Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1971, Blaðsíða 11
SAMTAL VIÐ GODARD KVIKMYNDIR OG BYLTING Fyrri hluti „Ég er ekki lengur kvikmyndagerðarmaður, að- eins verkamaður, sem gerir byltingarkvikmyndir til þess að ýta undir byltingarlegar umbætur.“ (Eftir að Godard, lauk við One Plus One, hefur hann, sem kunnugt er, haldið sig utan við sviðsljós kvikmynd- anna síðustu tvö árin og hef- ur snúið sér að gerð 16 mm kvikmynda um ýmsar póli- tiskar hreyfingar auk ýmissa tilraunamynda. Fer hér á eft- ir úrdráttur úr viðtáli, sem haft var við Godard og sam- starfsmann hans, Jean-Pierre Gorin, fyrir tœpu ári. Síðari hluti þessM viðtáls mun birt- ast í næsta Lesbókarþætti). Spurning: Hvers vegna álcváðuð þið að kalla ykkur Dziga-Vertov 1) hópinn? Godard: Þar koma til tvær Sstæður. Önnur er nafnið Dziga-Vertov eitt sér, hin er hópurinn Dziga-Vertov. Hóp- nafnið er ekki til að benda á ákveðna áætlun, til að marka ákveðna stefnu, ekki til þess eins að leggja áherzlu á eina persónu. Hvers vegna Dziga- Vertov? Vegna þess að í byrj- U.V aldarinnar var hann raun- verulega marxískur kvik- myndagerðarmaður. Hann var byltingarsinni, sem vann í þágu rússnesku byltingarinn- ar með aðstoð kvikmyndanna. Hann var ekki emungis lista- maður. Hann var virkur lista- maður, sem gekk í lið með bylt- ingunni og varð byltingarsinn- aður listamaður vegna barátt- unnar. Hann sagði, að hlutverk „Kinoki" væri ekki kvikmynda gerð — Kinoki merkir ekki kvikmyndagerðarmaður, það þýðir kvikmyndaverkamaður — heldur að framleiða kvik- myndir í nafni heimsbyltingar vehkalýðsins (World Prole- tarian Kevolution). Að þesisu leyti var hann mjðg frábrugð- inn þeim félögum, Eisenstein og Pudovkin, sem ekki voru byltingarsinnar. Gorin: Hann hafði mjög næm an s'kiinimg á þvi, að kvilk- myndir voru notaðar af stjórn- völdunum, sem höfðu fundið þær Yipp fyrir fjöldann; að kvikmyndin var láltin lýsa borgaralegri hugmyndafræði. Sp.: En er hann nokkuð ann- að en sögulegt dæmi? Geta þessi sömu undirstöðuatriði gilt í dag? Og ef svo er, hvem- ig getið þið beitt þeim við þær breyttu aðstæður, sem nú eru fyrir hendi ? Godard: Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að við erum franskir baráttu- menn, sem virkjum kvikmynd- ir, vinnum I Frakklandi og er- um þátttakendur i stéttabar- áttunni. Við erum staddir á ár- inu 1970 og kvikmyndin, verk- færið, sem við notum, er ennþá statt á árinu 1917. Dziga-Vertov hópurinn þýð- ir, að við erum að reyna, jafn- ved þótlt við séuim aðeins tveii' eða þrír, að vinna saman sem hópur. Ekki bara að vinna sam an sem félagar, heldur sem pólitískur hópur. Sem þýð- ir átök, baráttu í Frakklandi. Að vera þátttakandi I barátt- unni, þýðir, að við verðum að berjast með hjálp kvikmynd- anna. Að gera kvikmynd, sem pólitískur hópur, er mjög erfitt eins og stendur, vegna þess að við erum fremur einstaklingar, í þeirri aðstöðu, pólitiskt, að vera að reyna að ganga sömu götuna. Hópur merkir ekki að- eins að einstaklingar gangi samsiða sömu götuna, heldur að þeir gangi í takt, pólitískt. Sp.: Er nauðsynlegt að vinna sem hópur? Gæti