Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 9
Kommúntir eru ævagramalt sambýlisform, sem vakið Iiefur verið upp á síðustu árum, eiuk- um í borgum, en einnig í sveit ebis og danska komnninan í Xhy, sem hér sést á góðri stmid, þegar allt lék í lyndi. „Stórfjölskyldan“, sem fyrr meir bjó saman að miklu leyti, sést nú aðeins saman við skírnir og fermingar eða í jólaboðum. Kon- ur leggja meiri áherzlu á slíka fjölskyldusamlieldni, en flestir karlmenn sbina því meira af skyldurækni en áiuiga. Þeim drep- leiðist oft í slíkum boðum. Stundum er talið að sjónvarpið bafi orðið til að tengja f jölskyldur sanian og að fólk sé meira lieima bjá sér síðan það kom til sög- unnar. En það er fölsk samheldni, enda l»egja oftast allir, þegar liorft er á sjónvarp. gengin í garð. Æbtantengslin gömlu, sem stuðluðu svo mjög að samheldni skyldfólks áður fyrr, eru nú í óða önn að suudrast og bresta, og ættarhöfðinigjar eru gengnir fyrir ætternisstapa á Mandi. Viðleitni ættmenna til samgangs og samheldni einkennist nú meira af þvingaðri skylduræikini en einlægri löngun og þörf til samneytis. Dæmi um þetta eru fermingar- veizlur, afmæli og jólaveizlur i heimahúsum, sem margir hverjir sækja með hangandi hendi og hræsnis- svip meðan hugurinn dvelst við eitthvað annað, sem þeir missa af fyrir bragðið. Stórfjölsky'ldan riðlast æ meir, afi og amma búa enmþá í sveitinmi eif þau eru þá ekki komin á elli- heimili eða búin að koma sér fyrir í tveggja her- bergja ibúð einhvers staðar í þéttbýlinu. FjöÍ3kyld- ur systkina og frændfólks í þéttbýlinu hafa síminmk- andi samgamg, og það gerist æ sjaldgæfara að fólk komi i heim'sókn án þes3 að haifa gert hátíðlegt boð á uindan sér í simann. Innreið sjónvarpsins hefur haft í för með sér gífurlega breytingu á kvöldvenjum manna. Að vissu leyti stuðlar sjönvarpið að samheldni kjarnafjöl- skýldunnar og heldur henni meira heima, en þetta er varla miklu meira en gervisamheildmi, sambærileg við óþersónulegt andrúmsloft meðal gesta í kvik- myndahúsi. Fjöliskyldain heldur elcki uppi samræð- nm, lætur engar ákoðanir í ljós í óþvimguðu sam- tjaíli. Fjölmiðiltinn hefur orðið alft kvöldið, athyglin beinist óskipt að honium en ekki gagnlkjvæmt milli viðstaddra. Vanamyndunin, sem aÆ þessu leiðir, verð- ur til sjónvarpsefnisins vegna en ékki vegina sam- kennidar meðal fjölskýldunnar. Afleiðingin er sá, að fjölskyldan fer að mestu leyti á imis við þá eðiilegu andlegu svölun, sem kyrrlát kýöldstund veitir saxn- stilitum hópi og hverjumi einstaklingi er nauðsynleg. Margir leita þvi þessarar svölunar utan heimilis- inis í einhvers konar félagss'tarfsemi, sem er orðin geysilega fjölbreytt miðað við það, seim áður var, og stuðlar á sinn hátt að enn frekari sundrun fjöl- sikyldunnar, og kernur í stað hermar félagsHega. En þeir eru einnig margir, sem finna þessa svölun alls ekiki, eða gamga á vit gtaumsins .til að drekkja sál- rænum óþægindum í solli og sjálfsblekkingu. Það virðist því ærin ástæða til að gera sér ljósari grein fyrir áhritfum og hlutverki fjölmiðia, einkum sjón- varps, vanda meira til efnis og reyna nýjar leiðir, þar sem meira tiilit er tekið til andLegra þarfa fjöl- slkyidunnar sem stofnunar og undirstöðueiningar í þjóðfélaginu. Opinberar skýrslur bera með sér, að tíðni sál- rænna sjúkdóma hefur stóraiukizt, afbrotusm og hjóna skilnuðum fjöigar, aibóhólismmn 'leggur æ fleiri einistaklinga og heimili í rúst, og fíknilyfj ahættan vofir yfir einis og diimmt ský. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Þörfin á aukinni aðhlynninigu og handieiðslu fyrir þá, sem eiga við sálræna erfiðleika að stríða, er orðin svo aðkallandi, að jaðrar við öngþveiti. Upp- lausn fjölda hjónabanda og heimila á beinar rætur að rekja til geðrænna sjúkdóma, en þó einkum al'kó- hóllisma eða ofdrykkju, og þannig haldast vanda- málin í hendur. Fróðir menin gizka á, að um 4000 Islendingar muni eiga við alvarlegt áfengisvanda- mál að striða. Makar þeirra, böm, foreldrar og önnur náin skyldmenni líða að jafnaði meira og minna fyrir ástand þeirra, þannig að ekki er um of áætlað, að um 20.000 mamns eða tíu prósent þjóð- arinnar verði beint eða óbeinit fyrir barðinu á þess- um félagslega sjúkdómi um lengri eða skemmri tima ævinmar. Staða konunnar er breytt, og hún nýtur a.m.k. fræðilega sama einstaklingsifrelisis og karlmaðurinn. Mikill fjöldi mæðra