Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 1
Rússneski rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn hlaut bókmenntaverðlaun Nobels á þessu ári og fer afhending verðlaunanna fram í Stokkhóhni 10. des- ember n.k. Af því tilefni birtir Lesbókin kafla úr þrem verkum þessa merka höfundar, sem svo lengi hefur starfað og þjáðst undir pólitískri áþján. TÖFRA- HÖLLIN Kafli úr „Fyrsta hringnum“ eftir Alexander Solzhenitsyn Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. I „Fyrsta liringnum" segir Nóbelsverðlaunaliafinn frá einni af fáránleg-um hugdettum Stalíns: nýjum fangabúðum, þar sem á að framleiða leyni- legt símakerfi til afnota fyrir einræðisherrann, svo úr garði gert, að bann geti átt tal í síma og enginn annar fái skilið. ,,I»að er eins og að koma í Paradís,“ hrópar einn fang- anna upp yfir sig. Hann er frá Síberíu kominn. En Gyðingur- inn Kubin, einrænn maður og heimspekilega þenkjandi, fær opnað augu lians: „Enn ertu í Víti, þú hefur aðeins verið færður um set — í fyrsta liringinn.“ I>að sem liér fer á eftir er tiundi kafli bókar- innar. 1 mörg ár, fyrir og eftir stríð- ið, hafði Jakonov gegnt þeirri virðulegu trúnaðarstöðu að vera yfirverkfræðingur við sér tæknidedldina. Þekking hans hafði aflað honum álits og heið urs og með ósviknum virðu- leika bar hann einkennisbún- ing sinn, skreyttan borðum og heiðursmerkjum. Embætti hans gerði ekki til hans meiri kröf- ur en svo, að hann gat að mest- um hluta stjómað starfinu úr fjarlægð; stundum var hann til kvaddur að halda vísindalegan íyrirlestur á samkundum há- lærðra embættismanna; stund- um þurfti hann að ræða við aðra verkfræðinga á sinn al- kunna greindarlega hátt um einhverja tilbúna smíð. En væri á allt litið átti hann helzt að láta hjá liða að taka á sig teljandi ábyrgð, en gefa sig því skýrar út fyrir að vera hinn óskeikuli sérfræðingur, sem þá laun sín mánaðarlega og námu þau þúsundum rúblna. Vegna. óvenjulegrar orðfimi var honum iagið að láta líta svo út, sem hann ætti heið- urinn af öilum tækniiegum uppfinningum deildarinnar; en hann kunni einnig þá list að smeygja sér undan, ef eitthvað fór úrskeiðis í deildinni; hann var og jafnan á næstu grösum, þegar hugmynd var varpað fyr ir róða, ellegar þegar hetjur, sem höfðu unnið afrek á sínu sviði voru hylltar og heiðrað- ar. Anton Nikolajevitsj (Jakon- ov, þýð.) var eldri að árum en svo — og metorðagiinnd hans ruú orðið í hóf st-ilit — að hann léti glepjast af svikulum bjarma Gullnu stjörnunnar eða Stalínsorðunni, er gætu stuðl- að að því að hann tæki milli- liðalaust á móti skipunum frá ráðuneytinu eða frá Herranum sjálfum. Anton Nikolajevitsj var það reyndur og þroskaður maður, að hann skildi og forð- aðist það samsull geðshræring- ar, viðgangs og sneypu, sem slíkt gat haft í för með sér. Á þennan hátt lifði hann áhyggjulausu lífi, þar til í jan- úar 1948. í janúar 1948 varð einhver til að ráðleggja Herr- anum að búa til leynilegt sima- kerfi, sem væri ætlað honum einum, og gæti gert honum kleift að eiga samtöl í síma, sem enginn skildi, þó svo að sími hans væri hleraður. Með tóbaksgulum visifingri, benti Leiðtogi Alþýðunnar á kort yf- ir Mavrinostofnunina, þar sem i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.