Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1970, Síða 10
Kleifar, „útborg“ frá Ólafsfirði út raeð firðinura norðan megin. Af slóðum Vestur-lslendinga Fyrirheitna landið olli vonbrigðum i fyrstu Grein úr The Icelandic Canadian um Sigurjón ísfeld, sem var 6 nierkur við fæðingu, en varð 95 ára í vor og var m.a. viðriðinn leiðangur Shackletons til Suður- pólsins — Eftir Emely Restrick listin stendur til dæmis með blóma. Við setjum upp eitt leik rit á vetri í skólanum, en þar að auki er Leikfélag Ólafs- fjarðar, sem alltaf færist eitt hvað í fang á hverjum vetri. — Og þú ert þá leikstjóri. — Ég hef sett upp tvö leik rit hjá Leikfélagi Ólafsfjarð ar, „Hamarinn" eftir séra Jakob Jónsson og „Æðikoll inn“ eftir Holberg, síðastliðinn vetur. Bæði fyrir þau og flest önnur leikrit, sem hér hafa ver ið leikin, hef ég einnig búið til leiktjöldin. Hjá leikfélagi gagnfræðaskólans lékum við „Enarus Montanus" eftir Hol berg árið 1967, 1968 var það „Kubbur og Stubbur" eftir Þóri S. Guðbergsson og Jón Ásgeirsson, 1969 lékum við „Hans og Grétu", en „Sprek" eftir Loft Guðmundsson síðast liðinn vetur. — Lærðir þú leiktjaldagerð í listaskólanum í Edinborg? — Nei, en ég var vetrarpart í Handíðaskólanum, áður en ég fór til Edinborgar og þá hafði Magnús Pálsson námskeið í leiktjaldagerð, og ég sótti það. — En varia er leiklistin ein ráð í félagslífi á Ólafsfirði? — Nei, siður en svo. Þetta er nefnilega aðhliða menningar pláss. Við erum með tónskóla og einnig mætti nefna æsku lýðsstarf á vegum safnaðarins. Hér er að sjálfsögðu karlakór og rótaríklúbbur starfar. — Eru ekki allir verkfærir menn í honum? — Ekki alveg, við erum 30. En eitthvað fleira get ég nefnt hér af félagslifi. Iþróttafélag ið Leiftur starfar af miklum þrótti og allir sjá, að skíða stökkbrautin er steinsteypt mannvirki í miðjum bæn um. íþróttakennarinn okkar Björn Þór Ólafsson, er meira að segja Islandsmeistari í skíða stökki og norrænni tvíkeppni. Það má segja, að ungir sem gamlir séu á skíðum og geti eitt hvað á skíðum. — Hvað hafa lengstu skíða stökk þín mælzt? — Þau hafa hvorki verið mæld né vegin ennþá. Ég stekk ekki á skíðum þakka þér fyr ir. Hitt er annað mál, að ég kynni að renna fyrir bleikju í ánni hér fyrir innan. Við höf um part af henni á leigu, tíu saman, en raunar þarf ég ekki langt að fara; ég gæti veitt bleikju héðan af lóðinni, já næstum því út um glugg- ann. Og til dæmis um alhliða menningu á Ólafsfirði, get ég nefnt þér, að hér starfar golf klúbbur og hefur hann tekið á leigu jörð, sem Bakki heitir og er innst í dalnum. Þar er nxu holu völlur, en um ástand hans og skipulag hef ég ekki þekk ingu til að f jölyrða mikið. — Ég sé, að þú hefur búið þér aðstöðu til að geta haldið áfram við málverkið, þegar skíðastökk og annað sport tef ur þig ekki. Listmálarinn Kristinn Jóhannsson hefur ekki haft sig mikið i frammi upp á síðkastið? — Hann lifir rólegu lífi eins og þú sérð. Ég sýndi síðast haustið 1968 á Akureyri. Við getum samt sagt, að ég haldi þessu lifandi; það er alltaf á dagskrá. Ég hef gert ráð fyrir sérstakri vinnustofu hér við húsið; raunar fær hún að bíða betri tíma, en hver veit nema Reykvíkingar fái einhvern tíma vonda sendingu héðan. — Nú er af einhverjum dul arfullum ástæðum fátítt, að mál arar sýni á Ólafsfirði, svo fjöl mennir sem þeir eru þó með þjóðinni. En finnst þér þá ekki slæmt að geta ekki séð eitt hvað af sýningarflóðinu syðra, rétt til að fylgjast með? — Nei, mér finnst höfuðkost ur að sleppa við það. Nei ann ars, við skulum ekki orða það þannig. Við skulum segja, að það hafi vissa kosti að vera einangraður. Maður sér óhjá kvæmilega eitthvað á sýningum sem hefur áhrif á mann. — Ertu viss um, að það sé til ills eins? — Já, fyrir mig er það. Ég tel, að mitt málverk verði þá ekki frá mér lengur. Vandinn er að skilja á milli. Hvar enda áhrifin