einstakling- ur, sjálfstæður kvilkmyndagerð- armaður, gert kvikmyndir á pólitískan hátt? Godard: Það veltur á ýmsu. í fyrsta lagi vairður hann að losna úr viðjum ríkjiandi pen- ingakerfis. Hann verður að gera sér grein fyrir því, hvað það merkir að vera sjálfstæð- ur. Það er ekki það sama og að vera bara hippi. Hann verð- ur einnig að losna úr viðjum borgaralegrar hugmyndafræði og þegar hann hefur náð því, getur hann farið að snúa sér að hugmyndafræði byltingar- innar. Það þýðir aftur, að hann verður að reyna að vinna sem hópur, sem stofnun, til að skipuleggja svo að hægt sé að sameina. Kvikmyndir eru að- eins leið til að stuðla að sam- einingu. Það að gera kvik- Jean-Luc Godard: Skilinn við fyrri myndir sínar og snúinn af vegi peningavaldsins. myndir, er aðeins lítil skrúfa 1 byggingu nýrra pólitiskra hugtaka. Sp.: Krefst þetta ákveðinn- ar þekkingar eða sérstakra gáfna? Godard: Já, en það er ekkl hægt að tala um tegundir þekk ingar eða gáfna, aðeins um þjóðhagslega nýtingu þekking- ar og þjóðhagsliega nýtingu gáfna. Til þess að handleika byssu þarf auðvitað ákveðna þekkingu, ákveðna hæfni. Til að hlaupa hratt þarftu góða fætur og góða þjálfun. Til að vera ekki út úr fókus, þegar þú tekur myndir, þarftu ákveðna hæfni. En svo kemur til hin þjóðhagslega nýting á þessari ákveðnu hæfni. Sp.: Er mögulegt að færa sér í nyt sérþekkingu? Gætuð þið t.d., samtimis þvi að vinna ykk ar í millum og vitandi hvers konar mynd þið vilduð gera, notazt við einhvem eins og t.d. Raoul Coutard? 2) Godard: Hvers vegna ekki? Við erum t.d. þessa dagana að leita að klippara, pilti eða stúlku, ekki vegna þess að við vi'tum ekki hvernig eigi að gera það, heldur vegna þess að við viljum fá ein- hvem, sem er betur þjállf- aður. Þannig tekst okkur að vinna hi’aðar, og hrað- inn skiptir okkur öllu máli. Ég meina, Lenin getur tekið leigu- bil, þegar hann þai'f að fei'ð- Framhald á bls. 13 gjöi’ninga og lesið læknis- fræði. Þessu næst er lýst bandalaginu við djöfulinn. Faust er staddur á krossgötu kvöld eitt og særir djöfulinn. Gerist fyrst hark mikið, síðan lýstur upp eldglæringum og loks sést maður í loga. Vei-ður hann að munki og spyr um vilja Fausts. Biður Faust hann að koma kvöldið eftir um mið- nætti og lofar hann því. Faust segir honum þá frá kröfum sín um. Andinn skuli vera honum undirgefinn í hvivetna til dauðadags og svara öllum spurningum hans. En andinn er ekki einráður um að gera samninginn og segir honum frá vistarverum vitis og verður Faust þá hræddur, en biður hann um að koma næstu kvöld stund og verður svo. Húsbóndi andans, djöfullinn, hefir gefið samþykki sitt og krefst Faust þess nú, að andinn skuli halda til í húsi hans, vera ósýnileg- ur, en birtast honum, er hann óski þess og gera skipanir hans. En Faust ofui’selur sig í stað- inn djöflinum, gerir blóðsamn- ing við hann og lofar að fjand skapast við alia kristilega trú og menn og láta engan telja sér hughvarf. Siðan er samningur- inn birtur og á hann að standa í 24 ár og á Mefistofeles eftir þann tíma að fá fullt vald yfir líkama hans og sál. Nú byrjar andinn á þjónustu