Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1970, Blaðsíða 13
Tv’eir skammtar í miðdegisverð, tveir í kvöldverðinn. Allt ann að gat beðið. Nema kannski þessi heim- sókn til Lettans eftir tóbakinu. Kannski yrði ekkert eftir á morgun. Hann neytti ekki brauðs með kvöldverðinum. Tvöfaldur skammtur og brauð í ofanálag — það var einum of mikið. Brauðið væri ágætt á morgun. Maginn er versti þrjótur. Hann man ekki, hvað þú varst góður við hann í gær og öskr- ar á meira á morgun. Hann borðaði upp súpuna án þess að veita því eftirtekt, sem fór fram í kringum hann. Hann þurfti þess ekki heldur: Hann var ekki á hnotskóg eft- ir aukaskammti, hann borðaði sinn löglega skammt. Þö tók hann eftir því, að þegar náunginn andspænis honum stóð upp, settist þar hár gamall maður — sem bar fangamarkið E-81. Ivan vissi, að hann var úr 64. vinnuflokknum. Meðan Ivan beið í bögglabiðröðinni, komst hann að því, að sextugasti og fjórði hafði verið sendur á svæði „sósíalistiskra lifnaðar- hátta“ í dag í staðinn fyrir hundraðasta og fjórða, og hefði verið þar i allan dag án þess að geta nokkru sinni orn- að sér. Þeir höfðu verið látnir setja upp gaddavírsgirðingar — til þess að girða sjálfa sig af. Ivan hafði heyrt, að gamli maðurinn hefði eytt mýmörg- um árum í fangabúðum og fang elsum og honum hefði aldrei áskotnazt náðun. I hvert skipti sem tíu ára fangelsistími var runninn sitt skeið, skelltu þeir á hann öðrum tíu í viðbót. Nú virti Ivan manninn ná- kvæmlega fyrlr sðr. Hann bar sig rajög vel, var teinréttur í baki — það stakk í stúf við hina fangana, sem voru allir kýttir og innfallnir. Hann sat þarna við borðið eins og hann hefði sett eitthvað á bekkinn til þess að sitja á. Ekki var stingandi strá á sköllóttu höfð- inu — hárið var fyrir löngu dottið af, vafalaust vegna þessa „glæsilega" lífs. Hann hvimaði í allar áttir til þess að vita, hvað væri á seyði í mat- salnum. Hann einblíndi, án þess að sjá nokkuð sérstakt, á einhvern stað fyrir ofan höfuð Ivans. Hann dýfði slitinni tré- skeiðinni háttbundið í þunna súpuna, en í staðinn fyrir að beygja höfuðið niður að skál- inni eins og allir hinir, bar hann skeiðina hátt upp að vör- unum. Hann hafði misst allar tennurnar; hann tuggði brauð- ið með hörðum gómunum. Allt var þorrið í andlitinu, en það var ekki kvapkennt og sjúk- legt, en harðlegt og dökkt eins og sorfinn grafsteinn. Það sást á höndunum, sem voru stórar og sprungnar og sortnaðar, að hann hafði ekki oft átt kost á rólegri vinnu. En hann ætlaði ekki að gefast upp, ó, nei, alls ekki! Hann ætlaði ekki að láta þessi þrjú hundruð grömm af brauði á skitið blettótt borðið — hann lagði það á tandur- hreinan klút. Hann gat ekki horft á gamla manninn endalaust — hafði öðr um hnöppum að hneppa. Hann lauk við kvöldverðinn, sleikti vandlega af skeiðinni og smeygði henni í stígvélið. Hann dró hattinn niður í augu, tók upp brauð sitt og Tsezars og gekk út. Gengið var út um annað anddyri á matskálanum. Þar stóðu tveir umsjónarmenn: Þetr hOWu ekkert annað aS gera nema taka krók úr dyra- stafnum, hleypa mönnum út og festa krókinn