Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 3
VEGA
Kafli úr „Krabbadeildinni44
eftir Alexander Solzhenitsyn
KRABBADEILDIN kom út í tveimur bindum vorið 1968
og um haustið sama ár. Þær bækur vöktu lesendur á
Vesturlöndum til vitundar um Solzhenitsyn, en um hann
hafði ríkt þögn að mestu, síðan „Dagur í lífi Ivans Denisov-
itj“ kom út mörgum árum áður og með blessun þáverandi
valdamanns, Nikita Krúsjeffs. Hvorki Krabbadeildin né
Fyrsti hringurinn hafa komið út í Sovétríkjunum.
Sá kafli, sem hér birtist er úr síðari liluta hókarinnar
og er lítillega styttur. Þessi bók hefst fimm vikum eftir að
þeirri fyrri sleppir. Rithöfundurinn fullkomnar greiningu
sína á rússnesku samtímaþjóðfélagi. Hann bætir við nokkr-
um nýjum sögupersónum, þ.á.m. er Chaly, og óhefluð
kímnigáfa hans fer eins og galsafenginn vorvindur um
krabbadeildina. Við sögu kemur einnig Shulubin, alvöru-
gefinn og gamall bolsévikki, sem hefur orðið að endur-
skoða æskuhugsjónir sínar og koma sér upp nýjum, sem
hann getur lagað að sósíalismanum í Rússlandi, eins og
hann er framkvæmdur þar. Við sögu koma þau einnig
sjúklingurinn Oleg og læknirinn dr. Vera Gangart.
1 seinni hlutanum hefur höfundur upp umræður, þar sem
hann ræðst á meginreglur sovézks sósíalisma, en hann
heldur jafnframt uppi vörn fyrir þær. Sennilega er höfund-
ur svo djarfmæltur, þar sem hann gerði naumast ráð fyrir
að þessar bækur kæmu fyrir sjónir lesenda um sína daga.
ÖIl sagan dregur fram í dagsljósið þann djúpstæða ágrein-
ing, sem er milli frjálslyndra og afturhaldssinna í Rúss-
landi samtímans.
4. KAFLI: VEGA
Hún var létt í skapi, þegar
hún gekk út úr sjúkrahúsinu,
raulandi lágt fyrir munni sér,
en bærði ekki varimar, svo að
hún eim gætd heyrt og ekki ann
ar. Hún var klædd Ijósri og vor
legri kápu og skóhlifalaus,
enda voru göturnar þurrar.
Allt var bjart og ljúft, henni
var ógn létt um gang. Svo létt
var henni um gang, að henni
fannst hún geta gengið um borg
ina þvera og endilanga.
Kvöldið var sólríkt, eins og
daguiwim hafði verið. Þó var
loftið öllu svalara núna. Það
væri fásinna að stíga upp í troð
fullan strætisvagn. Hana lang-
aði til að gamga.
Svo að hún gekk af stað.
Enginm árstími jafnaðist á
við vorið, þegar apríkósutrém
stóðu í blóma i borginni. Allt í
einu varð hún gripin ómót
stæðilegri löngun til að sjá eitt
slíkt tré — jafnvel úr fjarska,
eða að nokkru hulið handan
gerðis eða steinveggs. En aprí-
kósutrén þekkti hún jaínan á
léttum ilmi þeirra.
En það var enn of snemmt.
Trén voru rétt að byrja að
skipta litum, úr gráu i grænt.
Brumhnapparnir voru að gægj
ast fram, en grái liturinn sat
enn i fyrirrúmi.
Vera virtist alltaf vera á
hraðri ferð, en þegar hún sté
inn i strætisvagn og lét fara
eins vel um sig og hægt var á
fjaðralausu sætinu, eða þegar
hún teygði sig eftir hanka til
að halda sér hugsaði hún
alltaf: „Mig langar alls ekki til
að gera neitt.“
Þrátt fyrir alilt sem heilbrigð
skynsemi sagði henni, vissi hún
ofurvel, að hún var einvörð-
ungu að drepa tímann á kvöld-
in og hraða sér því næst til
vinnu sinnar næsta morgun í
sams konar strætisvagni.
En í dag gekk hún hægt —
og hana langaði að gera allt —-
allt sem hugsazt gat! Henni
datt í hug svo ótal margt, sem
þurfti að gera, bæði heima og
hún þurfti að fara í búðir og á
bókasafnið, eða kannski gæti
hún fundið sér eitthvað
skemmtilegt til að sauma. Ekk-
ert af þessu var forboðið, hún
hafði aðeins látið undir höfuð
leggjast að gera neitt. Nú lang-
aði hana til að gera allt þetta
— strax og samtímis. Á hinn
bóginn kærði hún sig ekki um
að flýta sér heim að óþörfu, eða
gera eitthvað af þessu í einum
logandi hvelli. Þess í stað
gekk hún rólega og giaddist
innra með sér við hvert skref
sem hún steig. Hún gekk fram
hjá búðunum, sem enn voru
opnar, en hún fór ekki inn til
að kaupa í matinn eða ná í ann
að, sem hana vanhagaði um.
