Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 12
LÓÐRÉTTAR BORGIR Um hugmyndir Paolo Solieri Elgi maðurinn að kom ast af við umhverfi sitt í framtíðinni verður hann að venda sínu kvæði í kross, hætta að þekja jarðkringluna með „láréttum“ borgar flæmum en taka í stað þess að byggja „lóð- réttar“ borgir. Hægt væri að koma vinnu- stöðum og híbýlum fyr- ir í geypistórum og flóknum mannvirkjum, sem ekki væru undir kílómetra á hæð og breidd. Hugmyndin kann að virðast draumkennd. Þó er þess e.t.v. ekki eins langt að bíða og menn halda, að hún komist í framkvæmd. Paolo Solieri heitir arkitekt nokkur af ítölskum ættum. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1947 og gerð- ist nemandi hins fræga byggingameist- ara, Franks heitins Lloyd Wright. Langt er síðan hann tók að hug- leiða þann vanda, sem brátt hlyti að spretta af því, er hin öra fólks fjölgun krefðist meira landrýmis en góðu hófi gegndi svo og af vatns- og loftmenguninni sem þessu fylgdi. Solieri hófst upp úr þessu handa um að teikna „sjálfum sér nægar borgir,“ er hann kall- ar „arkólógíur". Síðan eru nú liðin tuttugu ár. Uppdrættir hans, lík ön, ljósmyndir og skýr ingargreinar liggja nú um þessar mundir frammi til sýnis í Cor- coranlistasafninu í Washington. Sýningu þessari var komið á laggirnar með framlög- um úr sjóðum Húsnæð- is- og borgarmála- stjórnar ríkisins og „The Prudential Insur- ance Company." „Arkólógía" er sam- runi úr orðunum arki- tektúr og ekólógía eða umhverfisfræði. Solieri nefnir borgir sínar „geysistórar þrivíðar byggingar, sem hýsi borgarbúann á hinn hagkvæmasta og æski- legast hátt sem kostur er“ „Byggingarlistrænar sýnir Paolos Solieris," en svo heitir sýningin, eru framtíðarsýnir. Þarna er mönnum gef- inn kostur á því að skyggnast inn í tuttug- ustu og fyrstu öldina. Líkön Solieris eru úr lýstu plasti og nógu stór til þess, að ferðast má um þau og yfir. Þetta er sannkallaður draumaheimur. Þarna er að finna þrjú hundr- nð hæða hús aðskilin frá öðrum byggingum borgarinnar með mikl- um bersvæðisspildum. 1 hverri byggingu gætu sem hægast rúm- azt vinnustaðir og vistarverur fimmtán hundruð til fjög- ur hundruð þúsund manna. Lögun og útlit bygg- inganna fer allmikið eftir aðstæðum um- hverfis þær. Sumar eiga að verða líkar gor kúlum í laginu, aðrar eru gerðar sérstaklega til þess að falla inn á milli hamraveggja, standa yfir gjám eða bara á jafnsléttu. Nú á dögum gerir allur almenningur sér orðið nokkra grein fyr ir þeirri hættu sem honum stafar af síauk- inni misnotkun land- rýmis, óhentugum sam- gönguleiðum og meng- un vatns og andrúms- lofts. En það er ber- sýnilegt af hugmynd- um Solieris og teikn- ingum að hann hefur verið tekinn að fást við þessi vandamál áður en flestir leiddu yfir- leitt hugann að þeim. — Það rekur að því, að menn verða að reisa borgir sínar á þennan hátt, — segir Solieri. — Þær verður að reisa jafnt lóðrétt, sem lá- rétt, þær verða að vera sjálfum sér nægar og mega ekki breiða sig út yfir allt yfirborð jarðar. — Borgir eins og þessar munu ekki að- eins stöðva rányrkju mannsins að miklu leyti, heldur munu þær einnig beinlínis leysa mannsandann úr læð- ingi. Hann hefur ævin lega staðið í ströngu, segir Solieri enn. — Nú, eftir að borgirnar tóku að þenjast svo mjög út, þá er svo komið, að maðurinn eyðir alltof miklu af tíma sínum og kröftum til hinna ómerkilegustu smá- atriða í lífi sínu. Hugs- ið ykkur að hægt væri að losa hann undan þessu oki! Haldið þið ekki að með því mætti leysa anda hans úr læðingi? Margir þeir sem séð hafa líkön og teikning- ar Solieris kveðast aldrei mundu geta bú- ið í slíkum borgum. Samt sem áður eru byggingar þessar um margt ekki alls ólíkar nýtízku fjölbýlishúsum og verzlunarmiðstöðv- um. Þær eru einungis stærri í sniðum og hærri og í þeim er allt að finna undir sama þakinu. í arkólógíum þessum verður kappnóg rými til gangs, en auk þess munu rennigangbraut- ir og Iyftur flytja íbú- ana til vinnu sinnar. Hægrt verður að kom- ast allra sinna ferða á fæti beint úr heima- húsum. íbúðarrýmið á að verða utan til í byggingunum og það getur hver einstakling- ur skipulagt að eigin geðþótta. — Nú á dög- um hafa menn röð og reglu á hlutunum inn- anhúss, — segir Solieri. — En utan húss er allt í