Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Qupperneq 11
— en ekkert dugði Eftir Pétur Pétursson, stýrimann Eftirfarandi pistill er byggöur á dagbók, sem ég hefi skrifað uim árabiil. Fjailar hann um „Goðafoss- strandið" árið 1926. Við vorum staddir i Kaupmanna- höfn og lágum við Strandgötu 25 í Kristjánshöfn, e’ins og svo oft áður, og vorum við að lesta vörur til Norður- og Austurlandshaifna, en þetta var seinni hl’Uta maim'ánaðar sama ár. Skipverjar urnnu ýmis störf á þiifari við aö mála, þvo o.fl. eins og vera bar. Um þetta leyti var mjög heitt i Kauipmannahöfn eða milHi 20—25 gráður á Celicíusmæli eða 68—77 gráð- ur á Faremhei't, og vorum viö því mjög þyrstir, en bjór drukkum við ómældan við þorstanum eins og gengur. Þann 18. maí kl. 10 árdegis á sunnudagsmorgni var siglt frá Kaupmiannahöfn og var ferðinni heitið til Leith i Skotlandi. Þegar þanigað kom var skipið kolað, einnig lestað smávegis af vörum og við þessa iiestun var skipið fuli'l'estað neðan þilfars. Þaðan var nú ferðininii heitið til Greansmouth, sem er olíubær og liggur töluvert fyrir ofan Firtlh of Forth-brúna stóru, sem liggur í sama firði og Leith. Þar voru teknar 215 tunnur af olíu á framþilfarið, en 120 tunn- ur á afturþiifar og við þessa vi'ðbótarlestun var skip- ið orðið anzi þungt í sjó og djúprista þess var komin yfir 20 fet að framan, en léttist dálítið þegar á hafið var komið, bæði vegna þess að sjórinn verð- ur saltari og svo eyðist af koltabirgðum á siglingu. f Leiith bættuist einnig 16 farþegar við þá, sem fyrir voru, og var það áhöfnin af togaranum ,,Im,perialist“, sem gerður var út af ensku fyrirtæki 1 Hafnarfirði á þeirri tíð ásamt fleiri togurum frá sama fyrirtæki, en áhöfniin hafði komið frá Hull í Englandi. Samgöngur í þá daga voru ekki mikiar á við það, sem nú er. Eimskipaféiag fslands hf. hafði þá 3 skip í ferðum, gömlu skipin Lagarfoss, Gullfoss og Goðafoss, Sameinaða 2 skip, „Botniu“ og „ísland“ og Bergenska hafði 2, „Siriuis" og „Merkur“. Var nú lagt af stað heimleiðis og sóttist ferðiin all- sæmi’lega til að byrja með og höfðum við siðar land- kenningu af Mykkenesi i Færeyjum og var stefnan þaðan var sett á Djúpavog eða Beruifjörö, sem flest- ir kannast nú við. Þegar við höfðum sigLt rúmar 100 sjómílur norður af Færeyjum gerði svarta þoku og hélzt hún óslitið i mokkra daiga. Var þvi siglt með hálfri ferð og hægari ferð til skiptis, en þar kom að, að við urðum að stöðva siglinigu skipsins alveg og láta reka. Þá var áætlaður staður skipsins um 10 sjómílur suður af Hvalbak. Nú var flautað í eimpípu skipsins með mánútu milHibili og settir voru verðir bæði upp í brú og fram á bakka skiipsins og var þokan svo svört, að varla sást út fyrir lunningu hvað þá meira. Þegar fór að líða á 3ja sólarhringinn átt'i ég vakt á þilfari um morguninn mil'li kl. 4—8 ásamt þeim Þóri Ólafssiyni frá Hólishúsum í Eyja- firði og Pálma Loftissyni, 1. stýrimanni og siðar forstjóra hjá Skipaútgerð rikisins, en í þá daga voru 2 menn á vakt í senn frá 15. maí til 15. september og 4 skipverjair á vakt á dag'iinm frá kl. 7 árdegis til kl. 17 síðd. Kl. rúmlega 5 að morgni sarna dag er sóLin var að koma upp, var