sinni, flytur Faust mat og drykk frá hirðum konunga og fursta, stelur handa honum fötum og skóm og lætur hann hafa í drykkjupen- inga 25 kr. á viku. En Faust er ekki ánægður og vill kvong- ast. Gerir þá ofsastorm og birt ist djöfullinn honum. Faust eru síðan færðir djöflar í kvennalíki. Nú gerist hann spá maður og aflar sér mikillar frægðar. Mefistofeles skýrir fyrir honum mismun sumars og vetrar, gang himintungla og uppruna mannsins. Faust óslcar að sjá ái'a Satans og birt- ast þeir honum í dýralíki, sem mýflugux’, lýs, köngulær og stinga hann og erta og fer hann þá út úr hei’bei’gi sínu. Byi-jar nú flakk Fausts. Fer hann fyrst niður í víti, þaðan upp til himna og síðan um alla Evrópu (16. ár samningsins). Á 19. og 20. ári byrjar hann á svallsömu lífi, á 22. ári finnur hann fjársjóð mikinn og árið eftir lifir hann samvistum við Helenu fögru frá Grikklandi. Hún elur honum son, er hann nefnir Justus Faustus og segir hann henni frá ýmsum óorðn- um hlutum. Sigur nú að ævi- enda Fausts og gerir hann þjón sinn Wagner að einkaerf- ingja sinurn, útvegar honurn þjónustusamlegan anda í apa líki og felur honum á hendur að í’ita um afreksverk sín. Er mánuður er eftii', þjáist Faust af sálai’angist og vill nú ekki lita andann framar. Kveinar hann sái’an og fer með stúdent um til þorps eins í nánd við Wittemberg, matast með þeim og tekur síðan svefnlyf. Held- ur hann hvatningarræðu til stúdentanna, og eggjar þá að berjast gegn djöflinum og halda fast við kristna trú. Fara þeir siðan til hvílu, en um 12—1 leytið gerir ofsarok og heyra þeir hávaða mikinn í stofu Fausts, sem hrópar á hjálp, en loks dettur allt í dúnalogn. Er morgnar, sjá þeir, að stofan er full af blóði, heilaslettur á veggjum og augu Fausts og tennur liggja á gólfinu. Þeir finna likama hans úti á haug og er hann ógurlegur útlits. Grafa þeir hann síðan og halda til Wittemberg. Finna þeir þar ævisögu Fausts, rit- aða af honum sjálfum, en enda- lokin vamtar og bæta þeir þeim við. Er síðan fullyrt, að frá- saga þessi sé sönn í hvívetna. Eftir þetta kom út fjöldi Faustbóka og kepptust þær um að segja frá ýmsum særingum Fausts. En Faustsagnirnar voru notaðar i leikritum á und- an Goethe og höfðu þau leikrit mikil áhrif á hann. Helzta þeirra var eftir Englendinginn Christopher Marlowe, er var uppi rétt á undan Shakespeare. 1604 kom út rit hans: The tragical history of Doctor Faustus. Ef borinn er saman Faust Goethes og Marlowes, er lik- ingin óvenjumikil. Faust kepp- ir hjá báðum að yfirburða- þekkingu, og lifsþráin birtist hjá báðum í ástarþörfinni; en Goethe lætur „litla heiminn" (die kleine Welt) hafa miklu meira svigrúm en Marlowe, er leiðir Faust jafnhai'ðan inn i „hinn stóra heim“ (die grosse Welt), og eru páfinn og keis- arinn imynd hins andlega og veraldlega valds. En engin dýpri hugsjón liggur að baki hjá Marlowe, er Faust skemmt ir keisaranum með alls konar töfrum. Leikrit Marlowes hafði vafalaust miklu meiri áhi’if á Englendinga en á Þjóðverja, þvi að ensk leiklist var þá á miklu hærra stigi. Framhald. 14. marz 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.