Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Síða 10
Klámfengin þjóð og heiðin endurvakning Blaðað í íslenzkum gát- um, skemmtunum, viki- vökum og þulum, sem Ólafur Davíðsson, þjóðsagnasafnari. íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur eru nýlega út komnar í fjórum bindum hjá Hinu Lslenzka bókmenntafé lagi. Er hér um að rœða ljósrit- un á útgáfu þeirra Jóns Árna- sonar og Ólafs Daviðssonar frá 1887 til 1903, sem bókmennta- félagið gaf út á sínum tíma. Hefur ljósritun þessi um nokk urt skeið verið á döfinni og hefti smám saman borizt til fé- lagsmanna. Nú, þegar útgáf unni er lokið og ritið liggur fyrir í tveimur skinnbindum tvö bindi i hvoru, er ekki úr vegi að minnast þess nokkrum orðum. Jón Árnason ritar formála að fyrsta bindi ritsins, sem heit- ir Gátur og kom út í Kaup- mannahöfn 1887. Hann segir þar m.a.: „Gáturnar hafa frá því í fornöld oftast haft tvær hliðar, gaman og alvöru. Þó yfirborðið sé lipurt og leik- andi og sýnist eintómt gaman og kerksni, þá er oft dýpri og þyngri undiralda og alvarlegri skoðun á lífinu. Gátumar eru þvi eiins og önnur alþýðleg fræði einkar vel falinar til að gefa hugmynd um eðli þeirrar þjóðar, sem þær hafa skap- azt hjá. Margar gátur eru svo aligengar i ýmsum löndum og hafa svo mikla útbreiðslu um tíma og rúm, að þær sýna, eins og þjóðsögur og ævintýri, hið andlega samband, sem tengir ótal þjóðir saman í þjóðakerfi og flokka. Ef vel væri að gáð, mundi eflaust mega sýna það, að hinar dýpstu rætur þjóð- legra fræða á íslandi liggja, eins og í öðrum Evrópulöndum, langt burtu, austur í Asiu. Þó búningurinn sé annar, þá eru hugmyndÍTTiar, sem til gruind- vallar liggja, oft hinar sömu. Hið íslenzka bókmennta félag hefur sent frá sér í fjórum bindum. Hver einstök þjóð hefur fært hið gamla í sérstakan búning og skapað nýtt eftir sínu eigin eðli. Þessi þjóðlegu fræði eru því á mismunandi stigi eftir gáfum og skarpleika þjóðanna. Eftir því sem fram hefur kom- ið hér á landi, held ég mér sé óhætt að segja, að íslenzk al- þýða sé í þessu tilliti engu siðri en aðrar stærri þjóðir." 1 niðurlagi formálans segir Jón Ámason, að hann óski þess að gáturnar geti orðið sem flestum unglingum á Islandi til gagn og gamans, l'íkt og þjóð- sögurnar, og hjálpað til að vekja hjá þeim velvilja og rækt til alþýðlegra fræða. Fremst í þessu bindi eru Gátur Gestumblinda, en siðan koma á annað þúsund íslenzk- ar gátur. Sú þúsundasta er á þessa leið: Séð hef ég piltung augað eitt og ekkert höfuð hafa, margan hefur frá Mfi leitt og leiðist ekki að kafa. Skemmtanir heitir annað biindi ritsafnsins. Fyrir þvi rit- ar Ólafur Davíðsson formála, þar sem hann rekur í ítarlegu máli sögu safnsins, skýrir frá samstarfi þeirra Jóns Árnason- ar og tilgreinir hvern skerf ýmsir eldri fræðimenn hafa lagt til þessa söfnunarstarfs. Er formáli Ólafs Davíðssonar um margt fróðiegur og þess virði, að nokkrar glefsur úr honum séu birtar. Um þorra- blótin segir Ólafur: „Extrema se tangunt /þ.e. örskammt er öíganna á milli/ segir máltækið og sannast það hér, þvi að aftan við þessar út lendu skemmtanir leyfi ég mér að hnýta svolitlum pistli um þorrablót þau, sem haldin hafa verið nú í nokkur ár. Ég vildi ekki ganga alveg þegjandi framhjá þessari einkennilegu veizluskemmtan, en gat hvergi komið þeim að á haganlegri stað en hér, því þorrablótin og að minnsta kosti sumar af blysförunum hafa það þó sam- eiginlegt, að hvort tveggja hef ur yngt upp minninguna um hina gömlu, góðu og göfgu trú forfeðra vorra. Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til ís lenzkra stúdenta í Kaupmanna höfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873. Ég hef heyrt sagt, að doktor Björn Ólsen hafi gengizt mest fyrir þvi og eftdr hann er veizlukvæðið, Full Þórs. 1880 mun Fornleifafélagið í Reykja vik hafa haldið þorrablót, þótt ég hafi ekki rekið mig á skýrsl ur um það í blöðunum. Aftur hélt það stóreflis þorrablót 21. janúar 1881. Veizlusalurinn var búinn fornum voðum, skjaldarmerkjum og öndvegis- súlum. Langtldar brunnu á gólfinu. Samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir sam sætinu. Við samidrykkjuna á eftir var guðanna minnzt, Óð- ins alföður, Þórs, Freys og Njarðar til ársældar, Braga, Freyju o.s.frv. Ekki hef ég rek ið mig á skýrslur um önnur þorrablót í blöðunum, en það er vonandi að þau leggist ekki niður. Það má ekki minna vera en gömlu guðanna sé minnzt einstöku sinnum í þakklætis- skyni fyrir fornöldina. Ég skal minnast á það, til gamans, að greindur bóndi norðlenzkur fár aðist mjög um þorrablótin við mig, sumarið 1881. Honum þóttu þau einhver óhappavæn legasti viðburður, sem hann hafði heyn-t getið um nýlega, enda er það ekki að furða, því hann hélt að þau mundu verða vísirinn til þess, að Islending- ar köstuðu kristinni trú og færu að trúa á Þór og Óðin.“ Hér drepur Ólafur Daviðs son á mjög merkilegt atriði í sambandi við endurvakningu þorrablótanna á fyrri öld. Það virðist með öðrum orðum ekki hafa farið dult, að menn hafi með þeim að einhverju marki viljað minnast forns heiðins átrúnaðar. Kunnáttumenn í fornnorrænum fræðum virðast einnig hafa haft forgöngu um þorrablótin og gert sér far um að láta allt fara fram sem lík ast þvi, er gert var, meðan Ásatrú var enn lifandi trú á Norðurlöndum. Enda þótt Ólafur Davíðsson hafi ekki tekið alvarlega þessa endur- vakningu Ásatrúar, virðast aðr ir hafa gert það, samanber orð norðlenzka bóndans, sem hann vitnar til. Athyglisvert er að hyggja að þessu nú, er þorrabiótin hafa brey-tt svo mjög um svip frá fyrri öld. Nú munu hvergi drukkin minni Ása né mælt fyr ir griðum í upphafi þorrablóts. Öndvegissúlur, skjaldarmerki, voðir og iangeldar eru einnig horfin úr myndinni. Þorrablót iin þjóna nú þeim einum til- gangi víðast hvar að eta og drekka sem mest má. Sums stað ar munu menn þó enn hressa upp á skemmtuoiina með því að berja hver á öðrum. Á síðustu árum hafa orðið talsverðar umræður um klám hér á landi. Hafa ýmsir mætlr menn, einkum af eldri kynslóð inmi hneykslazt á skáldritum fyrir þá sök, hve klámfengin þau væru. Verða þær umræður ekki raktar nánar hér, en fyr- ir þá sök er á þetta drepið, að Ólafur Daviðsson leiðir að þvi rök i inngangi sinum að Skemmtunum, að íslenzk þjóð hafi verið klámfengin löngum. Ólafur Davíðsson segir: „Klúryrði koma fyrir í svo mörgum íslenzkum skemmtun- um, að það hefði verið ógern- ingur að sleppa þeim öllum, og það því fremur, sem það eru einkum slíkar skemmtanir, sem bera einna bezt með sér þenna grófgerða „humor", sem er svo eiginlegur gauzkum þjóðum og germönskum, og hvergi kemur jafn vel fram og í þjóðsögum og þjóðtrú þessara þjóða. Þeg- ar þjóðsögumar o.s.frv. voru búnar til, var ekki verið að hnitmiða niður hvert orð eins og nú er tátt. Nei, höfundar þeirra ,,mæltu“ beinlínis „af gnægð hjartans“, og þá var ekki við öðru að búast en margt klúryrðið fyki með. Yf ir höfuð er það talinn eimn aðalkosturinn við þjóðsögurog slík fræði, hvað þær eru hisp- urslausar og blátt áfram. Þær tala varla nokkurn tírna undir rós, eins og nú ber svo oft við, en fyrir bragðið ganga þjóð- irnar þar til dyra í hvers- Töfrahöllin Fraanh. af bls. 2 manna, sem að vísu réðust á hainn með óbiligArni, en voru þó menm, sem þrátt fyrir allt deildu með honum kjörum. Mamurin reyndi nú ótæpi- lega að réttlæta sig og fá yfir- bót með frammistöðu í starfi. En þótt hörmulegt sé til þess að vita, þá takmarkaðist þekk- ing