og hvar byrjar það, sem maður leggur til sjálfur? Stundum kemur þó fyrir að haldnar eru sýningar, sem ég vildi gjarnan sjá. — En það sem þú málar er eitt og annað héðan frá Ólafs firði? — Já, það er ættað héðan úr bænum og stílfært eitthvað. Það hefur orðið mikið hlé á þessu síðan byggingarstússið hófst. — Svo kennir þú auðvitað teikningu við skólann ? — Já, að sjálfsögðu. Og einn vetrarpart var ég með myndlistarnámskeið fyrir Ó1 afsfirðinga almennt. — Og komu þeir almennt? — Þátttakan var mjög góð; eitthvað um þrjátíu manns komu. — Er það ekki gott miðað við fólksfjölda? — Jú og ég vona bara að fólkinu hafi ekki leiðzt. Ég kenndi undirstöðuatriði í með ferð olíulita. — En þú kennir fleira en teikningu ? — Já, ailt sem til fell ur, ensku, islenzku og bókleg ar greinar eftir þörfum. —- En íþróttir? -— Ó nei. — Ekki einu sinni skíða stökk? — Skíðastökk þarf ekki að kenna Ólafsfirðingum, þeir hafa það í sér. Það er með fætt. — En nú ert þú kominn í bæjarstjóm. Gengurðu ekki ögn hnarreistari um götumar síðan ? — Ekki held ég það; þó má það vera án þess að ég taki eftir því sjálfur. En ég hef ver ið að mála hús borgaranna síð an, reyndar gegn gjaldi, vægu gjaldi. — Er það nauðsynlegt til að ná kosningu næst? — Ef ég væri að hugsa um atkvæðin, mundi ég mála ókeyp is. — Það er líklega ekki erfitt að fá lóðir hjá ykkur? — Nei, nóg er af lóðum. Þær eru líka gegn vægu gjaldi. Mig minnir að lóðargjaldið hafi verið 5000,00 kr., þegar ég byrjaði. Það er kannski nóg fyrir að byggja á sandi. — Og hér á Ólafsfirði vita auðvitað allir allt um alla? — Ólafsfirðingar komast varla hjá þvi að vita eitt og annað um náungann. En þeir eru ekki hnýsnari um annarra hag, en gengur og gerist. Þar sem nú stendur yfir hundrað ára afmælishátíð Mani toba þykir hlýða, að tímarit þetta (The Icelandic Canadian) íieiðri fáeina „þeirra gömlu", „the old timers", með þvi að minnast og greina frá ýmsu markverðu, sem henti þá hér forðum daga. Einn þessara manna, sem uxu úr grasi með héraðinu, er Sigui'jón Isfeld, en Sigurjón varð niutíu og fimm ára ungur hinn tuttugasta og fimmta apríl í vor. Sigurjón var búsettur í Gimli allt til þess, er harðræði það, sem samfara er sjómennsk unni varð honum ofviða; þá tók hann sig upp og fluttist í hoi’nið til Emily dóttur sinnar í Edmonton. Það er ekki orðum aukið, að Sigurjón hafi ratað í ýmislegt frásagnarvert um dagana. Má nefna það, að hann var að nokkru leyti viðriðinn leiðang ur Sir Ernests Shackleton til Suðurpólsins, töku kvikmyndar í Chicago og annan suðurskauts leiðangur Byrds sjóliðsforingja. Hér fer á eftir frásögn Emily Restrick, dóttur Sigurjóns, af þessum atvikum. Pabbi var einn meðal þeirra, sem árið 1914 útveguðu land könnuðinum Sir Ernest Shackle ton sleðahunda í leiðangur hans til Suðurskautsins. Pabbi hefur yndi af því að segja frá þeirri ferð, sem hann fór með hundana yfir til Bretlands á eimskipinu Empress of Britain ásamt öðrum Gimlibúa, J.B. Johnson. Ferðin gekk að ósk um. Þeir önnuðust hundana um borð og skemmtu sér stórkost lega. Þegar skipið lagðist að bryggju í London var þar fyrir hópur fólks, kominn til þess að sjá hina kanadísku sleðahunda, eins og nærri má geta, þvi Eng lendingar hafa ofurást á hund um og hundarnir okkar voni stórfallegir, sterklegir og vel á sig komnir í alla staði. Ég man, að pabbi sagði mér frá því, er Lafði Shackleton kom ásamt nokkrum fínum vinum sín- um til að líta á hundana. Fólk þetta klippti hái’brúska úr feld um hundanna til minja. Pabbi varð víst ekki sérlega frýnn við þetta. En þá hló lafðin bara og sagði: — Það vex aftur á. — Sir Emest Shackleton hélt þá félaga eins og kónga í þann Myndin er tekin við East Bullhead 1918. Sigurjón er þar með hunda sína. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. oiktóber 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.