Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 8
1 VIKURITINU „Time“ 28. desember sl. er fjallað uim félagaleg vandamál amerísku fjölstkyldunnar nú á dögum í merkri grein, sem verður að teljasf tíma- baer hugvekja og þörf áminninig í senn. 1 þessari grein er vitnað í ummæli ýmissa þekktra manna og sérifiræðinga á hiniu félagslega sviði. Dagblaðið „Vís- ir“ birtir útdráitt úr gneininni hinn 5. og 6. janúar sl. í þætti síwum „Fjölskyldan og heimilið“, og verð- ur innihald hennar því ekki raikið hér nema að tak- mörkuðu leyti. Þó er óhj ákvæmilegt að endurtaka að nokkru þann hluta efnisins, sem varð tilefni þeirra hugieiðinga er hér birtast. Fjölskyidukreppan nær langt út fyrir veggi heim- iliisiirts, segir „Time“. Ekkert þjóðíéfag he-fur lifað af hrörnun fjölskyldulífsins. Alþekkt dæmi tnn slíka þröun eru hin fomu riki Grikkja og Rómverja. Fjölakyldan er stöðugur skotspónn hinna ýmsu þjóðfélagslegu breytinga og árekstra, sem eiga sér stað í dag. Sem dæmi má nefna „andmenningu" eða „sérmenningu" (counterculture) hinna ungu, áhrif styrjalda, efnahagsörðugleika og spillingu borganna. AHit þetta ásækir heimilin og gerir þau að vígveMi ramigsnúinna afila. Fjölskyldulífið er staitt í úlfa- kreppu nýrrar þróunar. Ef fjölskyldan á að lifa áfraim í núverandi mynd, þarfnaist hún víðtækrar hjálpar. Niðurstaðan er því ®ú, að þau öfl, sem vinna að því að veikja innviðu fjölskylduMfsinis eru þau sötmu sem orsakað hafa hinar nýju breytingar og umrót, sem eiga sér stað í amerísku menningarlifi nútíðarinnar. 1 grein Maðsins eru síðan helztu breyt- ingaöflin talin upp og þeim gerð nokkur skil: Flutningur fólks í stórum stíl úr sveitum til borga með háþróað samigöngu'kerfi sér til fúlltingis, hefur stuðlað að grundvallai'breytingum á eigindum fjöl- skyldunnar, þróuninni frá ættar- eða æbtliðafjöl- skyldunni til hinnar einangruðu „kjarnafjölskyldu", sem mynduð er aðeins af foreldrum og bömum þeirra. Hin margþættu hlutverk afa og ömmu, frændfölks, systkina og tengdafólks innan gömlu fjölSkyldunnar hafa flutzt yfir á herðar hjónanna einma. Hið aukna álag, sem fylgir þessum nýju kring- umistæðum er að nokkru leyti orsök hinna tíðu hjónaskiHnaða, ofdrykkju, neyzlu taugalyfja o.fl. o.fl. Staða konunnar er breytt. Sú tíð er liðin að konan var aðeina ein.s konar fylgihnöttiur eiginmannsins og tæpast skoðuð sem fullgild félagsvera. Konur eiga sér stærri hagsvon og þola jafnframt meiri von- brigði en áður, sem sjálfstæðir einstaklingar. 40% ameriskra kvenma stunda vinnu utan heimilis, og þegar konan vinnur þannig, breytist skilningur henn- ar á sjálfri sér. En það eru ekki aðeins metorðasvið konunnar, sem hafa breytzt, heldur einnig stuðning- ur þjóðfélagsins við hana sem eiginkonu og móður. Fyrrum stóðu kirkjan og saimfélagið vörð um eigin- konuna—möðurina. Sess hennar var lýðum ljós. Nú eru hinar göimilu styrktarstoðir að mestu horfnar og hjónabandið verður að standa á eigin fótum. Og kvenfólkið leggur eyrun- við nýjum kollvarpar.di boð- skap. Þeirri skoðun er haldið fram, að heimilisstörf húsmóðurimnar séu einskis virt, þar eð hún fái eng- in faun fyrir þau. Jafnrétti til vinnu merki í reynd að gift kona hafi á hendi tvenn störf: annað utan, hitt innan heimilisins. Þess vegna verði að flytja aMa vinmu út af heimilinu til að fá hana borgaða, og að- eins sameigiraleg eldhús og almenn bamaheimMi geti tryggt konunni frelsi. Bernskudýrkuii er tiltölúlega nýtt fyrirbæri. Áður fyrr var li'tið á börn sem eins konar vasaútgáfu af fullorðnu fól'ki. Þau voru send ti'l iðnnóms eða í húshjálp hjá vandaliausum, þar sem þau uxu upp mieira eða minna óháð foreWrum sinum. Nú á dög- um myndar barnið miðdepil kjarnafjölskyldunnar og er raunverúleg forsenda hennar. Þar