Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Qupperneq 2
> Skipbrot hamingjunnar Til vinstri: Ófeigsfjörður. Til hægri: Flugsýn yfir Trékyllisvík og nágrenni. Mynd.in er tekin sunnan Reykjafjarð- ar ng sést hann ne'ðst á myndinni. Sléttlendið á miðri myndinni er Ames- dalur. anvindum og snjókomu í mill- um af hverri átt, segir í Vatns- fjarðarannáli hinum yngsta. Skömmu eftir að Fortuna lagði út, gerði ofsalegt norð- austan áhlaup með fannburði og frosti. Hrakti þá skipið í hríð- inni, undan sjó og veðri inn á flóann, unz það strandaði við norðanvert Engines, þar sem fórust menn allir, er á voru. Skipstjóri Fortunu var dansk- ur maður, að nafni Lund, og skipshöfn hans að sjálfsögðu einnig dönsk. Víst má telja, að þeir skips- menn, hverra lík síðar fund- ust ofan flæðarmáls á Enginesi hafi komizt á þurrt land með einhverju lífsmarki, en hinir farizt í landbriminu. En þótt þeir hefðu fast land undir fót um, voru þeir að litlu bættari, aðframkomnir menn af vosbúð og kulda á mannauðri strönd, þar sem iangt var til baeja. Enda virðast þeir hafa krókn- að út af, skömmu síðar. Það er skipstjórinn einn, sem sam- kvæmt munnmælunum sýnist hafa haft þrek til þess að leita sér lengra lífs. Ekki er nú vit- að hvort þá hefur verið byggð í Drangavik, sem ella er bæja næst vettvangi, en þó svo hafi verið er það á móti veðri að sækja og því með öllu óeðli- legt, að skipstjóri héldi í þá átt ina. Fyrir innan nesið, hefur hann svo fljótlega rekizt á Ey vindarfjarðarána, sem vafa- laust hefur verið uppbóigin af krapi og ófær yfirferðar ör-, þreyttum manni. Þá hefur það orðið hans fangaráð, að leita skjóls i fyrrnefndum Kafteins skúta. Það voru menn Jóns bónda Árnasonar (1746—1803) í Ófeigsfirði, sem urðu varir við strandið, þegar upp birti hríð- ina, og bendir það til þess að þá hafi Drangavík verið i eyði. Ófeigsfirðingum hefur að lík- indum, eftir fomri venju, orð- ið það einna fyrst fyrir að hlynna að likum hinna látnu manna, er síðar voru flutt til kirkju í Árnesi og jarðsett þar. Trúlegt er, þótt eigi sé frá því greint i ritum, að strax eftir að kunnugt varð um strandið hafi menn úr landi farið fram í skipið, sem ekki virðist hafa lið azt í sundur fyrr en síðar, þó að brotið væri og allmikill sjór í þvi, meðan á björgun farms- ins stóð. I skipinu voru skepn ur á lífi, fáeinar kindur, kött- ur og hundur skipstjórans. Erf itt er um það að dæma nú en þó kemur manni í hug, að ef til vill hefðu flestir eða jafn- vel allir skipverjar komizt lífs af, hefðu þeir aðeins haldið kyrru fyrir um borð í flakinu, þar til veður lægði. Þegar hljóðbær varð strand sagan ritaði Árnesprestur, sem þá var séra Jóhann Bergsveins son (1753—1822)), sýslumanni Strandasýslu bréf, hinn 26. sept ember, og skýrði honum frá hvemig komið væri fyrir Höfðaskipi. En svo var oftast nefnt kaupskipið, sem sigldi til verzlunarstaðanna við Húna- flóa, þ.e. Skagastrandar og Kúvíkna. Sýslumaður Stranda- sýslu þá um stundir, var Hall dór Jakobsson (1735—1810) frá Búðum, föðurbróðir Jóns Espó líns sagnaritara og sýslumanns í Skagafirði. Halldór bjó á Felli í Kollafirði og var kvæntur Ást ríði Bjamadóttur sýslumanns, Halldórssonar á Þingeyrum,, sem mikill þótti fyrir sér. Bróð ir Ástríðar var Halldór Vída- lín, klausturhaldari á Reyni- stað