að gefia 3 slaigi og er þá eins gott að gera það strax og vera ötnuiggiur með aið vininia spilið. »4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. m,aí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.