Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Blaðsíða 9
Oddssonar, f. 18G7 er orSIB vIBIynaisgðB-
ur), harmablágrýtu, sagt um Ólaf
Betúelsson að hann hafi víða farið og
„líklega rr»argt á tunguna tekið“ og I
frásögu hans af komunni til Hollands
talar hann um yfirmann, sem lítið var
um þá „sem sýndu augnaþjónustu",
Aníta var „hvvjmpin og fjallstyggðar-
leg“, svo að nokkur dæmi séu tekin, þótt
sum þeirra megi vafalaust finna i yngri
ritum en Kristrúnu og önnur heyrist
enn af vörum fólks (hnykilfeitur, augna-
þjónusta). Augnaþjónusta kemur fyrir
i ritum Jóns Trausta.
Þá eru nokkur orð I orðabókum, en
þar hafa þau verið sýnd í allt annarri
merkingu en höfundur notar þau i sög-
Unni. Af slíkum orðum má nefna: Ein-
hvernveglnn („hön hara sat þama x x
ósköp langvíuleg og einhvernveginn að
sjá hana“), óskorin („því það er nú mín
óskorin meining") og skekkjast („skal
ég nú skekkjast fram“), svo að eitthvað
sé nefnt.
Einnig skal þess getið, að nokkur is-
lenzk orð, sem höfundur notar i sög-
unni, er hvergi að finna í orðabókum
nema i seðlasafni Orðabókar Háskólans
og má þar til nefna: dikta, matarlegur
og orðvig. (Það síðasta þó komið í Við-
bæti við orðabók S. Bl. úr Kristrúnu i
Hamravik eins og nokkur orð önnur).
Þá er ekki úr vegi að geta þess, að
talsverð brögð eru að þvi, að orð og
orðmyndanir, sem eru islenzk að upp-
runa hafa orðið fyrir merkingaráhrif-
um fi’á erlendum orðum. Er engan veg-
inn hægt að telja slík orð og orðasam-
bönd til tökuorða, heldur hafa þau feng
ið það sem kalla mætti tökumerkingu,
þ.e.a.s. orðið sjálft er íslenzkt, en merk-
ing þess hefur orðið fyrir erlendum
áhrifum. Sem dæmi um slíka tökumerk-
ingu má nefna sögnina að grípa i merk-
ingunni að skilja, en nánar verður að
þessu hugað síðar.
7. KAFLI
VESTFIRZK ORÐ OG
ORÐASAMBÖND
Hér að framan hefur verið stuttlega
minnzt á vestfirzk orð og orðasam-
bönd, sem fyrir koma I Kristrúnu í
Hamravik og þess getið, að orð, sem
telja á vestfirzk í þeirri merkingu, að
þau séu staðbundin á Vestfjörðum, séu
hverfandi fá. Á þessu stigi, og án ræki-
legrar undangenginnar rannsóknar, er
mjög erfitt að greina á milli um sum
þeirra orða, sem fyrir koma í sögunni,
hvort telja beri þau vestfirzk eða ekki.
Liggja til þess ýmsar ástæður, en þær
helztar, sem nú skal greina.
1 fyrsta lagi hefur aldrei verið gef-
in út nein orðabók yfir vestfirzk orð og
í öðru lagi er mjög erfitt að fara eftir
orðabók Sigfúsar Blöndals að þessu
leyti, en hún er þeirra gagna bezt, sem
til greina koma, þvi að Vf. (Vestfirðir)
merkir oft og tiðum ekkert annað en að
dæmið sem hann tekur sé frá Vestf jörð-
um. Um þetta atriði ræðir hann sjálfur
í formála orðabókar sinnar og vísast
til þess.
Ég hef því valið þann kostinn að stað-
hæfa sem minnst í þessum efnum sjálf-
ur, en láta þær takmörkuðu heimildir,
sem fyrir hendi eru, tala sjálfar sínu
máli.
Af orðum, sem fyrir koma í sögunni,
merkir Sigfús Blöndal aðeins eftirtal-
in orð vestfirzk (þ.e. Vf.) í orðabók
sinni: Afvæli, beltistækur (i samb. belt-
istæk lúða, en í sögunni er um óeigin-
lega merkingu að ræða, þ.e.a.s. beltis-
tækar stúlkur; þetta orð kemur einnig
fyrir í sömu merkingu í Sturlu í Vog-
um), blágrýta (þrjú dæmi þessa orðs í
seðlasafni Orðabókar Háskólans og eru
öll úr ritum G. G. Hagalins, eitt þeirra
úr Sturlu i Vogum), heita utan í
(e - n), hösvast áfram („hösvast á
engjum" merkir Sigfús Blöndal Df. (þ.e.
