Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 6
Eldey. Ef myndin prentast vel, má sjá hvílíkur urmull fugla er á eyjunni. I>etta náttúrufyr- irbrigði Iiafa fáir auguni litið. HVERS VEGNA ÞÖRFNUMST VIÐ N ÁTTÚRUVERNDAR? Kftir dr. Gerhard H. Schwabe Magnús Pétursson, menntaskólakennari þýddi. Höfundur þessarar greinar, Dr. Gerhard H. Schwabe, er okkur Islendingum að góðu kunnur. Hann er þörungasér- fræðingur og þekkir manna bezt það líf, sem níærist í heitu vatni. Hann hefur einnig tekið þátt I rannsóknum í Surtsey. t tilefni af náttúruverndarárinu 1970 hefur hann birt margar greinar um náttúruvernd, sem eiga erindi tii tislendiniga ekki síður en annarra. Sú grein, er hér birtist, er fyrirlestur, sem haldinn var í Bráunsehweig 5. júní 1970. Er vonandi, að hún geti vakið Islendinga, sem hrær ast þesisi árin í vímu framfara og stóriðju, til umhugsunar, áð ur en sú viðleitni hefur valdið óbætanlegum skaða. Þýðandi. Umræðuefni það, sem mér er úthlutað, er of viðamikið og of knýjandi til þess að mér sé unnt að setja það fram á vís- indalegan hátt á einni klukku- stund. í>ví verð ég að biðja áheyrendur mina að fylgjast með mér í gegnum lágskógar- þykkni frumskógar eftir gang- stíg sem ekki getur legið beint á sflfíku laindi. Mörgu verður að ganga fram hjá og margt er að- eins hægt að líta á frá einni hlið. Gangstígurinn getur að- eins fylgt því, sem máli skipt- ir: landslaginu í kring. En þrátt fyrir það vonast ég til að nálg ast lítið eitt svar við ofan- nefndri spurningu. NtJTÍMAMAÐURINN ER EKKI EENGER STAÐBUNDINN Við erum vön þvi að tengja flesta hluti ákveðnum stað. Öll snerting við jurtir er einnig snerting við vissa staði. Jurtin fræðir athugandann um það, að staður merkir líif og örlög. Jafn- vel hin þurrkuðu biöð og töfl- ur plöntusafna miðla athugand anum landslagsmynd, sem opn ar innsýn í uppruna og fram- tíð. Þar sem spumingin um stað og staðsetningu er okkur svo nátengd, er ekki úr vegi að beina henni til okkar sjálfra. Það verðum við meira að segja að gera til að skilja, hvað er að gerast með okkur sjálf og umhverfi olckar: Hvar stendur mannkynið á síðasta þriðjungi 20. aldar? En um leið og við spyrjum svo, verður okkur ljóst, að margir, ef ekki flest- ir, samtimamenn okkar eru ekki lengur staðbundnir. Það gildir jafnt í landfræðilegum sem andlegum skilningi. Því er spumingin: Hvar stöndum við i dag? ekki rétt fram sett. Bet- ur yrði spurt: Hvar stóðum við í gær? Hvar verðum við á morg un? Hvert. stefmium við eða rekur o'kkur? Nútímamaðurinn er kominn á skrið, sem hann ræður aug- ljóslega ekki lengur við; ella væru slíkar spurningar ekki tímabærar eða að minnsta kosti ekki knýjandi i heimi, sem mitt í styrjöldum, byltingum og alls konar eyðileggingu hefur fengið mannkyninu í hendur vald, sem það aldrei fyrr hafði náilgazt. 1 fjötrum þessa valds spinniur mannkynið siðan hömlulaust framtíðaráætlanir, sem taka öllu, til þessa imynd- uðu langt fram. Gagnvart þess um framtíðarórum virðist spuming um stað marklaus, þar eð dagurinn í dag er aðeins óSjós tengiliður gærdagsins og morgundagsins. Það sem meira er: hreyfingin í átt til hins draumkennda framtiðarástands á sér ekki aðeins stað í hinum tæknivædda heimi, sem maður- inn lifir i, heldur ákveður hún einnig vilja hans. Öllu áþreifan legu vill hann breyta. Breyting er töfraorð nútímans, lykilorð hams, ef svo má segja. En þessi umbreyting heimsins stefnir ekki að neinu ákveðnu marki. Vitur samtíðarmaður tók svo til orða fyrir nokkrum árum, að við sigldum eftir merki, sem við hefðum fest á skipsskrokk okk ar. En eigum við nokkurt skip lengur? Meirihluti nútímamanna á engan samastað lengur. Nútíma maðurinn hefur losað sig frá honum og falið sig á vald hreyf ingunni, ákveðinni hugmynda- fræði eða einhverri framtíðar- hugmynd, eða — og það er al- gengast — hann lætur berast með hinum svokailaða straumi timans. Hver sá, sem álítur sig geta verið án samastaðar, verð ur að rekaldi í rás tímans; hver sá, sem heldur fast við sinn samastað, er álitinn von- laust afturhaldsmaður og fjand samlegur hatursmaður framtíð- arinnar. En samastaður á að vera okkur eðlilegur og áþreif anlegur raunveruleiki. Þess vegna verðum við að leita sama staðar okkar á þessum timum. nAttUruvernd og MARKMIÐ HENNAR Hugtakið náttúruvemd er naumast aldargamalt, en