aftur. Ivan kom út fullsaddur. Hann var ánægður með sig og ákvað, þótt tíminn væri naum- ur og komið væri að kvöldtaln ingu að hlaupa yfir til Lettans. Hann stikaði til Skála nr. 7 í stað þess að fara með brauðið heim i skálann sinn. Vermenn Framh. af bls. 7 lendingum, myndu illa una að- flutningsbanni. Spá var spaks geta. Meðfæddur tignarþokki var yfir þessum óvenjulega manni I ræðustól. Næst talaði Jón þingmaður Sunnmýlinga, sem löngum hef- ur verið kenndur við Múla. Hann var garpslegur mjög í máli og allri gerð. Jón var flugmælskur og færði mörg rök móti aðflutningsbanni. Jón Ólafsson, ritstjóri, var sá maður, sem okkur félögum var mikil forvitni á að sjá og heyra. Hann var þá slík þjóð- sagnapersóna, sem átti sér enga hliðstæðu. Hann hafði ort Is- lendingabrag, sem ungir menn sungu oft með miklum tilfinn- ingahita. Hann hafði farið land flótta sem hálfgerður uppreisn armaður, komið aftur klár og kvittur af öllum ósóma, náð fullri fótfestu á ættjörð sinni, sem blaðaútgefandi ogritstjóri, farið nálega mállaus t'il Amer- íku, verið ritstjóri Lögbergs og Heimskringlu sitt á hvað, lært ensku á ótrútega stuttum tíma, komið aftur heim, gerzt rit- stjóri i föðurlandinu á nýjan leik, farið svo aftur til Banda- rikjanna, komizt i tiltrúnað hjá Bandaríkjaforseta, verið bóka- vörður í Chicago, komið ennþá heim til ættlandsins, verið mik ilvirkur bókaútgefandi og þýtt bókina „Um frelsið" eftir Stu- art Mill. Hann samdi fjöl- marga ritlinga, £»m flugu um landið og var ávallt að koma öllum á óvart, virtist aldrei skorta fé, gekk allra manna bezt klæddur, með pípuhatt á sunnudögum, skaut skjólshúsi yfir Pál Ólafsson bróður sinn, févana og ellimæddan, eitt hag orðasta og skemmtilegasta skáid fyrr og síðar. Jón Ólafs- son var engum manni líkur, hann var óviðjafnanlegur. Hann hélt þingræðu að þessu sinni og kvaðst vera velviljað ur aðflutningsbanni, en bar þó kápuna á báðum öxlum. Hann var fljótmæltur og talaði nokkuð ofan í fang sér og víst hafði hann lítinn áhuga á dag- skrármálinu. Penninn var hans bezta vopn, sem dugði honum í hverri raun. Jón var mikill vexti, sviphreinn og hinn fríð- asti maður. Heldur þóttu okk- ur þingmenn vera lausir í sæt- um, sumir rápuðu út og inn eða hurfu með öllu. Fleiri þingmenn héldu ræður ýmist með eða móti málinu, sem ég man nú ekki frá að segja. Þó minnist ég Jóns Þorkels- sonar, Foi'na, sem hann hafði að viðurnefnii. Hann taldi laga- frumvarpið vera stjórnarskrár brot, ef að lögum yrði. Jón Þorkelsson var mikill í sessi og ræðustóli, setningarnar stuttar og markvissar, blandnar nöpru háði. Á þeim árum vissi ég ekki að hann var skáld. Bjöm Jónsson tók aftur til mális. Ræða hans var ekki ýkja löng, en þeim mun harðskeytt ari. Hann beindi máli sínu nær eingöngu að Hannesi Hafstein ráðherra, sem hann nefndi ráð gjafa, iíklega í óvirðiingarskynii. Hann taldi Hannes vera fyrir- ferðarmesta málsvara Bakkus- með ýmsum brigzlyrðum. Þetta var síðar kölluð stóra ræðan, svo hatrömm þótti hún. Ekki lét Skúli Thoroddsen þetta mál til sin taka. Hann sat við liít'ið borð úti i horni salar- ins og