Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 4
Hún hélt áfram að þurrka af, af ilmvatnsflöskunum, af gler- mununum af grammafónsplöt- unum og útvarpinu og af raf- magnsplötuspilaranum. Nú gæti hún hlustað á allar plöturnar, sem hún átti og ekk ert myndi særa hana lengur. Hún gæti meira að segja sett plötuna sem hét „Svo að nú er ég ein, ein sem fyrr“ á fóninn. En hún var að leita að annarri. Hún fann plötu, setti hana á og sveiflaði sér léttilega upp í stólinn hennar mömmu og lét fara vel um sig. Með annarri hendi hélt hún enn þéttings- fast um afþurrkunarklútinn. Lagið var úr Þyrnirós. Vera hlustaði, en ekki fyrir sjálfa sig. Hún setti plötuna á aftur. Gg aftur. Hún fór að tala, en ekki upp hátt. Hún var að tala við hann í huganum, rétt eins og hann sæti þarna andspænis henni við borðið í grænleitri skím- unni. Hún varð að segja allt, sem hún hefði átt að segja og hún hlustaði á það, sem hann var að segja. Hún vissi upp á hár, hverju hann myndi svara öllu, sem hún sagði. Það var erfitt að átta sig á honum í fyrstu, hann var alltaf að snúa sér frá og víkja sér undan, en hún var farin að venjast því. Hún var að ljúka samræðun- um, sem þau höfðu átt í dag, og segja honum, það sem hún hefði ekki getað sagt, af því að sambandið miUi þeirra var með þessum einkennilega hættá. En hún gat sagt honum það núna. Hún var að mynda með sér kenningu um karla og konur. Hugmyndir um það, hvernig konur ættu að vera voru enn meira á reiki en um það hvern- ig karlmenn ættu að vera. Sú kvenlegasta þeirra allra, að flestra dómi, var víst Carmen. Hún var í sífelldri leit að ánægju. En þessi tegund kvenna er gervikona — karlmað- ur í kvenfötum. Hún vildi ekki kveikja, ekki til að tala um, en nú varð hún samt að kíkja á myndina. Hún rétti fram höndina og teygði sig eftir lítilli mynd. Hún horfði á hana og þó þurfti hún þess ekki, hún kunni myndina utan að: snoturt andlit á ung- um dreng með björt, viðkvæm og óreynd -augu, hrein hvít skyrta og bindi við. Fyrsta háls bindið, sem hann hafði átt. Og fyrstu jakkafötin hans. Mynd- in var lítil, en samt greindi hún hvert smáatriði, meira að segja myndina í bakgrunni litlu myndarinnar; það var vangamynd af Lenin. Drengurinn var brosandi: — Þetta er eina heiðursmerkið sem ég þarfnast, virtist hann segja. Það var þessi drengur, sem hafði kallað hana Vega. Og Vera Gangart hafði orð- ið ástfangin. Þá hafði hún ver- ið skólastúlka. En hann hafði fallið í stríðinu ... Jóhanna Krístjóus- dóttir þýddi. BÖKMENNTIR OG LISTIR ífg’lia 1 l^fmiiiifcV—- r (OT*- yix ■jiuu atvi í fcú \ 11 lllBsí ti týfuu \J átui fr —-■ L — Tunglið skein skærar en áð- ur. Ljósin virtust fölari nú. Skálarnir vörpuðu dimmum skuggum. Dyrnar lágu handan við breitt fordyri, með fjórum tröppum. Nú var skuggsýnt í anddyr- inu, lugtartýra dinglaði yfirþví og marraði ömurlega í kuldan- um. Glætan, sem hún varpaði, var regnbogaiit, annað hvort af frostinu eða óhreinindunum á glerinu. Fangabúðastjórinn hafði gef ið út enn aðra stranga fyrirskipun: Vinnuflokkarnir skyldu ganga inn í matskálann i tvöföldum röðuRi. Hann bætti einu ákvæði við regluna: Þeg- ar þeir komu að tröppunum, áttu þeir að nema staðar þar, en ekki ganga upp í anddyrið; þeir áttu að skipa sér i fimm- faldar raðir og standa þar, unz umsjónarmaðurinn í mat- skálanum leyfði þeim að halda lengra. Umsjónarstarfi matskálans var kyrfilega gegnt af Skakk- löpp. Honum hafði tekizt að fá sig úrskurðaðan öryrkja vegna heltinnar; hins vegar var hann gríðarmikill hóruungi. Hann hafði orðið sér úti um barefli úr birki. Þegar hann stóð í anddyrinu, barði hann alla í höfuðið með lurkinum, sem gengu inn án nauðsynlegs leyf- is hans. Nei, ekki alveg alla. Hann var slyngur, og gat allt- af séð, jafnvel í myrkrinu, hve- nær hyggilegra væri að láta fanga í friði — hann skipti sér ekki af þeim sem gátu stungið einhverju að honum. Hann lamdi þá, sem verst vóru leikn- ir og kvaldastir. Eitt sinn barði hann Ivan. Hann var kallaður þjónn. En við nánari