það hefur stöðugt verið að öðlast meiri þýðingu. Það felur því í sér tiltölulega nýja hugsun. En jafnframt er náttúruvemd í eðli sínu íhaldssöm, meira að segja afturhaldssöm, því að hún setur takmörk breytinga- og framkvæmdalönguninni, sem umbreyting heimsins bygg- ist á. Hún leitast við að halda hin- um verkhyggna manni -— homo faber —, sem stefnir að notkun einhvers og auknu valdi, frá einhverju. Hún vill hindra hann í að ná valdi á því, sem honum er ef til vill að genigilegt. Hún þrengir að ákvörðunarfrelsi mannsins og krefst þess í guðlausum heimi, að hin ómennska náttúra sé við urkennd sem jafningi mannsins. Vandamál náttúruvemdar byggjast á andstæðum, sem í henni felast sem slíkri. Hún er í senn nýtízku'leg og íhaldssöm, fús tifl takmörkunar gagnvart takmarkalausri aukningu valds og full virðingar gagnvart ein- hverju í heimi, sem virðisit al- gerlega kominn inn í hnot- skurn skipulags. En eru slíkar mótsagnir ekki of mikil krafa til hins óstaðbundna samtíma- manns? Ber honum ekki að berjast gegn náttúruvernd sem rómantískum órum eða iil- gjarnri mötstöðu gegn nútíma- legu lífsviðhorfi, honum, sem er allur á bandi framfaranna til „nýs og betra heims“? Vissulega heyrðust og heyrast enn slíkar raddir, en opinber mótmæli gegn náttúruvernd voru i byrjun strax furðulega óviss í hinum starfsóða heimi og á seinusitu ánum hafa þau nær þagnað. Þó væri sjálfs blekking að halda, að almenn ingsálitið og þó fyrst og fremst þeir, sem stjórna því, hefðu skilið hina raunveruiegu merk- ingu náttúruverndar. Menn, þ.e. almenningsáJlitið, faMast á nátt- úruvernd og skylda viðileitni svo sem Iiamdslagsvemd, vemd- un heimaþyggðar og landslags skipulagningu með vissum tak mörkunum, af fremur einföld- um ástæðum, sem ekki snerta kjarna málsins. Hin venjulegu slagorð koma upp um það, sem að baki er: hressingarlandslag, velmegunaratriði, þjóðgarðar, ferðamannastraumur og ótrufl- uð nautn náttúrunnar. 1 hinni viðurkenndu (og sums staðar staðar opir.beru) náttúruvernd- arstefnu er því ekki beinlínis um að ræða varðveizlu nátt- úrugæða sem slíkra og þar af leiðandi s j á'Ii f stakmö rkun og vísvitandi afneitun einhvers, heldur um skynsamleg form notkunar náttúrunnar og hlut- aðeigandi skipulagningu. Út frá þessu sjónarmiði er nárbtúru- vernd millibilsástand, nokkurs konar forðabúr fyrir aukin um svif í framtíðinni. Með sama sjónarmið í huga væri unnt að varðveita vissan forða af olíu og kolum til að spara með skyn samlegri notkun t.d. í efnaiðn- aði. Og í raun og veru er nátt- úran í augum flestra framfara- sinna ekki annað en hráefnis- náma fyrir framtíðarþróunina. Væri þessi beizka fullyrðing ekki raunsönn, myndu íbúðar- og iðnaðarlandslag okkar, jarð- vegur og vötn líta öðruvisi út í dag. Hvorki takmörkun né við- fangsefnum náttúruverndar eru sett skörp takmörk. Samkvæmt skilningi Hippokratesar fellur maðurinn skilyrðislaust undir náttúruna og um það er að ræða í náttúruvernd. Sennilega hefur Hippokrates fyrstur sett þetta sjónarmið fram í Vesturálfu: Maðurinn til heyrir náttúrunni en náttúran ekki manninum. Hið raunveru- lega verkefni læknisins er í því fólgið að hjálpa til þess að öðl ast heilsuna aftur, þ.e.a.s. sam ræmið í manninum milli hans og sálarinnar. Sú hugmynd, að náttúran væri hliutur sem mað- urinn réði ytfir og gæti jafnvel eyðilagt, var augljóslega fram- andi hinum fornu hugmyndum. Frá sjónarmiði Hippokratesar var það hið óraunveruiega ástand hins ólæknanlega, þvl að lækning í víðri mer'kingu er ekki einu sinni hugsanleg án náttúrunnar. í dag erum við komin svo langt að gera þetta banvæna ástand fyrir manninn að raunveruleika. Hið raun- verulega taknrark náttúru- verndar er að liindra yfir- troðslur yfir mörldn, yfirtroðsl- ur, sem liafa ófyidrsjáanlegar afleiðingar. Fyrst i stað verður aðeins ljós hin banvæna hætta á útrýmingu náttúrunnar: Út- rýming heilla dýra- og plöntu- tegunda, vaxandi eyðilegging landslags o.f. þ.h. — allt er þetta óbætanlegt og afleiðing- arnar ófyrirsjáanlegar. Þessi eyðilegging verður þó fyrst að örlagaþræði fyrir mannkynið, er álítur sig hafa allt lífsrúm- ið (ökospháre) í hendi sér, því að þá missir það mótvægi sitt. Þar eð maðurinn er háður nátt úrunni, sem honum er óháð og sem líf hans hvílir á, á nátt- 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.