Hún gekk líka framhjá nokkr-
um ieikhúsauglýsmgum, en
las enga þeirra, þó að hún
væri raunar i upplögðu skapi
til þess.
Og því gekk hún bara,
gekk og gekk. Þetta var gleð-
in. Allt umhverfis hana var til
þess gert að gleðja hana.
Og öðru hverju brosti hún.
Henni lék hugur á að sjá
aprikósutrén í blóma, en vorið
var ekki komið fyrir alvöru
enn.
1 gær hafði verið fridagur,
en henni hafði fundizt hún
vera smáð og fótum troðin. 1
dag var ósköp venjulegur dag-
ur og hún var í þessu skínandi
góða skapi og hafði ekki
áhyggjur af nokkrum sköpuð-
um hlut.
Kannski var henni svona
innanbrjósts, vegna þess hún
vissi sig hafa haft á réttu að
standa. 1 einu vetfangi hafði
komið upp úr dúrnum, að kröft
ug andmæli hennar höfðu haft
við rök að styðjast. Og áður
hafði þeim verið hafnað og
þau gerð hlægileg. Á slíkum
stundum leið henni eins og
hún hengi á bláþræði yfir hyl-
dýpisgjá. Svo kemur þá í ljós
að þessi veiki þráður er sterk-
ur stálvír og hún stóð með
pálmann í höndunum eftir allt
saman. Og slíkt traust var
henni vottað af manni sem var
í senn klókur, tortrygginn og
harðsoðinn. Maður sem er þess
albúinn að standa við þrjózku-
legar staðhæfingar símar
fram í rauðan dauðann. Þau
flutu saman yfir ómæl-
anlega gjá mannlegs skilnings-
leysis og þó höfðu þau treyst
hvort öðru.
Við þessar hugsanir varð
hún frá sér numin. Hún vissi
núna, að hún var heilbrigð og
ekki geðveik en það hrökk
skammt að vita það. Hún varð
að heyra að hún væri heilbrigð
og ekki geðveik, eins og henni
hafði verið sagt. Hún skyldi
svo sannarlega verða þess að-
njótandi að heyra það frá
honum.
Hann verðskuldaði þakklæti
fyllilega, en auk þess var
skylda hennar að biðja
hann afsökunar. Hún varð að
bera fram afsakanir vegna
hormónameðferðarinnar. Hann
var andvígur Friedland, en
hann var ekki síður á móti hor
mónalækningunum. 1 þessu
fólst í rauninni algerlega rök-
rétt mótsögn. En væntir mað-
ur ekki frekar rökvisi frá
'iæknd og ekki frá sjúklingi.
Hvort sem þarna lá mótsögn
grafin eða ekki, varð hún að
telja hann á að gangast undir
hormómameðferðima. Hún gat
ekki gefið hanm upp á
bátinn, látið hann hverfa á
vit þeirra örlaga, sem hann
ætti ella í vændum. Hún var
farin að láta þetta mál koma
sér óhemjulega mikið við.
Hann var sjúklingur, sem hún
varð að ná yfirtökunum á, ná
yfirtökum í þrjózku og fortöl-
um, þangað til henni hefði tek-
izt að iækna hann. En að eyða
klukkustundum eftir klukku-
stundum til að sannfæra jafn
þvermóðskufullan mann þá
hlaut hún að hafa til að bera
ósvikna trú og mikla hollustu
við hugsjónir sínar.
Hún hafði verið önnum kaf-
in og þegar hann réðst gegn
henni með gagnrýni á hormóna-
meðferðina hafði hún ekki
haft á takteinum nægilega
sterkar tilvitnanir í rit, sem
höfðu skrifað um aðferðina.
Hún hafði svo sjaldan tíma til
að lesa slik rit.
En núna hafði hún tíma til
alls! Hún ætlaði svo sannar-
lega að lesa þau núna!
Og núna — var það ekki
furðulegt, að hún hafði ekki
veitt því athygli, hversu hratt
hún hafði gengið — hún var
komin að sambýlishúsinu, þar
sem íbúðin hennar var. Hún
gekk upp tröppurnar og inn í
forsalinn, þar sem mjúk teppi
þöktu gólf og veggi. Hún
gekk yfir gólfið, hún var
ekki hið minnsta döpur í skapi.
Hún notaði annan Yale lykil
til að opna dyrnar á herbergi
sinu. Þetta agnarlitia herbergi,
sem hún bjó í hafði held-
ur engin slæm áhrif á hana nú.