athugun lifði hann eins og prins. Hann var inn undir hjá kokkinum. í dag voru annað hvort alllir vinnuflokkarnir mættir eða einhver töf hafði orðið á því, að koma öllu í lag. Fjöldi manna var hins vegar við and- dyrið. Meðal þeirra var Skakk löpp, aðstoðarmaður hans og ennfremur yfirmaður matskál- ans. Þeir stjórnuðu nú öllu upp á eigin spýtur, þessir hundar. Varðmenn voru hvergi nálægir. Yfirmaður matskálans var feitt svín. Höfuðið var eins og grasker, og hann var afar herðabreiður. Hann var að springa af vinnuorku, og þeg- ar hann gekk, virtist sem hann væri ekkert nema gormar, ekki hvað sízt handleggirnir og fæt- urnir. Hann var með hvíta lambskinnshúfu án fanganúm- ers, — það var vandaðra höf- uðfat en tíðkast yfirleitt meðal frjálsra borgara. Hann var líka í lambskinnsvesti í stíl við húfuna. Þar var númerið hans, en varla stærra en frímerki — með náðarsamlegu leyfi Úlfs- ins. Ekkert fangamark var á bakinu. Hann virti ekki neinn, og öllum föngunum stóð stugg- ur af honum. Hann hafði líf þúsunda manna í hendi sér. Eitt sinn reyndu þeir að berja hann niður, en allir kokkarn- ir — samvaidir jakar og glæpa menn — hlupu honum til varn- ar. Ivan mundi lenda iaglega í því, ef 104. vinnuflokkurinn væri þegar kominn. Skakklöpp þekkti alla í fangabúðunum í sjón, og hann mundi ekki hugsa sig um tvisvar að hleypa fanga inn með röngum vinnu- flokki til þess að hafa meiri ástæðu til að tugta hann til. Vitað var, að fangar höfðu læðzt inn bak við Skakklöpp með því að klifra yfir grind- urnar við anddyrið. Ivan hafði Kka gert þetta. En alveg v«ur loku fyrir það skotið í kvöld — þetta var beint fyrir augunum á yfirmanni matskálans — hann mundi berja mann sund- ur og saman, svo að maður mætti þakka fyrir að geta skreiðzt til læknisins. Bezt að skreppa að anddyr- inu og vita, hvort 104. vinnu- flokkurinn væri þar enn innan um númeruðu svörtu fanga- frakkana. Hann komst þangað, rétt um það bil sem mennirnir voru að ryðjast inn fyrir (var þeim lá- andi — bráðiega kæmi hátta- tími) eins og þeir væru að gera árás á vígi — fyrsta skref, annað, þriðja, fjórða. Komnir! Þeir streymdu inn í anddyrið. „Stanz, djöflarnir ykkar," öskraði Skakklöpp og sveiflaði birkilurknum að fremstu mönn unum. „Snúið við — ellegar ég mölbrýt á ykkur hausana.“ „Hættu þessu?“ öskruðu þeir á móti. „Náungarmr fyriir aft- an ýta svo á okkur.“ Þetta var satt, en megnið af þeim reyndi ekki að sporna við því. Þeir vonuðu, að þeim yrði þeytt inn í matskálann. Skakklöpp lagði bareflið þvert yfir brjóst sér — ekki ósvipað og hindrun í götubar- daga — og réðst til atlögu gegn þeim fremstu af alefli. Aðstoð- armaður hans, þjónninn, þreif líka í bareflið hans og enn- fremur yfirmaður matskálans, sem var auðsjáanlega ákveð- inn í því að óhreinka sig á þvi að handleika það Hka. Þeir ýttu fast; nóg orka í þeim af öllu þessu kjötáti. Fangarnir hörfuðu undan Fremstu mennirnir duttu á þá, sem voru fyrir aftan, og veltu þeim um koll eins og korn- knippum. „Bölvuð Skakklöppin — við skulum jafna um þig,“ hrópaði maður einn í skjóli við hina í fylkingunni. Hinir skullu um koll án þess að bofs heyrðist í þeim og spruttu á fætur ótt og títt, svo að þeir yrðu ekki troðnir undir. Nú voru tröppurnar auðar. Yfirmaður matskálans gekk aftur til anddyrisins, en Skakklöpp var kyrr i efsta þrepi. „1 fimmfalda röð, ullarhaus- arnir ykkar,“ skipaði hann. „Hve oft hef ég ekki sagt ykk- ur, að ég hleypi ykkur inn strax og tími er til kominn." ívan þóttist bera kennsl á höfuð Senkas fyrir framan and dyrið. Hann tókst allur á loft og reyndi að olnboga sig gegn- um þvöguna til hans. En þeg- ar honum varð litið á bök mannanna fyrir framan sig, sá hann, að sér yrði það um megn. Hann kæmist aldrei þangað. „Tuttugasti og sjöundi," öskraði Skakklöpp, „áfram með ykkur.“ Tuttuigasti og sjöundi vinnu- flokkurinn stökk upp þrepin og réðst til inngöngu. Allir hin ir ruddust á eftir þeim. Ivan tróðst líka áfram af ölium 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.