Dýrafjörður), en „hösvast á sjó“ merk-
ir hann Vf.; hösvast kemur einnig fyrir
í Sturlu í Vogum), læna (siki), peys,
stobbaralegur (þ.e. pattaralegur), trefja
(trefill), treggjaldi (þrengsli af flúð-
um og klöppum í á eða vör, sbr.
Kristrúnu í Hamravík: treggjaldi í ver-
aldarinnar vör) og þjóðir, flt. (þ.e. er-
lendir, einkum franskir og hollenzkir
fiskimenn.)
Ennfremur má geta þess, að af þess-
um orðum hefur Björn Halldórsson eft-
irtalin orð í orðabók sinni: Læna, peys
og stobbaralegur (skrifað stobbalegur,
sama sem tyk á dönsku). Segir það i
sjálfu sér ekki mikið, en þess má þó
geta, að hann hefur ýmis orð úr vest-
firzku talmáli í sinni bók.
Dæmi eru um nokkur þessara orða í
seðlasafni Orðabókar Háskólans: Peys,
trefjuklútur og þjóðir (sbr. Gisli Kon-
ráðsson i Blöndu: „en það er almæli,
að mjög græddu þau fé á útlendum, er
„þjóðir" kallast vestra"; og Jón Stein-
grimsson segir í ævisögu sinni: „þá var
ég 11 vetra er ég sá danska þjóð“).
Svipuð notkun þessa orðs er einnig til
í eldri heimildum.
Eftirtalin orð, sem fyrir koma í
Kristrúnu í Hamravík, segir Sigfús
Blöndal að séu bæði notuð á Vestfjörð-
um og í öðrum landshlutum: Drilla, seg-
ir hann að sé vestfirzkt í merkingunni
trékar undir mat, en hornfirzkt í merk-
ingunni skál: Kani(trékar), segir hann
að sé bæði vestfirzkt og austfirzkt, en
á Vestfjörðum var orðið yfirleitt notað
eins og i sögunni: um lítinn ask. Er
þetta vafalaust rétt, þvi að Þorvaldur
Thoroddsen hefur austfirzka vísu í
ferðasögu sinni og kemur orðið þar fyr-
ir. Er visan á þessa leið:
Kyrna biða, kani, skjóla, kolabussi,
eg svo bind í einu versi
Austfirðinga sprokin þessi.
Hreyta segir hann að sé austfirzkt,
norðlenzkt og vestfirzkt, en það segir
auðvitað hvorki af né á um notkun orðs
ins, því að vel gæti verið, að það væri eða
hefði verið tíðara í einhverjum þessara
landshluta en öðrum. Hins vegar sýnir
það einungis, að Sigfús Blöndal hefur
dæmi um orðið úr öllum þessum þrem-
ur fjórðungum landsins, enda er það al-
gengt um allt land. Kægill segir
hann að sé vestfirzkt í merkingunni lít-
il ausa, en austfirzkt í merkingunni lít-
ið lamb. En I Lbs 125 fol. er sagt, að
það sé vestfirzkt í merkingunni leigill.
Kægill var notað á Vestfjörðum um e-ð,
sem var lítið, t.d. sagt strákkægill, hrút-
kægill.
Bjór merkir Sigfús Blöndal vestfirzkt I
merkingunni gafl í byggingu, en í þeirri
merkingu kemur orðið ekki fyrir í sög-
unni, heldur í merkingunni horn við
gafl. Hefur Sigfús Blöndal þá merkingu
orðsins einnig, en getur þess ekki sér-
staklega, að hún sé vestfirzk. Bjór var
yfirleitt notað á Vestfjörðum um það
stafgólf i baðstofunni, sem næst var
gafli. Orðið fryggdun segir Sigfús Blönd
al að sé vestfirzkt í merkingunni and-
styggð, undrun og hræðsla, en þá merk-
ingu er ekki hægt að leggja i orðið í
sögunni, heldur virðist það merkja gleði
eða ánægju. En þá merkingu orðsins hef
ég hvergi annars staðar fundið.
Að lokum má svo nefna orðin stell-
ing (til í fornmáli) og úttlenzkur. Orð-
ið stelling kemui’ fyrir í sambandinu:
að setja e-n upp úr stellingunni („það
setti hann ekki hreint upp úr stelling-
unni, það sem hún sagði"). Segir Sigfús
Blöndal, að það sé vestfirzkt í merk-
ingunni siglustallur (einkum þegar um
sjálft gatið er að ræða). Þykir mér
ekki ósennilegt að hér sé um sama orð-
ið að ræða og er það þá notað i óeig-
inlegri merkingu i sögunni. Um orðið
Tröllakambur. Miðfell og Hombjarg í baksýn.
21. febrúar 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9