af leiðandi verður barnið bundið henni sálfræðiílega, fjárhags- lega og ti'lfinnimgalega séð. Án þess að gera sér það ljóst, vanrækja margar ameríiskar mæður börn sín með velvilljaða undanlátssemi að yfirskini og vegna áfagis félagslegra skyldustarfa. Aðrar teilja sér skylt að gera aWt að því fuIKkomna veru úr barni sínu og lifa í skugga þess, en með jafn hrapallegum af- leiðingum. Bamið gerir sér brátt ljóst, að eulllt snýst um það og að velferð þess skiptir gífuriegu máli. Sjaldan verður óskhyggjuávöxturinn eins og sáð var til han's, og þegar deilur taka að rísa, sér móðirin eftir „fórnum“ símum. Barnið neiitar að klæðast þeim stakki, sem því var skorinin, og uppreisnin hefst þeg- ar unglingsárin ganga í garð. Ungliingsskeið nútíð- arinnar er einnig nýieg þróun, og fjölskyldan hefur ekki langa sögulega reynslu af að fást við þessa nýju uppreisnargirni. Fyriir iðnvæðingaröldma gengu flestir unglingar snemma út í atvinnúlífið, en nú er milljónum uniglinga haldið utan við það vegna langr- ar skólagöngu í samræmi við nútimakröfur. Einmitt þessi staðreynd er forsendan fyrir hinni aðskildu unglingamenningu, sem umikringir foreldrana og ógnar yfirvaldsstöðu þeirra. Þetta ástand raskar gamalgrónu hlutverki fjölskýldunnar og jafnframt tefur það fyrir þróun þess lífsstíls, sem ungilingarmr hljóta að taka upp þegar þeir ná fullorðinsaldri. Gagnsemi fjö’lskýldunnar er nú takmahkaðri en áður var, þar eð athafmasvið hennar hefur þrengzt, svo sem við eigin vörutframleiðslu, fræðslu, skemmt- an o.s.frv., svo nú má segja að tilganigurinn tak- markist við að sjá um viðhalld kynstofnsins, fæða börnin og klæða og velja þeim niauðsynlega ástúð og umhyggju. Viðbrögð fölks gagnvart þessum nýju öflum eru af ýmsu tagi. Óánægja og uppgjöf einstaklinganna gagnvart fj ötekylddforminu hefur lieitit til nýrra sambýlistilrauna og lifsforrms, svo sem kommúnu- myndunar og hippaiítfs au'k ýmissa annarra tilbrigða. Kommúnur virðast þó þrifast illa nema undir fastri yfirstjórn og óumf'lýjanlegri skerðiinigu einstaklings- frelsisins, sambærilegri við það, sem gerist í vana- legu samfélagi. Þau aitriði, sem stiklað hefur verið á hér að fram- - an um fjölskyldukreppunna í Bandaríkjunuim, draga hugann ósjálfrátt að Skyldum fyrirbærum í íslenzku þjóðlifi síðustu ára. Beinn samanburður við milljöna- þjóðfélag Bandaríkjanna kemur að sjálfsögðu ekki til greiría nema að takmörkuðu leyti vegna óilikra aðstæðna á mörgum sviðum. Engu að síður hljótum við að geta dregið nokkum lærdóm af reynslu og vandamálum Bandaríkjamanna í þesisu efni. Hin öra atvinnu- og tækniþróun, sem hófst á ÍSlandi á styrj- aldarárunum 1940—1945 af margföildum kmfti miðað við áratuigina þar á undan, hefiur hrint af Ingi Karl Hvaða sam- býlisform kýs framtíðin? Kjarnafjölskyldan: Maður, kona og börn. Uppistaðan í hinum iðnvæddii þjóðfélögum samtímans. Afi og amma eru ekki lengur með; þau búa sér og sömuleiðis önnur skyld- meiini. Þegar börnin komast upp, verða foreldrarnir ein eftir á lieim- ilinu. stað nýjum fðlagslleguim flóðbyílgjum, sem haía haft víðtækar afleiðingar í för með sér. Fiutningur fólks — öðru niafni flófctinn úr sveit- unum — hefiur orsakað ný vandamál.v fólksfæð og aukna erfiðleika á flóttasvæðunum, óeðli'lega hraða fólksfjöligun á þéttbýlissvæðunuim samfara húsnæðis- skorti og öðru öngþveiti, sem komið hefiur niður á heitmilislíifi, sfkólaliífi og opinberri þjónustiu og stjómsýslu, ásamt margs kyns efnahagslegum og sálfræðillegum örðugleikum í beinurn og óbeinum tengslum við stórkostlegar kröfuir til aukinna líifs- þæginda. Segja má, að baðstofumenningin sé nú endanlega liðin undir lok og menning fjölmiðlanina að fuíUu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.