óreiðu. Borgin er á tjái og tundri. Þetta mun breytast með tilkomu arkólógi- unnar. Lag borgarinnar verður fastmótað, rök- rétt og fagurt. Hver einstaklingur getur gert það, sem honum bezt líkar innan síns ramma. Hann á að geta lagað umhverfi sitt eft- ir persónuleika sinum. Eitt hinna áhugaverð ;ustu líkana á sýning- unni sem hér um ræð- ir heitir „3-D Jersey“, sem Rutgers-háskólinn mælti með er reisa átti flugvöll fyrir hljóðfrá- ar þotur í New Jersey, gegnt New Yorkborg. Solieri stakk upp á því að reistur yrði eins konar „borgarpallur“ „City Terminal“, þrjú hundruð hæða bygging, þar sem yrðu leikvell- ir, skrifstofur, iðnver, skemmtigarðar, svif- garðar, hótel, leikhús og íbúðir. Þarna átti að geta hafzt við ein milljón manna. Við því má búast að þeim hrjósi hugur við svona áætlunum, sem vanizt hafa búsetu á eigin landskika — eða jafnvel þeim, sem búa í fjölbýlishúsum. En að því getur komið að þeir megi þakka fyrir þess- ar risabyggingar, — þó ekki væri nema af því hve miklu styttri tíma það tekur þar að kom- ast í og úr vinnu. Það væri líka gaman að geta ekið um þjóð- veginn og virt fyrir sér iðgræna velli og frjósamar jarðir í stað óskapnaðarins með fram austurströnd Bandaríkjanna, borgar- Iengjuna, sem nær hér- umbil frá Boston til Washington . . . „borg sem hefur étið upp náttúruna kringum sig og er þó enn í vexti,“ segir Solieri. Enda þótt hugmynd- ir Solieris kunni að virð ast fjarstæðukenndar enn, sem komið er, verða þær það líkast til ekki eftir svo sem fimmtíu til hundrað ár héðan í frá. í sögu byggingarlistar- innar er að finna marga draumóramenn, sem gerðu uppdrætti að byggingum og mannvirkjum sem eng- um „heilvita manni“ datt í hug að reisa, á þeim tíma. ítali nokkur, Antonio Santella, sem dó árið 1916, tuttugu og átta ára að aldri, sá t.d. fyrir og gerði drög að byggingum, sem átt hafa mikinn þátt í þvi að koma þvi lagi á borgir, sem nú er. Þekktur og vin- sæll arkitekt nokkur hefur nefnt Solieri á skrýddu máli „ein- hvern hinn mesta hinna draumhneigðu skipuleggjenda" og bætir því við, að hann (Solieri) „sé líklegur til að koma á fót borgar- formi, er verði mjög við hæfi fólks.“ Solieri áformar sjálf- ur að hrinda hinum óvenjulegu hugmynd- um sínum í fram- kvæmd með því að reisa borg um hundrað og tuttugu kílómetra suður af Phoenix í Ari- zona í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Fram- kvæmdir eiga að hefj- ast í júnímánuði. Byggingaráætlun þessi nefnist „Arcosanti". Borgin verður reist með aðstoð nemenda í byggingarlist og fjár- stuðningi ýmissa banda rískra háskóla svo og fyrir einkaframlög. Hún mun þekja fjóra hekt- ara og verða um tuttugu hæðir. Solieri stendur nú á Hmmtugu. pram að þessu hefur hann ver- íð alls óþekktur utan síns starfssviðs. Iiann hefur gefið út éina bók: „Arcology: The City in the Image of Man,“ og uppdrættir hans voru til sýnis á árlegri samkomu banda rísku arkitektasamtak- anna, sem haldin var í Miami í Flórida í fyrra. „The Wall Street JournaI“, helzta fjár- málablað Bandaríkj- anna, lætur svo um mælt: — Það kann að vera, að Solieri sé að dreyma, en hann dreymir í smáatriðum. Arkólógíur hans eru þegar fastmótaðar og hugsaðar. Hugmyndir hans þola rannsókn og eru hæfar til fram- kvæmda, hvort sem ráð izt verður í þær fram- kvæmdir eftir tíu, þrjátíu eða hundrað ár. Ada Louise Huxtable, sem ritar um byggingar list fyrir „The New York Times," segir í um sögn um sýninguna, sem nú stendur yfir: — Áður en við fussum á Paolo Solieri þá skulum við virða aðeins betur fyrir okkur þann heim, sem veldur okkur svo miklum áhyggjum í dag. Paolo Solieri er allt í senn: sjáandi, heim- spekingur, listamaður og byggingameistari. Ef okkur finnst okkur hafa tekizt bærilega, þá getum við ólirædd yppt öxlum við honum. Við getum þá látið okkur nægja að segja, að „hann geri anzi fal- legar rnyndir." En þeir, sem álíta mannsandann eiga skilið, og vera færan um að skapa sér, betra umhverfi, en hann hrærist nú í, þeir skulu fara í Corcoranlista- safnið í Washing- ton. Byggingalistræn- ar sýnir Paolos Solieris, eru mikilvæg og fögur sýning. Líkan eftir Solieri af ein ni hinna lóðréttu borga. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júiná 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.