vinmur úti og verður að fela barniaheimilum og einstaklingum umsjá barna sinma. Skipulögð bamagæzla er þó emm lamgt að baki þörf- inmi þrátt fyrir ötutt starf hins opinbera og frjálsra samtaka í þétthýlihu. Konur vinna úti ýmist af fjárhagslegri nauðsyn eða persónulegri þörf, og þetta er talið þjóðhagsHega jákvætt. En meðam það gerist á kostnað uppeldis og umhyggju yngstu borgaramna hlýtur félagdlegt réttmæti þess að orka tvimælis. Sumum heimilum hefur tekizt að leysa þenman vamda, öðrum ekki. Það er eimmig ómótmælanleg staðreymd, að fjöldi húsmæðra gegnir tvöföldu sftarfi, og heimilisstörfin eru ólaiunuð fjár'hagslega séð. Án efa njóta margar þeirra aðstoðar eigin- manns og barna, þar sem nægitegur skilningur er fyrir hendi. Engu að síður er það húsmóðirin, sem ber hita og þunga heimilisstaríanna öðrum fremur. Margt hefur unnizt með tillkomu nýtízku heimilis- tækja og þæginda. Vamdinn er fyrst og fremst fólg- inn i þvi að ,,frelsa“ vinnandl húsimóður frá þvi að vera bundnari störfum á heimi'linu en aðrir meðlim- ir fjölskyldunnar, fram yfir það, sem réttlátt og eðli- legt getur tallizt. Tæpast er þó farsælt að gera kon- una fráhverfa heimilisstörfum með vafasöinum áróðri um lágkúrulegt gildi þeirra. Öliiu heilbrigðara væri að setja fraim einhverjar skynsamtegar kröfur um laun henni til handa til að koma í veg fyrir að húsmóðir neyddist til að vinna úti af fjárhagslegum ástæðum meðan hún vill sjálf vera heima. Eðlileg- asta athatnasvið móðurinnar hilýtur að vera heiim- ilið sjálft, þótt deilla megi um hve langt hún eigi að ganga í eldamennisku, þvotjti og allis konar stjani kringum stálpuð eða fuHvaxin letiblóð, sem kunna að heyra fjölskyldunni til, að eiginmainninuim með- töldum. — Sem jafnoki eiginmaninsins orsakar kon- an ný viðhorf í hjónabandinu og þvi reynir nú ennþá meira en áður á andlegan þroska þeirra ein- staklinga, sem I hlut eiga. Konan er orðin annar póll- inn i hjónabandinu í stað þess að vera undirgefið „vinnudýr" eiginmannsins. Hamingjusaimt hjónaband byggist á gagnkvæmri virðingu og tillitssemi og við- urkenningu algjörs jafnréttis. Viða mun þó pottur brotinn í þessu efni vegna vanþekkingar og þroska- leysis, og skólarnir, kirkjan og aðrar félagslegar stofnanir eiga stórt verkefni framundan að bæta ástandið. Börn og nnglingar hafa á öllum tímum myndað eins konar andstæðu hinna fullorðnu, sem krafizt hafa skilyrðislausrar hlýðni og undirgefni af þeirra hálfu. Félagslega séð var þetta nauðsynlegt til að tryggja jafnvægi og öryggi hins viðurkennda og stöðuga samfélagsforms fyrri tima. Þetta var gjam- an kallað að hafa vit fyrir börnum og unglingum og þótti sjálfsagt af beggja aðila hálfu, þrátt fyrir allt nöldur eldri kynslóðarinnar um spillingu æsk- unnar á hverjum tíma. Þró-un síðustu áratuga, sí- aukin tízku- og hátterniissefjun, löng skólaganga og nútíma fríhyggja valda því m.a. að islenzkir ungl- ingar eru óafvitandi en óstöðvandi að mynda með sér ,,sérmenninngu“ á svipaðan hátt og amerískir unglingar hafa gert, og að þessu leyti er bilið milli kynalóðanna greinilegra en nokkru sinni fyrr. Þeir fjardægjast æ meir áhrif foreldra og heimilis, og skólamir hafa ekki fundið leiðina til að vega upp á móti þessu. Þeir gerast þátttakendur i sérmenn- ingunni og fara þanniig á mis við þá mikilvægu amd- legu mótun, sem yfirfæi'sla erfðareynslu frá kynslóð tiil kynslóðar íelur í sér og gerist með gagnkvæmu viðhörfi foreldra og barna. Afleiðingin er sú, að gal- gðpaskeiðið lengist, og fæst ungmenni i þessum hópi öðlast nokkra andlega mótun að gagni fyrr en þau neyðast til að sjá’ fyrir sér sjálf og þá of’t búin að ná tvítugsaldri eða meira. Um gagnsemi íslenzku fjölskyldunnar má enn sem fyrr segja, að bóndi sé bústólpi og bú landstólpi. Þessi gamla staðhæfing gildir enn i dag um fjöl- skylduna og heimilið. Það er því alvarlegt mál, ef rétt reynist, að hin nýju þróunaröfl séu sem öxi reidd að rótum fjölskyldunnar. Að visu hefur talls- verð viðleitni verið sýnd á síðu.du árum til úrbóta, en margt af þvi, sem gert hefur verið, er of smátt gengur of skaimmt og of seint fyrir fjölda einstakl- inga og lífshamingju þeirra. Það mátti tæpast seinma vera að stofnuð var félagsfræðideilld við Háskóla ís- lands. Ekki er vafamál, að óþrjótandi vei'kefni biða Frainbald á bls. 14 14. rnarz 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.