Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 6
Seinni hluta febrúarmánaðar
lögðum við Ólafur Halldórsson
af stað frá heimili foreldra
minna, Torfastöðum í Núpsdal.
Við höfðum litinn skíðasleða í
togi, sem hafði verið smíðað-
ur í flýti úr furuborðum. Á
sleðanum höfðum við nauðsyn-
legan vermannafatnað og nesti
tiil ferðarininar. Þessi farangur
mun hafa vegið 30 kg. Um þær
mundir var veðrátta rysjótt og
umhleypingasöm. Færð var þó
allgóð til að byrja með: harð-
fenni i brekkuhalli, en svella-
færi á iiáglendi. Fyrstu nótt
ferðarinnar gistum við hjá
Hallgrími Einarssyni bónda á
Kollafossi í Vesturárdal. Hall-
grímur var Akurnesingur að
ætt og uppvexti. HaM'grímuir
var manna glaðlyndastur,
hraustmenni mikið, hinn bezti
sjómaður, sem er kynfylgja
margra Akumesinga fyrr og
siðar, þó famaðist honum vel
búskapur í Norðurlamdi. Næsta
dag fylgdi hann okkur á miðj-
an Hrútafjarðarháls og mjög
kvað hann sig langa til þess
að fylgjast með okkur til ver-
búða á Suðumesjum, en hann
hafði bús að gæta heima.
Þegar við skiitíum við Hali-
grím var komin kafaldsmóska í
loft og þegar komin logndrífa
allmikil. Við héldum suðvestur
yffir hálisinn, en þegar við kom-
um að Hrútafjarðar-árgilánu
fyrir neðan Grænumýrartungu,
var dagsbirta á þrotum. AHtor-
veldlega gekk okkur að kom-
ast með sleðakrílið ofan og upp
gilbarmana. Við höfðum góða
gistingu hjá Þórði bónda í
Grænumýrartungu. Hann var
sannkallaður bjargvættur
ferðamanna, sem áttu leið yfir
Holtavörðuheiði að vetrarlagi
á þeim árum. Þórður var naum
ast meðalmaöur að vexti, en
svo verkhagur og afkastamikill
í öllum störfum að af bar. Hús
öll í Grænumýrartungu hafði
hann byggt upp af torfi að
ytra borði. Öll bæjar- og gripa
hús voru með listrænu sniði.
Umhverfi allra húsa var
hreinlegt, með þeim snyrtibrag,
sem mjög var til fyrirmyndar.
Þórður var sjálflærður smiður
og M'stamaður, jafnt á torf sem
tré. Útskornir vindáttavitar
voru á tréburstum. Hann og
synir hans margir voru að eðl
isfari listamenn.
Þegar það bar til, sem oft
vildi verða, að ferðafólk kom
hrakið og illa til reika af heið
inni, að vetrarlagi, vann Þórð-
ur þvi sjálfur beina, bjó um
rúm og bar mat á borð. Jósep
Jónsson, sem lemgi bjó stórbúi
á Melum, næsta bæ fyrir utan
Grænumýrartungu, átti Önnu
Bjarnadóttur, systur Jóns
Bjarnasonar prests og rithöf-
undar í Winnipeg. Anna var
rausnarkona, þrifin og nostur-
söm i hverju verki. Hún lét
svo um mælt, að heldur vildi
hún leggja sér til munns mat úr
höndum Þórðar, en hjá margri
húsfreyjunni.
Allt kvöldið kyngdi niður
snjó í logni. Þegar ieið að
háttatíma gengum við félagar
út ásamt Þórði bónda. Drátt-
arsleði okkar var á hlaðinu.
Þórður iét hann út i hús og
mælti um leið, að ef stórbyl
gerði um nóttina, gæti sleðinn
hreyfzt tiid og fennt í kaf. SLík
var fyrirhyggja Þórðar, sem
mörgum ferðamanni kom að
góðu haldi.
Við fyrstu dagsbirtu næsta
morgun risum við Ólafur úr
rekkju og hugðuim til ferðar.