og faðir Reynistaðabræðra sem úti urðu á Kjalvegi með 180 fjár, haustið 1780 og al- kunnugt er, meðal annars af nýlegum blaðaskrifum. Halldór sýslumaður Jakobs- son var um þessar mundir vel fimmtugur að aldri, mikill mað ur vexti og karlmannlegur, eins og föðurfrændur hans margir, en miður góðmannlegur ilits. Hann var ákaflega ofsafeng- inn í skapi og drykkfelldur, en drykkjuskaparóregla var alltíð ur löstur meðal íslenzkra emb- ættismanna á þeirri öld. Hann var fróður um margt og vel að sér ger, þegar hann gætti sín. Hafði hann lokið embættisprófi í lögfræði með 1. einkunn frá háskólanum í Kaunmannahöfn, en var sama ár rækur ger frá skólanum um tveggja ára skeið ásamt einum félaga sinna, fyrir misþyrmingar á józkum stúd- ent í ölæði. Hann stundaði og töluvert ýmis ritstörf, en lang- kunnast þeirra mun vera saga •eldfjalla og eldgosa á Islandi (Fuldstændige Efterretninger om de udi Islánd ildsprudende Bjerge), er hann ritaði á dönsku og prentuð var I Kaup mannahöfn 1757. Til er í hand- riti islenzk þýðing bókarinnar eftir sjálfan hann, en hefur aldrei birzt á prenti. 1 Landfræðisögu sinni fer dr. Þorvaldur Thoroddsen svo- felldum orðum um þetta fræði- rit: „Var hún (þ.e. eldíjallasag an) um langan aldur aðalheim- ild útiendinga i öllu því, er snerti eldfjöll á íslandi, og var það mikið mein, því að bókin er mjög ruglingslega samin og í henni margar villur. Þar er fyrst eldfjöllum og eldsupp- vörpum lýst og síðan kemur sögulegt yfirlit yfir eldgosin sjálf. Höfundur hefur haft mjög litla náttúrufræðiþekk ingu og þekkt lítið fjöll og landslag á íslandi, og því hefur honum yfir höfuð tekizt óheppi lega. Fjalla- og staðanöfn eru sums staðar sett á ranga staði, ártöl mörg skökk og hvergi er vitnað i heimildir." Þó að ágætur vísindamaður á þessu sviði, eins og dr. Þor- valdur gefi eldfjallasögu Hall- dórs lága einkunn er það ekki nema von, og þarf engan að undra. Bók sýslumanns er skrif uð um miðja 18. öld, af ósér- fróðum manni, sem í mörgu var rösulvirkur. Einnig er á það að líta, að bókin mun hafa verið hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Að vísu hafði Eggert lögmaður Ólafsson, fáum árum fyrr, birt rit á latínu, um myndun Isiands af jarðeldi, og var ætlun hans, að það yrði fyrri hluti allmikils rits um jarðfræði Islands. Halldór sýslumaður Jakobs- son, sem bæði var reiðigjarn og mjög vínhneigður eins og fyrr var sagt, var einnig hið mesta mein að því, hve sambúð þeirra hjóna fór lengstum fram með miklum óþægindum. Ást- ríður kona hans var sögð sínk, fégjörn og óþýð í skaplyndi, enda voru þau löngum ósátt, og kenndu flestir henni meir um það. Er til dæma haft um samlyndi þeirra, að einhverju sinni er þau deildu hart í rekkju sinni, þoldi sýslumaður eigi mátið, hótaði að ganga frá henni og hljóp út á nærklæð- um einum. Frost var veðurs og kólnaði honum brátt úti, svo að hann sá það ráð vænst að hörfa inn aftur, og vildi þá undir klæðin hjá konu sinni á ný. Hún spyr: „Hver fer þar“? „Andskoti þinn“ svarar hann. „Já er kaldur og kemur þó úr eldinum,“ varð Ástríði þá á munni. Þegar sýslumanni barst bréf séra Jóhanns í Árnesi, sem fyrr getur, þá bjóst hann norð ur á strandið, sjóveg til Ófeigs fjarðar. Er hann var ferðbú- inn, bað Ástríður hann þess að gæta sín nú vel, en því var hún