Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Page 8
Séð yfir Ólafsfjörð frá lóninu, sem ver'ður innan við bæinu. Ef vel er að gáð, má sjá veginn út á múlann. Afskekktin hefur sína kosti Nokkrir minnispunktar frá Ólafsfjarðarmúla og Ólafsfirði ásamt spjalli við skólastjórann þar á staðnum, Kristin Jóhannsson Eftir Gísla Sigurðsson I miðju bæjarins trónar skíðastökkpallurinn stein steyptur, en grængresi í kring. Ekki einu sinni London eða New York geta státað af þess konar mannvirki. Og ennþá síð ur gátu Reykvíkingar stært sig af hitaveitu á þeim tíma er hún var orðin staðreynd á Ólafs firði. Svona er þetta merkileg ur bær. Næstum allt í kring standa snarbrött fjöllin með gnægð hvítra fanna á miðju sumri og sum spegla sig í lón inu, sem verður inn af fjarðar- botninum. önnur teygja sig út til hafsins og verða brött og óárennileg, unz endar í hömr um og klungrum. Enda þótt þar sýnist sauð fénaði einum fært, hefur þjóð vegakerfið verið teygt um þessi klungur; þar heitir Ólafsfjarð armúli. Sumir halda að það sé allmikið dirfskuverk og umtals vert afrek að aka bil fyrir múl ann. Hingað til hefur það þó tekizt slysalaust. Vegurinn er breiður og honum hallar inn til fjallsins. Við hverja beygju og brún býst maður við að sjá niður, þar sem hafaldan hvítn ar við klettana, kannski mörg hundruð metrum neðar. Tilhugs unin ein gæti komið á kreik dálitlum fiðringi í maganum. En eins og oftast verður: Tilhugs unin er verri en veruleikinn, nema ekið væri fram á blá brúnina og ekki sýnist það girnilegt. Annað mál er að fara út á hæsta hjallann og litast um; hreyfa dálítið við steini á vegarbrúninni og sjá, hvernig hann fer i loftköstum niður skriðuna, unz hann er orðinn smár sem eitt rykkorn i þann mund er hann hverfur fram af hamrastallinum, sem verður upp af fjörunni. Þá skilur maður hvað það hefur verið hrollvekjandi að leggja veginn um Ólafsfjarðarmúla og vera lokaður inni í jarðýtu. Minnir það ekki eitthvað á línudans í útlendum sirkus — þar sem ör yggisnetinu hefur verið hafnað til að leikurinn verði æsilegri? En sem sagt; það er tilvalið að leggja bílnum á útskotinu, sem verður á efsta hjallanum, ganga fram á brúnina og skynja tröllskap umhverfisins. Mér skilst, að sumir kjósi frem ur að grúfa sig niður í bílsæt ið, og þá það. Ennþá hefur dregizt að framkvæma ágæta tillögu, sem ég heyrði og eign- uð var Örlygi Sigurðssyni, list- málara. Örlygur er tillögugóð ur maður og hugmyndaríkur. Hann lagði til, að byggður yrði bar þarna á miðjum Ólafsfjarð armúla. Ef taugarnar þola naumlega álagið af fyrri parti leiðarinnar, ætti að vera hægt að róa þær ögn áður en lengra er haldið. Sjálfsagt væri að kenna barinn við Örlyg, sé það rétt, að hann eigi hug myndina, — og jafnvel hvort sem er. Ef einhver umtalsverð hætta verður á vegi manns í Ólafs fjarðarmúla, þá er líklegt, að slíkt yrði helzt í mynd fall andi grjóts úr skriðunni efra. Mönnum er bent á, að hafa auga útundan sér og vera á verði, en lítil hætta er á grjót flugi, nema helzt í úrkomu. Dá litinn smjörþef fengum við af því í bakaleiðinni; um nóttina hafði verið smágerð væta og á veginum miðjum lágu tveir steinar. Heljarmenni ein hefðu velt þeim úr vegi. Þeir ollu samt ekki farartálma; með lagi mátti mjaka sér framhjá þeim, en varla hefði sá kunnað frá tiðindum að segja, sem fengið hefði hnullungana ofan í far kost sinn. Ólafsfjörður hefur flest hinna dæmigerðu einkenna, sem verða fyrir augum i hverju kauptúni við sjó. Þar eru gömlu bárujárnshúsin, kjallari, hæð og ris, málningin er mik iðtil veðruð af og grindverkið í kring, sem lykur utan um ræn fangið, rababarann og njólann, það hallast allavega eftir átök in við holklaka og sviptivinda áranna. Einhvers staðar er frystihús; þaðan á að berast reykur og lykt yfir plássið, en niðri á bryggju eru uppvax andi athafnamenn að leik í gömlum bátum eða að dorga fram af bryggjunni. Hve gamal kunnugt er það ekki allt sam an? Kaupfélagið og kaupmað urinn eru líka á sínum stað og komust í fréttirnar á dögun um út af átökum um mjólkur lekann handa ibúum staðarins. Einhverjir héldu að Islending ar hefðu fengið verzlunarfrelsi 1856, en það var víst á mis skilningi byggt. Kaupmannin Kirkjan kemur oít fyrir í myndumum hjá Kristni. Hér er hún, umlukin gömlum húsum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. ototóber 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.