Þórður bóndi sem var okkur
árrisulli, gekk í baðstofu, og
sagði að alla nóttina hefði snjó
að án upprofs og hann teldi
ófært að leggja á heiðina í
slíkri ófærð og viðsjálu veður-
útiliti. Ólafur, sem var mér
eltíri, og aikunnur í okkar
sveit, fyrir hugrekki og ratvísi
í vetrarferðum, sagði að ekki
dygði að láta veðurhræðslu og
þungfæri aftra ferðum. Við
náðum í mal okkar af sleðan-
um og snæddum af nesti okk-
ar, að því búnu gengum við út,
drógum sleðann úr geymslu og
héldum af stað; um leið hvarf
Þórður fyrir veggjarhorn, lik-
lega til að gegna skepnum sin
um og sagði: „Þetta er að
leggja út í ófæru.“
Lítiil andvari var af austri,
en snjófall hið sama og áður
og dimmt í lofti. Sleðinn varð
strax hinn versti dráttur, þó
kom okkur ekki til hugar, sem
hefði verið hyggilegast, að
skilja hann eftir og vinda far-
angur okkar i bakbyrðar. Við
höfðum ætlað okkur hæfilegar
dagleiðir í Borgarnes í sam-
ræmi vð ferðir póstbátsins og
máttum varla dag missa úr
þeirri áætlun. Ekki kom til tals
milli okkar að snúa aftur.
Landsímalína var alla leið yfir
heiðina og á hana treystum við
til þess að rata rétta leið. Oft
urðum við að skríða á fjórum
fótum yfir lægðir og hvörf, en
fönnin hrannaðist upp fyrir
framan sleðann. Ekki man ég
nú hvað klukkan var, er við
komum suður fyrir Miklagil.
Ólafur hafði úr i vasa sínum
en ég ekki. Um það leyti fór
suðaustan kæla að færast í auk
ana og skóf þá lausamjöllina,
en samt grilltum við oftast
milli símastaura. Enn er mér í
ljósu minni, hvern óratima mér
fannst það taka, að komast
milli tveggja símastaura. Ekki
varði skafbylurinn lengi og
þegar við vorum komnir all-
langt suður fyrir Miklagil var
orðið algerlega frostlaust og
þá sást til lofts í suðri. Áfram
þokuðuimst við spöl eftir spöl
með miklu erfiði. Þegar við
komum á Grunnavatnshæðir
batnaði færð stórum, en veður
var kyrrt og heiðríkja i lofti.
Jóhann Eyjólfsson í Sveina-
tungu hafði byggt allstórt hest
hús, norðan Holtavörðuhæða,
er hann flutti símastaura á lín
una á heiðinni. Við Ólafur
skriðum inn í hesthúsið og
borðuðum þar vel af nesti okk
ar, einnig skiptum við um fóta
plögg. Þá fannst okkur, að
varla kenndum við þreytu,
enda vorum við á bezta aldri
og glöddumst yfir að hafa
sigrað þunga þraut.
Renni-gaddfæri var sunnan
i heiðinni, því þar hafði eng
inn lognsnjór fallið. Við tók
um það til ráðs, að ganga yfir
Snjófjöll, sem kallað er, það ex
skemmri leið en þegar farið er
eftir dalnum. Við komum að
Fornahvammi við síðustu háttu
mál. Við höfðum verið fulla 13
klukkutima yfir heiðina. Á
þeim árum bjó í Fornahvammi
Davíð Stefánsson með móður
siinnd Friðriku. Þau mæðgin
tóku ógleymanlega vel á móti
Magnús F. Jónsson
Vermenn
á alþingispöllum
veturinn 1909
okkur með hörkusterku
brennivínskaffi og hreinu og
hlýju rúmi á eftir.
Næsta dag var komin asa-
hláka með miklu.m vatnsgangi.
Nú gerðum við það, sem betur
hefði verið gert fyrr: Við tók-
um pjönkur okkar af sleðan-
um og bundum þær í helsingja
poka, sem vermenn kölluðu
svo, en skildum sleðann eftir í
Fornahvammi. Sanddalsá var í
bráðavexti; yfir hana komumst
við á jakahröngli og mátti ekki
tæpara vera. Þair næst gistum
við á Hvasisafellli. Það var góð
ur gististaður. Við vorum illa
til reika eftir vatnsveður og
vaðal yfir ár og læki, sem
ekki voru brúuð í þá daga.
Síðasti gististaður okkar áð-
ur en við komum í Borgarnes,
var í Galt'arhoMji. Þar bjó þá
Jón, sem var lengi póstur milli
Borgarness og Staðar i Hrúta
firði. Jón var meðalmaður á
hæð, en þykkur undir hönd.
Hann var talinn tveggja manna
maki að afli. Jón var fremur
fálátur við fyrstu kynni, en
í*á voru margir þjóðkunnir skörungar á þingi
og viðkvæmt mál á dagskrá: Áf engisbann
Björn Jónsson
Hannes Þorsteinsson
Ilannes Hafstein
6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
29. nóvember 1970