ekki vön, kvaðst ætla, að ella yrði honum för sú til mikils ótíma. Norður á Engines kom sýslumaður 2. október, og var þá við 12. mann. Dvaldi hann þar í fimm daga og gott veður þrjá hina fyrstu, en versnaði síðan. Voru þá gerð tjöld úr seglum skipsins og bornar þar í kistur og fleira, sem bjarg- að var af strandinu. Sýslumað ur lét þegar í upphafi gera leit að líkum skipverja og fundust alis níu, að því er segir í Strandamannasögu Gísla Kon ráðssonar. En séra Jón Guðna son, er gaf þá bók út á sínum tíma og leiðrétti þar jafnframt æðimargt, getur þess í athuga- semd, að samkvæmt nrestsþjón ustubók Árness hafi aðeins fundizt sjö lík skipverja, og tvö þeirra ekki fyrr en árið eftir. Þrátt fyrir það getur skinshöfnin upphaflega hafa verið níu manns, og hafa þá lík tveggja manna aldrei fund izt. Björgun farmsins fór í hin- um mestu handaskolum, og bar þar einkum til, að í skipinu höfðu fundizt 3 kvartil brenni- víns. Varð þá strax ölæði mik- ið á strandstaðnum, en ölóð- astur allra var þó sýslumaður sjálfur. Á öðrum degi björg- unarstarfsins gengu drykkju- læti hans svo úr hófi fram, að menn höfðu við orð að binda hann, hvað ekki var þó gert. Fyrsta daginn, sem sýslumaður var á strandstaðnum, íór hann fram á flakið og ritaði hjá sér hversu það var á sig komið, lét þá einnig flytja í land nokkra vota ullarvöru. Að öðru leyti er talið, að hann hafi lagt mest kapp á að ná eigum og munum skipshafnar og ýmsu skrani, svo sem köðlum, stólum, hurðum, borðbúnaði og klukku einni, sem rammlega var fest í skipinu. Hinn 5. október hélt sýslumað ur uppboð þar á nesinu, á fatn aði og ýmsu fleiru, er á land hafði borizt eða flutt verið úr flakinu af þeim, sem að björg un farmsins störfuðu. Hvorki lét hann virða til verðs neitt af varningi þessum né heldur auglýsa uppboðið fyrirfram. Keypti hann þar margt sjálfur, og varð honum það síðar að fótakefli, ásamt öðrum og stærri yfirsjónum í sambandi við strand þetta. Skipið hafði verið hlaðið is- lenzkri vöru, sem fyrr segir, einkum kjöti og prjónlesi að því er ætla má, þar eð Höfða- kaupstaður (Skagaströnd) var sláturhöfn, sem stórt landbún- aðarhérað lá að. Trúlega hafa og verið þar í einhverju mæli afurðir Strandamanna, fiskur og lýsi, því að Höfðaskip átti einnig að sigla á Kúvíkur hluta úr sumri. Frá því er greint í heimildum, að fluttar voru í land nokkrar tunnur af salt- kjöti og saltfiski og einn prjón lespakki, sem björgunarmenn höfðu leyst umbúðir af og flutt til lands I smærri einingum. Voru sýslumanni þá gerð orð og hann spurður að því, hvort eigi mætti losa umbúðir af fleiri prjónlesströngum, sem lágu í sjó niðri í skipinu og með öllu óhrærandi upp úr lest inni i heilu lagi. Það bannaði hann með illyrðum, svaraði ósæmilega til og óskaði þess, að duggan með öllu sínu er hann ákvað væri komin út í hafsauga. Enda var þá drykkjuslark hans slikt, að það hindraði mjög alla björg- un. Yfirleitt fnun ekki miklu hafa verið náð í land, af hinum verð meiri farmi. Virðist yfirvaldið hafa hugsað sem svo, að nögu ríkur væri reiðarinn, þar sem konungsverzlunin eða ríkissjóð urinn átti hlut að máli, enda þekkist sá hugsunarháttur enn Frh. á bls. 14. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18! ólktióiber 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.