ég á verði í brú með stóran kafbátssjóniauka frá stríðsárunum 1914—1918, en þá ha'fði þokunni létt dálítið og PáLmi hafði farið niður í eldhús til að fá sér kaffisopa. En í þvi sá ég til lands og mér til stórrar undrunar var þetta Brimnesfjall við Seyðisfjörð, en þar hafði es. „Sterl- ing“ s'trandað á sinni tið eða árið 1920. Þar höfðu, áður en strandið kom fyrir, verið skipverjar þeir . Einar Stefánsson, skipstjóri, Pálmii Loftsson og Valdimar Einarsson, en skipstjóri i síðustu ferðinni var Þórólfur Beck. Á norðurfal'l'inu hafði Goðafoss rekið af Leið 60—70 sjómiiLur morður með landinu, en það er töluvert mikið eftir áliti sérfróðra mianna. Var nú siglt á fullri ferð suður með Landinu og komu fljótt í ljós Norðurfjarðarhorn, Gerpir og Snæfugl. Þegar komið var suður undir Vattanes skall þokan á aftur og komumst við nú við illam iédlk suður fyrir Einboða og Skrúð og verður mér það minnisstætt meðan ég lifi. Upp í brú voru Einar Stefánssion, skipstjóri, Pálmi Loftsson, 1. stýrimaður, Lárus Blöndal Bjarna- son, 2. stýrimaður, Þórarinn Oligeirsson ræðismaður, þá stýrimaður af „Imperial;ist“ og svo ég sjálfur við stýrið og margt bar á góma manna á milli eins og nærri má geta. Tek ég það fram, að það var norður- fall eða með öðrum orðum útfall. Er hér var komið voru þeir Einar og Þórarinn, sem var skipstjóri, að metaist um siglingarleiðina eftdr tíma, vegalengd og vegmæli. Átti nú staður skipsins að vera öruggur og var þá látið til skarar skríða og beygt inn Fá- skrúðsfjörðinn með hálfri ferð. ALlt í einu kom land framundan og var það Andey í mynni Fáskrúðsfjarð- ar. Var þá vél skipsins stöðvuð og sett hart á stjórn- borða, en það dugði ekki til, skipið tók hart ndðri og lenti á stóru bjangi á bakborða, sem kastaði því á hægri hlið og var halLinn þá um 30—40 gráður til að byrja með, en skipið rétti sig svo dálítið aftur. Þarna var geysiLega stórgrýtt e.r strandið átti sér stað. Nú var sent út neyðarkall SOS. Fljótliega komu bátar á vettvang frá nærliggjandi plássum og strax byrjað á að létta skipið af krafti áður en lágsjávað varð. Skipverjar af „Imperialist" hjálipuðu mikið til við það verk, en áhöfn Goðafoss þurfti að snúa sér að öðrum verkefnum. Fyrsta verkiö var að setja 1. björgunarbátinn á flot; hann var á fremsta þilfarl skipsins og 3. björgunarbátinn, sem var á afturþil- fari. Þeir báðir voru stjómborðsmegin á skipinu, en 2. og 4. björgunarbátamir komu ekki til greina eins og ástatt var þá, enda voru þeir báðir lanidmegin. Því næst kom þaö í minn hlut að klifra niður á akk- erin og slá utan um þau Virstnoffu, siðan voru þau hífð inn á bómu og lábin sitt hvorum megin á fram- þi'lfarið og keðjan lásuð úr þeim báðum. Var ég ásamt Þóri Ólafissyni sendur aftur á ti'l þess að ná í bát nr. 1 ásamit Lárusi Blöndai, 2. stýrdmianni, og rer- um við í krilngum skipið til þess að mæla dýpið. Það reyndist mjög misjaifnt eða frá 1,5 faðmar upp í tæpa 3 faðma þar sem dýpst var. Að þvi loknu var fari'ð að fyrstu l'úgu og akkerin tekin. Þau voru fest utanborðs sitt hvorurn megin á bátinn og fest mjög vandlega með tógverki í þóftur bátsins. Síðan var farið aftur á skut skipsins og teknir