Það voru rimlar fyrir gluggun-
um til að verjast ágangi inn-
brotsþjófa. Þannig var gengið
frá öilum gluggum á neðsitiu
hæðum húsanna í borginni. Það
var rökkvað í herberginu
nú í Ijósaskiptunum. Sjald-
an skein sól inn, nema
skamman tíma á morgnana.
Vera nam staðar í dyrunum og
án þess að fara úr kápunni leit
hún í kringum sig með mestu
furðu, eins og hún sæi þetta
allt í fyrsta sinn. 1 svona her-
bergi gat lífið blátt áfram ver-
ið skemmtilegt! Hún þurfti
ekki að gera annað en skipta
um borðdúk hið snarasta, fara
með afþurrkunarklút yfir hús-
gögnin og hengja myndirnar á
veggjunum betur upp.
En fyrst fór hún nú úr káp-
unni, setti á sig svuntu og
gekk fram í eldhúsið. Hana
rámaði i að hún yrði að byrja
á þvi að gera eitthvað í eld-
húsinu. Æ, já hún varð að
kveikja á prímusnum og elda
eitthvað handa sér.
En strákurinn nágrannans,
stór og sterklegur peyi, sem
hafði gefizt upp í skólanum,
hafði sett hjólið sitt í eldhús-
ið, sem eins konar varnarvegg.
Hann var þar að taka hjólið i
sundur og blístraði glaðlega
meðan hainn tók það sunduir í
marga hluta og dreifði þeim yf
ir gólfið. Enin bar bjarma frá
hnígandi sól í herbergið. Hún
gætismeygt sér framhjá honum
og komizt að borðinu, en Veru
datt snögglega í hug að hana
langaði ekkert til að vera að
fárast yfir matarstússi. Hana
langaði til þess að vera ein í
herbergi sínu.
Hún var heldur ekki svöng,
alls ekkert svöng. Hún gekk
þess vegna aftur inn i herberg-
ið sitt og lokaði þvi með sér-
stakri ánœgjukennd. Það var
engin ástæða til að hún færi
héðan aftur í dag. Hún átti
nokkur súkkulaðistykki og
gæti nartað i þau.
Hún settist við kommóðuna,
sem hún hafði erft eftir móður
sína og dró út þungu skúffuna,
þar sem hún geymdi borðklút-
ana.
Nei, fyrst þurfti hún að
þurrka af.
Og áður en hún gerði það
þurfti hún að lagfæra ýmislegt
annað.
Vera naut hverrar minnstu
hreyfingar. Hún sté dansspor
um herbergið og hver einasta
hreyfing fékk henni meiri
gleði. Eða kannski hún ætti að
kippa í lag gluggatjöldunum og
myndunum á veggnum. Nei, þá
yrði hún að verða sér úti um
hamar og nagla og fátt var
leiðinlegra en þessi karlmanns-
verk. Bezt að láta þetta bara
hanga óbreytt enn um hríð.
Hún tók fram kústinn og
sveiflaði honum og raulaði lágt
fyrir munni sér á meðan.
Hún rakst á litskrúðugt póst
kort, sem hún hafði fertgið
daginn áður. Það stóð við potta
blóm — sem bar rauð blóm og
sendi frá sér höfugan ilm. Stétt
arfélagsstjórnin var að senda
henni kærar kveðjur í tilefni
Alþjóðadags kvenna.
Fyrir einmana veru hljóta
frídagarnir að vera erfiðir og
langir að liða, en sérstaklega
alþjóðadagur kvenna — að
minnsta kosti þeim einmana
konum, sem finna árin renna
hjá. Slíkir dagar eru þeim
óbærilegir. Ekkjur eða ógiftar
koma saman til að drekka,
syngja og reyna að láta alla
sjá, hvað þær eru innilega glað
ar og kátar. 1 gærkvöldi hafði
hópur þeirra verið að halda
upp á daginn með ærslum úti i
garðinum. Það var einn eigin-
maður með í hópnum og þegar
þær gerðust drukknar stilltu
þær sér upp í röð til að kyssa
hann til skiptis.
Stéttarfélagið hennar var að
óska henni góðs gengis i starfi
og hamingju í einkalífinu —
og það var gert alveg grín-
laust.
Einkalífið. Hvað var það ?
Hún reif póstkortið i fjóra
hluta og henti þeim i rusla-
fötuna.
Framh. á næstu sdðu
Þráinn Bertelsson
LJÓÐ
Sofandi tónar svítfa
um huga minn
flöktandi skynjun slær
bjarma á
mynd þína
og
hægstreymur svefn færir
vituind mína í kaf
í þungt myrkur
ka-nnski var líf
á undan þessum dauða
29. nóvemiber 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3