skrifaði kappsamlega á bláa pappirsörk, líklega leið- ara í blað sitt Þjóðviljann. Ennþá eru mér í ljósu minni þau stórmenni, forustumenn þjóðarinnar, sem háðu harða baráttu um málefni, völd og mannaforráð á þessum tima. Birni Jónssyni var það háleitt hugsjónamál, að þurrka landið af allri áfengisnautn með lög- þvinguðu átaki. Hannes Haf- stein var langsýnni og þekkti betur á mannseðliið og þess innstu rætur, sem aldrei lætur kúgast til lang f rama þótt grimmdarlegustu aðferðum sé beitt. Næsta dag héldum við Ölaf- ur ferð okkar áfmm til Suður nesja, með pjönkur í bak og fyrir, eins og vermanna er siður. Mát'ti þá ekki á okkur sjá, að við hefðum fengið að- gang að sölum A.IL'ingis og sjálfur ráðherrann hefði heils- að okkur, að vísu stuttri kveðju. Við Ólafur vorum þessa ver- tíð í Vesturkoti í Leiru og rer- um á sama skipi. Hann var sjó veikur framan af vertíð, en fyllti þó vel rúm sitt á skip- inu því metnað hafði hann næg an til þess að halda til jafns við aðra í hverju verkv HEIMILISTÆKI HEIMIUSHJÁLP HACSÝNNA HÚSMÆÐRA SOLUSTAÐtR uiti land allt Hekla, Laugavegi 170—172, Luktin, Snorrabraut, Heimilistæki, Hafnarstræti. Rafiðjan, Vesturgötu. Verzlunin Örin, Akranesi, Verzlunin Rafblik, Borgarnesi. Verzlunin Vesturljós, Patreksfirðí, Póllinn h.f., isafirði. K.E.A., Akureyri, Ljósgjafinn, Akureyri, Askja, Húsavík, Kaupfélag Vopnfirðinga. Vopnafirði, Haraldur Eiríksson, Vestmannaeyjum, Verzlunin Mosfell, Hellu, Kaupfélagið Höfn, Selfossi, Verzlunin Stapafell, Keflavík. K enwrood uppþroilavéHn gerír yður Ijóst ( eitt skiptl fyrir öll að uppþvottavól er ekki lúxus, hcldur nauðsyn og mikil hoimilishjálp, sem léttir húsmóðurinni leiðin- legasta og timafrekasU eldhúsveikið. Kenwood uppþvottavélin tckur fultkominn borðbúnað fyrir 6. Kenwood upp- þvottavélina er hægt að staðsetja I hvaða eldhúsi sem en Frístandandj, inn- byggða eða festa upp á vogg. J(fenwood •r og verSur óskadraumur alira húsmaeðra Kenwood Chef er allt annaS og miklu meira en venjulcg hrœrivél Engin önnur hraarivél býður upp á jafn marga kosti og jofn mörp hjálparta?ki, sem tengd eru beint á véiina með einu handtaki. Kenwood Chef hrærivélinni fylgir: skál, hrærari, hnoðari, sleikja og myndskreytt leiðbeiningabók. Auk þess eru fáanleg m.a.: grænmetis- og ávaxtukvöm, hakkavél, kartöfluhýöari, gracnmctis- og ávaxtarifjám, dósahnífur, baunahnffur og afhýðari, þrýstisigti. safapressa, kaffikvöm og hraðgeng ávaxta- pressa. JCénwoorf gerir alK nema að eWa. K enmrood sfrauvélin losar ySur riS allf erfiSiS Engar erfiðar stöður við rekstrí. Kenwood strau- strouborðið. Þér setjíst vélin er með 61 cm valsi, við Kenwood strauvélina fótstýrð og þér getið slappið af og látið hana pressað buxur. stifað vinna allt erfiðið. — Ken- skyrtur og gengið frá wood strauvélin er auð- öllum þvotti oins og fuH- vcld ( notkun og ódýr t kominn fagmaður. jffenwaod Yður eru frjilsar hendur við val og vinnu. CREIÐSLUSKILMÁLAR - Viðgerda- og varahlufaþjónusta HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240. 29. nóvemiber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.