Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 1
Malcolm Muggeridge EKKI ÓTTAST ÉG DAUÐANN Hugleiðingar um það óhjá- kvæmilega í lífi hvers manns og óttann við dauðann Ég sæ-ti oftlega góðlátlegu ámæ'li og háði fyrir tal mitt um dauðann. Slíkt er á ein- hvern hátt talið sjúklegt. Dauð inn er orðinn feimnismál í stað kynlífsins áðhr fyrr. Svoma nú, segja menn, þú átt mörg ár fyr- ir höndum ennþá. f>ú ert ungur enn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að nú þegar ég er orðinn sextíu og sjö ára gamail, þá á ég í mesta lagi áratug ólifaðan. Og áratug ur líðiur hratt! Hver þeirra líð- u,r enn hraðar en hinn fyrri! Upphaf síðasta áratugar er jafn nærri í tímanum og gærdagur- inn; lok þessa áratugar eru ekki lengra undan en morgun- dagurinn Svo þetta sé borið saman við Atlantshafssiglingu þá er ég nú á síðasta degi fimm daga ferðar. Er þá nokkuð eðliiegra en hugur manns hvarfli að landtökunni; manni verði geng- ið fram í stafn að rýna til lands? Þiess lands, sem eitt sinn var langt undan en nú er skammt undan. Ég kem sjálfur ekki auga á neina bölsýni né uppgjöf í þess- ari afstöðu. Þetta er aðeins að gera sér hlutina ljósa. Og það sem meira er — það varpar sérstökum ljóma yfir jörðina og allt sköpunarverkið, litbrigði þess, hljóma og a£la gerð. Þeg- ar ég reika um úti í sveit, en af þvi hef ég ætíð haft óskipta ánægju, þá þyrmir það hugboð oft yfir mig, að þetta la.nds- lag, sem mér er svo kært og kunnugt eigi einnig fyrdr sér að líða undir lok. — Vegna þessa kann ég enn betur að meta það en eUa, likt og sund sprett í endað skemmtile-gt frí eða síðustu mínúturnar á flug- vellinum áður en leiðir hljóta óhjákvæmilega að skilja'St, þeg ar augum dveija við andlit, scm manni er kært, smágert, mann- legt landsla.g, þar sem maður gjörþekkir hverja línu og hvern drátt, ljós og skugga. Gamall vinur minn einn kom okkur eitt sinn mjög á óvart. H.ann v-ar óvenju samvizkusarn ur í starfi, en allt í einu tók han.n sér nokkurra daga frí, án þess að gefa á því nokkra skýr ingu, og eyddi því í heimsóknir á þá staði í nágrenninu, sem honum stóðu hjarta næst. Svo var það nóttina eftir, að hann hafði lokið þessum heimsókn- um sínum, að hann andaðist í svefni. Hann hafði bersýnilega verið að kveðja. Okkur vin- um hans þótti þetta alls ekki hryggilegt, heldur þverit á móti mjög fagurt. Raunar er þessi tilfinning alls ekki bundin háum aldri. Á þessa leið ritar Mozart föður sínum hinn fjórða apríl 1787, en þá var han.n þrjátiu og eins árs: — Þar sem da.uðinn er eigin- lega hið sanna takmark ævi okkar, hefi ég varið nokkrum undanförnum árum til þess að kynnast þessum sannasta og bezta vini manusins svo vel, að ekki er ég einungis hættur að óttast ha.nn heldur lízt mér hann ákaflega þægilegur og huggunarríkur! Og ég færi Guði mínum þakkir fyrir það, að hann veitti mér af náð sinni tækifæri (þú mun.t skilja við hvað ég á) til þess að gera mér Ijóst, að dauðinn er lyk- ilinn að alsælunni. Ég leggst aldrei til svefns án þess að leiða hugann að því, að enda þótt ungur sé, þá getur svo far ið, að ég lifi ekki af nóttina. En samt sem áður ge-tur eng- inn kunnin.gja minna sagt með sanni, að ég sé þunglyndur eða félagsskapur minn drungalegur. Ég þakka skapara mínum dag- lega fyrir þessa hamin.gju og óska þess af öllu hjarta, að all- ir meðbræður mínir mættu deila henni með sér. Að sjálfsögðu er ógerning- ur að skilja á milli afstöðu manns til dauðan.s og spurning arinnar um það, s>em á eftir fer (fa.ri þá nokkuð á eftir) Ég vil þó ta.ka það strax fram, að af þessu leiðir alls ekki að engir geti mætt augliti dauðans með jafnaðargeði, nema þeir, sem trúa á annað líf. Leonard Woolf var til dæmis fullkom- lega sannfærður um það, að elrkert lif væri til eftir þetta og taldi Virginiu konu sína og aðra ástvini sína, er látnir voru, horfna sér fyrir fullt og allt. Samt sem áður beið hann dauða sins óttalaus og varð ekkert lát á hon.um, þegar klukkan kallaði loks. Á hinn bóginn getur hver læknir eða prestur staðfest það, að fólki, sem lifað hefur alla ævi í staðfastri trú á eilift líf, veitist dauðinn oft afar erfið- ur. Dr. Johnson var dæmi um þetta. Þrátt fyrir hreintrú sína og trú sína á elsku skaparans, þá hafði hann óttazt dauð.ann meir en allt. an.nað um langt ára bil, áður en hann bar að garðd Og jafnvel Jesú hrópaði upp yfir sig á krossinum, er leið að lokum. Hvað sjálfan mig snertir, þá hef ég eiginlega aldrei verið fyllilega viss um neitt, nema ein.n hlut og hann er sá, að þessi gisting okkar hér á jörð- inni sé liður í len.gri ferð. Hvernig sem skapi mínu hefur verið háttað; hvort sem ég hef verið ofsakátur eða fullur ör- væntinga.r, þá hefur það jafn- vel aldrei hvarflað a.ð mér, að þýðingu minnar tilveru eða ann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.