hans um símasamgöngur við það, að vita hvernig átti að halda á símtóli. Því gat hann ekki unnið sjálfur, held- ur aðeins stjórnað verkinu. En það var til einskis að stjórna verki, sem var dæmt til að mis- takast, því að það gat ekki endurvakið þann hlýhug, sem hann hafði notið hjá Bezta Vini Símverkamanna. Hann varð að sýna eitthvað alveg sér stakt af sér, starfa við verk sem gæfi af sér óbrigðulan ár- angur. Af einhverri óskýranlegri ástæðu, sem brýtur öll lögmál rökfræðinnar, gerist það stöku sinnum að maður fær óþokka á öðrum manni við fyrstu sýn — og öfugt. Frá sínum fyrsta fundi gátu þeir ekki þolað hvor annan, þeir Jakonov og Rojtmann. Og með hverjum mánuði, sem leið magnaðist þessi óvild. Samkvæmt skipun- um frá æðstu stöðum höfðu þeir verið spenntir fyrir sama eykið — en þeir toguðu sinn í hvora áttina. Þegar áætlunin um leynisímakerfið fór að taka á sig einhverja mynd, flutti Rojtmann eins marga fanga og hann mögulega gat yfir í hljóm burðarrannsóknarstofuna, til að þeir gætu unnið þar við hitt tækið sem virtist ætla að tak- ast og var kallað „tæki til ðagsrötunum en eKKI I sparl- fötunum, eins og i svo mörg- um kvæðum og skáldsögum, sem nú eru samin. 1 annan stað kynoka aðrar þjóðir sér ekki við að færa til ýmiss konar klúryrði í sams konar söfnum, og læt ég mér nægja að skir- skota til svensku útgáfunnará „Hvar býr Nípa?“, sem ég skal bráðum minnast á.“ í þriðja bindi ritsins eru ís- lenzkir vikivakar og vikivaka kvæði. Er það einna mest að vöxtum, nokkuð yfir fjögur hundruð blaðsíður. Hefst á for mála eftir Ólaf Daviðsson, en siöan er með mörgum dæmum gerð ítarleg grein fyrir víki- vökum, merkingu orðsins og sögu vi'kivakanna. Þá koma vikivakakvæðin og kennir þar margra grasa sem vænta má. Fjórða bindi geymir loks þul ur og þjóðkvæði. Er það einn- ig mikið að vöxtum, losar fjög ur hundruð siíður. Eins og ég gat um í upphafi þessa máls eru hér saman komnar á eimum stað bókmennt ir, sem kærar hljóta að vera hverjum þeim, sem þjóðlegum fræðum unna. Og þá væri ekki óskemmtilegt, ef mönnum ein- hvern tíma gæfíst tóm frá lýj- andi og banvænu brauðstriti, að rifja upp í glöðum hópi ein- hverja þá leiki, sem eru mor- andi í þessu ágæta ritverki. j.h.a. gervitals." Þar á móti náði Jakonov hóp duglegustu verk fræðinganna sem voru með bezta erlenda útbúnaðinn og flutti þá yfir í Sjöuna. Mamurin hafði valið Sjöuna. í fyrsta lagi til að vera ekki undirmaður hjá þeim manni, sem hann hafði áður ráðið yfir. í öðru lagi sakir þess að í ráðuneytinu yrði það talin skynsamleg ráðabreytni að vakandi auga yrði haft með Jakonov, sem var ekki flokks- félagi og hafði ekki fullkom- lega hreincin skjöld. Upp frá því — hvort sem Jakonov var viðstaddur eður ei — stritaði hinn sómasvipti Mamurin sem vinmuforingi í Sjöunni. Þar hafði hann nú innleitt fimmtán stunda vinnu- dag. Þessi einmana fangi með sótthitaglampa i aueum og inn- fallnar kinnar hafði lagt bæði Homer og Gribatjov á hilluna og vann til klukkan tvö á nótt- unni. Hann unni sér hvorki svefns né matar. Svona heppi- legan vinnudag var því aðeins hægt að hafa í Sjöunni vegna þess að ekki var nauðsynlegt að neinn frjálsu verkamann- anna fylgdist með Mamurin og af sömu ástæðu var heldur ekki þörf fyrir sérstaka na'turverði. Enn um fyrstu hitaveituna VEGNA skrifa í Lesbók Morg- unbl'aiðsins um fyrstu hita- veiitu á landinu vill Uilugi Jónsson, Bjargi við Mývatn, láta þess getið, að alþýðu- skóliinn að Laugum var hitað- ur upp með laugarvatni þeg- ar árið 1924, eða 6 árum fyrr en fyrsta hitayeitam var lögð i Reykjavik. Jón Árnason, þjóðsagnasafnari. 70 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 29.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.