vírar og lásaðir i akkerin og var síðan róið með þau langt frá skip- inu og sökkt, en eftir það var híft í vírana með vind- um skiþsins svo það yrði stöðugra. Eftir þetta voru sótt tvö vara-akkeri og eitt stokk-akkeri og þeim sökkt í öfuga átt við hin akkerin., en við þetta mynd- aðist svokallaður hanafótur. Voru nú allar spilvindur skipsins setbar í gang og hift eins og hægt var, en þegar hér var komið, var búið að losa alit það, sem áður hafði verið lestað á dekkið. Skipið lét nú mjög ilLa og vó nokkurn veginn salit enda var hælilinn Framh. á bls. 12 Ég mætti Hugrúnu skáldkonu niðri í Aðalstræti, glæsilegri sem drottningu, eins og konumar eru alltaf. Okkur kom saman um það, að við skrifuðum minningarnar okkur til hugarhægðar, en hvorki til llofs né frægðar. En skáldkonan nefndi tiLganginn, að Mfsreynslan geymdist sem skriifað orð og yrði eftirkomendunum til leiðbeiningar og athugunar. Þar var ég ekki á sama máld, sagði að liðinn timi væri horfinn og kæmi ekki aftur. En skáLdkonan mdnnti mig á fyrstu islenzku for- móður mína, sem vafailaust hefir verið írsk ambátt. Fyrsti kennarinn, sem kenndi Islendingi, var írska ambáttin, fóstra Egils Skallagrímssonar. Og vafa- laust hafa írsku ambáttimar kennt börnum sínum og öðrum afkomenidum lestur og skrift, til að léfcta þeim tiiveruna og gera þau hæf í samkeppni Lífsins. Það gerði amma mín, írar hafa verið siðmenntuð þjóð löngu á undan Germönum. írar voru farnir að skrifa frásagmr um árið 500, en Germanir ekki fyrr en upp úr 1200. Um og eftir daga Krists hafa Gyðingar siglt til IrLands, en ritldst var þekkt meðal Gyðinga löngu fyrir Krists burð. Og hvað varð af Essenum, trúflokki meðal Gyðinga, eftir að Rómverjar brutust til valda i Gyð- mgalandi og tvístruðu Gyðingum? Essenar hurfu, og þó eru ekki sagnir af því, að þeir hafi verið allir drepnir. En Essenar voru hámenntaðir og höfðu skóla suður við Dauöalhafið, þar sem þeir kenndu mönnum, sem Nýja testamentið greinir frá. Ég held að við eigum írsku ambáttunum það að þakka, hve fljótt og mótstöðulitið Isliand varð krist- ið. Vafalaust hefir gætt írskra áhriifa i landnáml Ingólfs Amarsonair, þar var al'drei ribbaldaháttur. Og vafalaust er það írskum áhrifum að þakka, að hér voru skrifuð handrit, sem við enn erum stolt af og megum vera það. Söguritaramir sögðu það, sem þeir vissu sannast; þeir kunnu ekki að ljúga enda of stoltir til þess, Ég efa það ekki, að alLar Islend- ingasögurnar eru sannar, frásagnir um byggingu GrænLands og fund Vínlands hins góða og kortlagn- ingu þesis. Á siðuistu tímum hafa hégómiegir menn farið að yrkja upp fornar sagnir feðra okkar og mæðra, segja, að margt sé lygi og annað skáldskapur. Þessdr menn halda að þeir stækki eitthvað við skrif sin, þó þeir vi't'i ekki meira en við hin. Þetta er vondur verknaður, sem þeir sanna og reyna, er þeir koma í næsta bekk eillifðarinnar. Þar sannreynum við verk okkar og hugsaniir, hvort þær eru góðar eða illar. Ég er ánægður að vera borinn Islendingur, hvort sem ég er kominn af konungum eða írskum ambátt- um. En til þeirra sæki ég það, sem er gott i mér. 29. nóvemtoer 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.